Morgunblaðið - 18.04.1963, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.04.1963, Blaðsíða 10
10 MORCVHBL AÐIÐ FimmtUdagur 18. apríl 1965 Biskupshjónin lentu íhrakningum í kirkjuvígsluferð til Vestfjarða BISKUPINN yfir íslandi, lierra Sigurbjöm Einarsson, og biskupsfrú Magnea Þor- kelsdóttir, fóru erfiða embætt isferð vestur á Súðavík um páskana, þar sem biskup vígði nýja kirkju. Lentu þau 1 hrakningum á sjó, landi og í lofti vegna veðurs, en lentu heilu og höldnu í Reykjavík kl. 4.30 í gærmorgun og miðað við aðstæður hafði allt gengið vel, eins og biskup orðaði það 4 viðtali við Mbl. Hann skýrði blaðinu nánar frá ferð- inni. Biskupshjónin lögðu af stað með varðskipinu Óðni á mið- vikudag. Þau hrepptu slæmt veður vestur, mikinn mótvind og mikið frost, svo skipið var sólarhring á leiðinni. Stöðug ágjöf var og hlóðst mikill klaki á skipið, svo það fór inn til Patreksfjarðar og lá það í nokkra tíma meðan höggvinn var af klaki. — Ég er sjóhraustur, og hefi gaman að koma á, sagði biskup, og konan mín, sem var eini kven maðufinn um borð, stóð sig ágætlega. Á skírdagskvöld var komið til ísafjarðar, en þann dag hafði kirkjuvígslan upphaf- lega verið fyrirhuguð. En vegna seinkunar skipsins og einnig þar eð veður var slæmt og vegir ófærir, varð að fresta því. Á föstudaginn langa voru vegir ófærir og blindhríð á Isafirði og beðið átekta. — Seinni hluta dags fór svo ýta til að hreinsa veginn til Súðavíkur og áætlað að það tæki 6—7 tíma. Þegar talið var að ýtan væri komin lang- leiðina, lagði bíll af stað með 'biskupshjónin. En snjórinn var það miklu meiri en talið var, að ýtan var aðpins komin hálfa leið er biskupsbíllinn náði henni og ók síðan í kjöl- far hennar á leiðarenda. Tók rúma 4 tíma að komast þessa 20 km leið. Ákveðið hafði verið að vígja kirkjuna á laugardag, en veður var enn svö slæmt að því var frestað til kl. 5 á páskadag. Var fjölmenni við- statt. Fólk kom úr byggðinni, en aðkomufólk frá ísafirði og Bolungarvík varð að hætta við að koma. — Vigslan fór eðlilega fram og var athöfnin mjög hátíð- leg, sagði biskup. Á eftir var samsæti sem kvenfélagið á staðnum gekkst fyrir. Kirkj- an er vistlegt og fallegt hús. 1 henni eru viðir úr Hesteyrar kirkju, — hún reyndist svo fúin þegar til kom, að alger- lega varð að endurnýja hana. Fólkið á staðnum hefur verið mjög samstillt og áhugasamt um að koma kirkjunni upp og lagt á sig mikla vinnu. Fjöld- inn hefur staðið um þetta, ungir og gamlir, konur og karlar. Kirkjan er sérlega vel 'búin munum. Hafa margir gefið henni góða gripi, m. a. hefur Grímur Jónsson frá Súðavík gefið ákaflega verð- mæta og fagra muni til kirkj- unnar. Vígsluvottar voru héraðs- prófastur sr. Sigurður Kristjánsson, sr. Bernharður Guðmundsson sóknarprestur, frú Hallfríður Sveinsdóttir og Arndís Ragnarsdóttir, sem er 16 ára, en hún er form. æskulýðsfélags kirkjunnar. Á annan páskadag fermdi sóknarpresturinn, sr. Bern- harður Guðmundsson, 7 börn í kirkjunni. Seinni hluta dags fóru biskupshjónin frá Súða- vík- og ætluðu að fijúga frá Hin nýja kirkja í Súðavik. Biskupinn vígir Súðavíkurkirkju ísafirði. Er þangað kom frétt- ist að ferð Flugfélagsins mundi falla niður og var feng in flugvél frá Birni Pálssyni til að koma, enda biðu fleiri farþegar. Um 5 leytið var flogið af stað í björtu og góðu veðri, en er til Reykjavíkur kom, var ólendandi þar. Var snúið við og lent í Stykkishólmi. Þar var enn heiðskírt, en hríðarveðrið á leiðinni norður Þaðan héldu biskupshjónin svo í bíl kl. 8.30 og lentu í hríðinni í Borgarfirðinum. Var hún svo dimm að tölu- vert erfitt var að halda vegin- um og komu þau heim kl. 4.30 um morguninn. — Þetta var að sjálfsögðu nokkuð erf- ið ferð vegna veðurs, sagði biskup að lokum, en gekk ágætlega. Peníngalán Get lánað 150—250 þús. kr. til ca. 10 ára gegn ör- uggu fasteignaveði. Þéir, sem hafa áhuga á þessu leggi nöfn, heimilisfang og nánari uppl. um veð inn á afgr. Mbl. merkt: „Lán — 6794“ fyrir n.k. föstudagskvöld. Sníöadama óskast strax eða frá 1. júní. Tilboð merkt: „Sníða- dama — 6793“ sendist afgr. Mbl. fyrir 20. þ.m. Nemi óskast LITHOPRENT HF. Lindargötu 46 — Sími 15210. Afgreiðslustörf Afgreiðslumann eða stúlku vantar nú þegar. Uppl. í Verzlun Axels Sigurgeirssonar, Barmahlíð 8. — Upplýsingar ekki í síma. Profil kross- viður. Vandað- asta og ódýr- asta vegg- klæðií- ing. Páll Þorgeirsson Laugavegi 22. — Sími 16412. Miirari og verka- menn óskast strax, mikil vinna. — Upplýsingar í síma 34892 milli 12—1 og eftir kl. 7. 77/ leigu á mjög gódum stað 2 herbergja ibúð með baði gegn húshjálp á fámennu heimili. Tilboð merkt: „880 — 6825“, sendist afgr. blaðsins fyrir 25. þ. m. ÁRNI GUDJ0NSS0N HÆSTARÉTTARL.ÖGMAÐOR ' GAHÐASTRÆTI 17 VILHJÁLMUR ÁRNAS0N hrL TÓMAS ÁRNASON hdl. LÖGFRÆÐISKRIFSTOFA lónaðarbankahúsinu. Símar Z463S og 16367 Afgreiðslufólk Viljum ráða nú þegar duglega stúlku og karlmann til afgreiðslustarfa. Nánari upplýsingar í skrifstof- unni Skúlagötu 20. Sláturfélag Suðurlands. Frystihúsvinna Viljum ráða nú þegar nokkra duglega menn til vinnu í frystihúsi okkar að Skúlagötu 20. Nánari upplýsingar í skrifstofunni. Sláturfélags Suðurlands, Skúlagötu 20. Töskur og hanzkar Útlendar kventöskur. — Mikið úrval. 2—4 af gerð. — Nýjasta tízka. Töskur með axlaól fyrir telpur. Tösku - og hanzkabúÖin við Skólavörðustíg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.