Morgunblaðið - 23.03.1963, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 23.03.1963, Qupperneq 21
Laugaradagur 23. marz 1963 M O R r. I’ ÍV n L 4 ÐIÐ 21 dkagerð og bókaverzlun LITLU verður Vöggur feginn. Langt mun enn þess að bíða að elt verði vel um bókagerð okk- er, og að þ-eir menn fái til- Ihlýðilegan stuðning, sem bezt vinna að því að hefja hana á !hærra stig. Ekki væri það sann- gjarnt eða maklegt ef jeg neit- eði að viðurkenna þá framför, eem orðið hefir á þessu sviði nú hin síðustu áxin. Ósköpin og andstygðin, sem við sáum á stríðsérunum og á næstu árum eftir stríðið, eru nú til allrar hamingju að baki. I sumum greinum er þessum málum nú eð þoka í rjetta átt. Erá nokkr- um forleggjurum og úr sumum prentsmiðjum og bókbandsstof- un hygg jeg að flestar bækur sjeu nú með þokkalegu bragði. Mjer er nær að halda að jeg baíi sjeð allar þær bækur, sem Bókaforlag Odds Björnssonar sendi frá sjer á síðastliðnu ári, og allar eru þær með þeim frá- gangi sem að mínu viti er hlut- aðeigendum til sæmdar. En Sig- urði O. Björnsson er líka vandi é höndum ef ekki á að mega segja að betur hafi faðir iians gert á sínum tíma. Og sá hygg jeg að hljóti að verða dómur óvilhallra manna, að á árinu 19&2 komist hjer ekkert til jafns við viðhafnarútgáfuna af þeim tólf bókum, sem Mál og menn- ing gaf út til þess að minnast eldarfjórðungs-afmælis síns. En af þeirri útgáfu voru ekki prent- uð nema 500 eintök, svo áhrifa bennar á almennan smekk í landinu mun varla gæta að mun. Falleg er líka „Gráskinna hin meiri“, svo að útgerð hennar setla jeg að fátt verði fundið til lýta, annað en ofnotkun tölu- stafa í texta. Það lýti er of al- ment í íslenzkum bókum, enda man jeg ekki til að hafa í nokk- urri íslenzkri bók sjeð varað við þessum ósið, nema í lítilli okóla bók eftir Freystein Gunnars- son. Erlendar handbækur prent- fira vara við honum. Það er naumast útúrdúr að hjer sje þakkað fyrir, það, að aukið val við nafn gamla safnsins „Gráskinna“. Ann- að hefði komið sér illa. Það var slæmt að ekki skyldi vera gert eitthvað í sömu étt þegar gerð var hin mikla sex-binda útgáfa af Þjóðsögum Jóns Árnasonar. Nú verður fyr- ir bragðið altaf að geta þess um tvö fyrstu bindin að til þeirrar útgáfu sje vitnað, en ekki hinna fyrri. Og það ætla jeg að ein- hverntíma muni gleymast, svo klaufalega sem íslenzkir fræði- menn vitna til bóka. Þeir vitna til Sturlungu og Heimskringlu og annara margútgefinna bóka án þess að tilgreina útgáfu. Og þá vitum við í rauninni alls ekki hvar við eigum að leita. Tvö atriðið skulu hjer til- greind, sem sýna augljósa fram- för í bókagerð okkar. Hið fyrra er síðutitlarnir, sem nú eru að verða nokkuð almennir og bæði eru til gagns og prýði. Hitt er nafnaskrár og registur. Loksins eru höfundar og forleggjarar að gera sjer það ljóst, hve nauð- synlegar nafnaskrár eru við hverja þá bók, sem að einhverju leyti er sagnfræðilegs eðlis. — Þannig koma nú „Aldamóta- menn“ Jónasar Jónssonar, loka- bindið, með nafnaskrá yfir alt eafnið, og vitanlega er „Grá- Bkinna hin meiri“ með allítar- legu registri, enda hefði annað verið ótækt; því lengi mun verða til hennar vitnað, og ekki þarf neinn spámann til þess að segja það fyrir, að ekki verður þessi útgáfa hennar sú síðasta. Þá mun og það vekja óvæntan fögn- uð, að með hinu stórmerka safni, -„Fortíð og fyrirburðum“, sem er lokabindið í „Svipum og sögn ■um“, ágætlega úr garði gert frá hendi sira Gunnars Árnasonar, er nú geysimikil skrá, eftir Guð- *nund Jósafatsson, yfir manna- uöfn í öllum fimm bindunum. En sorgleg yfirsjón var það, úr Því að svo skýr maður og fróð- ur, gagnkunnugur á sögustöðv- fram. Dönsk bókagerð hefir tek- unum, fjekkst til þess að gera ið stórmiklum umbótum nokkur skrána, að hvorki honum nje síðustu árin. heldur neinum hinna, er hlut „Játningarnar eru annars áttu að máli, skyldi hugsast að svo frægar í bókmentum heims- með þessu merka ritsafni þurfti | ins að þegar við nú loksins eign- líka örnefnaskrá. Hún hefði að sjálfsögðu gert bókina nokkru dýrari, en gagnsemin var marg- faldlega verð kostnaðaraukans. Þess má ómögulega láta hjer ógetið, að í þessu nýja bindi er rækileg leiðrjettingaskrá, sem tekur yfir allar þær misprentan- ir og aðrar villur, sem uppgötv- ast hafa í hinum fyrri bindum. Þetta sýnir þann heiðarleik og þá samvizkusemi, sem ekki er altaf að finna hjá íslenzkum höfundum og forleggjurum. — Hjer er nú öðrum gefið gott fordæmi. Nú hafa hjer verið nefnd nokk ur dæmi til lofs. Sem betur fer, mætti fjölga þeim til muna. En rúmið leyfir það ekki, og þaðan af síður hitt, að allt sé talið fram það sem miður er. „Ef eigi fylgdi slysin með“. Því er miður að þau virðast þurfa að fylgja okkur í bóka- gerðinni jafnvel þar sem við erum að reyna að sýna okkur slynga. Það er greinilegt að reynt hefir verið að gera „Játn- ingar“ Ágústínusar vel úr garði, enda bar að gera svo, og þar hef- ir tekist að gera sviphreina og svipfallega bók, þó að nokkuð óprýði tilgangslaust strikadót yfir upphafi hvers þáttar. At- hugasemdir til skýringar nokkr- um stöðum í textanum eru aft- an við, enda þótt hagkvæmast hefði verið að hafa þær neðan- máls. En úr því að svo var ekki gert, hefði samt þurft að vísa til þeirra í textanum. Til þess þurfti ekki annað en litla stjörnu við atriðisorðið, eins og er í útgáfu Jóns Eyþórssonar af „Ferðabók “ Þorvalds Thorodd sens (og hafði raunar sjest hjer áður). Vegna þess að þetta ráð var ekki haft, mun þorri les- enda alls ekki sinna athugasemd- unum, enda þarf nú að fara yfir þær á undan lestri og merkja þær inn. Okkur er raunar ekki nýtt um að gera svo. Jeg hefi orðið að fara svipað að við ekki fáar íslenzkar bækur sem jeg hefi lesið, sumar stórar, t. 'd. útgáfu Sturlungu frá 1946. Og altaf er það leiðinlegt að sjá efnisyfirlitið aftan við bók, alveg eins þó að þetta sje altítt í dönskum bókum. Danir standa í öðrum greinum framar en bóka gerð sinni og betri fyrirmyndir að finna hjá öðrum. Þeir eru nú að vakna til meðvitundar um, að þarna þurfi þeir að taka sjer uðumst þær (eða meginhluta þeirra) í þýðingu, sem ekki þarf að efa að .gerð sje af nákvæmni (Dr. Sigurbjörn biskup Einars- son þýddi, á fallega hreint og auðugt mál) þá áttum við að leyfa okkur þann höfðingsskap að gefa þær út rheð frumtexta á síðunni andspænis þýðingunni. Slík útgáfa munri um löngu ókomna tíð hafa orðið hin gagn- legasta þeim ungum mönnum, er leggja sig eftir latínu. Og auk þess er hitt, að hvorki af þessari bók nje nokkurri ann- ari er unnt að gera þá þýðingu, sem algerlega svari til frum- texta. Hver tunga á sinn eigin anda, sem lifir aðeins í henni. Dauð eru ekki nema tilbúnu málin sem menn hafa sett sam an sér og öðrum til gamans, en aldrei til neinnar nytsemdar, Ekki er ýkjalangt síðan jeg minti á það í Morgunblaðinu að fyrir stríð taldi Ejnar Munks gaard að alment lýti á dönskum ‘bókum væri of stórt brot. Satt var þetta, en þó var brot á þeim í þá daga miklu hóflegra en nú tíðkast hjá okkur. Gegn þessu er líklega vonlaust að berjast. Það er líklega heimskan eða eitt- hvað ennþá lakara, eitthvað fjarska sigursælt, sem þarna ræð ur. Tvær litlar bækur komu þó í mína eigu um jólaleytið, og báðar fallegar: „Saltkorn í mold“, prýðilega dregin en lítið lofsamleg mynd af mannlífinu, eftir Guðmund Böðvarsson, og „Milli Grænlands köldu kletta“, grænlenzk landlýsing, hreinasta perla, skrifuð af óm,engaðri list og ósmárri þekkingu, eftir Jó hann Briem. Hamingjunni sje lof að þessar bækur voru ekki gefnar út í flennibroti. Rjett áður en jeg settist við að skrifa þessa grein frjetti jeg af tilviljun að í dönsku tíma riti nýútkomnu, væri núna grein eftir alkunnan þýzkan bókagerð- armann, Jan Tchichold, um brot á bókum, og þar feldur ærið harður dómur yfir stóra brotinu. Það væri ef til vill ekki úr vegi fyrir forleggjara okkar að kynna sjer hvað hann hefir að segja Sum þau letur, sem hjer erú í notkun til bókaprentunar, eru herfilega ljót, önnur mjög svip- laus. Ekki setti þetta að þurfa að vera svona, því í Linotype og Intertypevjelar má fá mörg einkar falleg letur. Mörg Mono- type-letrin eru hreinasta augna yndi, og þá naumast annað feg urra en hið nýjasta, Octavian, sem nú er aðeins að byrja að sjást á bókum. Verðlausar bækur og ártalslausar. Ekki á ég heima í flokki þeirra manna, sem ráða vilja bót á öllum misfellum með laga- setningu; hitt væri nær sanni, að ég liti á lög sem illa nauðsyn. En nær er mjer að halda að styðja mundi jeg tillögu um að heimta með lögum ártal á hverja þá bók, sem út er gefin, því helzt virðist sem það sje eina úrræð- ið til þess að fá afnumda þá Iháðung sem ártalsleysi er. Að vísu hafa sumir forleggjarar þá menningu að ársetja hverja bók sína, en of mikið er þó um hitt, að þetta sje vanrækt, jafnvel þegar um gagnmerkar bækur er að ræða. Jeg spurði landsbóka- vörð eitt sinn í haust hvað hann hefði um þenna sið (ósið, hefði jeg átt að kalla það) að segja. Ekki er það oft að sá mað- ur tali í gremjutón, en nú gerði hann það. Og hann ráðlagði mjer að jeg skyldi spyrja bóka- verðina hvernig þeim kæmi þetta. Þess þurfti jeg ekki, því jeg gat ósköp vel svarað fyrir þeirra hönd. Þetta ruglar vitan- lega mjög alla bókfræði og tor- veldar bókfræðileg störf. Ártals- leysið er hverjum forleggjara háðung og á að fella hverja bók í verði. En „dýpra og dýpra" sagði 'hann höfðinginn sem Jónas skrifaði um. Sumir láta þessir „herrar“ sjer ekki nægja ár- talsleysið. „Ei þurfandi stað né stundir“, sagði Eysteinn um guð almáttugan (efalaust með sanni). Það mun vera hann sem þeir eru að keppa við. En hvernig fór fyrir þeim sem það gerði áður fyrir löngu? Staðleysið sá jeg fyrst á ekki ómerkari bók en „Nordælu“, og jeg efaði hvort viðtakandinn mundi telja sjer í því heiður. Nú eru þær orðnar margar bækurnar sem við vitum að 1 rauninni komu út hjer á landi, en geta þess hvergi, og mættu því eins vel vera gefnar út í okkar góðu nýlendu, Grænlandi, og væru þá rjettilega taldar með þeim „ný- lenduvörum“ sem við sjáum stundum auglystar í blöðum. Á sumum staðlausu bókunum er tilgreindur íslenzkur prentstað- ur. En prentstaður og útgáfu- staður eru þráfaldlega ekki eitt og hið sama. Þá er það þessi mjög svo al- menni háttur forleggjara að dylja verð bóka sinna þegar þeir auglýsa þær. Hann er blátt áfram fruntaleg ókurteisi gagn- vart almenningi, og allir vita að hann er ekki af góðum toga spunninn. Honum er ætlað að ginna menn til að skoða bókina, og þess vænst, að þá kaupi þeir hana. Vitaskuld bakar ósiður- inn bæði almenningi og starfs- fólki bókaverzlana óþægindi — almenningi þar á ofan kostnað fylgid fjpldanum veljid J 9 51^: cudogler hf reykjavik skúlagata 26 símar 12056-20456 vegna sífeldra fyrirspurna í síma. „Velvakandi“ Morgun- unblaðsins á þakkir skilið fyrir að hafa oftar en einu sinni vítt ósið þenna. Rjett er að geta þess, (enda þótt það hafi áður verið gert í Morgunblaðinu) að Bókaforlag Odds Björnssonar hefir alla tíð getið verðs á bókum sínum er það auglýsti þær — hefir ber- sýnilega talið sig ekki hafa neinu að leyna. Og jeg veitti því at- hygli fyrir jólin að ísafoldar- prentsmiðja auglýsti nú verð á sínum bókum. Viðkvæði margra á jólaíöstunni hefir lengi verið það, er þeir lásu verðleysisaug- lýsingarnar, að þeir mundu bíða eftir hinni árlegu aug- lýsingu frá Bókaverzlun Sigfús- ar Eymundssonar, sem ávalt til- greinir verð. En þó að sú skrá sje til mikils stuðnings fyrir al- menning, er vitanlega ekki unt að taka allar bækur á hana. Náttúrlega ættu ritdómarar að geta verðs þeirra bóka, er þeir skrifá um, eins og tíðkast er- lendis, og hið sama ætti úfcvarp- ið að gera þegar það er að kynna bækur. Svarti skóli hinn nýi. Einhverstaar verð jeg að gera enda á þessari þulu, þó að ótæmandi sýnist efnið. Jeg vil því gera það hjer, en samt fyrst víkja ofurlítið að hinum nýja Svartaskóla. Nú hin síðustu ár- in virðist stefnt að því, að allar bækur skuli bundnar í svart. Jeg hefi áður, oftar en einu sinni, andmælt þeirri fáránlegu stefnu. Á því hefir ekkert mark verið tekið. Þess var naumast að vænta. En hitt er furðulegt, að þegar slíkur smekkmaður á bókagerð sem Hafsteinn Guð- mundson bar fram sömu varn- aðarorðin í útvarpi, þá var ekk- ert mark tekið á honum. En hugsið ykkur þegar allir vegg- ir í hverri bókastofu eru orðnir biksvartir, eins og stálið í kola- námu. Að þessu hlýtur að koma með sama áframhaldi. Að því er jeg bezt veit á það sjer naumast stað hjá þeim þjóð um sem fremstar standa í bóka- gerð, að \>inda í svart. Helztu undantekningar eru biblíur og sáhnabækur. Á alþjóðlegu bóka- sýningunni í London 1955 var ein bók í svörtu bandi. Og hún var íslenzk. Jeg þarf varla að geta þess, að þar sýndum við okkur til lítillar frægðar. Naumast þarf heldur að geta þess, að bók bundin í svart get- ur verið mjög fallega bundin, engu síður en í hvern annan lit. Það er aðeins hitt, að af svarta litnum má ekki verða of mikið. Það nær engri átt að láta hann yfirgnæfa. I þeirra eigin Svartaskóla ætla ég svo að skilja við forleggjar- ana okkar að þessu sinni. Sn.J. I nóvember sl. fóru fram þingkosningar í Bandaríkjunum, og var þá Edward Kennedy, bróðir forsetans, kjörinn Öldungadeildarþingmaður fyr ir Massachusettsríki, en þingsæti það skipaði for- setinn áður. Hér sjást bræðurnir þrír, Edward (til vinstri), forsetinn og Robert dómsmálaráð- herra (til hægri) við hátíðahöldin í Washington skömmu eftir áramótin. ATHUGIÐ ! að borió saman við útbreiðslu er langtum ódýrara að auglýsa i Morgunblaðinu, en öðrum blöðum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.