Morgunblaðið - 18.04.1963, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.04.1963, Blaðsíða 1
50. árgangur mM 87. tbl. — Fimmtudagur 18. apríl 1963 24 síður Prentsmiðja Mor^inblaðsins „Látum viðreisnina leiða til velmegunar" sagbi forsætisrábherra, Ólafur Thors, um í gærkvöldi IVIáttlitEcir varnir Framsóknar og kommúnista ALMENNAR stjómmálaum- ræðiur fóru fram í sameinuðu Alþingi í gærkvöldi, og var þeim útvarpað. Helztu ein- kenni umræðnanna voru bjartsýni og sóknarhugur ræðumanna stjórnarflokk- anna annars vegar, og böl- sýni og linlegar varnir and- stæðinga þeirra hins vegar. Hafa líklega aldrei heyrzt jafn dauflegar ræður þing- manna I stjórnarandstöðu. Helzt var það Eysteinn Jóns- son, sem reyndi að manna sig upp, en fjármálaráðherra, Gunnar Thoroddsen, rakti firrur Eysteins og rangfærsl- ur svo rækilega, að þar stóð ekki steinn yfir steini. Ræð- ur kommúnista einkenndust af meiri hölmóð en menn eiga að venjast að heyra túlkaðan á Alþingi. Áttu þéir það reyndar sameiginlegt með Framsóknarmönnum að reyna að hræða almenning með grýlusögum. T. d. var engu líkara en Karl Guðjóns- son hefði fengið einhverja op inberun um það, að til stæði að hinda ísland Efnahags- bandalaginu á versta hugsan- legan hátt. Hefur óskhyggja ræðumanns e.t.v. valdið þar einhverju um, nema í stað Sovétríkjanna setti hann Efnahagsbandalagið. Ræða Ólafs Thors vakti mikla athygli, en þar lýsti hann stefnu viðreisnarstjórn arinnar, rakti einstök mál og málaflokka, skýrði frá því, hvað framundan væri, og hvert stefna hæri. Magnús Jónsson sýndi fram á það, hve rækilega hrakspár and- stæðinganna hefðu afsannazt. í stað stöðnunar, samdráttar og atvinnuleysis, væru aukn- ar í Accra Accra Ghana, 17. april. — NTB-AP. • í DAG voru dæmdir til I dauða í Accra, fimm menn er l ákærðir höfðu verið fyrir land / ráð. Sérstakur stjórnskipaður' dómstóll fjallaði um mál' þeirra og er ekki unnt að ( áfrýja málinu. Hinir ákærðu i voru sjö talsins, en tveir voru) dæmdir til fimm og átta ára' fangelsisvistar. Mennimir I fengu ekki að leita aðstoðar( lögfræðinga. ar framkvæmdir á öllum sviðum og meira athafnalíf en dæmi eru til í sögu lands- ins. Alit að þakka „sanngirni SÍS“ FYRSTUR tók til máls af hálfu Framsóknarflokksins, Eysteinn Jónsson. Kvað hann þann spá- dóm Framsóknarmanna, að verð bólguöldurnar mundu rísa, hafa rætzt. Launakerfið væri úr skorð um gengið sökum verðbólgu og vonlaust að lifa mannsæmandi lífi með venjulegum vinnudegi. Taldi Eysteinn enn fremur, að menn hefðu ekki enn séðviðreisn ina eins og hún átti að verða og það sé að þakka „sanngirni sam- i útvarpsumræhun- vinnufélaganna". Allt gott, sem segja mætti um núverandi stjórn, væri hægt að rekja til „pressu Framsóknarmanna". Vinnuþrælkun, sagði Eysteinn, að væri mdkið þjóðfélagsvanda- mál, en mikil uppbygging hefði hins vegar verið fyrir viðreisn- ina. Eysteinn sagði, að aldrei hefði neinn forsætisráðherra kveðið upp eins þungan dóm yfir sinni eigin stjórn og Ólafur Thors hafi gert á gamlárskvöld í ræðu sinni. Einnig kvað hann það hel- ber ósannindi, að allt hefði ver- ið á heljarþröm árið 1958, og væru skuldir þjóðarinnar erlend is meiri nú en þá, þótt um 930 milljónir ísl. kr. hafi verið greidd ar af þeim á valdatíma viðreisn- arstjórnarinnar. Sparifjáraukn- ing landsmanna væri og furðu- lítil en ekki furðumikil. Á næsta kjörtímabili sagði Eysteinn að taka yrði afstöðu til Efnahagsbandalags Evrópu. Sú þróun, sem þegar væri hafin Framih. á bls. 8. Pekingstjórnin bauð Kúbu sjúliboðaliða Peking, 17. apríl. (NTB-Reuter) • TALSMAÐUR stjórnar Fid- els Castro á Kúbu sagði í Peking í dag, að Pekingstjórnin hefði boðið að senda sjálfboðaliða til Kúbu, er deilan vegna eldflauga stöðva Sovétstjómarinnar stóð sem hæst. Sagði talsmaðurinn, að Kúbustjóra yrði Kínverjum eilíflega þakklát fyrir boðið. >að var Jose Matar, formaður nefndar þeirrar á Kúbu, sem ætlað er að varðveita byltinguna óg áhrif hennar, sem viðhafði þessi ummæli á fjöldafundi í Peking. Þar var hann heiðurs- gestur, en einkunnarorð fjölda- fundarins var: „Stuðningur við þjóðir Suður- og Mið-Ameriku.“ Þátttakendur voru nærri tíu þúsund talsins, og meðal við- staddra Chou en-Lai, forsætis- ráðherra Kína og borgarstjórinn í Peking, Peng Chen. Þessi óvenjulega mynd var tekin i Jakarta í Indónesíu fyrir nokkrum dögum. Þar fór fram flugsýning í heiðurs- skyni við Liu Shao-Chi, for- seta Kína, sem þar var stadd- ur i opinberri heimsókn. Meðal sýningaratriða var list- flug nokkurra rússneskra MIG-19 þota, en ein þeirra hrapaði skyndilega til jarðar. Myndina tók Horst Faas, ljós- myndari AP, aðeins sekúndu- broti áður en þotan stakkst á nefið í jörðina. „Þetta er auðvitað viðkvæmt málé4 — segír faðir Þórunnar í samtali við IVforgunblaðið • • MORGUNBLAÐIÐ átti í gær símtal við Jóhann Tryggva- son, föður Þórunnar Jóhanns dóttur og spurði hann hvern- ig ákvörðun Þórunnar og manns hennar, píanóleikar- ans Askenazys hefði verið tekið í Bretlandi. Jóhann sagði, að þau hefðu gefið upp dvalarstað sinn í Liverpool í gær og þá átt fund með frétta mönnum, og að því er hann bezt vissi hefðu þar verið við- staddir um 40 fréttamenn. Hefði samtal við þau birzt í útvarpi og sjónvarpi og jafnframt hefðu hlöð gert mikið úr málinu og mætti einnig húast við miklum blaðaskrifum á fimmtudag. Þá sagði Jóhann, að hann hefði ætlað að vera í fríi um þessar mundir, en það hefði síð- ur en svo verið frí á sínu heim- ili, því blaðamenn hefðu verið þar tíðir gestir. Enn fremur sagði Jóhann, að samtalið, sem Mbl. hefði átt við Þórunni og mann hennar á þriðjudagskvöldið hefði verið hið fyrsta, sem þau hjón hefðu veitt blaði eða fréttastofu. Því má bæta inn í hér, að samtal Mbl. við þau hjón hefur vakið mikla athygli, enda hið fyrsta, sem frá Þórunni og Askenazy heyrðist eftir að vitað var, að þau hefðu beðijS um dvalarleyfi í Bretlandi, og má þess m.a. geta, að hin stóra fréttastofa Associated Press notaði það sem kjarna í sínum fréttum um mál þetta í gær (miðvikudag). Jóhann Tryggvason sagði m.a., er Mbl. spurði hann að því í gærkvöld, hvort Askenazy hefði haft samband við foreldra sína heima í Rússlandi, að svo hefði verið. Hann hefði eftir að á- kvörðunin um dvalarleyfið var tekin átt tvö samtöl við foreldra, sína heima í Rússlandi. „En þetta kom þeim dálítið á óvart“ sagði Jóhann ennfremur. „Þið skiljið það. Þau voru ekki sérstaklega vel búin undir slíkar fréttir. En í seinna skiptið, sem hann talaði við þau, höfðu þau jafnað sig nokkuð og voru ró- iegri. Auðvitað er þetta mál þannig lagað, að hann hefur þurft að hugsa sig rækilega um. Það veldur honum áhyggjum að fara frá foreldrum sínum, hvað sem síðar kann að verða upp á tening unum. Þetta er auðvitað mjög við kvæmt mál“. Þá spurði fréttamaður Mbl. Jó- hann að því, hvort ekki væri rétt frá hermt, að þau hjón hefðu farið frá Lundúnum 11. apríl s.l. og sagði hann að svo væri. Bað hánn Mbl. um að leiðrétta þann misskilning, sem kom fram í Visi í gær (miðvikudag), þar sem blaðið hefur það eftir honum, að þau hafi dvalizt á heimili hans í Lundúnum þangað til kl. 3 að- faranótt mrðvikudags, en þá fyrst farið til Liverpool. Kvaðst hann hafa sagt fréttamanni blaðsins, mjoíj að þau hefðu farið viku áður tíg bað um leiðréttingu á því, þar sem annað gæti valdið alvarleg- um misskilningi. Þá spurði fréttamaður Mbl. að því, hvort Jóhann teldi, að þjóð- erni Þórunnar hefði verið hénni til hjálpar í þessum erfiðleikum. Hann svaraði hiklaust: „já, áreiðanlega. Það er tvennt sem hefur haft stórkostlega þýðingu í þeim efnum, þjóðerni Þórunnar og einnig hitt, hve lengi hún hef- ur dvalizt hér í Bretlandi“. Þegar Mbl. talaði við Jóhann hafði hann nýverið hlustað á píanóhljómleika tengdarsonar síns, sem fluttir voru í brezka sjónvarpinu í gærkvöldi (mið- vikudagskvöld). — Og hvaða verk lék hann? — Hann lék Ballötu nr. 4 í F-moll eftir ’Chopin og tvær etýður eftir sama höfund, svaraði Jóhann. Að lokum spurði fréttamaður Mbl. Jóhann Tryggvason að því, hvort honum fyndist ekki Þórunn og Askenazy hafa samúð fólks í Bretlandi. Hann svaraði: — Jú það hefur komið mjög áþreifanlega fram. Við höfum fundið meira en samúð. Og einnig hefur málið vakið svo mikla at- hygli, að ekki er annað hægt að segja, en það hafi verið „sensat- iion“ hér í landi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.