Morgunblaðið - 18.04.1963, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.04.1963, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 18. apríl 1963 MORGUNBL 4 Ð I Ð 3 FERÐ A FÓLK sunnanlands haíði heppnina með sér um páskana. Þrátt fyrir kulda, rok og óveður uim mestan hluta landsins var á þeim stöð- um á hálendinu sem flestir lögðu leið sína á fagurt veður og kyrrt, svo dvölin þar varð unaðsleg. E.t.v. er þó ástseð- an fyrir því að þessir ákveðnu staðir eru svo mikið sóttir um póskana sú, hve þeir eru mikið í skjóli og oft góðviðri þegar annars staðar blæs og hríðar. Með þessum orðum er eink- um ábt við Öræfasveitina, Þórsmörk og _ einnig Land- mannalaugar. í Öræfasveitina fóru ýmsir ferðahópar, um 240—250 manns 1 um 20 bíl- um, allt frá litlum Weeponum upp í stóra langferðabíla. Ferðafélag fslands fór í Þórs- mörk, 41 maður á fimmtudag og 16 á laugardag, og nokkrir Farfuglar fóru í Landmanna- laugar. Luku allir upp einum I sólskini og logni í Þórsmðrk og Öræfum i munni um, að ferðin hefði ver ið yndael og veður dásamlegt. Birtum við nokkrar myndir úr þessum ferðum hér með. — Við höifðum líklega bezta veðrið í Þórsmörkinni, sagði Óttar Kjartansson, einn af fararstjórum Ferðafélagsins. Það var alltaf logn og tiltölu- lega hlýtt. Þegar við komum inn eftir á Skírdag, var alauð jörð, en þá byrjaði lognmjöll á frosna jörðina, sem sól- in næstum bræddi jafn- óðum af. Á páskadag var glampandi sól allan daginn og gat fólkið sólað sig inni í Bás- um. Allan dagana var farið í lengri og skem-mri göngur í dásamlegu veðri. Leiðin inn eftir var einnig mjög greið- fær, lítið í öllum ám og eng- ar skarir eða ís til að tefja, og jörðin hörð og þægileg und- ir hjólin. Farfuglum gekik ljómandi Úr Þórsmörkinni: I fyrstu gönguferffinni á skírdag fór sólin aff sýna sig, fötum var fækkaff og solgleraugu og sóláburður tekinn í notkun. Myndina tók Óttar Kjartanssou á Slyppugils- hrygg. 1 baksýn eru Básar og Útigönguhöfði. vandamálið var sandbilur á Mýrdalssandi á leiðinni aust- ur, sem skrapaði lakk af sum- um bílunum. — Þetta gektk allt vel, sagði Guðmundur Jónasson. Einn sem fengið 'hefur að fljóta með á eigin bíl í morg ár, sagði að ekkert væri gaman að þessu, það hefði ekkert ver- ið í ánum. Og reyndar vorum við ekki nema 2 tíma frá Skaftafelli út yfir vötnin að Núpstað. Við gistum á Kirkju bæjarklaustri og Hofi í Öræf- um og fórum eins og venju'- lega að upptökum Skeiðarár og einnig austur að Jökulsá á Breiðamerkursandi. Fólkið gekk á fjörurnar, þar sem er mikið af sel. Við höfðum sól- skin í Skaftafelli á páskadag og Hvannadalshnjúk heiðan, svo allt var eins og bezt varð á kosið. — Þetta er bezta Öræfa- ferðin, sem ég hef farið, sagði Úlfar Jacobsen. Við fórum í Ingólfshöfða. Þaðan var fag- urt útsýni, sást inn á Öræfa- jökul, inn alla Suðursveit í Hornafjörð og á Lómagnúp, því höfðinn er svo hár. Við gistum hjá Gunnari í Öræfum og fólk skemmti sér vel á Klaustri í bakaleiðinni. Vötnin voru enginn farar- tálmi. En það var mjög hált við brúna á Hólsá, þurfti næst um að láta bílana renna á svelli niður að þessari óþægi- legu brú. Eins vorum við svo óheppnir að fá hríð í skarð- inu ofan við Vík, lentum á eftir Víkurrútunum, sem voru orðnar fastar í snjó og tafði það nokkuð. En allir voru mjög ánægðir með ferðina. 1 Landmannalaugum, Farfuglar viff páskum. — Ljósm. Ragnar Guðmundsson. Ferðafélagsins á vel í Landmannalaugar. Leið- in var snjólaus og ágætlega fær, að því er Ragnar Guð- mundsson tjáði blaðinu. Fxosta staðahálsinn var að vísu ófær, en greiðfært um Jarðfallið. Veður var alveg ágætt. Hjá Öræfum var úrvals veð- ur, heiðskírt og fjallasýn og 5—6 stiga hiji. í hópnum voru um 130 manna ílokkur Guð- mundar Jónassonar, ferðahóp- ur með Úlfari Jacobsen, Borg- firðingar í tveimur bílum og fjöldi einkabíla, sem fékk að fljóta með yfir árnar. Einasta Þaff er fagurt í Þórsmörklnni. Myndin tekin á páskadag og Öræfafarar fóru m. a. á Ingólfshöfffa, en þaðan er gott útsýni. sýnir Bólfell í Básum------Ljósm. Óttar Kjartansson. — Þessa mynd tók Egill Bachman úr vitanum'út á höfðann. STAKSTIINAR Auðvelt val Sjaldan effa aldrei hefur veriö auffveldara fyrir íslenzka kjós- endur aff gera upp hug sinn, þeg- ar kosningar nálguðust, en ein- mitt nú. Tvær meginfylkingar berjast nú i islenzkum stjórn-- málum. Annars vegar eru viff- reisnarflokkarnir, sem lýsa því yfir, aff þeir muni halda við- reisninni áfram, auka fram- leiðslu og framfarir og bæta þar meff lífsLjör þjóðarinnar jafnt og þétt, og þeim mun örar sem viffreisnin verffur traustari. Hins vegar eru svo framsóknarmenn og kommúnistar, sem lýsa því yfir, að þeirra meginmarkmið sé að koma hér á aff nýju stefnu hafta, þvingana og uppbóta, sem verst léku íslenzku þjóffina og drógu úr framförum hér á landi. Heilbrigð utanríkisstefiia í utanríkismálum er Iíka — því miffur — djúp stafffest milli viffreisnarflokkanna annars veg- ar og Framsóknarflokksins hins vegar. Um kommúnista þarf ekki aff tala í þessu efni. Það vita aliir, aff þeir hafa enga sjálf- stæða utanríkisstefnu, heldur þjóna þeir málstaff Rússa i einu og öllu. En Framsóknarflokkur- inn hefur freistast • til þess aff rjúfa samstarfiff viff hina lýff- ræffisflokkana, sem honum hef- ur þó veriff boðið í afstöðu til annarra þjóða. Framkomu sinni í Efnahags- bandalagsmálinu lýsa núverandi leiðtogar Framsóknarflokksins bezt, þegar þeir líkja henni viff afstöðuna í landhelgismálinu og segja um leiff, aff viffreisnarflokk arnir ætli aff fara aff líkt og þeir þá gerffu. Þaff er einmitt mergurinn málsins, aff núverandi stjórnarflokkar munu halda á utanríkismálum á þann veg, sem þeir gerffu í landhelgismálinu, og leysa bæffi deilu- og hagsmuna- mál íslendinga öfgalaust á þann veg sem þjóffinni er fyrir beztu, en ekki láta „komplexa“, minni- máttarkennd og þjóðarrembing ráða gerðum sínum. Öll góð öfl í veröldinni vinna aff því aff laffa þjóðirnar til sam- starfs og gagnkvæny* skilnings og virðingar fyrir þjófflegum verffmætum og rétti jafnt smárra sem stórra til aff lifa frjálsu og óháðu lifi. Þessa stefnu hljóta íslendingar aff styffja. En Fram- sóknarflokkurinn hefur veriff svo ógæfusamur að skera sig þar út úr. Þess vegna nýtur hann enn síffur trausts landsmanna í utanríkismálum en innanlands- málum. Hólið.um vinstri-stjómina Menn hafa ef til vill ekki veitt því athygli, aff af þeim þremur stjórmuilaflokkum, sem stóðu aff vinstri-stjórninni, er affeins einn, sem sýknt og heilagt hælir henni og telur hana hafa veriff beztu stjórn, sem hér á landi hefur setiff viff völd. Alþýffu- flokksmenn, sem gjörkunnugir voru störfum stjórnarinnar vegna þátttöku í henni, hafa lýst þar inörgu misjöfnu. Kommunistar hafa yfirleitt hljótt um störf stjórnarinnar, vegna þess aff þeir gera sér grein fyrir því, aff eymd hennar var svo mikil, að ekki er vænlegt til árangurs aff vera stöffugt að minna á þá niðurlæg- ingu. , Framsóknarleiðtogarnir voru hins vegar svo hrifnir af því aff fá aff starfa meff komm- únistum, aff þeir geta naumast um annað rætt. 1 hvert sinn, sem tækifæri gefst minnast þeir á vinstri-stjórnina og eru stöffugt að stönglast á því, að þeir ætii aftur aff taka upp það stjórnar- far, sem þá var.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.