Morgunblaðið - 01.05.1963, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.05.1963, Blaðsíða 1
Mibvikud. 7. maí 1963 ornstein otj Landsfundarræða Gunnars Thorodd- sens, fjármálaráðherra í ÞESSARI ræðu vil ég rekja Tuvkkur mál, sem fallið hefur í minn hlut að fara með í ríkis- etjórninni. Ég mun þó fara fljótt yfir sögu varðandi sum þeirra, af því að þau hafa verið rakin all ýtarlega í eldhúsumræðunum, sem útvarpað var frá Alþingi nú ný skeð. >að verður fyrst fyrir ríkissjóð urinn sjálfur. Vildi ég fyrst minnast örfáum orðum á með- ferð fjárlaga og ríkisreiknings. í stjórnarskránni segir: „Fyrir hvert reglulegt Alþingi skal, þegar er það er saman komið, leggja frumvarp til fjárlaga fyr- ir það fjárhagsár, sem i hönd fer. Tilgangurinn með þessu á- kvæði er sá, að tryggja, að fjár- lög liggi fyrir endanlega aígreidd og staðfest áður en það fjárhags- ár hefst. sem fjárlögin giida fyr- ir. Þar sem fjárhagsarið hjá okk- ur fellur saman við almanaksár- ið þýðir það, að til þess er ætl- azt, að fjárlög séu afgreidd fyrir áramót. Ríkissreikningurinn árið eftir Ef við litum á árin frá stríðs- lokum, 1945-1959, þá sjáum við, að aðeins 6 af þessum fjáriögum voru afgreidd fyrir áramót, en 9 (þeirra dróst fram yfir áramót og stundum langt fram á vor að af- greiða. Fyrstu fjárlög núverundi rikisstjórnar fyrir 1960, var ekki unnt að afgreiða fyrr en eftir éramót af eðlilegum ástæðum. Ríkisstjórnin var ekki mynduð fyrr en 20. nóvember ’59 og var auðvitað útilokað á þeim skamma tíma að afgreiða fjárlögm fyrr en eftir áramót, sérstaklega þar sem viðreisnarmálin í heild voru til meðferðar. En fjárlögin lyrir 1961, 1962 og 1963 hafa öil verið afgreidd í tækan tima. Varðandi rikisreiiaiinginn er ®vo fyrirmælt, að hann skuli leggja fyrir Alþingi til samþykkt ar, eftir að yfirskoðunarmenn Al- þingis hafa fjallað um hann. Sá háttur hafði orðið á, ég vtl segja ®á ósiður, að ríkisreikmngur var ekki lagður fyrir Alþingi til samþykktar fyrir 2, 3 eða 4 árum eftir reikningsárið. Þetta er ó- tækt fyrirkomulag af mörgum éstæðum. Það dregur mjög úr öllu aðhaldi og eftirliti með út- gjöldum rikisins, þegar svo lang- ur tími er liðinn frá þvi að at- burðir gerðust og þangað til Al- þingi fjallar um málið. Fyrtr Al- þingi sjálft, ekki sizt fjarveit- inganefnd, er það einnig ómet- amegur stuðningur að hafa íull- gerðan og samþykktah reikning, þegar fjallað er um fjáriögm fyr- ir næsta ár. Á fyrsta ári ríkisstjórnarinuar, 1960, voru afgreiddir reikmngar fyrir árið 1957 og 1958. Næst var ætiumn að koma á þeirn skipan, að Alþingi afgreiddi frá sér rikis- reikning á næsta ári eftir reikn- ingsár. Það var gerð tilraun til þess bæði haustið 1960 og haust- ið 1961. í bæði skiptin tókst Framsóiknarflokknum að teíja eamþykkt þeirra, en loks á síðast liðnu hausti tókst í fyrsta skipti að afgreiða á Alþingi ríkisreikn- ing fyrir árið á undan. Þetta er regla, sem vonandi verður haldið áfram. Nú kann sumum að virðast sem þetta tvennt sé í rauninm forms- atriði. Það skipti ekki máli, þótt fjárlög séu afgreidd nokkru eftir áramót, eða hvort rikisreikning- ur er afgreiddur árinu fyrr eða síðar. En það skiptir verulegu máli að koma á reglu í búskap- arháttum ríkisins. Þegar slapp- leika verður vart hjá hinu op- inbera, þá smitar hann ut frá sér, því „hvað höfðingjarnir haf- ast að, hinir meina séx leyfist það.“ Heilbrigð fjármálastjórn í sambandi við fjármálastjórn ríkisins eru vissar meginreglur, megin-boðorð, sem verður að hafa í huga og reyna að fylgja. Ef ég mætti hér nefna nokkrar slíkar meginreglur, þá vildi ég nefna þessar: í fyrsta lagi: réttlát og skyn- samleg tekjuöflun ríkisins, forð- ast skatta- og tollalög, sem fólikið telur ósanngjörn og ranglát, og sem leiða óhjákvæmilega af sér skattsvik og tollsvik. í öðru lagi þarf að hafa aðgát um notkun þess fjár, sem ríkið sækir í pyngju borgaranna, reyna að skipuleggja og hagræða hiut- um þannig, að sem bezt þjónusta fáist með sem minnstum kostn- aði. Það þarf að reyna að fylgja útgjaldaáætlun fjárlaga og forð- ast umframgreiðslur. í þriðja lagi, að leggja fyrir Al- þingi og afgreiða hallalaus fjár- lög, og þau séu framkvæmd þannig, að tekjuhalli verði ekki á ríkisbúskapnum. í fjórða lagi þarf að hafa víð- sýni og frjálslyndi varðandi verk- legar framkvæmdir, stuðning við atvinnuvegina, menningar- og líknarmál. Ef við víkjum að fyrsta megin- atriðinu, tekjuöflun ríkisins kom um við strax að grundvallarat- riði, sem er viðhorfið til beinna og óbeinna skatta. Áður fyrr var mikill ágreimngur um það milli Sjálfstæðismanna annars vegar, og hins vegar sósíalista og komm- únista, hvort ætti að afla tekna fyrst og fremst með beinum sköttum eða óbeinum. Sósíaiistar og kommúnistar héldu fram hin- um beinu sköttum: þeir ættu að greiða hina stighækkandi tekju- skatta, sem breiðust hefðu bökin, en tollar og aðrir óbeinir skattar ættu að vera sem allra lægstir, því þeir kæmu þyngst niður á alþýðu. Sj áifstæðismenn héldu því fram, að háir beinir skattar væru skaðsamlegir á marga lund, drægu úr framkvæmdum, fram- taki og vinnusemi manna, skop- uðu margvísleg ranglæti og leiddu til skattsvika, ef sxatt- stigar færu úr hófi. Nú á síðustu árum hefur orðið gjörbreyting á viðhorfi manna i þessu efni. Margir þeirra, sem áður héldu iram ágæti hnma beinu skatta fram yfir þá ó- beinu, hafa horfið frá fyrri skoð- un. Þetta hefur gerzt bæði hér og í nágrannalöndum okkar. Það eru bráðum komin sex ár, síðan haldinn var hér þingmannafund- ur Norðurlanda, þar sem þáver- andi fjármálaráðherra Norð- manna, Bratteli, einn af forustu- mönnum jafnaðarmanna í Nor- egi, flutti stórfróðlegt og athygl- isvert erindi um beina og óbema skatta. Hann hafði látið fara fram í Noregi rækilegar athug- anir á þessum málum. Niður- stöður hans brutu í bág við fyrri kenningar jafnaðarmanna: Við eigum að draga úr hinum beinu sköttum, en taka í stað- inn upp óbeina skatta fyrst og fremst söluskatta. Hann færði fyrir þessu sterk rök. Sú hefur orðið raunin á, þar sem jafnaðarmenn ráða mestu um, á Norðurlöndum, hafa verið teknir upp óbeinir skattar 1 æ ríkara mæli. Það sama hefur gerzt hér á þessu kjörtímabili. Kostir óbeinna skatta Við fyrstu sýn munu vafalaust margir segja: það er meira rétt- læti í því, að ná ríkistekjum inn með beinum sköttum af þeim, sem hafa háar tekjur, það er rétt að þeir borgi meira en hinir, í stað þess að tollar og söluskattar lenda einnig á fátæka fólkinu. Þetta lítur eðlilega út við fyrstu sýn, en reynslan sýnir og sannar allt annað. Þegar beinir skattar eru komnir úr hófi, eins og þeir voru komnir, ekki aðeins hér, heldur í flestum nágrannaiönd- um okkar, þá draga þeir úr fram taki manna. Ekki aðeins draga þeir úr uppbyggingu og eflingu atvinnulífsins, heldur voru þess mörg dæmi, að launamenn sem voru komnir sæmilega hátt í tekj- um, höíðu ekki áhuga á þvi að ieggja á sig meiri vinnu og afia meiri tekna, vegna þess, hve mikið hlutfallslega fór þá í skatta. Fyrir fáum árum fór ég i sjávarpláss hér úti á landi. Þar voru mér sögð mörg dæmi þess, að þegar sjómenn höfðu aflað mikilla tekna, komið var fram á haust og eiginkonurnar vildu fara að vinna í frystihúsum og afla sér aukatekna, þá var það illa séð af eiginmönnunum. Þetta gat hækkað skattana gífurlega, og þegar ætti að fara að greiða þá, væri erfiðara að fá konurnar til þess að borga af sínum tekj- um þeirra part af skattinum. Og það er athyglisvert, að þar sem atvinnuleysið er eitthvað að ráði nú, t.d. í Bandaríkjunum og Bret- landi, er fyrsta ráðið, sem menn grípa til, að lækka hina beinu skatta. Framsóknarmenn hafa mjög reynt að koma óorði á Kennedy Bandaríkjaforseta með því að kenna hann og flokk hans við Framsókn. En þegar hann leggur fram tillögur til að draga úr atvinnuleysinu, þá er fyrsta ráðið það að lækka hina beinu skatta á atvinnurekstrinum til þess að skapa atvinnufyrirtækj- unum möguleika á að færa út kvíarnar, efla starfsemi sína, endurnýja hana og auka, og þar með skapa aukna atvinnu. Hinir háu beinu skattar hafa jafnan leitt til undandráttar undan skatti. Þar komum við að öðru atriði: Þetta skipulag leiðir oft til þess að verulegur þungi skatta byrðarinnar lendir einmitt á hin- um efnaminni launamönnum. Meðan skattarnir voru hér sem hæstir, þurftu launamenn, sem urðu að borga háa skatta, oft að horfa upp á það, að nágranni þeirra, sem hafði aðstöðu til þess að telja ekki allt fram, greiddi ekki nema brot af þeim sxatti, sem á launamanninn var lagður. Þetta skapaði svo mikið ranglæti milli manna innbyrðis, að til vandræða horfði. Ég held, að flestir menn muni kjósa heldur að borga það, sem á að fara til ríkisins, jafnóðum í vöruverði, um leið og þeir kaupa vöruna, heldur en að þurfa að snara út þúsundum króna í beinan skatit. Þar við bætist, að álagning og innheimta hmna óbeinu skatta, tolla og söluskatts, er miklu ó- rýrari og handihægari heldux en hinna beinu skatta. Það var eitt af fyrstu verkum núverandi ríkisstjórnar að lækka verulega beinu skattana, fella tekjuskattinn með öllu niður af almennum launatekjum og síðar að endurskoða allt skattakerfið með það fyrir augum að gera at- vinnurekstrinum kleift að byggja sig upp og endurnýjast. í sambandi við þetta standa þær endurbætur, sem gerðar voru á tekjustofnum sveitarfé- laga. Þeim var útvegaður nýr tekjustofn, sem var hluti af sölu- skatti. Sveitarfélögin hafa fengið í sinn hlut 314 milljónir á þess- um fjórum árum, sem hafa orð- ið til þess að veita sveitarstjórn- unum meira svigrúm til athafna og til að lækka útsvörin á al- menningi. Ný tollskrá Tollamálin voru komin í slílkit óefni hjá okkur, að við slíkt varð ekki unað. Það var því lögð í það mikil vinna að semja hina nýju tollskrá, sem felur það í sér að gera allit kerfið einfald- ara: einn verðtoll í staðinn íyr- ir þann aragrúa af gjöldum sem áður var, að samræma tollaálög- urnar þannig, að sams konar vara verði í sama tolli, og ekki sízt að lækka tollana þar sem þeir voru gjörsamlega úr hófi. í stað þess að tollarnir voru á fjórða hundrað % á sumum vöru- tegundum, þá er hámarkið nú 125%. Þegar tollskráin var lögð fram var tekið fram bæði í greinar- gerð og framsöguræðu minni, að þessi tollskrá þýddi, miðað við innfltuninginn 1962, um 100 miij. kr. lækkun tolla. Það heyrðist fljótlega hljóð úr horni frá Fram sókn, sem býsnaðist yfir því, hvað stjórnin væri búin að taka mikið til sín í hækkuðum skött- um á þessu kjörtímabili og gæfi nú 100 milljónir til baka. Tim- anum þótti það heldur Idtið, sem Gunnar gæfi til baka. Það er þó alltaf nokkuð, að gefa 100 millj. til baka, en munurinn er sá, að Eysteinn gaf aldrei til baka. í sambandi við þessa lækk un, 100 milljónir skv. nýju toll- skránni, hef ég látið athuga hver heildarlækkunin er, þegar við tökum tolialækkunina frá nóv- ember ’61 líka með. Ef reiknað er út, hve miklu nemi tollalækk- anirnar báðar saman, frá ’61 og nú og byggjum á innflutnings- magni ársins ’62, þá nema þess- ar tollalækkanir samtals rúm- lega 200 milljónum króna. Tolla- lækkunin frá ‘61 nemur nefni- lega, þegar miðað er við innflutn- inginn ’62, sem var miklu meiri en árið ’60, yfir 100 milljónum króna. Með öðrum orðum: Ef við tökum innflutninginn eins og hann var ’62 og spyrjum: hvað hefði þurft að borga í tolla, eins og þeír voru fyrir nóvember ’61, og hvað þarf að borga nú, þá er það á ári rúmlega 200 milljón- um lægri upphæð eftir breyt- ingarnar. Eysteinn lék á vísitöluna Þá er von, að menn spyrji: Þolir ríkissjóður þetta? Hvern- ig fer hann að bví að missa þess- ar tekjur? Við því eru fyrst og fremst þrjú svör. í fyrsta lagi: Lækkunin á hátoilavörum þýðir það, að stórlega dregur úr hin- um ólöglega innflutningi og miklu meira kemur að löglegum leiðum. Sú reynsla sem við feng- um eftir lækkunina ’61, sýrur þetta og sannar. 1 öðru lagi: ínn- flutningur til landsins fer vax- andi ár frá ári og gefur þvi meiri tekjur í ríkissjóð að óbreyttum tollstigum. Og í þriðja lagi: Þjóð- artekjurnar fara ört vaxandi ár frá ári, og þar með vex veltan í landinu. Það skilar einnig meiri tekjuskatti og söluskatti, að ó- breyttum öllum stigum. Ég geri ráð fyrir, að þegar þetta þrennt kemur saman, þ’irfi ekki að óttast, að hag ríkissjóðs Framh. á bls. 2 Gunnar Thoroddsen flytur ræðu sína

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.