Morgunblaðið - 27.03.1963, Side 8

Morgunblaðið - 27.03.1963, Side 8
8 UORCVNBl. AfílB Miðvikudagur 27. mars 1963 Sfuðlar að því, að ísland verði ferðamannaland A PtJNDI efri deildar Alþingis í gær gerSi Ingólfur Jónsson sam- göngumálaráðherra grein fyrir frumvarpi ríkisstjórnarinnar um ferðamál, en það felur m.a. í sér, að einkaréttur Ferðaskrifstofu ríkisins til að taka á móti erlend- um ferðamönnum verði afnum- inn. EINKARÉTTURINN AFNUMINN Ráðherrann kvaðst ætla, að skoðanir um frumvarpið væru ekki mjög skiptar, svo að hann vonaðist til, að það fengi af- greiðslu á þessu þingi, sem hann kvað skipta 'töluverðu máli, þar sem það stuðlaði að því, að ís- land yrði ferðamannaland. Helzta nýmælið í frumvarpinu er það, að einkaréttur Ferða- skrifstofunnar til að taka á móti erlendum ferðamönnum verður afnuminn, en aðrar ferðaskrif- stofur geti starf- að á sama vett- vangi, e n m e ð því móti má gera r á ð fyrir, a ð meiri fyrir- greiðsla verði í iandinu fyrir er- lenda f e r ð a - m e n n en verið hefur. Strangar kröfur eru gerðar til rekstrar ferðaskrifstofa. — Umsækjandi verður að setja tryggingarfé og auk þess uppfylla viss skilyrði um hæfni. Þá er það nýmæli, að gert er ráð fyrir föstu framlagi á fjárlögum, er eingöngu renni til landkynningar., Þá skal Ferða- skrifstofan vinna að hagnýtingu skólahúsnæðis í ríkisskólunum til gistihalds og annast rekstur í þeim, en mikil not mætti hafa af skólunum yfir sumarið vegna þess gistihúsaskorts, sem hér er. Enn fremur að Ferðaskrifstofan vinni að því í samvinnu við Á FUNDI efri deildar Alþingis í gær var frumvarp um bænda- skóla samþykkt með þeim breyt- ingum, að þriðji bændaskólinn skuli reistur á Suðurlandi, en hins vegar felld frávísunar-til- laga Páls Þorsteinssonar og Ás- geirs Bjarnasonar við frum- varpið. KJÖR FORSETA ÍSLANDS Ólafur Thors forsætisráðherra gerði grein fyrir frumvarpi ríkis- stjórnarinnar þess efnis, að um kjörskrá til afnota við kjör for- seta íslands fari á sama hátt og við alþingiskosningar, en sam- kvæmt gildandi lögum um fram- boð og kjör forseta íslands skal við kjör forseta fara eftir gild- andi kjörskrám yfir alþingiskjós- endur. Síðan þau lög voru sett, hafa lög um kosningar til Al- þingis breytzt á þann veg, að kjörskrár eru aðeins samdar, þá er alþingiskosningar eiga að fara fram. Er því nauðsynlegt að breyta ákvæðum laganna svo, að ferðamálaráð að stofna ferða- málafélög í þeim bæjum og byggðarlögum, sem ferðamenn sækja öðrum fremur, svo og að stuðla að útgáfu leiðarvísis fyrir innlenda sem erlenda ferðamenn og vinna á annan hátt að auk- inni kynningarstarfsemi og að því að efla áhuga manna á að heimsækja landið, en það er kjörskrár verði ætið til taks, er kjör forseta skal fara fram. LÖGREGLUMENN Nokkrar umræður urðu í neðri deild Alþingis í gær vegna breytingartillagna Gisla Guð- mundssonar og Halldórs Ásgríms sonar við frumvarp ríkisstjórnar- innar um lögreglumál. — Benti Einar Ingimundarson (S), form. allsherjarnefndar, á að breyting- artillaga GG og HÁ við 1. gr. lag- anna væri hvorki betur orðuð né skýrari en grein frumvarpsins heldur þvert á móti. Önnur breytingartillaga fjallaði um, að ríkislögreglumenn yrðu stað- settir í einstökum landsfjórðung- um. Taldi alþingismaðurinn, að með þessu væri verið að raska þeim grundvelli, er frumvarpið byggði á um skiptingu kostnað- ar við löggæzlu milli sveitafé- laga og ríkissjóðs. Hinar breyt- ingartillögurnar taldi alþingis- maðurinn í raun og veru óþarf- ar, þar sem efni þeirra væri þeg- ar komið inn í frumvarpið. Frá málum á Alþingi Björn Jónntonsson, fyrrum veitingnmnður — Minning HANN andaðist á sjúikrahúsinu í Stykkishólmi 23. febrúar s.l. eft- ir langa vanheilsu rúmlega 81 árs að aldri. Han.n var fæddur að Bæ á Höfðaströnd 15. sept. 1881 og ólst þar upp. Snemma varð h.ann að sigla sinn eiginn ajó eins og svo margur þá og naut hann skammt foreldra sinna. Starfið krafði krafta hans og ungur réðist hann í sjó- mennsku á árabátum og þilsikipum. Um nokkurt skeið var hann í Noregi við síldveiðar og' átti margar hugljúfar minning- ar frá þeim tíma. Til Stykkis- hólms kom hann árið 1933 og var því héir búsettur um 30 ára skeið að urvdanteknum tíma er hann var hótelhaldari í Borgar- nesi. Hér fékkst hann við hótel störf um áraskeið en seinustu árin hafði hann litla verzlun °S annaðist hana af kostgæfni eins og allt sem hann tók sér fyrir henduir. Björn var lagtækur vel og ötul.1 maður og honum var óhætt að treysta . Ekki þurfti að skjalfesta loforð hans, þau stóðu eins og stafur á bók. Ég kynntist Birni strax og ég kom hingað í Stykkishólm og hélzt vinátta okkar æ síðan. Oft lá leið min til hans í sjúkra- búsið og þá ekki síður á heimili hans og naut ég þar margs góðs. Bjöm var kvæntur Onnu Jóns- dóttur ættaðri frá Hvammstanga Og lézt hún í fyrra eftir mikil og erfið veikindi. Hún var hon- um traustur lífsförunautur. Ungur að árum varð hann fyrir slysi sem næstum hafði leitt hann til bana og þótti honum gott að það kostaði hann ekki nema annað augað. Hinu hélt hann þar til fyrir tveimur árum að hann smissti alveg sjónina og varð það honum mikið áfall og sérstak- lega að hans iðnu hendur urðu nú að ha'llast í skaut og kunni hann aðgerðarleysinu illa. Björn var jafnan raeðinn, skor- inorður og hafði enga tæpitungu um það sem honum fannst satt og rétt og vísvitandi ‘ held ég að hann hafi ekki gert á hlut nokk- urs, enda var hans meginregla að standa í skilum og láta eng- an eiga hjá sér. Hress var hann í huga og hafði manndóm til að takast á við hvern vanda sem mætti. Þau hjón Björn og Anna áttu engin börn en í fóstur tóku þau Báru Jónsdóttur, og ólu hana upp sem sitt eigið barn og gerðu vel til hennar í hvívetna. Það fer ekki hjá því að marg- ir munu sakna að sjá Björn Jónatanssonar ekki á braut og vissulega er ég einn í þeirra hópi Hann var mér alltaf samur og jafn og viðskipti okkar öll á eina lund. Dauða 9Ínum tók hann með sama manndómi og einkenndi líf hans og engu kveið hann því hann átti góða heimvon. Ég vil svo að lokum þakka Birni góða samleið og óska non- um alls hins bezta í nýjum heim- kynnum og þess þá sérstaklega að honum hafi orðið að trú sinni. Blessuð sé minning hans. Árni Helgason. Bjarni Benediktsson dómsmála ráðherra tók undir orð EI að breytingartillagan við fyrstu grein væri ákaflega óljós og tor- skilin. Ef það hefði vakað fyrir GG, eins og frám virtist hafa komið í ræðu hans, að með breytingartillögunni væri ætlazt til að sýslunefndir og sveitar- stjórnir hefðu ákvörðunarvald um fjölda lögreglumanna, en rík- ið þó framlagsskylt,' þá fælist það ekki í' breytingartillögunni og því eðlilegt, að umræðunni yrði frestað og flutningsmönn- um gefið tóm til að endursemja tillöguna og gera hana skýrari. Samræmi svipaða Á FUNDI efri deildar Alþingis í gær urðu enn nokkrar umræð- ur um frumvarp ríkisstjórnar- innar til staðfestingar á bráða- birgðalögum um hámarksþókn- un fyrir verkfræðistörf. Við umræðurnar beindi Ólaf- ur Björnsson þeirri fyrirspurn til Alfreðs Gíslasonar, hvort hann gæti hugsað sér, að aðrir menntamenn en verkfræðingar og auk þess iðnaðarmenn, bænd- ur o. s. frv. fengju sömu hækk- un og verkfræðmgar, ef til grund vallar væri lagt, að greiðslur til þeirra hækkuðu um 50—100%. Taldi Alfreð það sjálfsagt, að svo yrði, að Iaun hækkuðu yfir- leitt um 50—100% í landinu. SAMANBURÐ BER AÐ TAKA MEÐ VARÚÐ Ólafur Björnsson (S) veik í ræðu sinni m. a. að því, að mál þetta væri að sínu áliti angi af því þjóðfélagsvandamáli, sem við íslendingar eigum við að búa og kemur m. a. til af þvi, að launa- kjör og launagreiðslur sérmennt- aðra manna og sér í lagi há- skólamenntaðra eru lægri en gerist í nágrannalöndum okkar. Að vísu taldi hann, að saman- burð, sem í þessu efni er oft gerður t. d. við hin Norðurlönd- ekki lítið atriði, að Island geti orðið ferðamannaland í ríkara mæli. Ferðamenn skilja hér eftir mikinn gjaldeyri og sú starfsemi, að greiða fyrir þeii», borgar sig ekki ver en margt annað. Loks er gert ráð fyrir stofnun ferðamálasjóðs, en hlufverk hans er fyrst og fremst að veita fjár- hagslega. aðstoð við byggingu gisti- og veitingahúsa í landinu. Er gert ráð fyrir framlagi til hans á fjárlögum eigi lægra en einni milljón kr. árlega, en heimild til lántöku með ríkisábyrgð allt að 20 millj. kr. < MIDAR I RÉTTA ÁTT Ekki kvað ráðherra ástæðu til að fjölyrða frekar um frumvarp- ið, þar sem nákvæm og skýr greinargerð fylgdi því. Ekki léki vafi á, að það stefndi í rétta átt, en það væri samið af nefnd, er hann hefði skipað sl. ár. f henni áttu sæti: Brynjólfur Ingólfsson, ráðuneytisstjóri, form., Sigurður Bjarnason, ritstjóri, og Þorleifur Þórðarson, forstjóri Ferðaskrif- stofu ríkisins. Nefndin leitaði upplýsinga hjá öllum þeim aðil- um, sem hugsanlega gátu gefið ráðleggingar, og í öllum aðalat- riðum varð samkomulag innan nefndarinnar. Loks ítrekaði ráð- herrann, að margt hefði breytzt, síðan lögin um Ferðaskrifstof- una vo'ru sett 1936. Ferðamanna- straumurinn hefði aukizt og því yrði ekki neitað, að meiru yrði áorkað, ef fleiri en einn aðili ynni að því að laða ferðamenn hingað. Með þessu kvaðst hann á engan hátt vanþakka starf Ferða skrifstofunnar, en hins vegar væri starf hennar orðið svo um- fangsmikið, að æskilegra að fleiri en einn aðili legði þar hönd á plóginn. VEL ÚTR GARÐI GERT Alfreð Gíslason (K) sagði m.a., að sér sýndist við fyrstu sýn, að frumvarpið væri vel úr garði gert og í því merk nýmæli og ákvæði, enda hefði hann ekki komið upp til að gagnrýna það. Hins vegar virt- ist sér, að e i 11 atriði frumvarps ins stangaðist á við ákvæði ann- a r s frumvarpg, e r lægi f y r i r þin gin u, um veitingasölu, gistihúsahald o. fl., en í því frum varpi væri gert ráð fyrir að ráða sérmenntaðan mann til að hafa með höndum eftirlit með gisti- og veitingahúsum undir eftirliti landlæknis. Hins vegar væri Ferðaskrifstofunni í 17. gr. þessa frv. gert að hafa þetta eftirlit með höndum. Beindi hann því til samgöngumálanefndar að hún athugaði það sérstaklega, hvort þetta stangaðist ekki á. SAMRÆMDAR AÐGERÐIR Ingólfur Jónsson samgöngo- málaráðherra þakkaði AG góðar undirtektir við frv. og kvað það út af fyrir sig eðlilegt, að AG teldi að lítt athuguðu máli, að hér gætti ósamræmis. Hins vegar hefði honum sést yfir, að í niður- lagi 17. gr. stæði, að finni Ferða- skrifstofan ástæðu til umvönd- unar, skuli hún gera viðkom- andi aðilum og ferðamálaráði viðvart um það, eða ef ástæða þætti til, gisti- og veitingahúsa- eftirliti eða öðrum þeim aðilum, sem slíkt eftirlit er falið í veit- ingalögum. Enda benti ráðherra á, að ekkert væri óeðlilegt við það að Ferðaskrifstofan hefði slíkt eftirlit með veitinga- og gistihúsaeftirlitinu. Happdrœtti Háskólans Á FUNDI efri deildar Alþingis í gær gerði Gunnar Thoroddsen fjármálaráðherra grein fyrir frumvarpi ríkisstjórnarinnar þesa efnis, að verða við þeirri ósk há- skólaráðs, að nýr flokkur, B- flokkur, verði tekinn upp í happ- drættinu, er verði hliðstæður þeim flokki, sem fyrir er, og mundi miðatala hans væntanlega verða 60—65 þúsundir. En þetta fyrirkomulag, sem að nokkru er tekið upp eftir erlendri fyrir- mynd, er einfaldara í sniðum og aðgengilegra fyrir viðskipta- menn. - Jafnframt er gert ráð fyrir að happdrætti Háskólans megi taka í sínar hendur útsölu hlutamiða, seAi það hefur ekki haft, en hina vegar happdrætti DAS og SÍBS. í þessu sambandi ræddi ráð- herra nokkuð hina miklu fjár- þörf Háskólans, sem happdrætt- inu er að verulegu leyti ætlað að standa undir. í launum manna með menntun in, bæri að taka með nokkurri varúð. Kemur þar m. a. til, að ekki gefur rétt mynd af launa- kjörunum hér á landi annars veg ar og í öðrum löndum hins vegar, þótt laun séu reiknuð eftir gengi, vegna þess að það er margt fleira, sem áhrif hefur á kjör manna, svo sem skattar, bótagreiðslur samkv. almanna- tryggingum og fleira. Ennfremur hlýtur sú spurn- ínig að vakna, þegar s 1 í k u r samaniburður er gerður, hvort ís- lenzka þjóðfélag ið sé þess um- komið að greiða jafn vel fyrir þessi störf og aðra.r auðugri þjóðir. Til þessa hefur það verið svo, að háskólamenntaðir menn hér á landi og sérmenntaðir menn, sem helgað hafa Islandi starfs- krafta sína, hafa orðið að hlýta því, að launakjör þeirra væru lægri en þeir margir hverjir hefðu g-etað fengið erlendis. Og kvaðst alþingismaðurinn hrædd- ur um, að svo yrði enn um skeið, að þeir, sem hér starfa, verði að fórna nokkru í því efni. EKKI NÓG AÐ LÁTA ÓSKHYGGJUNA RÁÐA Þá kvað alþingismaðurinn það skoðun sína, að þetta mál yrði einhvern veginn að leysa. Hjá því yrði ekki komizt, að ís- lenzka þjóðfélagið greiddi þeasi störf hærra verði en riú er gert. En hins vegar yrði lausn málsina að byggja á raunsæi og stað- reyndum í islenzkum efnabags- málum. Það er ekki nóg að láta óskhyggjuna eina ráða í því efnL Og að sjálfsögðu verður að gera sér það ljóst, að þetta kostar fjár muni. Horfast verður í augu við þennan vanda eins og hvern annan og leysa hann. Eins ag kunnugt er er nú unnið að því að taka upp nýja skipan þessara mála og hver sem úrslit þeirra verða, hvort sem samningar tak- ast milli opinberra starfsmanna og ríkisstjórnarinnar eða málið fer til kjaradóms, þá kvaðst al- þingismaðurinn vona, að niður- staðan yrði sú, sem allir aðilar gætu unað við eftir atvikum. Og þegar lausn er fenigin á því máli, þá standa að mínum dómi góðar vonir til, að samkomulag náist við verkfræðingana, sagði al- þingismaðurinn. En hitt kvað hann augljóst, enda hefði það verið ein megin- ástæða þess, að hann skrifaðl undir álit meirihluta nefndar- innar, að ákaflega erfitt er fyrir ríkilsstjórnina að semja við ein- , Framhald á bls. 13.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.