Morgunblaðið - 27.03.1963, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.03.1963, Blaðsíða 6
6 MORCVNBL AÐIÐ Miðvikudagur 27. marz 1963 HEIMILISTÆKI BRÆÐURNIR ORMSON Yesturgötu 3. Sími 11467. ©PIB1 COPEHHAGíH Vii)j Hóiasveinar í kynnis- ferö á Akureyri Helmingur nemenda úr kaupstöðum Akureyri, 25. marz. SEXTÁN Hólasveinar gistu Ak- ureyri á laugardaginn ásamt skólastjóra sínum, Árna Péturs- syni, og Yigfúsi Helgasyni, kenn- ara, og frú hans. Voru þeir í náms- og kynnisfeið til þess að skoða kúabúið að Galtalæk og tilraunastarfsemi í Gróðrarstóð- inni á Akureyri. Fréttamaður MdI. hitti Árna Pétursson skólastjora snöggvasl að máli, þar sem ferðalangarnir voru að skoða hið nytízKuIega mjaltakerfi í fjósinu að Galta- læk og virtu fyrir sér 40 þrifleg- ar kýr og töflur um afurðir þeirra við leiðsögn og skýringar Árna Jónssonar, tilraunastjóra. — Eru margir nemendur í Hólaskóla í vetur, Árni? — Þeir eru alls 19, þar af eru 3 í eldri deild. — Eru þeir ekki flestir norð- lenzkir bændasynir? — Það er nú svo undarlegt, að um helmingur nemendanna er úr kaupstöðum, ekki sízt úr Reykjavík. Þess verður heldur ekki vart, að Norðlendingar sæki skólann fremur en menn úr öðr- um landshlutum. Við höfum til dæmis haft marga Árnesinga, Austfirðinga og Yestfirðinga. Nemendur úr Eyjafirði og Þing- eyjarsýslum eru sj aldgæfastir í Hólaskóla. — Þurfa kannski ekki að sækja vit í önnur héruð? — Ekki voru það mín orð. Annars er einkennilegt, hve bændasynir, sem ætla að leggja fyrir sig búskap, eru tómlátir um að afla sér þekkingar og fræðslu um búvísindi og búnaðar störf. Þetta þykir þó nauðsynlegt í öðrum lönáum. Og sérskóla- ganga þykir líka nauðsynleg hjá öðrum stéttum, sem gegna sízt mikilvægari eða ábyrgðarmeiri störfum en bændur. Búnaðarskól arnir veita að vísu engin réttindi að loknu námi, en miklu vildi ég þó heldur ráða til mín búfræðing en ólærðan mann í búnaðarfræð- um, væri ég bóndi og ætti á báð- um völ. Bóndi, sem sótt hefur búnaðarskóla, stendur líka miklu betur að vígi við búrekstur sinn en hinn, sem þess hefur farið á Ferðamenn Fylgist með því, sem ger- ist heima á Fróni. Með hverri flugferð Faxanna til Kaupmannahaf nar, nú fjórum sinnum í viku, kemur Morgunblaðið sam dægurs í ,-Aviskiosken í Hovedbanegárden**. mis. En það er eins og metnað- inn vanti. Svo þykir mörgurn ungum manni nægum tíma fórn- að til undirbúnings líf-inu, þegar hann hefur verið í héraðsskóla í tvo eða þrjá vetur. — Er nú ekki áhuginn á bún- aðarnámi samt heldur að glæð- ast? — Það vona ég, a.m.k. hafa þegar borizt nokkrar umsóknir um skólavist næsta vetur. — Er þetta fyrsta kynnisferð ykkar í vetur? — Nei, við höfum farið eina áð- ur, en þá aðeins um Skagafjörð. Ég býst varla við, að þær verði fleiri en þessar tvær á þessum vetri. — Hvað ætlið þið að skoða aðallega núna? — Við fórum nú gagngert til að sjá þessa starfsemi, sem Árni Jónsson stjórnar hér, og hlýða á það, sem hann hefur að segja Hólamenn á Galtalæk. okkur um hana til fróðleiks. Svo er þetta náttúrlega skemmtiferð í aðra röndina. Við kveðjum þá Hólamenn, þar sem þeir hverfa inn undir hin hákrýndu tré Gróðarstöðvar- innar í fylgd lærifeðra sinna og leiðsögumanns. — Hlý sunnan- golan bærir lim bjarkanna, þó að enn sé enginn vórilmur úr jörð. — Sv. P. Hólamenn í garði Gróðrarstöðvarinnar á Akureyri. (Ljósm.: Gunnl. P. Kristinsson) Aðalfundur Félags ísL náttúrufræðinga AÐALFUNDUR Félags íslenzkra náttúrufræðinga var haldinn dag ana 26. febrúar og 7. marz. Á þess um fundi var lögum félagsins breytt og starfssvið þess mjög auk ið. Hingað til hefur félagið ein- ungis starfað sem hagsmunafélag fyrir þá náttúrufræðinga, sem vinna við rannsóknastofnanir þjónustu ríkisins. Félagið á nú að vera fræði- legur vettvangur allra þeirra, sem lokið hafa háskólaprófi í ein- hverri grein náttúruvísinda, og a því að gegna svipuðu hlutverki fyrir náttúrufræðinga og Verk fræðingafélag íslands gegnir fyrir verkfræðinga. Stjórn félagsins var öll endur kjörin, formaður er Dr. Björn Sig urbjörnsson, erfðafræðingur. Meðlimir félagsins eru 50 tals ins. Aðalfundur Krabbameins- félags Reykja- víkur Nýlega var aðalfundur Krabba meinsfélags Reykjavíkur haldina í hinu nýja húsnæði krábba- meinsfélaganna að Suðurgötu 22. Formaður félagsins, Bjarni Bjarnason læknir, flutti sikýrslu félagsstjórnar frá liðnu ári. Eins og að undanförnu hefur það ver- ið aðalviðfangsefni deildarinnar að sjá um fjáröflun, og í því skyni voru haldin þrjú happ- drætti á árinu, og varð nettó- hagnaður af þeim tæpl. 400 þús. kr. Vegna margra aðkallandi verkefna, mun deildin leggja á- herzlu á frekari fjáröflun á þessu ári. Lagðir voru fram endurskoð- aðir reikningar félagsins og þeir samþykktir. Bjarni Bjarnason Stjórnina skipa nú: Formaður Bjarni Bjarnason, læknir; ritari dr. med. Gísli Fr. Pedersen yfir- læknir; gjaldkeri Ólafur Bjarna- son, dósent; meðstjórnendur: frú Sigríður Eiríksdóttir hjúkrunar- kona; Jón Oddgeir Jónsson full- trúi; Hans R. Þórðarson, stór- kaupmaður og Sveinbjöm Jóns- son, hæstar.lögmaður. • Ekki munað heldur munuð „Góuþræll" skrifar: „Ég hjó eftir því, þegar ég sat við útvarpstækið síðastlið- ið sunnudagskvöld, að maður einn var látinn segja í leik- þætti: „Æ koma mein eftir munað“. Þetta spakmæli er sótt til Sólarljóða, en rangt eftir haft í leikþættinum. Vis- an, sem þetta er í, er í þeim kafla Sólarljóða, er lýsa heim- sókn í „kvölheima", þ.e. hel- víti. Hún er þannig: Allar ógnir fær þú eigi vitat, þær, sem helgengnir hafa; sætar syndir verða at sárum bótum; æ koma mein eftir munuð. Höfundur leikþáttarins rugl- ar hér saman tveimur orðum, kvenkynsorðinu munuð og íkarlkynaorðinu imunaður. Nema það hafi átt að vera fynd ið, að láta mánninn vitna vit- laust í Sólarljóð? — GóuþrælF' • „Barnagaman“ og Hótel Saga „Húsmóðir“ skrifar: „Þér ætti ekki að bregða við þótt enn ein : „húsmóðirin“ í borginni bregði sér á leik og skrifi þér, því að svo virðist, sem þú sért helzta athvarf þeirra, er þurfa að létta af sér áhyggjum, kvarta eða nöldra yfir einhverju. Ég skrifa þér reyndar ekki í neinum upp- reisnarham, heldur langar mig til þess að þakka þeim ágætu aðiljum, sem á sunnudögum standa fyrir barnaskemmtun þeirri í Háskólabíói, er kallast „Barnagaman", og koma á fram færi tillögu þar að lútandi. Skemmtunin „Barnagaman“ er miðuð við unga krakka, sem hafa ekkert á bíó að gera og þurfa raunar engar skemmtanir aðrar en heilbrigðan leik. En þau eru þó oft eirðarlaus á jsunnudögum, vegna þess að þeim finnst hann eiga að vera í einhverju frábrugðinn öðrum dögum og þykir tæpast viðeig- andi að velta sér í sandinuiji eða sulla í pollum. Þeir aðiljar, sem að Barna- gamni standa, hafa sýnt það í verki, að foreldrar geta treyst þeim til þess að ýta heldur undir uppeldi þeirra en grafa undan því. En það var ekki ætlun mín að prédika hér. Hitt er annað mál, að mig langar að korna því á framfæri, að þeir,' sern standa fyrir einhvers konar skemmtan á Hótel Sögu á sunnudögum, — eins og til dæmis Musica Nova, sem nélt þar bráðskemmtilega tónleika síðastliðinn sunnudag, — miði hana við barnaskemmtunina 1 Háskólabíói. Væri svo gert, gætu hjón, sem ekki hafa ,inn- byggða“ barnfóstru, tekið sér far í Vesturbæinn, komið ung- unum sínum fyrir í öryggi og góðu atlæti, meðan þau sjálf brygðu sér í Sögu. í góðu veðrj er svo upplagt fyrir fjölskyld- una að fá sér frískt loft í lung- un og labba t. d. niður að sjón- um og skoða þá margbreytni í húsagerðarlist íslendinga, sem blasir við augum á Ægis- síðunni, ýmist til yndis eða óhugnaðar".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.