Morgunblaðið - 27.03.1963, Side 13

Morgunblaðið - 27.03.1963, Side 13
Miðvíkudagur 27. marz 1963 MORCV1SBLAÐ1Ð 13 Leikhúsið er Ávarp Arthurs Miilers 1 DAG er haldinn hátíðlegur í annað sinn aiþjóðaleikhúsdagur. Alþjóðaleikhúsmálastofnunin, sem hefur aðsetur sitt í París, gekkst fyrir því 27. marz á sl. ári, að sá dagur yrði helgaður leiklist þjóðanna, ísland er meðlimur Alþjóðaleik húsmálastofnunarinnar og beitti Islandsdeildin sér fyrir því í fyrra að minnast dagsins með kynningu á starfsemi leikhúsanna hér á iandi. Ennfremur var nokkuð rit- að um alþjóðasamstarfið í leikhús tnálum. Kynning leikhússins á þessum degi fer fram með ýmsu móti víða um lönd. Dagblöð og útvarP gegna þar miklu hlutverki. Dags- ins er sérstaklega minnst í leik- húsunum og sjónvarpi og boðs- eýningar haldnar fyrir þá, sem að öðru jöfnu eiga þess ekki kost að sækja leiksýningar. Á þennan hátt er stigið stórt skref í þá átt að kynna almenningi hið mikla gildi leiklistar í menningarlifi hverrar þjóðar. Leikritahöfundurinn heim- þekkti, Arthur Miller, hefur sam ið sérstakt ávarp í tiletni dags- ins, sem birt verður í blöðum og útvarPi um allan heim. Þjóðleikhúsið hefur valið dag- inn tii að frumsýna hinn fræga Sjónleik „Andorra“ eftir Max Frisch. Leikstjóri er prófessor VValter Firner frá Vínarborg. Á niorgun verður i Þjóðleikhúsinu boðssýning á leikriti Sigurðar Róbertssonar „Dimmi:borgum“. Boðsgestir verða félagar úr Verka lýðsfélaginu .Dagsbrún, Verka- kvennafélaginu Framsókn, Sjó- mannafélagi Keykjavíkur og iðju. Leikfélag Reykjavíkur sýnir í kvold „Eðlisfræðingana" og verða boðsgestir þar félagar úr Sjálfsbjörgu. Ávarp Arthurs Millers: Sú viðurkenning, sem leikhús- inu er vottað svo víða á sama tíma, er skyldari veruleikanum en ýmsar aðrar tilraunir til að minnast stofnana á alþjóðlegum vettvangi. Sannleikurinn er nefni lega* sá, að leikhúsið hefur alla tíð, að haita má, verið alþjóðiegt. Þessi viðhöfn staðfestir því á- stand, sem þegar er ríkjandi, en ekki aðeins óskadraum. Mér virð ist það aitt nýtt og mikilvækt, að í dag er í leikiistinni á einhvern hátt hreyft við vandamálinu um gjöreyðingu mannsins, eins og I nærri öllu sem við i:“fumst að. Er rússneskt leikrit var sýnt áður fyrr, t.d. í Ameríku, heyrðist rödd þess skammt út fyrir veggi leik- hússins. — Þegar armar stjórnvis innar og stjórnmálamannanna eru svo skelfilega vanmáttugir og stuttir sem nú, verður listin, sem oft getur seilzt æði langt, þótt veikbyggð sé að taka á sig þá byrði að halda mannféiaginu sam an. Sérhver athöfn, sem getur leitt okkur fyrir sjónir, að við — Alþingi Framhald af bls. 8. stakar starfstéttir um launakjör, meðan þessi mál eru í deiglunni, og breytti í því efni engu, þótt verkfræðingar séu að vísu utan samtaka opinberra starfsmanna ©g hafi stofnað sitt eigið stéttar- félag. Því' hvað sem liði ágrein- ingi um önnur atriði, ættu þó Bllir að vera sammála um, að samræmi verður að vera milli verkfræðimenntaðra manna ag •nnarra, sém svipaða menntun hafa. erum þó öll af einum stofn!, er mannkyni til heilla. Mikilvægt er, að á þessari stundu staldra tug þúsundir, ef til vill milíjónir manna, við í leit sinni að dægra- styttingu eða, vonandi, dýpri reynsiu, til þess að hugleiða að .á þessu hnattsviði verður mesti leikflokkur í sögu mannkynsins að öðlast sanna endurlausn (Kaþarsis), frelsandi innsæi, sem brýtur hiekki óttans — tlla er voðinn vís. Hið nafnlausa skáld, sem skipaði okkur í hlutverk, sá mikli og ótrúlega fyndni háð- fugi, hefur gert leiksvið að ver- ö;d okkar. Ásókn vísindalegrar þekkingar hefur gert okkur öll af' ieikurum; áhorfendur eru eng ir til, því þögnin mikla, sem vof ir yfir mun lykja al'.a grafar- klæði «inu. Ég er að sjálfsögðu að tala um styrjaldarvandamál nútímans, en örlög mannsins er meginþáttur allra leikrita, sem skipt hafa máli. í því sambandi hafa þó orðið verulegar breytingar: það er ekki lengur einangruð söguhetjan, heldur við sjálf sem verðum að finna lausnina eða deyja að öðr- um kosti. Mikil er sú kaldhæðni, að andspænis miskunnarlausum eyðingaröflum, getum við ekki fundið stund sáttar og samþykkis, ef ekki auðmýktar, sem við kröfð umst hjá hetju harmleiksins; sekúndubrot, er við viðurkennum, að orsökina var ekki að finna í örlögum okkar, heldur í okkur sjálfum. Hve margir meðal okkar sem jafnvel öðru hvoru höfum staðið andspænis raunverulegum ótta um gerðeyðingu á síðustu ár um, höfum átt skarpskyggni Shakespeares og getað sagt eins og hann, að ekki sé örlögunum um að kenna, heldur okkur sjálf- um? Á þessum forsendum er leikhús okkur nauðsynlegt, því framar öllu öðru gerir leikhúsið manninn að þungamiðju heimsins. Við verð um að hafa stað, þar sem við get- um notið ævintýralegrar hvíldar, augnabliks ró mitt í óveðrinu, þar sem hægt er að vera vottur að aldagamalli baráttu mannsins við guð, er hann býr honum örlög. Lifandi leikhús er sérstaklega vel hæft til að gegna þessu hlut verki. Ekki þarf annað en eina mannveru og kertaljós til þess að skapa sjónleik. Augljóst er, að kvikmyndin og sjónvarpið verða að kappkosta að öðlast nekt og einfaldleika, sem frá upphafi hafa verið eiginleikar leikformsins. Því eins og allt lífrænt, líkt og vísindin sjálf, stækkar og víkkar sú mynd, sem þessar tjáningar- aðferðir gefa af manninum, raun verulegt eðli hans, umhverfi hans, jafnvel holurnar í húð hans. Um leið ög kvikmyndir og sjónvarp magna hættulegustu eiginleika mannsins, fjarlægist hvort tveggja innra eðli hans, sem er ósýnilegt. Raunar felst hinn leyndi burðarás sjálfs leikforms- jns einmitt í því að draga smátt og 9mátt fram í dagsljósið hið falda og ósýnilega. Sjónleikur er ekki góður fyrir það sem hann sýnir, heldur hitt, sem undir býr, og mannkynið hefur alltaf metið að verðleikum þau leikrit, sem sýna alheiminn í manninum, þá þætti eðlis hans, sem eru alþjóð legir. Undravert er, að í dag, þegar mannheimurinn virðist vera full komlega klofinn vegna stjórn- mála, sýnir listin og einkum leik húsið, að innri eiginleiki hans þekkir engin landamæri. Leikrit, sem hrífa hugi manna í einu landi ná stöðugt sterkari tökum í öðr- um löndum. Hinar ýmsu þjóð- menningar hafa alltaf átt ítök hver í annarri, en nú sameinast þær á augljósan hátt. Samt sem áður stöndum við andspænis hvert öðru, í viðkvæmum vanda málum lífs og dauða, eins og ver- ur frá ólíkum hnöttum. Leikhúsið hefur óafvitandi og vissulegá án þess að stefna að því, sannað okk Arthur Miller ur, að mannkynið er innst inni ein heild, þrátt fyrir margvíslegar þjóðmenningar og hefðir. Ég lít svo á, að aldrei hafi nútímaleik- rit verið eins fljótt skilin alls staðar í heiminum sem nú. Mikil- væg frumsýning í New York er á skömmum tíma endurtekin í Berlín, Tokio, London, Aþenu. Og megi marka reynslu mína, eru viðbrögðin ekki mjög ólík á hin- um ýmsu stöðum. Einnig í þess- ari merkingu er samlíkingin orð- in að staðreynd: allur heimurinn er nú leiksvið, á einum og sarna tíma. Það er einnig mikils virði, að sjónleikurinn, ef til vill framar öðrum listgreinum, er hið útvalda tjáningartæki. Á leiksviðinu verð ur maðurinn að leika og hann verður að byggja leik sinn á mannlegum verðmætum. Nú á tímum, þegar hið fánýta yfirgnæf ir andann, þegar drepandi að- gerðarleysi ógnar hjartanu, er mikils virði að við skulum hafa yfir að ráða aðferð, sem með til- veru sinni einni saman krefst að gerða. Og ef að hin svgnefnda and-leiklist og absurd-leiklist sem fram hafa komið á síðari ár um, sýnast vera í andstöðu við raunverulegt hlutverk leiklistar formsins, er það ekki andstaða, heldur þversögn. Leiklist, sem sneiðir hjá ákveðnum aðgerðum, speglar alþjóðleg hugarþrengsl, útbreidda vantrú á getu mannsins til þess að hafa áhrif á örlög sín, þar sem öllum skoðunum er hafn að nema kaldhæðni. Hún sér ekki manninn annars staðar en á barmi grafar sinnar; hið eina óhjá kvæmilega, sem hún kemur auga á, er óslgur hans gagnvart sjálf um sér. Hún sýnir ringlaðan manninn, sem orðinn er að flóni eftir að hvert trúarkerfið af öðru er hrunið til grunna. Um- rædd leikrit eru fyllilega sann- færandi, ef þau eru sett á svið daginn fyrir heimsendi. Enn betri, séu þau sviðsett daginn eft ir. Fram til þessa hafa þau þó átt gengi að fagna, sem sannar að þau veita fólki skemmtun, ef til vill þá skemmtun að sjá sett á svið þann útbreidda grun, að ekkert sem við vitum sé raun- verulega á rökum reist. Þannig afhjúpar leikhúsið að- gerðarleysi og fjarveru alls mark miðs, jafnvel í þessum tegundum leikrita, en neiti það að hafast að er sú neitun hvöt, að minnsta kosti sumum okkar; hvöt til að finna innri merkingu, dýpri en uppgjöfina, merkingu, sem ekki væri aðeins ímynd dauðans í líf- inu, kaldhæðni athafnarinnar, heldur einnig lífsins í dauðanum; lögmál — í sannleika nýja teg- und leiklistar, sem gefur mann- kindinni von um frelsi og sjálf- stæða tilveru, engu minni en efn- ið hefur hlotið fyrir tilstuðlan eðl isfræðinnar. Yísindamaðurinn veit nú, að hann getur ekki verið áhorfandi; við það er að fyrirbæri er rannsakað, breytist það. Leik- ritahöfundur, sem skoðar örvænt ingu, breytir henni á sama hátt, þó ekki væri nema með því að gera okkur hana almennt með vitaða. Og enda þótt rannsóknii* hafi ekki breytt leikritahöfundin um, verður hún að breyta áhorf andanum. Því þegar við horfum á örvæntinguna á leiksviði, og þá tegund leiklistar, sem hún hefur kveikt á okkar tímum, höfum við rétt — vísindalega sannaðan rétt — til að segja: „Já, en sem eitt af atómunum, sem þú, leikrita- höfundur, hefur rannsakað, mælt og vegið, leyfi ég mér að segja nú, þegar tjald augna þinna er fallið, að ég er eilítið öðru vísi en þegar þú sást mig síðast. Eins og hin atómin á ég örlítinn vott af frelsi“. Með þessu er sagt, að ef til vill sé í nánd tími viljans í leik- list. Sú leiklist á rætur í örlitl- um frelsisvotti, sem þrátt fyrir allt hefur unnið öll stórvirki mannsins á jörðinni, lagt hönd hans á stjörnurnar og kallað oklt- ur saman, í þessari og svo mörg- um öðrum borgum, til þess að vona fyrir manninn. (Frá Þjóðleikhúsinu). Inflúenzan og bólu- setning við henni Svör blaðanefndar Læknafélags íslands FYRIR nokkru sendi Morg- unblaðið blaðanefnd Lækna- félag-s íslands eftirfarandi spurningar með ósk um svör. Nú hafa svör blaðanefndar- innar borizt og verða þau birt hér á eftir ásamt spurn- ingunum. ★ Spurning: Hve margir hafa verið bólusettir við inflúenzu: a) í Reykjavík; b) á öllu landinu? Svar: Hinn 15. marz hafði Lyfjaverzlun ríkisins látið af hendi 12 þús. skammta bólu- efnis í Reykjavík, og 25 þús. skammta til annarra staða á landinu. Líklegt má telja, að mestur hluti þessa bóluefnis hafi verið notaður. Spurning: Hvers árangurs má vænta af yfirstandandi in- flúenzubólusetningu t.d. í: a) fækkun sjúkdómstilfella; b) minnkuðu vinnutapi; c) breytt um gangi veikinnar? Er hætta á að veikin fari hægar yfir og dragist á langinn vegna bólu- setningar? Svar: a) Samkv. erlendum athugunum er talið, að bólu- setning verji 60—70% þeirra, sem bólusettir eru. b) Þessari spurningu er ekki hægt að svara. c) Ætla má, að bólu- setning dragi úr útbreiðslu- hraða' veíkinnar, án þess að faraldurinn þurfi þar fyrir að dragast á langinn. Spurning: Er bólusetning þessi framkvæmd á réttum tíma við hagstæð skilyrði. Ef svo er ekki hvers vegna? Svar: Æskilegast væri að geta hafið bólusetningu svo sem hálfum mánuði áður en faraldurinn berst til hvers byggðarlags. En á það skal bent, að enda þótt hvert mannsbarn væri bóluisett í tæka tíð, mundi faraldur ekki verða stöðvaður, aðeins dreg- ið úr honum, þar eð bólusetn- in£ er gagnslaus hjá um það bil 3ja hverjum manni. Auk þess vill fjöldi manns ekki láta bólusetja sig, og engri þjóð hefur þótt ástæða til skyldubólusetningar gegn in- flúenzu. — Inflúenza barst hingað s.a.s. samtímis fréttum um inflúenzufaraldur í Amer- íku. Dráttur á því að byrjað væri að bólusetja stafaði af ófyrirsjáanlegum töfum á af- greiðslu bóluefnis frá útlönd- um. Spurning: Hverjir eiga helzt að fá inflúenzubólusetningu, hverjir sízt eða ekki? Fylgja nokkur skaðleg áhrif bólu- setningunni? Ef svo er, þá hver? Svar: Helzt aetti að bólu- setja þá, sem sérstök hætta er búin af inflúenzu svo sem veikburða gamalmenni, sjúkl- inga með alvarlega lungna- eða hjartasjúkdóma, sykur- sýkissjúklinga o.fl. Þá þykir rétt að bólusetja vissa starfs- hópa til' þess að nauðsynleg öryggisþjónusta þurfi ekki að bíða hnekki. Mönnum á ekki að stafa hætta af bólusetning- unni, nema helzt þeim, sem hafa ofnæmi fyrir eggjum og sumum sjúklingum með of- •næmissjúkdóma. Sumir bólgna eftir stunguna, og einstaka maður fær hita en slík óþæg- indi hverfa oftast á 1—2 dög- um. Spurning: Hversu langur tími líður frá bólusetningu þar til ónæmið er komið fram og hversu lengi endist það? Svar: Eftir bólusetningu eykst ónæmið fyrstu 14 dag- ana, og síðan er það talið end- ast í 6—9 mánuði. Spurning: a) Hvernig er helzt hægt að tryggja að bólu setning gegn inflúenzu geti farið fr£un á sem hagstæðust- um tíma? Hversu mikil vörn felst í bólusetningunni þegar bezt tekst? b) Hve miklar birgðir af bóluefni er æski- legt að hafa tiltækar á hverj- um tíma í landinu? c) Er á- stæða til þess að framkvæma nokkrar reglulegar bólusetn- ingar gegn inflúenzu? Ef svo er í hvaða tilfellum? Svar: Mjög er vafasamt, að reglulegar bólusetningar gegn inflúenzu hafi verulega þýð- ingu. — Erlendis er nú fram- leitt bóluefni gegn nokkrum algengustu stofnum af innflú- enzuveirum, og á að vera hægt að afla þess rtieð litlum sem engum fyrirvara. Ætti því ekki að þurfa að liggja hér með neinar teljandi birgð- ir. Um svar við síðari hluta a- liðs vísast til 2. spurningar hér að framan. Spurning: Hvort er hag- kvæmara eða heppilegra að kaupa inflúenzubóluefni er- lendis frá eða framleiða það hér heima? Tilgreinið ástæð- ur. Svar: Framleiðsla bóluefn- is tekur langan tima og yrði miklu dýrari hér en erlendis, þar sem aðstaða er betri og bóluefnið framleitt í miklu magni. Spurning: Er líklegt að það bóluefni, sem nú er notað gegn inflúenzu gæti veitt ein- hverja vörn gegn nýjum og skæðari inflúenzuveirustofni, sem kynni að koma fram síð- ar? Svar: Alltaf-- má búast við nýjum veirustofnum sem bólu efni það, sem nú er framleitt mundi ekki hafa nein áhrif á.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.