Morgunblaðið - 23.03.1963, Page 19

Morgunblaðið - 23.03.1963, Page 19
Laugaradagur 23. marz 1963 mORCVlSBf. 4 010 19 Helgi á Hrafnkelsstöðum leitar fanga „í neðra64 í 33. tölublaði Tímans sendir Helgi á Hrafnkelsstöðum mér áramótakveðju með mynd, sem ég þakka hvorutveggja. Og í framhaldi af því ræðir hann nokkuð smá grein sem ég, að gefnu tilefni skrifaði í Mbl. í desember s.l. Það sem helzt fer í taugarnar á Helga, er að ég hafi tekið fyrirsögnina á grein mína úr gamalli ritgerð eftir hann. Og þykir það lýsa bæði „lítil- mennsku og andleysi.“ Þetta kann nú rétt að vera, svo langt sem það nær. En má ég spyrja: Hvaðan hefur_ þú fyrirsagnir þinna greina? Ég hef aldrei heyrt að þú gætir smiðað „axarskaft" og þaðanaf síður ort í helvíti. Og ég eftast mjög um að vísa sú sem hin umdeilda fyrirsögn er tekin úr, sé eftir þig. Annars er fátt í grein Helga sem ég þarf að svara. Hann reyn- ir ekki að hrófla við einu ein- asta atriði í minni grein, sem máli sk'ptir. En svo vendir Helgi sínu kvæði í kross, eítir all langa ritskýr- ingu á sjálfs sín verkum og býður mér á konungsfund og það upp á Kambabrún. Slíku „sóma- boði“ get ég ekki neitað. Þótt xnér hefði þótt enn forvitnilegra að fara með honum heim að Hrafnkelsstöðum og skoða það sem hann hefur sjálfur framkvæmt á velgengnistímum allra fyrrverandi vinstristjórna. En hann gæti bætt úr því með því að láta fylgja eina siíka mynd, með næstu ritgerð í Tím- anum. Þá skulum við bregða okkur upp á Kambabrún Helgi minn, við skulum nú reyna að vera eins og gamlir kunningjar og taka ofan öll lituð gleraugu. Og hvað sér nú kóngurinn 1907 og hvað blasir við augum okkar núna. 1907 blasa við lélegir torf kofar svo að segja ljóslausir, víða lekir og dimmir með smá túnkraga í kring að mestu kargaþýfi, svo að segja öngvir vegir, flestar ár og lækir óbrú- að, enginn sími, engar vélar til neins, hvorki utan bæjar né innan. Að maður nefni nú ekki rafmagn eða útvarp. Og hvað skildum við svo sjá nú? Og til þess að fá enn víðari sjóndeildarhring skulum við bregða okkur dálítið lengra út með fjallinu, þangað sem nýi Þrengslavegurinn liggur ofan í Ölfusið. Við gætum rifjað það upp á leiðinni hver sýndi mestan dugnað nú síðast til að kom-a þessari samgöngubót í nothæft ástand. Og það án þess að nokk- uð væri farið ofan í vasa sam- vinnufélaganna hér austan fjalls. Nú sjáum við upp um alla Hreppa og jafnvel Tungur líka. í stað moldarkofanna óupplýstu blasa nú við augum háreistar og bjart ar byggingar fyrir menn og skepnur með víðáttumiklum sléttum túnum, vegur, sími og rafmagn heim á hvern bæ. Vél- ar af fullkomnustu gerð til flestra hluta bæði utan húss og innan. Á þessu svæði hafa risið upp fjögur stór og myndarleg þorp með ýmiss konar fyrir- tækjum, auk þess vísir að nokkr um fleiri m.a. í Hrepp og Tung- um. Og þar sem við stöndum á heiðarbrúninni fyrir ofan Hlíð arenda, blasir við, næstum við fætur okkar, enn eitt þorpið, þar sem er að rísa ný Ilafnarborg við hina gömlu Þorlákshöfn. Hrepp- stjóri ölfushrepps sagði mér í vetur, að þar væru tuttugu íbúð arhús í smíðum. Og nú heyri ég að þú skýtur inn í; „Þetta eru allt verk sam- vinnumannanna". Já, því ekki það. Eru ekki svo að segja allir búendur — og raunar margir fleiri — á öllu Suðurlandsundir- lendinu j einhverju samvinnu- félagi og sumir í mörgum. Eða viltu kannski draga í sundur og kasta öllum sem ekki eru „Fram sóknarmenn“ út úr starfandi sam vinnufélögum á svæðinu og byrja þá á formanni Sláturfélags Suðurlands. Ég vil þá ráðleggja þér, að hugsa þig um tvisvar áður en þú leggur út í slíkt ævin týri. Þú ræðir mikið um dýrtíðar- tröllið og þá hættur sem af því stafi, og má þar margt til sanns vegar færa, þótt annað orki tví- mælis. Ætla ég mér ekki að verja framfarir þeirrar ófreskju, þótt ég vilji láta hana njóta sannmælis, ef eitthvað væri til málsbóta. Þegar rætt er um dýr- tíð og ríkisstjórnir síðustu þri-ggja áratuga, verður Fram- sóknarmönum jafnan tíðrætt um tímabilið 1934—38, sem eins hins fegursta fordæmis um gott stjórn arfar. Væri þá fróðlegt að rifja upp nokkur atriði frá þeim ár- um. Mætti þá kannske draga af því nokkrar ályktanir um hvernig umhorfs væri í dag og hvað framundan væri, ef líku væri framhaldið og þá var gert. Það dugir kannske að benda á hina frægu „Siberíu", sem þú réttilega minntist á. En það kem ur fleira til. Það mætti t.d. benda á, að árið 1938 er nýræktin kom in niður í 1000 ha. á ári eða ca. 1500m2 á býli. Og þessu fylgdi m.a.s. kvöð um að ríkið eignað- ist vissan hlut af ræktuninni sbr. hina illræmdu 17. gr. ræktunar- laganna. Ég man ekki eftir að þú hefðir neitt við þetta að athuga, þó getur það verið. Ef sá samdráttur, sem var í rækt- uninni á árunum 1934—38, hefði haldið áfram, telst mér til að nýræktin væri komin niður í lóm2 á býli 1962. Þá mætti athuga þróun verð- lagsmála landbúnaðarins á þess- um árum. Á árunum 1934—38 hækkaði meðalútborgun á mjólk til bænda um 2,1 eyri eða % eyri pr. 1. á ári. Með sams konar þróun væri mjólkurverðið núna eitthvað milli 30 og 40 aur. pr. lítra. Á sama tíma hækkaði útborg- að meðalkjötverð t'l bænda um 9 au. eða 1,8 au. pr. kg. á ári. Þetta svarar til þess að kjöt- kílóið væri nú kringum kr. 4,00. Nú vildi ég spyrja þig: Hvað heldur þú, að þær framkvæmdir, sem við sáum áðan af Kamba- brún væru langt komnar með þessari þróun, sem ég nú hef lýst? Hvað myndu margir bænd- ur vera búnir að eignast bíl og dráttarvél eða fá rafmagn svo eitthvað sé nefnt. Þú talar um að við séum með „hælbit“ við ykkur framámenn í Framsókn. Það skyldi þó ekki vera að þú og þínir llkar hafi reynt að glefsa í hælana á Ingólfi á Hellu, núverandi landbúnaðarráðherra, þegar han-n sem formaður kjöt- ATLAS Crystal Kiny Erum ávallt kaupendur að söltuðum ufsa- flökum eða flöttum ufsa HUSSMANN & HAHN Cuxhaven-F. WESTERN GERMANY HANSA-glugga tjöldin eru frá: HANJSAj Laugavegi 176. bimi 3-52-52. ÞEIR ERU KONUNGLEGIR! A’ glæsilegir utan og innan hagkvæmasta innrétting, sem sézt hefur: stórt hrað- frystihólf með sérstakri „þriggja þrepa“ froststill- ingu, 5 heilar hillur og grænmetisskúffa, og í hurð inni eru eggjahilla, stórt hólf fyrir smjör og ost og 3 flöskuhillur, sem m. a. rúma pottflöskur A’ sjálfvirk þíðing A' færanleg hurð fyrir hægri eða vinstri opnun ★ nýtýzku segullæsing ■jir innbyggingarmöguleikar ATLAS gæði og 5 ára ábyrgð ★ eru þó LANG ÓDÝRASTIR Ennfremur ATLAS Crystal Queen og Crystal Prince Góðir greiðsluskilmálar. Sendum um allt land. s 0INIX O. KORNERUP-HANSEN Sími 12606 — Suðurgötu 10. verðlagsnefndar hækkaði kjöt- verðið 1942 svo um munaði. Og Tíminn ráðlagði neytendum, sem þótti dilkakjöt dýrt, að kaupa hrossakjöt norðan úr landi, sem væri miklu ódýrara. Ég held þú hljótir að hafa svarað þessum ráðleggingum Tímans, annar eins vökumaður. En ég man bara ekki eftir að hafa heyrt það né séð. Þú lætur liggja að því í grein þinni, að ég hafi komið sem ein- hverskonar boðflenna á fundi framsóknarmanna að Brautar- holti og Selfossi s.l. vetur. Þarna talar þú gegn betri vitund. Þér er vel kunnugt um, að báðir þessir fundir voru auglýstir öll- um opnir með fullu málfrelsi. Þetta kom líka skýrt fram við umræður á Selfossfundinum þar sem þú varst mættur. Þó furðar mig meira á öðru. Þú virð ist vera að reyna að koma því inn hjá ókunnugum lesendum Tímans, að Skeiðamenn og aðrir, sem mættu á Brautarholtsfund- inum, hafi verið með einhver skrílslæti. Þessu vil ég harðlega mótmæla. Skeiðarmenn og aðrir, sem sóttu þann fund, eru hafnir langt yfir allt slikt. Á þessum fundi voru málin rædd af hinni mestu prúðmennsku, þótt skipt- ar væru skoðanir um ýmislegt, er á góma bar en ekkert hlegið. Enda var Helgi á Hrafnkelsstöðum ekki meðal fundarmanna. Og í fund- arlokin þakkaði fundarstjóri, sem jafnframt var fundarboð- andi, Sigurfinnur í Birtingar- holti, mér fyrir komuna með hlýju handtaki. Og tel ég enga ástæðu til að væna þennan prúða frænda þinn um nokkurn flátt- skap í því handtaki. Hitt er ekki mín sök eða annarra fundar- manna, þótt einhver gárunginn hafi ha-ft gaman af að skrökva einhverju að þér um fundinn. Þetta er nú orðið miklu lengra mál en ég ætlaði í fyrstu. Einu verð ég þó að bæta við. Eg viðurkenni fúslega að Helgi á Hrafnkelsstöðum er fróður um margt. Kann t.d. töluvert af vís- um, Molbúasögum, ýmsum setn- ingum úr bókum Og blöðum og alls konar tilsvörum. Hann er tiltölulega laginn að raða þessu saman, bæði í ræðu og riti svo vel fari á. Og kemur mönnum oft til að hlæja. Er það út af fyrir sig nokkurs virði, þegar það á við. En þannig samsetn- ingur leysir engan vanda. Hvort sem það er sett saman uppi í Hrunamannahreppi eða suður & Seltjarnarnesi. Þetta minnir helzt á mislita kubba, sem börn hafa að leik og byggja úr alls konar fígúrur, með stöðugt breyti legu útliti, eftir því hvernig þau raða þeim (kubbunum) saman. Ölvesholti, 12. 2. J963. Runólfur Guðmundsson. • Byggður úr þykkara body- stáli en almennt gerist. • Ryðvarinn — Kvoðaður. • Kraftmikil vél — Fríhjóla- drif — Stór farangurs- geymsla. • Bifreiðin er byggð með tilliti til aksturs á malar- vegum, framhjóladrifin. • Verð kr. 150.000,00. Með miðstöð, rúðuspraut- um, klukku í mælaborði o. fl. • Fullkomin viðgerða- þjónusta. • Nægar varahlutabirgðir. m Söluumboð á Akureyri: Jóhannes Kristjánsson hf. Sveinn Björnsson & Co. Hafnarstræti 22 — Reykjavík Sími 24204. Chevrolet Steindór vill selja nokkrar Chevrolet fólksbifreiðar, árg. 1947, ’48. — Til sýnis á BIFREIÐASTÖÐ STEINDÓRS Hafnarstræti 2. — Sími 18585. Bifreiðar af ýmsum stærðum og gerðum til sölu. BIFREIÐASTÖÐ STEINDÓRS Sínii 18585.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.