Morgunblaðið - 18.04.1963, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 18.04.1963, Blaðsíða 23
Fimmtudagur 18. apríl 1963 MORGUl\lÍLAÐ1Ð 23 — Alþingi Framhald aí bls. 8. ttstu, getur sú auikning sízit tal- jzt úr hófi fram. Þessar tölur bregða upp nókk- ttrri mynd af því, sem gerzt hef- ur í stjórn þjóðmála þetta tínna- bil: Stórauikin framlög til verk- legra framkvæmda, vaxandi etuðningur við atvinnuvegi og menningarmál og margföldun á almannatryggingum. Eysteinn Jónsson hefði sagt fjárlög til verklegra fram- Ikvæmda af skormwn skammfi, og Kari Guðjónsson taldi þau hafa minnkað. Benti ráðherra á það, að fjárveitingar til vega, brúa, hafna, skóla, sjúikraihúsa o.s.frv. hefðu árið 1958 verið alis 90 millj., en 1963 197 millj. Ikr. Hér væri eingöngu miðað við nýbyggingar. Útgjöld til verklegra framkvæmda hefðu því auikizt um 107 millj., meira en tvöfaldast. Væri miðað við vísitölu byggingarkostnaðar, vseri raunveruleg hækkun 42%. >á minntist ráðherra á afkomu ríkissjóðs. Fjárlög hefðu ávallt Eýnt tekjuafgang á stjómarárum viðreisnarflokkanna. Lausaskuld ir hefðu verið greiddar upp fyrir reikningslok sl. tvö ár. Föstu lánin sýndu breytt við- horf erlendis gagnvart íslenzkum fjármálum. Alþjóðabankinn var okkur lokaður í 8 ár, en hefur nú opnað dyr sínar fyrir okkur að nýju og þegar lánað 86 millj. kr. til hitaveituframkvæmda til 18 ára. Á frjálsum peningamark- aði í Lundúnum fengum við 240 millj. kr. lán til 26 ára, sem verður á þessu og næsta ári afl- gjafj mikilvægra framkvæmda um land allt. Áður fékkst meginhluti ríkis- tekna með tollum og tekjuskatti. Báðir þessir tekjustofnar hafa verið endurskoðaðir frá gnxnni, tollarnir lækkaðir í nóv. 1961 og aftur nú með hinni nýju toll- skrá. Tekjuskattur hefur verið lækkaður bæði á almenningi og fyrirtækjum. Til þess að vega á móti tekjutapi, til þess að afla fjár til sveitarfélaganna, svo að þau gætu lækkað útsvÖrin, og til að afla fjár til almannatrygginga, var lögleiddur 3% smásöluskatt- tir. Sá skattur hefur í flestum ná- grannalöndum verið tekinn upp, enda réttlátari en beinir skattar. í Noregi er smásöluskattur 11% og í Svíþjóð 6%. Auk þessa gat ráðherrann um xnargt annað í fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar, sem nánar verður getið síðar. Viðreisnin jafnt til hagsbóta til sjávar og sveita Þessu næst tók til máls Magn- ús Jónsson alþingismaður. Minnti hann í upphafi máls síns á hinn öfgafulla áróður, sem rekinn hefði verið af stjórnar- andstæðingum í kosningunum 1959. Leggja ætti heil héruð í eyði, tortíma íslenzkri tungu og gróðurmætti íslenzkrar moldar o. s.frv. Þetta sögðu þeir eftir hinn illa viðskilnað vinstri stjórnarinnar, en almenningur lét ekki blekkjast. Nú væru liðin 4 ár styrkrar og samhentrar stjórnar, sem hefði ekki látið kjósendahræðslu fæla sig frá því að gera ráðstafanir, sem óvinsælar gætu reynzt í bili, en síðar yrðu til heilla. Við- Vonarskarðs- kvöldvaka F.í. K V ÖLDV AKA Ferðafélagsins, sem varð að aflýsa 26. marz vegna veikinda fer fram n.k. fimmtudagskvöld 18. apríl í Sjálf stæðishúsinu. Eins og áður hefur verið frá skýrt mun dr. Harald- ixr Matthiasson tala um Bárðar- götu og Vonarskarð og sýna lit- xnyndir af þeim slóðum. Að- göngumiðar áður keyptir gilda að sjálfsögðu á þessa kvöldvöku. Nokkrir miðar munu verða til feölu í dag í Bókaverzlun Eym- undssonar og ísafold reisninni væri að þakka hinn ó- trúlega árangur, sem allir sæju, er vildu sjá. Hvað væri um eyðingu byggða? Um allt land væri hið blómlegasta atvinnulíf, miklar framkvæmdiir og vinnuaflsakort- ur í stað stöðnunar og atvinnu- leysis. Við sjávarsíðuna hefði hver hönd vinnu. Meim fé væri nú varið til hafnagerða en nokkru sinni fyrr. Andstæðing- arnir segðu nú, að hið mikla at- vinnulíf við sjóinn væri að þaikka útfærslu landhelginnar, og stingju þau ummæli í stúf við fyrri fullyrðingar, að land- helgissamningarnir mundu eyði- leggja miðin og þar með sjávar- útveginn. En hvað um sveitimar, sem leggja átti í auðn? Magnús Jónsson kvað raunar merkilegt, að Framsókn skuli ekki hafa tæmt sveitimair af fóllki, jafn mikil áhrif og hún hefur haflt þar hingað til. Sam bandi íslenzkra samvinnufélaga hefði verið spillt, Búnaðarþing geari; að martklausri samkundu og þar fram eftir götmium. — Ræðumaður kvað það skoðun 3Ína, að landíbúnaðurinn gæti staðið einn og óstuddur, án nokk urrar aðstoðar utan frá. Hagur bænda hefði mjög treystst und- anfiarið, t.d. með verðbótum á útflutning landbúnaðarafurða. Þá minntíst hann á Stofnlánadeild landbúnaðarins og fleiri mál. Rafvæðing sveitanna gengi niú samkv. áætlun, og yrði 10 ára áfestluininni iokið á tilskildum tíma á næsta ári. Lausaskuld- um bænda hefði verið breytt í föst lán hjá þeim, er þess ósk- uðu. Þá hefðu verið gerðar tolla- lækkanir á landbúnaðarvélum og margt fleira bændum til hags- bóta. Ræðumaður sagði að lotoum, að viðreisnin hefði eltki sáð- ur verið til hagsbóta í sveit- unum en við sjóinn. Því væri það haldreipi andstæðinganna að reyna að hræða fólk með alls kyns ráðum, rangfæra staðreynd ir og afflytja. AUt að komast í óefni. Þá tók til máls Alfreð Gísiason og talaði fyrir kommúnistaflokk inn. Kvað hann allt hégóma í augum stjórnarinnar nema gilda sjóði. Mikinn kvíðboga sagðist hann bera fyrir utanríkismálum, eins og reyndar öllu því, sem ræðumaður minntist á. Drap hann jafnvel á landihelgismálið í því sambandi. Binda ætti land ið á klafa erlendra auðhringa, taldi stóriðju hér vera forsmekk af því, er koma ætti: innlimun landsins í EBE. Nú dyndi skæða drífa vinsælla frumvarpa yfir Alþingi, svo sem um lækkun tolla, hækkun almannatrygginga, aukin fjárframlög til álmenn- ingsbókasafna o.s.frv. Allt kvað hann þetta gert til að blekkja þjóðina. Ríkissjóður væri að kom ast í fjárþröng, nýjar fórnir yrði að færa o.s.frv. Helzta áhyggju efni stjórnarinnar væri, að þjóð- arframleiðslan hefði aukizt um 5% á sl. ári, og engin samdrátt- aráhrif væru komin í ljós. Kvað hann allt vera að komast í mesta óefni. Að lokum mælti hann „nokkur aðvörunarorð“, vitnaði í Kennedy og hældi stjórnmála- þroska Breta. Sami, gamli söngurinn. Þá talaði Eðvarð Sigurðsson fyrir kommúnistaflokkinn. Kvaðst hann mundu ræða um þróun verðlags. og kaupgalds- tnála. Rakti hann hina venju- lega útgáfu kommúnista á þeirri þróunarsögu, og er ekki ástæða til þess að rekja þá útgáfu hér. Farsæl leið af barmi hengi- flugs. Síðasti ræðumaður var Guð- mundur í Guðmundsson, utan- ríkisráðherra, sem talaði af hálfu Alþýðuflokksins. Kvað hann það nýmæli, að stjórnarsamstarf héld ist út kjörtímabil, án þess að flokkar reyndu að varpa af sér ábyrgð hver á annan eða víkja séir undan vandanum og gefast upp, eins og vinstri stjórnin hafi ÞESSA mynd tók fréttaritari blaðsins Björn Bergmann á Blönduósi er farþegar með áætlunarbifreiðum Norður- leiðar voru að ganga út úr gistihúsinu í Fomahvammi er bifreiðarnar voru á suður- leið. Þar var þá hvassviðri með snjókomu og ferþegarnir sækja gegn veðrinu. Snjó- skafl hafði hlaðist fyrir dyrn- ar. Arabiska sambands lýðveldið stofnað Skipan þess áþekk skipulacji Bandaríkja IMorður-Ameríku Kairo, 17. aprfl. (NTB-AP) • í DAG var mikið um dýrð- ir í Kairo, Damaskus og Bagdad, er lýst hafði verið yfir myndun ríkjasambandsins sem ber nafnið Arabíska sambandslýðveldið. Af sameiginlegri yfirlýsingu stjórna Egyptalands, Sýrlands og íraks má ráða, að sambandið verði með svipuðu sniði og er í Banda ríkjunum. Komið verður á fót þingi í tveimur deildum, öldungadeild og fulltrúadeild og mun það kjósa sinn varaforsetann fyrir gert þegar forsætisráðherra henn ar baðst lausnar og lýsti því jrfir að þjóðarbúskapurinn væri á barmi hengiflugs. Kvaðst Guðmundur sannfærð- ur um að leið sú, sem núverandi stjórn tók til úrlausnar í efna- hagsmálum, hafi verið sú far- sælasta, sem völ vár á. Nauðsyn- legt hafi verið að afnema öng- þveiti niðurgreiðslna og styrkja með réttri gengisskráningu, enda hafi þjóðinni þannig verið forðað frá því að fara fram af því hengiflugi, sem Hermann Jónsson kvað vera fram undan. Guðmundur sagði, að ríkis- stjórnin hefði unnið mfldnn sig- ur í landhelgismálinu, þar sem hún fékk Breta til að viðurkenna 12 mílna landhelgi íslands auk mikilvægra útvíkkana á grunn- línum. Stjórnarandstaðan hefiur lýst því yfir að hún muni rifta samkomulaginu við Breta ef nú- verandi stjórnarflokkar missi meirihluta sinn í næstu kosn- ingum. Ennfremur sagði utanrík isráðherra að í marz næstkom- andi væri útrunninn sá tími, sem Bretar fá að veiða á viss- um svæðum innan markanna og væru þær tilgátur stjórnarand- stöðunnar, að Bretar muni fara fram á framlengingu þess samn- ings eða að núverandi stjórn mundi ganga að slíkri málaleit- un, hreinasta fjarstæða. hvert aðildairrikjanna. Forseti verður æðsti maður sambands- ríkisins og hefur víðtæk völd. Fyririhugað er að tuttugu mánuð- ir líði frá því alrnenn atkvæða- greiðsla fer fram í ríikj unum þrem, og forseti verði kjörinn — þar til ailar helztu sameigin- legar stofnanir sambandslýðveld isins eru kojnnar á laggirnar. Þetta tímatoil — 20 mánuði — er gert ráð fyrir óskoruðum völd- um forsetans. Þykir líklegt, að hann einn muni ráða stjórnar- myndun í ríkjunum þann tíima. Vafalaust verður Nasser fyrsti forseti hins nýja sambandslýð- veldis. Aðildarríkin munu hafa sam- eiginlega stefnu í utanríkismál- um, stjórnmálum, hermáium, mennta- og menningarmálum, upplýsingaistarfsemi og öllu er varðar efnahags og framkvæmda áætlanir og þjóðfólagsskipulag, allit skal samræmt Af yfirlýsirvgunni er hins veg- ar að sjá, sem ekiki hafi verið úr því skoirið, bver vera skuli staða stjórnmáiaflokka í ríkjun- um. Hvergi er minnzt beinum orðum á stjórnmáiaflokka, en ræfct um frelsi til að miynda sam- tök innan stjórnmiálalegs ramma. Jafnframt er rætt um einingu stjórnmálaleiðtoga ríkjanna eða 'héraðanna, eins og þau eru jafn- an nefnd í yfirlýsingunni. Telja fréttaritarar í Kairo þetta var- færnislega orðalag benda til þess, að frekari viðræðum um stöðu | stjórnmálaflokka hafi verið fresrt- að um hríð. ★ Sallal, forseti í Jemen sagði í útvarpið í Sanaa í dag, að Jem- en yrði fyrsta ríkið er gerðist aðili að hinu nýja Arabiska sam- bandslýðveldi. Yfirlýsingin í Kairo, sem er um þúsund orð, hefur einnig vakið mikla athygli í Líbanon, þar sem blöðin birtu 'hana í aukaútgáfum síðdegis. í Alsír lýsti Ben Bella forsætis- ráðherra yfir fullum stuðningi við myndun samfoandsríkisins, áður en yfirlýsingin var birt, en ekki er talið líklegt, að Aisír gerisit aðili að því fyrst um sinn. ★ Stjórn fsiraels hefur til þessa ekkert sagt opinberlega um mynd un hins nýja ríkis, en haft er eftir áreiðanlegum heimildum, að margir ísraelskir ráðamenn telji nýja sambandsríkið setja úr sborðum allt valdajafnvægi í Mið-Austurlöndum — og ekki aðeins vera ógnun við ísraels- ríki, heldur önnur sjálfstæð riki á þessum slóðum. Aðrir telja hins vegar samibandisríkið þess eðlis, að ekki sé hæfcta á róttækum breytingum fré því sem nú er. Sem fynr segir var mikið um dýrðir í höfuðborgum aðildar- ríkja sambandsrikisins. Þegar ' yfirlýsingin hafði verið birt ’ flybktist fólk um götur og torg, stúdentar óku um í vörubifreið- um og lásu yfirlýsinguna í gjall- arihorn og jafnframt mátti heyra hana í hátölurum á götuhomum og úfcvarpstækjum veitingaihiúsa. Aðstoðarmemi við Handritasafnið Menntamálaráðuneytið hefur skipað Jónas Kristjánsson, cand. mag. skjaiavörð í Þjóðskjala- safni og Ólaf Halldórsson cand. mag. lektor í Kaupmannahöfn, aðstoðarmenn við Handritastofn- un íslands. Jónas frá 1. apríl en Ólaf írá 1. júií að telja. — Harður árekstur Framhaid af bls 24. framstuðara jeppans imdir aftur hjóli hans. Benzín var tekið að leka niður úr jeppanum og smurolía jít vél hans auk þess sem fullar flöskur hentust af Coca-Cola bifreiðinni og brotnuðu. Var kallað á dælu- bíl frá slökkviliðinu, sem hreins- aði götuna. Varð af þessu tals- verð umferðartöf. Bifreiðarstjóri vörubifreiðar- innar, sem árekstrinum olli, mun hafa fengið bifreiðina að láni til að fara heim I mat, og var að stilla útvarp bifreiðarinnar í þann naund er áreksturinn varð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.