Morgunblaðið - 18.04.1963, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.04.1963, Blaðsíða 2
2 MORCVNBT. AP1B Fimmtudagur 18. aprH 1963 Miklar skemmd- ir á sunnanverðu Snæfellsnesi BOKiG í Mildíuholltáhreppi, 17. apríl. — Hér hefir hver dagur- inn verið öðrum verri, frostharka og hríðarveður og talsverð snjó- koma, en vegir munu þó vera greiðfærir, þar sem snjór hefir ekki fest mikið vegna roks. Á páskadag var hér afspyrnu- rok af norð-austri. Samfara rok- inu voru miklir sviptivindar. Á Hjarðarfelli tók af þak af hálf- um fjárhúsum yfir 240 fjár. Svo mikill var sviptivindurinn að þakið fór með ölhx saman, sperr- um og langböndum og er allt sundurmulið. I>ess skal þó getið, að þessi fjárhús voru nýleg, byggð 1056 og öllum kröfum fylgt um styrkleika. f«egar veðrið skall á s.l. þriðju- dag fauk þak af fjárhúsi og hlöðu í Böðvarsholti í Staðarsveit. í HóLkoti fauk allt jám og pappi af íbúðarhúsi. í Vatnholti fauk þak af útihúsum. Á Hraunsmúla fuku 15 plötxxr af þaki íbúðar- hússins. í Hoftúnum fauk nokk- xxr hluti af hlöðuþaki. Rafmags- línan, sem lögð var í vetur frá Breiðuvik að Barðastöðum lagð- ist niður á stórum kafla, niður- slitin og brotin. Einnig urðu skemmdir á heyvögnum og fleiru sem úti stóð . — P. P. MöNNUM, sem komu að Þjórsá á skírdag, brá heldur í brún, þegar þetta mikla vatnsfall var að heita mátli vætt, jafnvel við brúna, þar sem áin rennur fram í þröngu Þjórsá var væð við brúna! glúfri. MbL átti tal við Sigurjón Rist, vatnsmælingamann. Sagði bann, að vatnsrennslið í Þjórsá hefði minnkað á ein- um sólarhring úr 300 tenings- metrum á sekúndu í 20 ten- ingsmctra, en áður hefði ekki verið vitað til þess, að það færí neðar en í 80 tenings- um metra. Ástæðan til þess er sú, úndu, en sá vetur var að veturinn hefur verið mjög margt svipaður þessum. hlýr og allir vatnsfarvegir Sigurjón taldi enga ásætðu auðir. Þegar jafn snöggt ihlaup til þess að óttast, að áin ryddi kemur og nú, stíflast þeir sig skyndilega. Þetta mundi skyndilega af is. Fraus mjög jafnast hægt og rólega, og áin víða að ánni, og mikiir svell- væri þegar tekin að færast í bólstrar mynduðust í henni. eðlilegt horf. í fyrstunni Veturinn 1929 komst rennslið mundi vatnsborðið verða ofan i 80 teningsmetra á sek- nokkru hærra en venjulega. Kommúnistar kljúfa ein- ingu verkalýðsins I. maí Greinargerð Fulltrúaráðs verkalýðs• félaganna Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í Reykjavík vill, að gefnu tilefni, gera eftirfarandi grein fyrir und- irbúningi verlcalýðssamtífeanna í Reykjavík að hátíðaböidum 1. maí n.k Á aðalfundi Fulltrúaráðsins, 6. febrúar s.l., var samþykkt ein- róma að fela stjórn Fulltrúaráðs- ins að annast undirbúning 1. maí hátíðahaldanna að þessu sinni. Stóðu að samþykkt þessari full- trúar allra verkalýðsfélaga inn- an Fulltrúaráðsins, að frátöldum fulltrúum 9 verkalýðsfélaga, sem hurfu af fundinum vegna ágrein ings um fulltrúa V.R. En í Full- trúaráðinu eru 38 verkalýðsfé- lög í Reykjavík. Stjórn Fulltrúaráðsins hefur í samræmi við samþykktir aðal- fundar Fulltrúaráðsins, sem að stóðu yfirgnæfandi meirihluti verkalýðsfélaga og meðlima þeirra hér í Reykjavík, hafið undirbúning að hinum hefð- bundnu hátíðahöldum launþega, sem fram hafa farið í 40 ár á vegum Fulltrúaráðs verkalýðs- félaganna. Stjórn Fulltrúaráðsins hafði vænst þess, að verkalýðsfélögin gætu öll staðið saman um það að minnast þess að nú eru 40 ár liðin síðan Fulltrúaráð verka lýðsfélaganna helgaði verkalýðs samtökunum 1. maí, og gengist fyrir hátíðahöldum. Nú hafa hinsvegar formenn 9 fyrrgreundra verkalýðsfélaga tek ið höndum saman ixm það að sixndra undirbúningi verkalýðs- samtakanna að hinum fyrirhug- uðu hátíðahöldum 1. maí n.k Hafa þessir 9 forustumenn þegar án umboðs félaga sinna, ritað verkalýðsfélögunum bréf og boðað til fundar n.k. föstudag, til þess að hindra það að verka- lýðurinn geti komið fram sem ein heild 1. maí n.k., undir merkj- um heildarsamtaíka vedxalýðs- ins, Fulltrúaráðs verkalýðsfélag- anna í Reykjavík, sem frá önd- verðu hafa gengist fyrir hátíða höldum dagsins. Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna væntir þess að verkalýðssam- tök Reykjavíkur megi bera gæfu til þess að standa saman að 1. maí hátíðahöldunum og skorar á verkalýðsfélögin að vísa á bug öllum tilraunum hinna 9 umboðs lausu formanna, sem nú eru að vinna að því að sundra verka- lýðssamtökunum og efna til Fyrirlestur um brezka fram- haldsskóla HINGAÐ til lands er kominn brezkur skólameistari, Mr. . R. Allison, og mun hann flytja fyrirlestur í dag um efnið „Changes in British Secondary Education". Verður fyrirlestur- inn flutur í 1. kennslustofu há- skólans kl. 5. Er öllum heimill aðgangur. Það er félagið Anglia, sem gengst fyrir komu Mr. Allison hingað til lands. klofningshátíðahalda 1. maí. Eins og áður segir er allur undirbúningur að hátíðahöld- unum 1. maí þegar í fullum gangi, skemmtinefnd og merkja nefnd starfandi og annar undir- búningur í höndum stjórnar Full trúaráðsins í samræmi við lýð- ræðislegar samþykktir aðalfund- ar Fulltrúaráðsins. Vegna hinna merkilegu tíma- móta í sögu 1. maí verður reynt að vanda sem mest og bezt til hátíðahaldanna. Treystir Full- trúaráð verkalýðsfélaganna því, að verkalýðsfélögin og meðlimii; þeirra standi sem einn maður um hátíðahöldin 1. maí 1963 og fordæmi einhuga hverja tilraun brotthlaupsmanna til klofnings- starfsemi. Síðar verður nánar skýrt frá tilhögun hátíðahaldanna í ein- stökum atriðum, en eins og fyrr segir verður sérstaklega til þeirra vandað í tilefni þess að Full- trúaráðið hefur gengist fyrir 1. maí hátíðahöldum í 40 ár. Fulltrúaráð verkalýðsfélag- anna í Reykjavík. — Bátur sekkur Framhald af bls. 24. Sautján hákarlalxnur munu hafa verið í sjó, þegar veðrið skall á, og viðbúið að eitthvað af þeim hafi tapazt. Hver lína kostar um þrjú þúsund krónur. Ekki hefur gefið enn til að leita að þeim. Hákarlabátarnir munu vera j búnir að fá um 17 hákarla, en hver þeirra e.r 5—6 þús. kr. virðL — Sigurjón. ATHUCASEMD VEGNA forsíðufréttar í dagblað- inu Vísi í dag, með fyrrisögninni „Tæknileg bilun Hrxmfaxa talin vafalaus", leyfi ég undirritaður mér að taka fram eftirfarandi: 1) Það er einlæg von allra, að takast megd að finna orsakir þessa soirglega slyss. Nefnd sér- fræðinga hefir verið falið að ráða þá gátu, en hún hefir enn ekki komizt að neinni niðurstöðu, sem ekki er heldur við að búast, þar sem svo skammt er um liðið, en verkefni nefndarinnar marg- slungið og flókið. Ber því mjög að víta al'lar ábyrgðarlausar full- yrðingar um orsakir slyssinis á þessu stigi miálsins, og ég full- yrði að ég mæli fýrix munn allra heiðvirðra manna þegax ég stað- hæfi að slákt sé ölluim í óþöfck. 2) Þá ber einnig aó harma annað smekikleysi, sem fram kemur í fyrrgreindri grein Vísis í dag — atriði, sem auðveldlega gaeti valdið misskilningi og sárs- auka hjá aðstandendum þeirra sem fórust. Reykjavík, 17. apríl 1963 Örn Ó. Johnson forstjóri Flugfélags íslands h.L Togararnir farnir að sækja á fjarlæg mið TOGARARNIR eru nú flestir að veiðum á heimamiðum, en þó eru nokkrir nú að veiðum á karfamiðunum við Nýfundna- land. I marz og apríl mánuði hafa þrír togarar sótt til miðana við Vestnr-Grænland. í síðustu viku voru flestir islenzku togar- anna að veiðum á Jónsmiðum við Austur — Grænland, og var afli þar dágóður, og bjargaði það helzt veiðiskap, að veður var yfir ieitt mjög gott á þeim slóðum. Aftur á móti hefur afli verið með eindæmum tregur við Vest- I /* NA 15 hnittr I ✓ SV SOhnútar H Snjúhuna • ÚSi 7 Shúrir Z Þrumur WS& KaUaaM V HHaahié H Hmt L L*t#l Á HÁDEGI í gær var suð- stig á nóttunni og yfir 15 stig læg átt á Bretlandseyjum og á daginn. Á Norðurlöndum í Vestur-Evrópu norðux að er víða næturfroist, en yfir 10 Danmörku. Hiti er þar 5—10 stiga hiti á öaginn. ur-Grænland. Afli þeirra þriggja togara, sem þangað hafa sótt, er frá 120 til 150 lestir í 16 til 18 daga veiðiferð. Margir færeyskir togarar eru nú byrjaðir veiðsxr í salt við Vestur-Grænland. Hefur afli þeirra að undanförnu verið frá einu tonni upp í þrjú tonn af salt- fiski á sólarhring. Halda fær- eysfciir togaraskipstjórar að afla- leysi þetta stafi mest af því, hvað sjórinn á þessum miðum er enn kaldur. B/V Sigurður byrjaði veiðar á Ritubanka á Nýfundnalands- miðum þann 12. þessa mánaðar og var þar mokafli fyrstu tvo dagana, en síðan hefur aflinn mjög tregast. Fékk B/V Sigurð- ur um 90 lestir af fiski fyrsta sólarhringinn. B/V Freyr og B/V Maí eru nýbyrjaðir veiðar ná- lægt B/V Sigurði. Afli togaranna á heimamiðum hefur verið með eindæmum tr’eg- ur, og mi segja, að ekki hafi fengizt bein úr sjó suðvestan lands siðan 26.-29.., en þé var dágóður afli á Eldeyjarbanka. í ofviðrinu fyrir páska voru ís- lenzku togararnir á Jónsmiðum, Vestur-Grænlandsmiðum og á Selvogsbanka. Gætti óveðurs þessa að litlu leyri, nema á Sel- vogsbanka, en þar sem vindur stóð af landi, urðu þar engin aftök. Nú eru engir togarar að veiðum við Austur-Grænland, en þaðan urðu togararnir að flýja vegna ísreks.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.