Morgunblaðið - 18.04.1963, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.04.1963, Blaðsíða 14
14 MORGinSBL 4 Ð1 fí Fimmtudagur 18. apríl 1963 Innilega þakka ég öllum þeim, sem sýndu mér vinar- hug á sjötugsafmælinu 9. þ.m. með gjöfum, blómum, skeytum, heimsóknum og hlýjum handtökum. Árni Vilhjálmsson. 4 herbergja íbúð Höfum til sölu góða 4ra herb. íbúð á 3. hæð við Bogahlíð. íbúðinni fylgir 1 herbergi í kjallara og 2 geymsluherbergi. MÁLFLUTNINGS- og FASTEIGNASTOFA Agnar Gústafsson, hrl. Björn Pétursson, fasteignaviðskipti. Austurstræti 14. — Símar 17994 og 22870. Utan skrifstofutima 35455. Hjartkær eiginmaður minn og faðir okkar INGI GUÐMUNDUR LÁRUSSON lézt af slysförum 14. þessa mánaðar. Fyrir hönd vandamanna. Álfheiður Óladóttir og börn. Faðir okkar og tengdafaðir, PÉTUR PÉTURSSON, fyrrverandi vatnsafgreiðslumaður, andaðist í Borgarspítalanum 17. þ. m. F. h. fjölskyldunnar. Sigrún Pétursdóttir, Sigurður Árnason. HALLDÓR ÓLAFSSON rafvirkjameistari, Rauðarárstíg 20, Reykjavík, andaðist að Landakotsspítala föstudaginn langa. Jarðar- förin ákveðin síðar. Eiginkona, börn og tengdabörn. Elskuleg litla dóttir okkar HREFNA MARGRÉT sem andaðist 10. apríl, verður jarðsungin frá Dómkirkj- unni föstudaginn 19. apríl kl. 1,30. Kolbrún Thorlacíus, Karl Magnússon. Útför móður okkar ÞURÍÐAR GUÐJÓNSDÓTTUR Skipasundi 3, sem lézt 10. þ. m. fer fram frá Stokkseyrarkirkju laug- ardaginn 20. þ. m. kl. 2 e.h. Minningarathöfn verður í Fossvogskirkju kl. 10,30 sama dag. Ferð verður til Stokkseyrar að minningarathöfninni lokinni. Börn hinnar látnu. Útför TORFA JÓHANNSSONAR bæjarfógeta í Vestmannaeyjum er andaðist í Landakotsspítala 10. april, fer fram frá Fossvogskirkju, föstudaginn 19. apríl kl. 10,30 f.h. — Athöfninni verður útvarpað. Ólöf Jónsdóttir, Kristján Torfason, Svava Torfadóttir. ÁMUNDI SIGMUNDSSON Kambi, Villingaholtshreppi verður jarðsunginn frá Hi aungerðiskirkju, laugardaginn 20. þ.m. kl. 14.00. Húskveðja að heimili hans kl. 13.00. Börn, tengdabörn og barnaböm. Maðurinn minn og faðir okkar GUNNAR GUNNLAUGSSON húsasmiðui, Flókagötu 56, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 19. þessa mánaðar kl. 1,30 e.h. Guðmunda Ingvársdóttir og börn. Innilegar þakkir fyrir samúð og vináttu við andlát og jarðarför systur okkar SVÖVU JÓHANNESDÓTTUR AkureyrL Soffía Jóhannesdóttir, Fanney Jóhannesdóttir. Ásta Þorvaldsdóttir frá Krossum - Minning í DAG er til moldar borin toér í Reykjaivik Ásta Þorvalds- dóttir frá Krossum á Árskógs- strönd. Langri og merkri hetju- sögu íslenzkrar aveitakonu er lok ið. Hún fæddíst árið 1876, 27. sept emiber á Krossum, sem 7. barn af 10 börnum þeirra ágætishjóna Sigurlaugar frá Sökku í Svarf- aðardal Jóhannsdóttur Rögn- valdssonar, og Þorvaldar skip- stjóra á Krossum f>orv a 1 dsson ar bónda þar Gunnlaugjssonar; en bæði voru þau, foreldrar Ástu, komin af hinum yngri og eldri krossaættum, er afkomend- ur eiga svo þúsundum skiftir við utanverðan Eyjafjörð og víða um land. Þorvaldur, yngri, á Krossum, faðir Ástu, (en fullu nafni hét hún Ásta Sigurlaug) var móð- urbróðir Jóhanns Sigurjónssonar skálds frá Laxamýri, en kona Þorvaldar hins eldri: Snjólaug Baldvinsdóttir, prests á Upsum og Jónas Hallgrímsson skáld voru ihinis vegar bræðrabörn, eins og mörgum mun kunnugt. Föður sinn missti Ásta, er hún var 11 ára og var þá yngsti bróðir hennar aðeins 5 ára, en sé elzti 10. Móðir hennar giftist á ný Gunnlaugi Jónssyni frá Litla Árskógi, alkunnum gáfu- manni og sjósóknara, en missti hann einnig eftir tiltölulega fárra ára hjúskap og erfiða og von- litla baráttu við hinn mikla vá- gest þeirra tíma: hvíta-dauðann. Kom það ekki sizt í hlut Ástu að létta móður sinni og stjúpa þessa þungu baráttu. Við öll, er til þekktum þá, dáðumst ákaflega að hinni tak- markalausu fórnfýsi, og þeim ríka kærleika, er hin unga og glæsilega fríðleikskona, Ásta, sýndi stjúpa sínum. Heilar næt- ur, og nótt eftir nótt vakti hún yfir honum dauðvona og kjark- ur hennar virtist hvað mestur þegar móður hennar lá við að yfirbugast. Nokkrum árum áður, eða 1898 hafði Krossa-heimilið þó orðið fyrir átakanlegri sorg, er 3 bræð ur Ástu, þeirra á meðal sá yngsti Vil'hjálmur og sá næst elzti, Þor- valdur, drukknuðu á smábát í fiskiróðri á Eyjafirði hinn 3. nóvember. Voru þá eftir lifandi aðeins 4 systkinanna, en 3 höfðu dáið barnung. Nokkrum árum sið ar hvarf einnig 4. bróðirinn í hina votu gröf, — drukknaði á hákarlaskipi. Um þennan hörmulega atlburð, er bræðurnir 3 dru'kknuðu sam- tímis, orti Mattihias skáld Joch- Lífeyrissjóður verzlunarmanna Lán verða veitt úr lífeyrissjóði verzlunar- manna í næsta mánuði. Eyðublöð fyrir umsóknir liggja frammi í skrifstofu sjóðs- ins Bankastræti 5 og skal þeim skilað þang- að eða í pósthólf nr. 93 fyrir 30. apríl n.k. Með umsóknum skal fylgja; a. Veðbókarvottorð, þar sem til- greindur er eignarhluti. b. Brunabótavottorð eða teikning, ef hús er í smíðum. ELDRI UMSÖKNIR ÞARF AÐ ENDURNÝJA Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. FERMINGARGJÖF Kodak Myndavél kr. 286.— Flashlampi kr. 210.— Hans Petersen h.f. Sími 2-03-13 Bankastræti 4. umsson fagurt og áhrifamikið kvæði og sendi hinni harm- þrungnu móður á Krossum og eftirlifandi börnum hennar, og er kvæði þetfca að finna í ljóða- bókum ská'ldsins. Eftir þessi miklu átföll, — þeirra síðast andlát Gunnlaugs bónda, tók Ásta í raun og veru við heimilisforráðum á Kroiss- um, en hún hafði í sannleika sagt, verið hinn góði andi heim- ilisins, kjarkur þess og lífsgleðL Krossaheimilið hafði á undan- förnum mannsöldrum ætíð ver- ið meðal stærstu og myndarleg- uistu heimilanna á Árskógsströnd og var en.n fjölmennt heimilL en það áfcti vel við Ástu, dugnað hennar og myndarskap. Margir ungir menn renndu til hennar hýru vonarauga, en hún kaus sér úr þeirra hópi frænda sinn Ólaf Þorsteinsson, glæsí- menni frá Stóru-Hámundarstöð- um, — fyrsta bæ Eyjarfjarðar, eða landnámgbæ, þar sem Há- mundur heljarskinn og Helgi magri tengdafaðir hans reistu sér fyrsta býlið við Eyjofjörð. En yfir bæjum þessum gnæfir Sólarfjall það, er Helgi magri gekk á sitt fyrsta vor við fjörð- inn kæra. Þau Ásta og Ólafur sfcofnuðu til hjústkapar og tóku við bús- forráðum á Krossum árið 1908 og skein nú eyfirsk sól aftur um hríð á hið söguríka Krossa- heimili, — en þar átti ég sem drengur margar ljúfar stundir, er ég kom að heimsækja ömmu. Fimm börn eignuðust þau Ásta og Ólafur. Hið yngsta, efni- lega stúlku, misstu þau tæplega ársgamla. Hin eru öll á lífi hér í Reykjavík, myndarlegt mann- dómsfólk eins og foreldrarnir sjálfir. Einn bróðir hennar, Þor- steinn, lifir eftir af sýstkina- hópnum, hér í Reykjavík og fer daglega til vinnu sinnar klukkan 8 á morgnana, — erfiðisvinnu eins og menn á bezta aldri, þó 82 ára sé, — aðeins 4 árum yngri en hún. M-ann sinn miissti Ásta árið 1937 og enn þurfti hún að syna kj-ark sinn og hugprýði í langri og erfiðri sjúkdómsbaráttu son- ar síns, er lyktaði þó á bless- unarríikan og undraverðan háfct Eftir andlát Ólafs manns hennar bjó hún lengi með þessum syni sínurn, fyrst á Akureyri, en síð- an hér í Reykjavík. Síðustu æfiáxin lifði Ásta ró- legu lífi, umvafin ástúð og iwn- hyggju bama sinna, tengdabaraa og baraa-barna, og á heimili þeirra hér í Reykjavíik leið h'ún útaf sitjandi uppi í rúmi sínu á skirdagskvöild, er bún var að lesa sögu fyrir yngstu kynslóðina. Þrátt fyrir allt andstreymið var Ásta gæfukona mikil. Hún kunni að taka ósigrum og mót- lætinu á þann veg að hiún óx við hverja raun. Hún unni mjög söng og tónlist alla æfi og á yngri árum tók hún mdkinn þátt í söngláfi sveit ar sinnar. Hún var með afbngð- um sviphrein kona. Það var allt af bjart yfir henni og glaðlegt og gott að vera í návist hennar og fram á síðustu stund fylgdi henni eitfchvert fagurt lag Iwar sem hún fór. Ég mun minnast hennar með aðdáun meðan ég lifL Freymóður Jóhaimssoa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.