Morgunblaðið - 18.04.1963, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.04.1963, Blaðsíða 6
6 MORCV1SBLAÐ1Ð Fimmtudagur 18. aprH 1963 Jój . Gaufti: Fyrri hlufti Hugleiðingar um tækni- skdla á íslandi framhaldsnámi I forskóla tækni- háskólans danska, geta ungling- ar tekið inntökupróf þar“. Gæti komið til greina að Háskóli íslands gerðist svo alþýðleg- ur gagnvart verkfræðinemum? Ég hef orðið nokkuð langorð- ur um erlenda tækniskóla, en hefi þá afsökun að ýmsir hafa f TILEFNI þess að fyrir Al- þingi liggur nú frumvarp um tækniskóla á íslandi, tel ég að ekki sé úr vegi að frumvarp þetta, — sem er meingallað að formi og hugsun, — sé tekið til athugunar víðar en innan veggja hins háa Alþingis. XJm tæknimenntun á Islandi hefir lítið verið rætt eða ritað, því flestir sem um þessi mál hafa hugsað og reynslu hafa að baki, til að gera sér mynd af núverandi aðstæðum, — hafa talið að ekki væri tímabært að stofna hér æðri tekniskan skóla vegna smæðar okkar öðru megin og fjárfrekra framkvæmda vegna stofnunar slíks skóla hinu megin. Þó hefir einn mað- ur rætt þessi mál af glöggu raunsæi, en það er Ásgeir Þor- steinsson verkfræðingur. Greinar hans hafa þó mest gengið út á undirbúningsmennt- un ungra manna fyrir æðra tækninám. Þetta mál er mjög á dagskrá í hinum háþróuðu Norðurlönd- um og Þýzkalandi, en hér á ís- landi hefur í stað raunsærra umræðna — staðið yfir eins kon- ar „kalt stríð“ á milli hinna tveggja tæknimenntuðu hópa: verkfræðinga og tæknifræðinga. Hófst það með álíka meingöll- uðu frumvarpi á sína vísu — sem núverandi frumvarp um tækniskóla á íslandi er, — og varð að lögum 1937. Það tók háttvirt Alþingi yfir tvo áratugi að bæta að nokkru fyrir þá skyssu með lögum frá yfirstand- andi Alþingi, en „kalda stríðið“ heldur áfram. Eins og áður getur eru þessi mál mjög á dagskrá, t.d. í Dan- mörku og Þýzkalandi. Athyglis- vert er að þessar tvær þjóðir (sem segja má að séuforustuþjóð ir um tæknimenntun í Evrópu), komast að sömu niðurstöðu í samanburði á tæknimenntuðum mönnum frá æðri tekniskum skólum og tækniháskólum. „Deutsche Kommission fúr Ingenieurausbildung“, kemst að þeirri niðurstöðu á fjórða alls- herjarþingi nefndarinnar í Dússeldorf þann 4. okt. 1962 að: „Tæknifræðingar og verkfræð- ingar, sem vinna að margvísleg- um verkefnum í vísindum, at- vinnulífi og stjórn fyrirtækja, hljóta í Þýzkalandi menntun sína í verkfræðiskólum (Techn- ische Hochschule) og tækni- fræðiskólum (Ingenieurschule eða Höhere technische Lehran- stalten). Verkfróðir mexm, sem hafa fengið menntun sína í skól- um hvorrar tegundar sem er, hafa í grundvallaratriðum jafna möguleika til starfa og til að komast áfram í starfi“. Síðan danska „Teknikerkom missionen“ gaf út athuganir sín- ar í lok ársins 1959, hefir tækni- fræðslukerfi Danmerkur verið efst á baugi“ og mikið um þau mál rætt og ritað, og virðist málið nú komið í hendur 17 manna nefndar sem hefir til at- hugunar framkomnar tillögur og ábendingar varðandi tækni- fræðslukerfið danska í heild. Væri það freistandi að gera þeim málum nokkur skil hér, en þar sem það yrði of langt mál í smá grein, verður það að bíða betri tíma, en taka í þess stað nokkra liði úr grein eftir V. Nörgaard Nielsen, er hann hefur ritað í tímaritið Ingeniörog bygningsvæsen, 1. hefti 1963. 58. árg. Grein hans nefnist „Ingeni- öruddannelse 1 Tidehverv eller hvad?“ ' I grein hans kemur fram, að frá öllum hliðum séð, leiði sam- anburður í ljós að viðurkenna verður að verkfræðimenntun (Civilingeniör-menntun) og tæknifræðimenntun (Ingeniör- menntun) séu jafnar að gæðum og jafn ómissandi. I þessu sam- bandi segir hann, að ekki sé úr vegi að gera samanburð á kennslustunda og æfingastunda fjölda á 3 flokkum tæknimennt- aðra manna, en það eru: Civil- ingeniörer, Akademiingenitörer og Teknikumingenitörer. Þessi samanburður er frá dönsku teknikerkommissionen. Samanburðurinn lítur þannig út: Háskólaverkfræði Akademiverkfræði Tæknifræði Civilingeniörer (nýleg tilraun) Teknikumingeniörer Fyrri hluti Bygg. Raf. Véla Bygg. Raf. Véla Bygg. Raf. Véla stundir 1648 Siðari hluti 1606 1606 1314 1221 1122 1760 1760 1760 stundir Alls 2933 2462 2674 2368 2415 2310 3560 3520 3520 stundir 4581 4068 4280 3682 3636 3432 5280 5280 5280 F. hl. % 93,6 91,3 91,3 74,7 69,4 63,8 100 100 100 S hl. % 83,3 69,9 76,0 67,3 68,6 65,6 100 100 100 Alls % 86,8 77,1 81,1 69,7 68,9 65,0 100 100 100 Það sem þessi samanburður leiðir í ljós, mun verða mörgum nokkurt undrunarefni. Þessar tölur einar saman eru auðvitað ekki beinn samanburð- ur um sjálft námið. í Danmörku er krafizt góðs gagnfræðaprófs, eða hliðstæðrar menntunar og sveinsprófs í handverksiðn (í flestum tilfellum) er veiti nauð- synlega verkþekkingu í hlið- stæðri grein tæknifræðinámsins áður en það hefst, eða ef nægi- legt bóklegt nám er ekki fyrir hendi verða viðkomandi Teknik- umnemendur að fara í forskóla sem veitir þá nauðsynlegu und- irbúningsmenntun sem skólinn krefst til tæknifræðinámsins. f Þýzkalandi er yfirleitt kraf- izt Ober.-Sek.-Reife (samsvar- andi 4. bekk menntaskóla) eða hliðstæðrar menntunar í for- skóla. Vekja má athygli á því, að t.d. tækniháskólinn í Kaupmanna- höfn krefst ekki stúdentsprófs til verkfræðináms þar, samanber grein Ásgeirs Þorsteinssonar verkfræðings í Morgunblaðinu 31. jan. 1963, en þar segir hann: „I Danmörku er gagnfræðapróf þess eðlis, að með eins vetrar viljað láta I það skína að ís- lenzkir tæknifræðingar (Ingeni- örer), séu hálfgerðir „punga- prófsmenn“ í tæknifræðum. Er ekki örgrannt að það hvarfli að manni að hinir ágætu aðstand- endur frumvarpsins um tækni- skóla á íslandi, hafi þessa „pungapró fshugsun", ef dæma má eftir frumvarpinu og grein- argerðinni er því fylgir. Nafnið „rektor“ bendir þó til, að þetta eigi að vera nokkuð virðulegur „pungaprófsskóli". Námstíminn er 3 ár „Námstíminn í skólanum er 3 ár“, segir í 5. gr. frumvarpsins. Þessi árafjöldi er settur í frum- varpið líklega vegna þess að er- lendis eru tæknifræðiskólar (Teknikumingeniörskoler) taldir þriggja ára skólar eða sex sem- ester. En ef gerður er saman- burður á íslenzku námsári og t.d. námsári á dönskum tæknifræði- skólum, þá kemur í ljós að í ís- lenzku námsári eru um 140 til 150 aktivir kennsludagar, en í dönsku tæknifræðinámsári eru 240 aiktivir kennsludagar. Sam- kvæmt þessu, ef ná ætti sama námsárangri hér og í dönskum tæknifræðiskólum, þá þyrfti £s- lenzki skólinn að vera nálægt því 5 ára skóli. Hér er þó miðað við það að Tækniskóli Islands veiti tækni- fræðimenntun. En því miður kemur ekki fram í frumvarpinu hvaða tæknimenntur. verðandi skóli á að veita að öðru en því, að í 1. gr. frumvarpsins stendur: „Markmið skólans er að veita nemendum tæknilega og al- menna menntun, sem gerir þá hæfa til að takast sjálfstætt á hendur tæknileg störf og ábyrgð arstöður í þágu atvinnuvega þjóðarinnar.“ Þetta segir manni vissulega ekkert um, hvaða stig tækni- menntunar skólinn á að veita. I greinargerð með frumvarp- inu segja hinir ágætu aðstand- endur þess, að eftir þetta þriggja ára nám eigi skólinn að hafa veitt nemendum sínum „fræði- legan skilning og þekkingu á al- mennum undirstöðulögmálum tækninnar.“ Segir þetta manni nokkuð méira en það er segir um mark- mið í 1. gr. frumvarpsins? Ég held ekki, og ég verð að segja að ég hefi borið þessa merki- legu setningu undir lærða og leika en hvergi fengið svar við því hvað þeir muni í raun og veru meina, hinir ágætu að- standendur frumvarpsins. Enn segir í greinargerð: „Nefndin hefur m.a. kannað tæknifræðslukerfi á hinum Norð urlöndunum og telur að þeir fræðsluhættir, sem bezt hæfa okkur sem fyrirmynd á þessu sviði sé norska fræðslukerfið. .“ Þetta kemur manni nokkuð spánskt fyrir, þar sem Norð- menn hafa verið mest í deiglunni á þessu sviði. Árið 1961 fóru þeir að ræða breytingar á sínu tæknifræðslukerfi, því þeim var Ijóst að þeir voru t. d. nokkuð á eftir Dönum og Svíum, og að þeirra tæknifræðslukerfi sam- svaraði á engan hátt hinni blóm legu iðnþróun þeirra. Framth. á bls. 15. • Útvarpið um páskana Þriðjudaginn eftir páska hafði Velvakandi bókstaflega ekki frið fyrir fólki, sem vildi tala við hann um útvarpið um páskana. Sumir vildu hæla ein- stölkum dagskrárliðum, en þetta lá fólikinu aðallega á hjarta: Þegar hið hörmulega flug- slys varð í Noregi, var þegar getið um það í kvöldfréttum á páskadag. Hvorki var leikið sorgarlag á undan né eftir, held ur kom fréttin innan um alla þvæluna um hitastigið kl. þetta og kl. hitt í Stoktahólmi, Paris og Angmagssalik. Áður fyrri þótti hlýða að leika sorgarlag, þegar sli'kar fréfctir voru sagð- ar, og enn er íslenzika þjóðin svo fámenn, að slílk harmafregn snertir hana alla. Fréttin var eingöngu lesin kl. hálfátta um kvöldið, en ekki aftur það kvöld. Á annan dag páska var fréttin aldrei lesin' hvorki um morguninn, í há- deginu, um miðjan dag, kvöld- mafcarleytið eða kvöldið. Það var því ekki nema lítill hluti þjóðarinnar, sem heyrði frébt- ina í úbvarpinu. Fréfctin barst þó óðfluga út, fólk hringdi hvert til annars og spurði, hvort það hefði hlustað á út- varpið, þegar umrædd frétt var lesin. Það höfðu sumir, en aðrir ekki. Þetta gaf því alls konar sögum byr undir báða vængi. Allir hlustuðu árangurs- laust allan annan dag páska eftir að þeyra fréttina lesna. Hins vegar féíkk þjóðin svo ráekilega að fylgjast með ein- hverri kröfugöingu úti í Eng- landi, að engu var líkara en íslendingar stæðu að hennL Kvölds og morgna, sfcundum fimrn sinnum á dag, var sskýrt ýtarlega frá þessari göngu, og ekki sízt frá ferðalagi nokk- urra manna, sem fóru frá Eng- landi til Þýzkalands tii þess að taka þar þátt í pólitóskri kröfu- göngu. Að sjálfsögðu var fólki þessu vísað aftur til Englands, enda tíðkast hvergi í heiminum, að flokkar manna taki sig upp úr einu landi og heimsæki ann- að, til þess að ganga með á- róðursspjöld og pólitisk kröfu- skilti um göfcur. Æbli lögreglu- stjórinn í Reykjavik hefði t.d. leyft brezkum sjómönnum að fljúga hingað um páskana, þeg- ar við áttum í deilum við þá um fiskveiðilögsöguna, og ganga um stræti borgarinnar með áróðursspjöld? Svo ná- kvæmlega var skýrt frá flakki þessa pólifcíska utangarðsfólks til Þýzkalands, að engu var lik- ara, en þar færu útsend£u-ar fréttastofu útvarpsins, sem vildu leika píslarvotfca erlend- is. Auðvitað vissu allir, að þessu fólki yrði snúið heim til föðurhúsanna. Þetta vissi fólk- ið sjálft, en það hefur langað til þess að öðlasf brot af pislar- vættisgloríu, — og hér á Is- landi fékk það sannarlega hjálp til þess. Þetta hrapaláega ósamræmi 1 fréfctaflutningi vakti afchygli almennings, og það, sem hér er sagt að framan, er inntak bréfa til Velvakanda og við- tala við hann. • Tapaði böggli og peningum í gær hringdi til okkar kona og bað okkur að koma því á fíamfæri að dóttir hennar ung hefði í fyrradag farið ofan I bæ til þess m.a. að kaupa sér sokkabuxur. Litla telpan lauk erindum sínum og fór m. a. í pósthúsið. Á leiðinni þaðan út á torg, þar sem hún ætlaði að ta-ka strætisvagn heim, varð hún þess vör að hún hafði glatað sokkabuxunum úr böggia neti, sem hún hafði þær í, en bréfið utan af þeim var eftir í netinu. Fór hún nú að leita, en fann ekki buxurnar. Meðan á því stóð tapaði hún i>eninga- buddunni sinni með 70 kr. í, sem var afgangur eftir inn- kaupin. Litla telpan er alveg eyðilögð yfir þessu tjóni og bað okkur að biðja skilvísan finnanda að hafa samband við Velvakanda. Þótt við alla jafn- an séum ekki mil.ligöngumenn um mál sem þessi viljum við verða við þessari bón hennar. AEG Heimiíistæki tJtsöiustaðir í Reykjavík: HÚSPRÝÐI Laugavegi 176. — Sími 20440. JÚLlUS BJÖRNSSON Austurstræti 12. Sími 22475. BRÆÐURNIR ORMSSON Vesturgötu 3. — Sími 11467.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.