Morgunblaðið - 18.04.1963, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.04.1963, Blaðsíða 24
I JS7A/0A/Æ, /rfl Jfeklu Austurslrxti 14 / Sínii 11687 l— 87. tbl. — Fimmtudagur 18. apríl 1963 sparið og notið Sparrl Enginn kostur að gefa neina vísbendingu unv orsök slyssins — segir Halle ofursti Osló 17. apríl. Fréttaskeyti frá NTB. TVEIR sérfræðingar frá brezku verksmiðjunum Vick- ers Armstrong, sem framleiða Viscountflugvélarnar komu til Ósló í dag til að vera við- staddir rannsókn sérfræðinga nefndarinnar á tildrögum flug slyssins á Neseyju. Verksmiðjumar hafa sent þessa tvo sérfræðinga af eig- in hvötum án óska nefndar- innar — en við tökum að sjálf sögðu við allri þeirri hjálp er okkur býðst, sagði formað- ur nefndarinnar Gunnar Halle ofursti við NTB í kvöld. Halle ofursti sagði að nefnd in einbeitti sér að því að leita upplýsinga sem gætu leitt til skýringa á slysinu og að skipu leggja rannsókn á leifum vél- arinnar. Á morgun verður jarðýta fengin til að ná upp þeim flugvélarhlutum, sem grófust niður í hæðina, er vél- in steyptist til jarðar. Fyrrum flugmaður Visco- unt-vélar hefir lýst yfir við eitt Óslóarblaðanna að skurð ur skrúfublaðanna gæti hafa breytzt vegna tæknilegs galla þannig að skrúfurnar hemluðu í loftinu og þetta væri hugsan leg orsök óhappsins. Gm þetta segir Halle ofursti að skrúfu- blöðin geti að sjálfsögðu snúizt þannig að þau í raun og veru hemli, en skurður skrúfublað anna getur aðeins breytzt þegar hjól flugvélarinnar snerta flugbrautina. Nefndin mun samt sem áður taka til athugunar hvort tæknilegur galli getur hafa gert stillingarkerfi óvirkt. Ennþá er starf rannsóknar- nefndarinnar aðeins á rann- sóknarstigi og þess er enginn kostur að gefa neina vísbend- ingu um hver getur verið or- sök slyssins, segir formaður- inn. Þessi mynd sýnir glögglega hversu litlu hefur mátt muna. Framstuðari jeppans nemur við afturhjól vörubifreiðarinn- ar, en framrúða jeppans er brotin eftir vörubílspallinn. Harður árekstur á Hafnarfjardarvegi UM hádegisbilið i gær varð harð- ur árekstur á Hafnarfjarðarvegi, FULLORÐINN maður fannst klukkan 11.05 í gærmorgun lát- inn í portinu vestan við Sænska frystihúsið . •• Hafði snjóað yfir manninn og bendia allar líkur til að hann hafi sofnað þarna og króknað. Garðahreppur Spilum í kvöld á Garðaholti. Sjálfstæðisfélag Garða- og Bessa staðahrepps. Kommiínistar gleyptn leiíor Þjóðvarnnr HH) eina, sem athygli vakti í framsöguræðu kommúnista, Karls Guðjónssonar, i út- varpsumræðunum í gær- kvöldi, var sú yfirlýsing, að fyrr um daginn hefðu verið undirritaðir samningar þess ’ efnis, að náðst hefði „breið samstaða" meðal vinstri manna í landinu, og lögðu þá margir eyrun við. í næstu setningu kom í ljós, að öll „breiddin“ var sú, að Þjóð vörn er gengin kommúnistum á hönd, eins og Morgunblaðið greindi frá í gær. Kvað hann Þjóðvörn ekki verðk beinan aðilja að kommúnistaflokkn- um, en mundi þjóða fram með honum á öllum listum og skipa þar „ýmis sæti“. Brostu þá sumir vorkunnsamlega. í Bílarnir þrír hver aftur af öðrum og hreinsa götuna og útiloka eldhættu. slökkviliðsbíllinn, sem kvaddur var á vettvang til að Bátur sekkur á Vopnaiirði Tjón þar vegna óveðursins VOPNAFIRÐI, 16. apríl. f norðaustan-stórviðrinu, sem gekk yfir landið s.l. þriðjudag, gerði stórbrim hér á Vopnafirði, sem olli bátaeigendum miklum erfiðleikum og tjóni. Einn tveggja tonna trillubátur slitnaði upp og sökk, og mun hann hafa brotnað í spón, því að rekald sást á sjónum nokkru síðar. Eigendur bátsins voru Al- bert Ólafsson í Leiðarhöfn og Ólafur Halldórsson í Glæsibæ í Vopnafirði. Báturinn var óvá- tryggður. Aðrir bátaeigendur, sem ekki höfðu legufæri fyrir báta sína, vöktu yfir þeim í tvo sólarhringa við bryggjuna, til þess að verja þá skemmdum. Einnig voru hér Tjón vegna veðurs vestur í Staðursveit HELLNUM, 12. apríl. — Norðan- veðrið skall hér nr.jög skyndilega á laust eftir hádegi á þriðjudag og hélzt óslitið í þrjá sólarhringa. Ein trilla hafði róið héðan á þriðj udagsmorgun í blíðskapar- veðri, en var lent fyrir versta veðrið. Hámarki _náði veðrið á fknmtud agskvöld. í vestanverðri Staðarsveit gerði þá aftakaveður og olli spjöllum á húsum. Þak tók af íbúðarhiúsinu á Hólkoti. Fjárhús og hlaða fauk í Böðvars- holti. Þak fauk af fjárhúsum í Kálfárvöllum og Vatnsholti, og enn fremur tók járnplötur af hús- þökum á Lýsuhóli og Hrauns- múla. Á þessu svæði er nýbúið að leggja háspennulínu, og skekktust staurarnir mjög á löngu svæði. Á nokkrum stöð- um brotnuðu rúður í húsum, en meiðsli á fólki urðu hvergi. — Kr. Kr. tveir aðkomubátar, Víkingur frá Bakkafirði og Orri frá Akur eyri, sem andæfðu á höfninni í hálfan annan sólarhring, því að brim var svo mikið, að þeir gátu hvergi lagzt að bryggju. Orri fór frá netum sínum við Langanes, sem hann var nýbyrj- aður að draga, þegar veðrið skall á, og hafði fengið tvö tonn af fiski. Lá hann svo hér, þar til á annan i páskum, að brimið lægði svo, að hann gat farið út aftur að vitja netanna, og dró hann þá helminginn af þeim og kom inn sl. nótt með tíu tonn úr þeim, úr tveimur trossum. Framhald á bls. 2 rétt gegnt Nesti. Ók sendiferða- bifreið frá Coca-Cola verksmiðj- unni aftan á Willys jeppa og fleygði honum aftan undir vöru- bílspall, en fylgdi sjálfur fast á eftir. Má telja það mikla mildi að þarna skyldi ekki hljótast af meiðsli eða stórslys. Klukkan liðlega tólf var hringt til slökkvistöðvarinhax og til- kynnt um mikið slys gegnt Nesti í Fossvogi, og voru sendir á vett- vang sjúkrabifreið og lögregla. Áreksturinn hafði gerzt með þeim hætti að bifreið sem ók suð- ur Hafnarfjarðarveg beið eftir faferi til að aka heim að Nesti og vörubifreið stöðvaði fyrir aftan hann en siðan Willys-bif- reið. Kom þá vörubifreið frá Coca-Cola verksmiðjunni full- hlaðin, og skipti engum togum að hún ók aftan á jeppann sem hentist undir vörubifreiðina. Willys-bifreiðin hafði ýtzt inn undir pall vörubifreiðarinnar, þannig að pallurinn nam við íramrúðu jeppans, en stuðari hans við afturhjól vörubifreið- arinnar, og hafði annað horn hans brotnað af. Stuðari jeppans er mjög framarlega sökum þess að hann er útbúinn með spili, og má telja víst að það hafi forðað bifreiðarstjóranum frá meiðslum, enda hentust bæði jeppinn, sem enn var hemlað, og vörubifreiðin meira en bíllengd. Lá homið al Framhald á bls. 23. Fé hraktist til bcna í óveðrinu Eltfii bóndi missti 20 ær Akurejrri, 17. april. BÓNDINN á Ytra-HóM í Fnjóska dal, Karl Jóhannesson varð fyrir miklum fjárskaða í óveðrinu um daginn, missti 20 kindur af 87, sem hann átti. Hann hafði hleypt fé sínu út á þriðjudagsmorgun, en er bylurinn skaM á mjög snögg lega um klukkustund síðar, fór hann þegar af stað að reyna að ná því saman. Náðist fátt af fénu þá, þar sem það hraktist undan veðri upp um fjöll og á hættu- lega staði. Sumt hrapaði fyrir björg, annað króknaði og lamd- ist til bana. Á annan í páskum var fyrst sæmilega fært veður til leitar og brugðu þá sveit- ungar vel við til aðstoðar. Voru þá alls 16 menn á skíðum við leitina. Fundust nokkrar kindur dauðar og nokkrar aðfram komn ar. Var margt fé flutt heim þann dag á sleðum, sem spenntir voru aftan í ýtur og dráttarvélar. Nokkrar kindur drápust eftir að heim var komið og margar eru veikar enn. Nokkuð af fénu varð að skilja eftir og grafa í byrgi, þar sem ókleift var með öllu að koma því heim yfir torfærur og ófærð. Hinsvegar fannst féð allt. Varð að flytja hey til fjárins. Ekki hefir frétzt af teljandi fjár sköðum annars staðar hér um slóðir, nema á Rauðá í Bárðar- dal mun vanta 5 kindur. — Sv. P. Fé ferst í Dölum Auk þess mikla fjárskaða sem hér getur að framan er blaðinu kumiugt um að fjárskaðar urðu í Laxárdal í Dölum svo og I Miðdölum. Á þriðjudagsmorgun f dymbil- viku var hi'ti 5 stig kl. 10 að morgni í Búðardal, en kl. 3 síð- degis var komið 5 stiga frost og bylur. Þann morgun fóru menn af stað að smala fé sínu, en uppi á heiðum skall veðrið á laust eftir hádegið. Áttu sumir leitar- manna fullt í fangi með að ná heim undan veðrinu. Vitað er að nokkrar kindur hrakti í vatn uppi á Laxárdalsheiði og fórust þær, annað fennti. Þá lágu tvær kind- ur í fönn r Miðdölum og fundust dýrbitnar svo lóga varð annarri, Enn hefir ekki verið hægt að rannsaka að fullu hve tjónið er mikið, því ekki gaf til leitar fyrr en fyrst í gær. Óttast er þó að þama hafi hlotizt verulegt tjón af veðrinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.