Morgunblaðið - 18.04.1963, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 18.04.1963, Qupperneq 12
/ 12 3W0rpwiMal>itii Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthias Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Að^lstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 65.00 á m'ánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 4.00 eintakió. ÞAU KJÓSA FRELSIÐ F'átt sýnir betur ógnarstjóm þá, sem íbúar kommún- istaríkjanna eiga við að búa en hinn stöðugi, flótti manna frá þessum ríkjum. Austur- Þýzkaland var að leggjast í auðn meðan tiltölulega greið- fært var vestur yfir, því að fólkið flykktist þangað. Hin alræmda stjóm XJl- brichts átti ekki önnur ráð en þau að setja fangelsismúr á mörkum austurs og vest- urs og hneppa þá, sem eftir vom í austurhlutanum, í ævilangt fangelsi. En þrátt fyrir allar varúð- arráðstafanirnar, þrátt fyrir járntjaldið, sem umlykur hinn kommúníska heim, tekst alltaf nokkrum að flýja. — Kommúnistaforingjamir verða að leyfa sér þann munað að heimila afreks- mönnum sínum á sviði vís- inda, lista eða íþrótta að fara til frjálsra landa. Það er auð- vitað ekki gert í þágu list- anna, vísindanna eða íþrótt- anna, heldur ber þessum mönnum að sýna „yfirburði sósíalismans“. Aðrir menn verða að fá fararleyfi vegna viðskiptaer- inda, sjósókna o. s. frv. Þess vegna er ekki með öllu hægt að koma í veg fyrir flótta. Að vísu eru þær ráðstafanir yfirleitt gerðar að tryggja að náin skyldmenni séu eftir í kommúnistaríkjunum, svo að þeir, sem kynnu að hyggja á flótta, yrðu að horfast í augu við ævilangan aðskilnað við náin skyldmenni. En engu að síður flýja menn ættlönd sín. Lífið er þeim óbærilegt undir ógnar- stjóminni og þess vegna em tækifærin notuð til að öðlast frelsi. En slíkur flótti er ekki áreynslulaus. Þess vegna er samúð allra góðra manna með þeim, sem til slíkra ráða verða að grípa. STUÐNINGSMENN OFBELDISINS 'fj’nda þótt það sé á allra manna vitorði hér á landi sem annars staðar, að íbúum kommúnistaríkjanna er búin slík ógn, að þeir nota hvert tækifæri til að flýja þjóðlönd sín, fyrirfinnst flokkur manna hér á landi, sem leynt og Ijóst styður slíka ógnarstefnu og rær að því öllum árum að koma kommúnískum hlekkjum á þjóð sína. — Enda þótt flótti frá kommúnistaríkjun- um hafi beinlínis snert Is- lendinga; hér búi menn sem ekki eiga -afturkvæmt til fósturjarðar sinnar, og aðrir, sem okkur eru tengdir, hafi yfirgefið þjóðlönd sín, finn- ast samt menn hér á landi, sem lofsyngja ofbeldið. Það er smánarblettur á ís- lenzku þjóðinni, að kommún- istaflokkurinn skuli hér vera sterkari en í flestum frjáls- um löndum. En þann smán- arblett þurfa íslenzkir kjós- endur að afmá, og svo vel vill til, að skammt er þess að bíða, að íslenzk alþýða geti sýnt það við kjörborðið, að hún ætlazt ekki til áhrifa þeirrar manngerðar hér á landí, sem svo hart hefur leikið milljónatugi manna. íslenzka þjóðin elskar ekki einungis frelsið, heldur dáir hún einnig listir, bókmennt- ir og hvers kyns atgervi. En það eru einmitt afreksmenn- irnir, sem við verstu kjörin eiga að búa undir kommún- istastjóminni. Ekki vegna þess, að þeim séu ekki goldin i;ífleg laun, heldur vegna þess, að þeir, fremur en nokkrir aðrir, þurfa að njóta frelsisins til tjáningar. Þess vegna hlýtur það að vekja sérstaka furðu að enn eru til þeir menn hér á landi, sem kalla sig listamenn, en samt sem áður styðja ofbeldis öflin í orði og verki. Sem betur fer fækkar þessum mönnum, en vissulega mun það vekja athygli hverjir þeirra kunna enn að styrkja kommúnismann, nú þegar kosningar fara í hönd. RAUNHÆFT MAT /Xlafur Thors forsætisráð- ^ herra gerði á þingi í fyrradag grein fyrir þjóð- hags- og framkvæmdaáætl- uninni, sem ríkisstjórnin hef- ur lagt fram og miðar að því að auka sem mest framleiðslu og hagsæld hér á landi. For- sætisráðherra sagði m.a. um áætlunirfa: „Ríkisstjórnin leggur þá þjóðhags- og framkvæmda- áætlun, sem ég hef hér lýst í meginatriðum ótrauð undir dóm þjóðarinnar. í henni eru engar gyllingar um framtíð- ina eða tylliboð. Þvert á móti felur hún í sér raun- hæft mat, ég mundi jafnvel segja, varlegt mat á því, hyer framleiðslugeta ís- lenzku þjóðarinnar verði á komandi árum, og hvað hún geti veitt sér til daglegrar neyzlu og ráðizt í af fram- kvæmdum. Áætluninni er hins vegar ekki ætlað að verða þröngt sniðinn stakkur, er hefti frjálsar athafnir manna eða þröngvi þeim í eitt mót. Hana M O R G JJ N B T. 4 Ð 1 Ð Fimmtudagur 18. april 1963 Rannsóknir í Bretlandi vegna bæklings, sem sagður er Ijóstra upp ríkisleyndarmálum London, 16. april (NTB-AP) • SKÝRT hefur verið frá því, að brezka stjórnin vinni nú með aðstoð brezku leyni- þjónustunnar og sérstakra deilda leynilögreglunnar, Scotland Ýard, að rannsókn á því hvaðan félagsskapur sá, er nefnir sig „Njósnara frið- arins“ hefur fengið upplýsing ar, sem koma fram í bækl- ingi, er félagsskapurinn lét dreifa í Englandi um pásk- ana. — • Höfundar bæklingsins segjast m. a. vita hvaðan og hvernig brezka stjórnin hygg ist stjórna landinu, eftir að kjarnorkustyrjöld sé skollin á. —- • Varnarmálaráðherra Breta, Peter Thorneycroft, hefur látið svo ummælt, að aug- ljóst sé, að bæklingurinn sé ekki byggður á stjórnarskýrsl um, en þó bendi allt til þess að höfundarnir hafi haft að- gang að mikilvægum leyni- skjölum stjórnarinnar. Og í gær sagði innanríkisráðherra Breta, Henry Brooke, að höf- undar bæklingsins væru föð- urlandssvikarar. Óeirðir í London „Njósnarar friðarins“ hófu dreifingu bæklingsins á föstu daginn langa og dreifðu þús- undum eintaka meðal þátt- takenda í hinni árlegu mót- mælagöngu gegn kjarnorku- vopnum, sem farin er frá kj arnorkurannsóknarstöðinni í Aldermaston til London. Þegar göngumenn, 35 þús. talsins, komu til London á annan páskadag, kom til ó- eirða milli þeirra og lögregl- unnar. Enduðu óeirðirnar með þv! að 72 göngumenn voru handteknir. Áður en til London kom hafði lögreglan handtekið nokkra göngumenn og er talið að þær handtökur hafi staðið í sambandi við dreifingu áðurnefnds bækl- ings. Óeirðirnar í London hófust, er hópur göngumanna vék af fyrirfram ákveðinni leið til þess að hefja mótmælaaðgerð ir , fyrir utan aðSetursstað brezku stjórnarinnar, White- hall. Mikið umferðaöngþveiti var í London vegna göngunnar og óeirðanna. Gangan var skipulögð af tveimur aðilum, „100 manna nefndinni", sem stofnuð var af heimspekingn um Bertrand Russel og hann veitti forstöðu til skamms tíma og „samtökunum, sem berjast gegn kjarnorkuvopn- um“. Hin, síðarnefndu samtök hafa neitað því að hafa átt þátt í dreifingu bæklings „Njósnara friðarins“, en „100 manna nefndin" hefur játað að hafa átt þátt í því að dreifa 1500 eintökum af honum. Nefndin segist þó ekkert vita um uppruna bæklingsins. Lög reglan hefur gert mörg þús. eintök bæklingsins upptæk. „Ekkert líf utan byrgja stjórnarinnar“ í hinum umrædda bækling er m.a. skýrt frá hvaðan bæði borgaralegum og hernaðar- legum málefnum verði stjórn að, skelli kjarnorkustyrjöld á og birt nöfn þeirra, sem stjórn ina eiga að hafa með hönd- um. í málgagni Sovétstjórnar- innar, Izvestia, sagði í gær um bæklinginn, að hann sýndi . ljóslega að Bretar gerðu ráð fyrir að kjarnorku styrjöld væri óhjákvæmileg og undirbyggju sig undir slíka styrjöld. Einnig segir blaðið, að af bæklingnum megi sjá, að stór hluti Eng- lands verði lagður í rúst ef til kjarnorkustyrjaldar komi, en fremur en að vinna að af- vopnun ætli stjórnin að flýja í neðanjarðarbyrgi án þess að hugsa um afdrif hinna ó- breyttu borgara. Bertrand Russel gaf út yf- irlýsingu í gær. Segir hann, að brezka stjórnin hafi látið hjá líða að skýra þjóðinni frá áformum sínum ef til kjarn- orkustyrjaldar komi. Sé það vegna þess, að stjórnin sé staðráðin í því að skýra þjóð- inni ekki frá hverjar afleið- ingar slík styrjöld muni hafa. Russel segir, að bæklingur „Njósnara friðarins“ sýni að stjórnin geri ekki ráð fyrir áframhaldandi þjóðfélagslífi annars staðar en í byrgjum stjórnarinnar, þar sem út- valdir embættismenn sitji og stjórni sjálfum sér og milljón um dauðra í nágrenninu. — Russel segir í lokin, að brezka þjóðin hefði miklu meiri möguleika til þess að forðast kjarnorkustyrjöld, ef stjórnin ynni að afvopnun með eins miklum ákafa og hún vinnur að því að komast á spor höfunda bæklingsins. Deilur í þinginu í dag ræddi Brooke innan- ríkisráðherra við Harold Mac millan forsætisráðherra um þær rannsóknir, sem þegar hafa farið fram vegna bækl- ingsins. Talið er að málið muni vekja deilur í neðri deild brezka þingsins þegar það kemur saman n.k. þriðju dag að afloknu páskaleyfi. ber öllu fremur að skoða sem leiðarvísi og stefnumið fyrir alla þá, sem framkvsemdum ráða, hvort sem það eru stjómvöld, atvinnurekendur eða einstaklingar. Hún á með öðrum orðum að sýna þjóð- inni hvaða markmiðum hún getur náð, ef hún sameinar krafta sína að einu marki. Hún mun þannig ekki hindra menn eða hefta, heldur leysa afl framtaks og dugnaðar úr læðingi með því að gefa þeim raunhæft mat að stefna að“. Þegar vinstri-stjómin tók við völdum lýsti hún þúí yf- ir, að hér ætti öllu að um- bylta á fáum ámm. Hún bauð öllum gull og græna skóga. Viðreisnarstjórnin fór öðru vísi að. Hún sagði þjóðinni umbúðalaust, að hún yrði nokkuð að sér að leggja, til þess að ná markmiðunum. Vinstri stjórnin hröklaðist frá við minni orðstír heldur en nokkur önnur. Viðreisnar- stjórnin tók við þrotabúinu og hefur nú lagt grundvöll að stórstígum framförum. En hún byggir þær á raunhæfu mati en ekki á orðagjálfri og stefnuleysi. Mohammed Khemisti • Óttazt um líf Khemisti Alsír, 16. april (NTB). UTANRÍKISRÁÐHERRA Alsír, Mohammed Khemisti, var á skírdag sýnt banatilræði. Tilræðismaðurinn skaut á Khemisti, er hann var á leið inn í þinghúsið í Algeirsborg. Kúlan hæfði ráðherrann í hnakkann og sat þar föst. Talið er ómögulegt að ná kúlunni með uppskurði og líkurnar tú þess að Khemisti, sem er 32 ára, muni lifa, mjög litlar. Hann hefur ekki komizt til meðvitundar eftir tilræðið. Tilræðismaðurinn hefur ver ið handtekinn. Hann er fyrrv. kennari og heitir Mohammed Zennedine Kenitra. Hann hefur starfað mikið með Khemisti innan stúdentahreyf ingarinnar í Alsír. Ekki hefur verið skýrt frá því hver var ástæðan til þess að Kenitra skaut Kheimisti. • Castró til Sovét- ríkjanna Key West, 16. aprfl (NTB-AP). HAVANAÚTVARPIÐ skýrði frá því í dag, að Krúsjeff, for sætisráðherra Sovétríkjanna, hefði boðið Castro, forsætis- ráðherra Kúbu, að heimsækja Sovétríkin. Sagði útvarpið, að Krúsjeff hefði látið í ljó* áhuga á því að ræða við Castro um sambúð landa þeirra og önnur sameiginleg áhugamál. Einnig sagði útvarp ið, að Krúsjeff vildi sýna Castro hve miklar framfarir hefðu orðið í Sovétríkjunum. Ekki hefur verið ákveðið hvenær Castro heimsækir So- vétríkin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.