Morgunblaðið - 18.04.1963, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.04.1963, Blaðsíða 20
20 MORCVNBLAÐtö Fimmtudagur 18. apríl 1963 DIINKERLEYS 5. Alec hafði verið fljótur að taka saman föggur sínar. Hann var ekki vanur að hafa mikið með sér. A svipstundu var allt dót hans komið í handtösku og svo gekk hann hljóðlega niður stigann sveipaður yfirfrakka sín- um og með barðastóran hatt á höfði. Hann fór að velta því íyrir sér, hvar Izzy væri, en fékk svarið þegar hann gekk framhjá knattborðsherberginu, þar sem hurðin stóð í hálfa gátt. Hann sá Izzy í ankannalegum stellingum yfir borðinu og svo heyrði hann smellina í kúlun- um. — Þetta var stórkostlegt, Izzy! sagði Laurie. Alec lét þá afskiptalausa en gekk gegnum forsalinn út í næturkuldann. Hann dró djúpt að sér andann og lokaði dyrunum. Hann var hissa á því, að hann skyldi ekki finna til neinnar reiði — svo oft var hann búinn að reiðast um dagana — en það, sem hann fann nú, var spenningurinn við þessa nýju ákvörðun hans. Honum hafði verið boðið að velja um; það hafði hann gert og hann var ánægður með val sitt. Á tíu árum hafði Alec kynnzt öliu því, sem var að vita um Dan Dunkerley. Hann vissi upp á hár, hvað myndi gerast, ef hann kæmi til morgunverðar og hitti Dan þar fyrir. >á yrði Dan mjúkur eins og lunga. Ef til vill yrði alls ekki minnzt á það, sem gerzt hafði kvöldinu áður — það yrði tekið sem sjálfsagð- ur hlutur, að allt gengi sinn vanagang áfram, rétt eins Og sannleikurinn hefði aldrei verið nefndur á nafn. Eða þá Dan mundi — annaðhvort með glettni eða gamansömum vinahótum — reyna að slétta yfir allt og hafa hann góðan. Og því miður er ég svo meinlaus bjáni, hugsaði Alec, að ég mundi í flestum til- fellum láta undan. í>að var þess vegna, sem hann hafði ekki beð- ið með að fara: hann vantreysti sjálfum sér til að standa við töl- uð orð. Hann vissi alls ekki sjálfur, hvar hann ætti að iáta fyrirber- ast um nóttina. Klukkan var nú orðin.tíu, tunglið, sem var næst- um fullt, skein, og loftið var frostkalt. Hann yrði að minnsta kosti að halda sér í hreyfingu. Og hann var vel upplagður til að ganga. Það var eina hreyfing- in, sem hann iðkaði. Honum yrði því engin skotaskuld úr því að ganga alla nóttina og ná þannig í lest til London. En það yrði varla fyrr en eftir níu klukku- stundir. 6. Úr bréfi frá Grace til Hesbu: .... Loksins náðum við í gardín- urnar, sem við vorum að leita að, í Bath. Theo stendur alveg á höfði í annríki, en ég heimtaði, að hann tæki sér frí einn dag, svO að hann gæti ekið mér og Dunkerley þangað. Gardínurnar voru ekki nýjar. Vio fundum þær í fornsölu — þykkt, blátt damask með gylltum stjörnum. Nú hafa þær verið hengdar upp í herbergi, sem ég heimta að kalla „Stofuna hennar Hesbu“, enda þótt allir aðrir kalli það gestastofuna — og þær fara af- skaplega vel! í gærkvöldi kveikt- um við eld þarna inni og þú trúir því ekki, hvað það er vist- legt! Rúmið er eftirlíking af himinsæng, og við arininn er skrifborð, svo að þú getur stung- ið fótunum undir það og að eld- inum og hitað þér á tí.num, meðan þú ert að skrifa! í>ú hef- ur það alveg út af fyrir þig, bæði til að vinna og sofa í. Frú Dunkerley og Theo komu bæði þarna inn og við vorum öll á einu máli um, að það væri yndis- legt. Ég hélt, að ég mundi geta sagt þér eitthvað af Dillworth- systkinunum. >ú manst, að þú varst að spyrja mig um þau, seinast þegar við hittumst. Ég var að reyna að veiða upp úr frú Dunkerley en þá litu þau Theo hvort á annað, eins og sam- særismenn. Hún vissi sýnilega ekki, hvað hún ætti að segja, en Theo sagði: — Ég fullvissa þig um, elskan mín, að þau eru ekki fólk, sem þú þurfir að hafa á- hyggjur af lengur. Og mér var innanbrjósts eins og krakka, sem er sagt, að það sé draugur í herberginu, sem hann má ekki fara inn í.“ En hvað Hesbu snerti, hafði sá draugur þegar verið kveðinn niður. Draugaherbergið hafði verið opnað og hún hafði séð allt, sem þar var inni. Kvöldinu áður en henni barst þetta bréf, fékk hún heimsókn af Elsie. — Veizt þú hvar hann bróðir minn er? Þessi snögga spurning hafði komið formálalaust, um leið og Elsie kom inn úr dyrun- um. Það var greinilegt, að Elsie var undir einhverju miklu fargi. Hún kom henni fyrir í hægindastól við arininn og sett- ist síðan sjálf. Við skulum vera rólegar, andartak, sagði hún. — Pabbi minn gamli var einhver rólegasti maður, sem ég hef þekkt. Hann dó þegar ég var lítil, en þá var ég afskaplega ókyrr, því miður. En þegar ég lét eins og óhemja, sagði hann alltaf við mig: — Nú skulum við vera róleg, andartak. Engan há- vaða. Og svo settumst við niður í litla herberginu, sem við höfð- um uppi yfir búðinni í Norður- Wales, og sögðum ekki orð, en ég varð samt fyrir einhverjum áhrifum frá honum. Svo eftir dálitla stund, sagði hann: Jæja þá.... Og þá var það oftar en ekki, að ég þurfti ekkert að segja. Það var eins og þögnin ein hefði leyst þennan hnút, sem í , þóttist þurfa að leysa. Rödd Hesbu, sem var venju- lega fremur gróf og áherzlu- mikil, virtist eins og endur- vekja róna, sem hafði ríkt í bernsku hennar — róna, sem faðir hennar hafði notið í svo ríkum mæli, vegna þess að hann sóttist ekki eftir henm. í augum Elsie var eitthvað næstum dá- leiðandi í svörtum augum og fölu andliti stúlkunnar, og varð sjálf fyrir áhrifum frá henni. Hún hvíldi sig í stólnum og .sagði: — Ég skil, hvað þú átf við. Við Alec þekktum prest í Manchester — séra Burnside — sem var svona. Ég býst við að fáir hafi þekkt betur áhyggjur fólks, en sjálfur var hann aldrei áhyggjufullur. Stundarkorn þögðu báðar, en allt í einu sagði Elsie: — Ég er hrædd um, að ég hafi verið ókurteis við þig þegar við hitt- umst á Café Royal. Hún hafði lyft upp slæmu hendinni og 'horfði sviplaus á bogna fing- urna. — Ég verð að venja mig af að hugsa um þetta. Hvenær sem ég hitti einhvern nýjan og ókunnugan, er eins og ég ætli að sleppa mér, út af því, sem þeir kynnu að hugsa. Ég ætlaði einu sinni að verða fiðluleikári, skilurðu. — Veslings barnið, hugsaði Hesba, eins og hún ein væri full- orðin, enda þótt Elsie væri eldri en hún. Þarna gæti verið skýr- ingin á framkomu hennar forð- um. Það væri ekki höndin á henni, sem fólk var að horfa á, heldur tortíming allra vona hennar. — Og nú get ég ekki gert ann- að við tónlistina en hlusta á hana, hélt Elsie áfram. — Jú, það er meira í þessu en það eitt, sagði Hesba. — Þú get- ur hlustað á hana með kærleika og skilningi. Ég get skilið, hve mikils virði það er, af því að það er sjálfri mér fyrirmunað. Beethoven hljómar ekki mikið öðruvísi í mínum eyrum, en nýjasta lagið eftir Daly. — Það er nokkuð til í því, svaraði Elsie, en þar með er ekki öll sagan sögð. Það er vegna þess, að ég skil tónlistina, sem ég veit, hvað ég hef misst fyrir fullt og allt. Og, þú skilur, að það var eina áhugamál mitt — það eina, sem ég gat nokkuð í. Ef ég hefði verið rithöfundur, hefði ég getað lært að nota vinstri höndina, og jafnvel þó ég hefði misst þær báðar, hefði ég getað komizt upp á að lesa fyrir. En þarna er ég alveg úr- ræðalaus. Það var gott, hugsaði Hesba, að stúlkan skyldi fá tækifæri til að tala rólega um þetta. Lík- legast hafði hún aldrei getað minnzt á það áður en legið á því í huganum. — Hvað er langt síðan þetta var? spurði hún. — Tíu ár. Þetta kom hart við hana og nú leit hún ekki lengur á Elsie eins og barn. Tíu ár! Guð minn góður, hugsaði hún með sér, þá hef ég verið 12—13 ára krakki, og þessi stúlka hefur fyrir svo löngu verið að hugsa sér tónlist sem lífsstarf. Og allan þennan tíma hefðu þessi vonbrigði gerj- að í sál hennar. Hún leit á Elsie með meðaumkun og blíðu. — Varstu mjög efnileg? spurði hún. Nú hló Elsie óþvingað. — En sú spurning! Þú ættir að þekkja svarið við henni, af því að þú ert líka listamaður. Jæja, þú veizt nú alveg, hvernig þetta er. Stundum finnst þér þú standa öllum^framar og hitt veifið lang- ar þig að taka rottueitur. Hef- urðu ekki orðið vör við þetta sjálf? — Jú, eitthvað svipað, sam- þykkti Hesba brosandi. — Ég býst við, að ég hefði komið mér betur niður á þessu, þegar ég hefði komið til Vínar- borgar. — Ætlaðirðu þangað? — Já. — Þarna sérðu. Einhver hef- ur þá haldið þig vera talsvert efnilega. Elsie gat engu svarað þessu. Hún féll í þanka fyrir framan arineldinn og Hesba ónáðaði hana ekki í bili. Svo sagði hún: — Jæja, þetta er tíminn, sem ég fer venjulega út að ganga. Viltu koma með? Svo geturðu komið heim og borðað kvöldmat með mér. Og ef þú vilt, geturðu verið hérna í nótt. Ég get' sofið á legubekknum og þú mátt hafa rúmið. Elsie mótmælti þessu. — Nei, nei. Þú vilt auðvitað halda áfram að vinna. — Nei, mínu dagsverki er lok- ið. Ég mundi ekki láta þig trufla mig við það, sagði hún brosandi. — Nei, ég fullvissa þig um, að á morgnana geri ég mig ósýnilega. Konan, sem ég leigi hjá, er þegar búin að læra að vera dreki. Þér hefði ekki verið hleypt inn, hefðirðu komið fyrir klukkan eitt. Ekki þó þú hefðir verið sjálfur sir Daniel Dunk- erley. En eftir hádegisverð hef ég alla mína hentisemi. Viltu þá ekki vera kyrr Elsie kinkaði kolli. — Gott, sagði Hesba. Ég get útvegað þér það, sem þú þarft. Ég er fegin að fá þig, mér til skemmtunar. Ég get útvegað þér það, sem þú þarft. Ég er fegin að fá þig, mér til skemmtunar. Ég er orðin ’hálf-einmana síðan hún Grace Satterfield, vinstúlka mín, fór burt. Þær gengu svo saman og út í skemmtigarðinn. — Það er skrít- ið, sagði Elsie, — hvernig þú þekkir alla, sem ég þekkti, þegar ég var að alast upp. Ég býst nú ekki við, að ég hafi þekkt ung- frú Satterfield, en ég þekkti hann Georg gamla Satterfield, föður hennar. Hann fór að drekka eins og svampur. Alec var alltaf að segja mér sögurnar af honum. Hesba brOsti með sjálfri sér í rökkrinu Hún hafði aldrei getað skilið, að Grace syrgði föður sinn mjög innilega. — Vitanlega var það áður en þau urðu rík, sem ég þekkti þau, skrafaði Elsie áfram. — Dan Dunkerley var þarna bara með prentsmiðju og hana ekki sér- lega veglega. Alec var að læra KALLI KUREKI - úK Teiknari: Fred Harman —- Þama er lögreglustjórinn. Settu á þig byssubeltið og farðu í veg fyr- ir hann. — Allt í lagi, Jane. Mundu hvað við vorum búin að tala um. — Hvað þið voruð búin að tala um? Hvað á eiginlega að fara að gera? — Ég ætla bara að gefa þér svo- lítið utanundir. þar. Ég sá Dan og konuna hans oft þarna í Levenshulme. En svo, auðvitað, undir eins og hann byrjaði með þetta blað, „Blá- kaldar staðreyndir“ fóru bau að vaða í peningum áður en varði. En ég verð að segja, að Dan og konan hans fóru prýði- lega með mig, eftir það. Þau buðu mér hvað eftir anliað heim, í húsið, sem þau fengu í Dids- bury. En líklega þekkir þú ekk- ert til í Manchester? — Jú, víst geri ég það. Ég; sem er fædd í Cheetham Hill. ajlltvarpiö Fimmtudagur 18. apríl 8.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp. 13.00 „Á frívaktinni": sjómanna- þáttur (Sigriður Hagalin). 14.40 „Við, sem heima sitjum" ‘Sig- ríður Thorlacius). 15.00 Síðdegisútvarp. 18.00 Fyrir yngstu hlustendurna (Margrét Gurmarsdóttir og Valborg Böðvarsdóttir). 18.30 Þingfréttir. 20.00 Útvarp frá Alþingi: Almenn- ar stjórnmálaumræður; síð- ara kvöld. Hver þingflokkur hefur til umráða 50 mín., er skiptast í þrjár umferðir, 20- 25 mínútur 1 fyrstu umferð, 15-20 mínútur í annarri um- ferð og 10 mínútur í þriðju umferð. Röð flokkanna: Alþýðuflokkur, Sj álfstæðisflokkur, Alþýðubandalag, Framsóknarflokkur. Dagskrárlok um kl. 23.30. Föstudagur 19. apríl 8.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp. 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 13.25 „Við vinnuna": Tónleikar. 15.00 Síðdegisútvarp. 17.40 Framburðarkennsla í esper- anto og spænsku. 18.00 „Þeir gerðu garðinn frægan": Guðmundur M. Þorláksson talar um Þorstein Erlingsson 18.30 Þingfréttir. 20.00 Erindi: Trúarbrögð og trúar- hugmyndir í ljósi nýrra við- horfa á 20. öld: II. Helgitákn og hlutverk þeirra (Guðmund ur Sveinsson skólastjóri). 20.25 Beethoven: Píanósónata nr 31 í As-dúr, op. 110 — Solomon leikur. 20.45 í ljóði — þáttur I umsjá Bald urs Pálmasonar; Jóhanna Norðfjörð les ljóð eftir Guð- finnu frá Hömrum og Baldvin Halldórsson ljóð eftir Guð- mund Frímann. 21.15 íslenzk tónlist: „Brotaspil" eftir Jón Nordal. —Sinfóníu hljómsveit íslands leikur, Jindrich Rohan stjórnar. 21.30 Útvarpssagan: „íslenzkur að* all“ eftir Þórberg Þórðarsonj XXXI. (Höfundur les). 22.00 Fréttir bg veðurfregnir. 22.10 Efst á baugi (Tómas Karls- son og Björgvin Guðmunds- son). 22.40 Á síðkvöldi: Létt-klassísk tón list: a) Nicolai Gedda syng- ur með KFUM-kórnum i Stokkhólmi. Lidstam stjórnar b) Saint-Saens: „Karneval- dýranna" — Sinf óníuhlj óm- sveit rússneska útvarpsina leikur. Einleikari: Emil Gil- els, Jakov Zak og Daniel Sjafran. — Stj.: K. Elias- berg. 23.15 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.