Morgunblaðið - 01.05.1963, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 01.05.1963, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 1. maí 1963 MORCUNBLAÐ1Ð 11 er mjög takmarkaður, og því er auðveldara að gera þær tortryggilegar, en þær upp- lýsingar, sem eru fólki að- gengilegar. Það gerist því meira aðkallandi með hverju árinu, sem líður að komið sé á fót sérstakri, hlutlausri stofnun, sem sinni því hlut- verki að fylgjast að jafnaði með kaupgetu launa og greiðslugetu atvinnuveganna. Segja má, að nokkur vandi sé á höndum að skipa starfs- menn við slíka stofnun svo öllum líki, en vafalaust má þó telja, að þennan vanda megi leysa, ef vilji er fyrir hendi. í þessu sambandi er rétt að geta Iðnaðarmálastofnunar íslands, sem tekið hefur þátt í að semja grundvöll fyrir ákvæðisvinnu fyrir nokkrar stéttir og þá gegnt hlutverki óháðs aðila, sem hefur með höndum hlutlaust mat á þeim atriðum, sem nota á við samn ingu ákvæðisvinnutaxta. í þessu starfi nýtur Iðnaðar- málastofnun íslands hins fyllsta traust allra, sem við hana hafa skipt og gæti hún því um margt orðið til fyrir- myndar þeirri stofnun, sem falið yrði að vera hagfræði- leg forsjón launþega og at- vinnurekenda, en hér veldur sem annars staðar miklu hver á heldur. Upp á síðkastið gerast há- værar þær raddir, sem krefj- ast breytinga á lögunum um stéttarfélög og vinnudeilur, einkum þeim hluta, sem fjall- ar um vinnustöðvanir. Vissu- lega er verkfallsrétturinn bit- urt vopn, sem beita ber af ábyrgðartilfinningu og gætni, og vissulega má með sanni segja, að stundum hafi hon- um verið misbeitt. Þó verð- ur því ekki neitað, að án verkfallsréttar hefði kjara- baráttu launþega lítið miðað undanfarna áratugi, enda við ramman reip að draga. Ekki vil ég fortaka, að vinnuveitendum hafi farið eitthvað fram upp á síðkast- ið, þótt marglofaður skilning- ur þeirra og aukinn þroski sé ekki neitt sérlega áberandi. Ég tel þvi, að sem stendur sé mjög misráðið að skerða verk fallsréttinn á þann hátt, að dregið sé úr áhrifavaldi verk- lýðsfélaganna. Bjarni Guðbrandsson. Svavar Júlíussont bifvélavirki: verkalýðsbaráttunni á undan- förnum áratugum, bíða enn sem fyrr mörg ha gsmun amál úrlausnar. Eitt brýnasita verk- efnið nú, er að sérhaefa menn í vimnulhagræðingu. Ég er þeirrar skoðunar, að hún sé raunlhæfasta leiðin til stytt- inga.r vinnudagsins og frek- ari kjarabóta. Eigi verkalýðs- hreyfingin á að skipa sérhæfð- um mönnum í þeirra grein, er líklegt, að sú tortryggni ‘hverfi, sem nú ríkir milli vinnuveitenda og launiþega, þegar rætt er um, að vinna hjá fyrirtækjum sé endur- skipulögð. Sýni vinuveitend- ur tómlæti um slíka endur- skipulagnimgu, þegar verka- lýðlsihreyfingin hefur eignazt •menn, sem kunma full skil á þeim málum, ber henni að leggja kapp á, að fá henni framgengt. Um leið og ég sendi Full- trúaráði verkalýðsfélaganna í Reykjavik árnaðaróskir á 40 ára atfmæli þess og óska verka mörnnum og verkakonum um land alit til hamingju með hátíðisdag verkalýðsins, vill ég hvetja vinnandi fólk í Reykjavik til þátttöku í hátíða höldum dagsins á Lækj ar- torgi. Svavar Júlíusson. Kristján Jó- hannsson, sjómaður: í DAG er hátíðisdagur verka- lýðsins um land allt, og um leið minnir hann á og gerir kröfur um róttláta tekjuskipt- ingu, bætt vinnuskilyrði, styttri vinnudag, aukna al- þýðumenntun, verkamannabú staði og aðstoð við íbúðar- byggingar einstaklinga. Þetta eða þessu Mkt hefur staðið á kröfuspjöldum fólksins, en hvað af þessu hefur orðið að raunveruleika? Lífsskilyrði verkamanns- ins hafa batnað, með áratuga langri og skeleggiri baráttu. Þó munu umibæturnar síðasta kjörtímabil hafa orðið stór- stígastar. Hvað veldur því? Á fimmta ár hafa nú verið við völd stjórnir, sem hafa haft vilja og einurð til þess að ráða fram úr vandamálum iíðamdi stundar. Meðal þesis, sem gert hefur verið á þessu tímabiU má nefna auknar ad- mannatryggingar, stórfelldar ráðstafanir til styrktar helztu atvinnuvegunum ásamt auk- inni aðstoð við íbúðarkaup og íbúðaibyggingar almenrn- ings. Mörg verkefni eru framund- an hjá okkur. Sjómenn þurfa að fylgja fast eftir kröfum um aukið öryggiseftirlit á sjó, breytta og bætta starfshæitti um fiskmat og nýjan samn- ingsgrundvöll á togurum og farskipum. Um leið og þesisi síðustu atriði eru höfð í huga, verða sjómenn að gera sér ljósar þær skyldur, sem á þeim hvíla. Það er ekki nóg að gera kröfur, þeim fylgir einnig ábyrgð og skyldur. Á árunum eftir 1920 var leikinn sá grái leikur að etja saman og skapa tortryggni mil'li launþega og vinnuveit- enda. Þetta sundrungarstarf hefur þó farið dvínandi með anknum áhrifum og vaxandi fylgi Sjálfstæðisfiokksdnis. Þar tengjast saman margir hópar fólks með ólíkar skoð- anir. Á þann hátt kynnaist menn betur og læra að virða annarra sjónarmið i gagn- kvæmu trausti og samstarfi, Sjálfstæðismenn hafa ásamt Alþýðuflokksmönnum unnið að því að skapa vinnandi fólki möguleika til að sækja fram til bættra lífskjara, án þess að það þurfi að beita verk- fallsréttinum eða öðrum rót- tækum aðgerðum. Það er hag- ur launþega, að fylkja liði um þessa stefnu í kosningun- um eftir rúm.an mánuð. Kristján Jóhannsson. Guðjón Sv. Sigurðsson formaður Iðju NÚ ERU Mðin 40 ár frá því að 1. maí var fyrst haldinn hátíðlegur hér í bæ. Okkur finnst það vera langur tími, en í rauniinni er það ekki nema andarták í hinni löngu sögu mannsins í sífelldri leit hans og baráttu fyrir fram- förum á etfnalegu og andlegu sviði. Verkalýðslhreyfingin hér á landi iítur nú til baka yfir farinn veg og sér leiðina varð- aða hinum mörgu þjóðfélags- legu umbótum, sem hún hef- ur barizt fyrir og náð hafa fram að ganga. Mikið er sarnt eftir að gera, þótt mörgu sé lokið, og sumir yngri menn Mkja verkalýðs- hreyfingunni við ósáinn akur í ýmsum menningarmálum. Verkefnin eru vissulega mörg, en það er ekki hægt að láta örfáa einstakUnga innan félag- anna vinna þau, allir fólags- menn eiga að taka þátt í starf- inu. Þannig verða verkefnin leyst bæði fljótar og á auð- veldari hátt. Verkalýðsfélögin þurfa öll að eignast félagsheimili. Mörg félög eiga sér nú þegar sama- stað ,og hefur það verið ómet- anleg lyftistöng í félagslíf- inu. Verkalýðsfélögin þurfa að koma upp vistheimilum fyrir aldraða félaga sína; það þarf að koma upp skóla til að þjálfa starfsmenn verkalýðs- félaga og trúnaðarmenn á vinnustöðum; það þarf að stofna verkalýðsbanka til að ávaxta sjóði verkalýðsfélag- anna, lífeyrissjóði, sjúkra- sjóði, atvinnuleysistrygginga- sjóði o.s.frv. En aðalverkefni verkalýðs- félaganna er að losa sig við hin óþjóðholllu niðurrifsöfll, sem hafa nú um langan tíma notað mörg verkalýðsfélög sem dráttarvél fyrir sína pólitísku vagna. Á ég þar við kommúnista og framsóknar- menn sem hafa tröllriðið síð- ustu alþýðusambandsþingum og haft í flrammi lögbrot og gilímulausit oflbeldi eins og alkunnugt er. Meðan verka- lýðshreyfingin hefur innan sinna vébanda afturhald fram- sóknar og ofbeldi og öfgar komimúnista, getur verkalýðs- hreyfingin ekki gegnt því hlutverki sem hún á að gera: vera sverð og skjöldur hins vinnandi manns í baráttunni fyrir bættum kjörum og al- hMða fraimförum í þjóð'Mfinu. Strengjum þess heit 1. maí að losa hina íslenzku verka- lýðshreyfingu við afturhalds- og ofbeldisseggina og stefn- um einhuga að því að skapa þróttmikið, lifandi þjóðfélag, þar sem allar stéttir vinna einhuga samian börnum okkar og komandi kynslóðum til hagsbóta. Guðjón Sv. Sigurðsson. Sigurður G. Sigurðsson, múrari: í DAG eru 40 ár liðin, síðan verkalýðsfélögin í Reykjavík fóru fyrstu kröfugönguna og báru letruð spjöld, með á- kveðnum kröfum, um réttar- og kjarabætur hinna vinn- andi stétta. Enda þótt 40 ár séu ekki langur tími í lífi þjóðarinnar getur margt skipazt til fram- fara og hagsældar, eða kyrr- stöðu og andlegrar kreppu. Um það eru þó flestir sam- mála, að síðan 1. maí 1923 hafi orðið stórkostlegri fram- farir hér á landi en bjart- sýnustu menn óraði fyrir, og það þótt stundum hafi gætt erfiðleika í atvinnu- og efna- hagsmálum. Og síðustu 20 ár- in mesti framfaratíminn í sögu þjoðarinnar. Bendir margt til þess, að svo geti og orðið í framtíð- inni, með góðri samvinnu launþega og atvinnurekenda ásamt farsælu starf-i þeirra ríkisstjórna, sem meta alþjóð- arhag öðru fremur. Béttmætar kröfur Flestum þeim kröfum, sem verkalýðsfélögin báru í fyrstu kröfugöngunum hefur nú verið fullnægt og aðbúð og efnahagsleg afkoma hinna vinnandi stétta farið batn- andi. Mun líka svo komið, að fáar þjóðir búa nú við meiri launajöfnuð og þjóðfélagsleg- ar réttarkröfur, en við ís- lendingar og að því leyti geta verkalýðsfélögin fagnað stór- um sigri. Verkalýðsbaráttunni eru engin takmörk sett í lýð- frjálsu landi og nýjar kröfur mótast með hverri liðandi stund. Flestar beinast þær til i | I | ; 1 i í atvinnuveganna og ríkis- valdsins, en þess gætir sjaldn- ast, að verkalýðsfélögin geri kröfur til sinna eigin forystu og þeirra einstaklinga, sem þeir hafa kjörið til þess að gæta hagsmuna sinna og marka stefnuna til raunhæfra kjarabóta. Þegar fyrsta kröfugangan var farin hafði Alþýðusam- band íslands starfað í 7 ár. Þau heildarsamtök verkalýðs- ins áttu að mynda sameigin- lega forystu, sem mótaði raunhæfa stefnu í kjarabar- áttunni til hagsbóta hinum einstöku félögum launþega. Þess vegna hefði mátt ætla, að verkalýðsfélögin gætu fagnað 47 ára starfi sam- bandsins og hefðu fundið hjá því þá styrku stoð, sem til var ætlazt. — Svo mun þó ekki, enda hefur Alþýðusam- bandið nær alltaf frá stofnun þess, verið tengt stjórnmála- flokkum eða hagnýtt af þeim til stjórnmálalegrar hags- muna, og er svo enn, þrátt fyrir þá lagabreytingu, sem á sínum tíma var gerð til þess að tryggja þar stjórnmála- legt frelsi. Er líka svo komið, að atvinnurekendur og hið opinbera leita ekki orðið til heildarsamtakanna til samn- ingsviðræðna um launakjör, heldur til einstakra verka- lýðsfélaga. Skipulagsmál ASf Hinar miklu framfarir síð- ustu ára hafa ekki aðeins bætt afkomu fjöldans, heldur og valdið breyttu skipulagi í atvinnuháttum og festu fé- lagslegu starfi. Hin almenna launabarátta verður nú orðið að miðast við breytta þjóðfé- lagshætti og krefst því end- urskoðunar á skipulagsmálum ASÍ. Miðstjóm sambandsins hef- ur lítið sinnt þeim málum. Að vísu var, fyrir löngu síðan, skipuð nefnd til þess að gera tillögur um framtíðarskipu- lag ASÍ. Naut nefndin að- stoðar erlends sérfræðings og skilaði áliti fyrir næstsíðasta sambandsþing, og við það sit- ur, enda virðist miðstjórn ASÍ hafa misst allan áhuga á skipulagsmálunum, nema þá sem átyllu til þess, að úti- loka fjölmenn launþegasam- tök frá inngöngu í samband- ið. Gamalt skipulag og úreltar starfsaðferðir eiga því enn að vera allsráðandi í heildar- samtökum launþega og rekst- ur margra atvinnufyrirtækja að eiga á hættu stöðvanir, vegna verkfalla, oft á ári. Hvort sem horfið yrði að skipulagi með starfshópafé- lögum skyldra fyrirtækja, Framhald á bls. 19.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.