Morgunblaðið - 11.04.1963, Qupperneq 22
I
22
M O R C V /V B 1.4 Ð 1 O
Fimmtudagur 11. apríl 1963
Mikil veöurhœð
en lítið tjón
ÍSAFIRÐI, 10. apríl. — Minna
tjón varð á Vestfjörðum í of-
Viðrinu en búast hefði mátt við.
í gærmorgun var blíðskaparveð-
ur á ísafirði, en um 10 leytið
skall á norðan stormur með mikl
um ofsa og bylur hefur nú verið
hér á annan sólarhring. En snjó
hefur lítið fest, aðeins skafið á
stöku stað. Veðurhæð er mikil.
Frostið í morgun var 15 stig, sem
er mesta frost, sem hér hefur
verið í vetur og nokkur undan-
farin ár.
Netabátar voru flestir á sjó á
Vestfjörðum og allir á Breiða-
firði. Komust þeir klakklaust til
hafnar eða í landvar og varð
ekkert að hjá þeim, þótt sumir
yrðu að halda sjó eða liggja í
vari fram til morguns. Línubátar
voru yfirleitt grunnt á Steinbít
og urðu margir að fara frá lóð-
unum.
Einar Þveræingur og Mummi
voru á sjó með línu og Hinrik
Guðmundsson með -et. Einar
fékk hnút á sig laust fyrir klukk
an 14 í gær um 4 mílur norð-
vestur af Barða. Fyllti bátinn að
aftan og lagði sjórinn inn skjól-
boðin ofan á öldustokknum bak-
'borðsmegin. Þar sem hnúturinn
reið yfir bátinn kom mikill sjór
á bátinn og leit fremur illa út.
'Skipstjórinn sendi út neyðar-
skeyti og gúmbáturinn var hafð-
ur til taks, en enginn sjór komst
niður í bátinn og rættist úr
þessu. Bátsverjum gekk illa að
ná sambandi við aðra, því bát-
urinn var mjög ísaður og slæmt
samband á talstöðinni. Leið dá-
lítil stund þar til aftur heyrðist
'til hans.
Varðskipið María Júlía var á
Önundarfirði og lagði þegar af
stað og hafði samband við aðra
báta. Þorlákur og Hrönn frá ísa-
firði héldu til aðstoðar og fleiri
hátar. Um kl. 14.30 komst allt I
lag og Einar gat náð sambandi
við bátana og komst síðar hjálp-
artaust til Flateyrar, lítið brot-
inn, nema skjólborðin bakborðs-
megin.
Hinrik lá í vari í nótt, en trillu
bátarnir, sem lagt höfðu af stað
'í gærmorgun sneru vi8. Einar
Þveræingur og Mummi lögðu lít-
ið og náðu báðir línunnl.
Á Bolungarvík urðu 4 línu-
hátar að skilja eftir 5~30 bala
af línu, samtals 60 bala, en gekk
að öðru leyti vel og komust allir
í höfn. Heiðrún fór til Patreks-
fjarðar, Þorlákur skar á línuna
á Skálavík, til að aðstoða Einar
Þveræing og fann síðan ekki lín-
una afur. Einar Hálfdáns fór í
morgun suður á Bréiðafjörð að
huga að netunum.
Frá Súðavík voru tveir á sjó.
Annar lagði ekki, en Trausti tap-
aði 15 bölum af línu.
Allir bátar af Suðureyri voru
á sjó og komust 3 heim. Tveir
'fóru til Patreksfjarðar. Þingeyr-
ar bátar lögðu ekki allt og
misstu lítið af Jínu.
í veðrinu mun hafa skafið
fullt í traðirnar á veginum yfir
Breiðdalsheiði, sem ruddur var
um helgina.
MASSEYFERGUSON „E-llXI
FULLKOMNASTUR HAGSTÆÐAST
ÚTRÚNAÐUR VERÐ
★ 44 ha. dieselvél gerir alla vinnu létta og ánægjulega.
★ Tvöföld kúpling gefur fjölbreytta möguleika með vökvadælu og aflúrtaki.
★ Óháð vökvadælukerfi (gírskiptingar rjúfa ekki vinnslu vökvadælu).
★ Óháð aflúrtak (gírskiptingar rjúfa ekki snúning aflúrtaks). —
★ Sjálfvirk átaksstilling vökvadælukerfis gefur m.a. jafnari vinnsludýpt
jarðvinnslutækja, jafnari niðursetningu kartaflna og möguleika til meira
spyrnuátaks við drátt en næst með nokkurri annarri dráttarvél svip-
aðrar stærðar, — þökk sé MF-álagsbeizlinu.
★ Startari og 2 rafgeymar af yfirstærð í stað eins, gefa örugga ræsingu,
jafnvel við erfiðustu skilyrði.
★ Dekk 600x16 að framan og 11x28 að aftan.
★ Ljósasett, 2 kastljós að framan, 1 kastljós að aftan og tvö venjuleg
afturljós.
★ Mismunadriflás. /
VERÐ MEÐ SÖLUSKATTI aðeins kr. 110.800,00 skv. núgildandi tollskrá.
— Enda þótt vélar verði ekki afgreiddar fyrr en væntanleg ný tollskrá tekur
gildi er nauðsynlegt, að pantanir berist sem fyrst svo að afgreiðslutími verði
sem styztur.
MEÐ MF-35X bjóðum vér hinar þekktu og margreyndu Busatis-sláttuvélar,
sem afgreiðast með mjög stuttum fyrirvara.
Sambandshúsinu — Reykjavík — Sími 17080.
Bíldudalsbátarnir Andri og
Pétur Thorsteinsson lágu undir
Látrabjargi um nóttina, en kom-
ust ekki heim í morgun og
misstu langa línu.
Þingeyrarbátum gekk ágæt-
lega. Þorbjörn lagði 18 bala og
náði þeim og fór til Patreksfjarð-
ar í gærkvöldi. Tveir komu inn
í morgun.
HNÍFSDALUR: Páll Pálsson
varð að skilja eftir 9 bala af línu
út af Kóp. Tveir netabátar héðan
fóru til Patreksfjarðar í nótt.
fsafjarðarbátar komust allir í
höfn eða landvar. Ásúlfur kom
seinastur undir morgun.
Straumnes missti 6 bala og
Guðný 15 bala.
Símasambandslaust var frá
ísafirði til Reykjavíkur frá því
í gærkvöldi Og fram á kvöld
vegna bilana í Brúarumdæmi. í
dag hefur verið stormur hér og
hylur og frost, og þá rofað til
'stöku sinnum. Um 50 manns bíða
hér eftir flugfari suður og á
'annað hundrað bíða fars í
'Reykjavík til Isafjarðar á skíða-
vikuna. — Högni.
Hrokningor
Siglufirði, 10. april. — í gær-
kvöldi fóru hjón héðan frá Siglu
firði með tvemur börnum sínum
í jeppa áleiðis yfir Siglufjarðar-
skarð. Komust þau vestur yfir,
en í svonefndum Sneiðingi, ofan
Skarðshóls, sat jeppinn fastur.
Fólkið mun hafa ætlað að
hringja til Siglufjarðar, þegar
það væri komið yfir um, en er
ekki varð af því, var gerður út
hjálparleiðangur frá Siglufirði.
Leiðangursmenn fundu jeppann
og aðstoðuðu fólkið með börnin
niður í Fljót, þar sem þau tóku
sér gistingu á Lambanes-Reykj-
um.
Árla dags í gær fóru skíða-
menn upp á Súlur til þéss að
undirbúa landsmótið, og þar
voru þeir, þegar óveðrið skall á.
Komust þeir við illan leik til
byggða móti grenjandi blindhríð
og í hörku frosti.
Veðrið hefur heldur gengið
niður í dag, þótt byljir hafi verið
annað veifið. ‘13 stiga frost var
hér á hádegi. — Stefán.
Enskum togurum hlekk-
ist á nyrðra í óveðrinu
Akureyri, 10. apríl — Grimsby-
togarinn Northern Chief kom til
Akureyrar í morgun með bilaða
ratsjá og þverkubbað olíurör,
sem liggur af bátaþilfari til eld-
Þingeyingar
leyta f jár síns
Húsavík, 10. apríl — Stórviðrið
í gær olli bændum hér í nálæg-
um sveitum miklum örðugleiik-
nm. Þegar veðrið skall á, var
fé víða úti. Vegna veðurhæðar
og snjókomu gekk illa að finna
féð, og lá margt úti í nótt. í dag
hafa bændur leitað fjárins, og
þrátt fyrir vond leitarskilyrði
mun flest fundið og komið í hús.
Ekki er talið, að fé hafi fennt,
svo að menn vona, að þaðsem
ekki fannst í dag, finnist, þegar
birtir. — Frétaritari.
Liggja í vari
Akranesi, 10. apríl: —
Landlega er hér í dag. Síldarbát
arnir Háraldur og Sigurfari liggja
í vari á Sandvík við Reykjanes-
vita og bíða þess að lygni.
Kjartan Ó. Bjarna-
son sýnir í Haf nar-
firði
KJARTAN Ó. BJARNASON,
kvikmyndatökumaður, er nýkom
inn heim frá Norðurlöndum, þar
sem hann hefur dvalizt í vetur,
aðallega í Damnörku.
í dag sýnir Kjartan kl. 5,7 og 9
í Hafnarfjarðarbíói 10 kvikmynd
ir sínar. Aðalmyndin er „íslenzk
börn“, sem talin er ein bezta
mynd hans. Auk hennar sýnir
hann „Skíðamótið á Akureyri
1962“, „Holmenkollen og Zakop-
ane“, knattspyrnulandsleik fs-
lands og Noregs, handknattleiks-
mynd, skákmót, þjóðhátíðir í Eyj
um, 17. júní í Reykjavík, kapp-
reiðar og listhlaup á skautum.
húss, svo að ekki var hægt að
elda mat. Fleiri smávægilegar
skemmdir urðu um borð, er tog-
arinn varð fyrir brotsjó skammt
frá Grímsey í gærkveldi.
Um kl. hálffimm í dag kom
annar Grimsby-togari, Samarian,
til Akureyrar í fylgd með togar-
anum Cape Campbell frá Hull.
Þegar Samarian var staddur und
an Melrakkasléttu kl. hálfþrjú í
nótt, varð skipið fyrir ólagi, sem
sópaði öllu af bátaþilfari, m.a.
björgunarbáti, gúmbáti, olíu-
geymi og ýmsu lauslegu, keng-
beygði afturbómuna og gerði
ratsjá skipsins óvirka, svo og
giro-áttavita. Öll ljós slokknuðu
um stundarsakir og stjórnpallur
fylltist af sjó, svo að ekki var
þurr þráður á skipstjóranum,
Peter Newby, og öðrum, er á
stjórnpalli voru.
Togarinn Cape Campbell, sem
lá við Grímsey, kom Samarian til
aðstoðar og fylgdi honum til Ak-
ureyrar. Mikil klakabrynja var
á skipunum, og stóðu menn við
að höggva klakann, er þeir
sigldu inn á Akureyrarhöfn.
— Sv. P
Bráðkvaddur
viðgreftrun í
kirkjugarði
AKRANESÍ, 10. apríl. — Svo
bar við í gær, að maður varð
bráðkvaddur uppi í kirkjugarði.
Nýbúið var að jarðsetja merkis-
konu. Þegar mannfjöldinn, sem
fylgdi hinni látnu, var kominn
heim á leið, tóku mennirnir
tveir, sem áttu að ganga frá
gröfinni, til starfa. Annar þeirra
var Karl Magnússon, búsettur á
Suðurgötu 104 hér í bæ. Er þeir
voru ríflega hálfnaðir með verk
sitt, víkur Karl sér afsíðis. Þeg-
ar samstarfsmenn hans fór að
lengja eftir honum, fór hann á
stúfana og fann þá Karl örend-
an.
Karl var um 63ja ára gamall
o^: hafði verið veill heilsu síð-
ustu árin.
V erzl unarstarf
Ungur maður, reglusamur og áreiðanlegur, óskast
í fatnaðarverzlun í Miðbænum um næstu mánaða-
mót. Helzt eitthvað vanur verzlunarstörfum. Um-
sóknir með upplýsingum um menntun, fyrri störf og
aldur, ásamt meðmælum, ef til eru (sem verða
endursend) sendist afgreiðslu Mbl. merkt:
„Góð staða — 6726“.