Morgunblaðið - 01.05.1963, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.05.1963, Blaðsíða 8
8 MORGl'NBL 4ÐIB Miðvikudagur 1. maí 1963 — Frjáls menning Franahald af bls. 7. þeirrar trúar, að tvennt gæti eink um orðið til þess, að nemendur — og kennarar — litu á námið sem eitthvað aðeins meira en nauðsyn og skyldu. Annað er rækilegri ástundun færri greina en nú eru kenndar og ríkari á- herzla á samhengi hinna ein- stöku greina, en það virðist mér eins og er fara algjörlega fyrir ofan garð og neðan hjá nemend- um. Hitt er rýmri skilningur á því, hvaða greinar eru nægilega þroskavænlegar til þess, að boð legt sé að kenna þær í mennta- skóla. Listir og heimspeki eru nú ekki taldar meðal slíkra greina. Bókmenntir eru það að vísu, en því fer fjarri, að þeim sé sá sómi sýndur, sem skylt vaeri. í þessu sarrabandi vildi ég mega leggja áherzlu á það, að sálfræð- ingar segjast ekki vita, hvaða greinar hafi mest þroskagildi. Það eina, sem þeir geta sagt okk ur með vissu um gildi hinna ýmsu greina, er það að engin grein kennir annað en sjálfa sig. Stærðfræði kennir ekki rökrétta bugsun á öðrum sviðum en stærð fræðisviðinu. Vísindin kenna ekki vísindalega aðferð nema við vísindaleg störf. Þessi fáfræði skapar okkur frelsi í kennslu- háttum og greinavali, sem okkur ber að notfæra okkur með því hugviti og þeirri djörfung, sem við eigum yfir að ráða. Ég nefndi áður, að mennta- skólarnir reyna að vanda val nýrra nemenda. Það er von, því að menntaskólinn er fyrst og fremst samkeppnisskóli. Og sam keppnin er með úrkastsformi. Til gangur skólanna er ekki sá, ef dæma má eftir skipulagi þeirra, að tryggja það, að allir, sem hæf- ir eru til háskólanáms komist í háskóla. Tilgangur þeirra virðist þvert á móti vera sá, að tryggja það, að enginn komist í háskóla, sem ekki sannar hæfni sína sam- kvæmt þeirra kröfum. En hvernig tekst þetta þá? Það tekst vægast sagt illa, og ástæðuna er að finna í fyrir- komulagi skólanna, meðal ann- ars einkunnagjöfinni. Nemendur standast eða falla á meðaleink- unn, og fyrir vikið geta menn flutzt bekk úr bekk og allt í gegn um stúdentspróf með svo til enga kunnáttu í fjölda faga. f máladeild eru á stúdentsprófi gefnar 13 einkunnir. Til þess að fá meðaleinkunnina 5.00 þarf því alls 65 stig. Þessum 65 stigum má ná með því að fá 6.7 í þrem fögum og 4.5 í tíu fögum! Menn geta nærri hverri kunnáttu slík- ar einkunnir lýsa. Mönnum þykir ég nú ef til vlll gerast býsna smásmugulegur,. en í rauninni er hér um grundvall- aratriði að ræða. Við komum hér aftur að því, sem ég hefi þegar drepið á, að fögin eru of mörg, kennslan of yfirborðsleg, athygli og áhugi nemendanna of dreyfð. Ég er ekki að kvarta yfir því, að menn séu ekki felldir. Þvert á móti — ég hefi mestan áíhuga á því, að allir, sem mögulega geta lært, gangi á skóla, eins þótt þeir geti ekki lært nein reiðinnar kynstur. Ég vil miklu síður að menn falli en að þeir standist. Og ég tel það einn höfuðgalla núverandi kerfis, hverning búið er að þeim, sem falla. Fall tefur nemenda nú um heilt ár, hvort sem hann fellur á einu fagi eða fleirum. Þetta er ófyrirgefanleg eyðsla á orku og siðferðisþreki nemenda, og nær ekki frekar átt en að hleypa mönnum bekk úr bekk án telj- andi kunáttu í fjölda faga. Ég er ekki að mæla með meiri lin- kind við lélega nemendur, síður en svo. Ég tel að auka þurfi kröfumar um frammistöðu í hverju fagi. Ef notaður er eink- unnastigi frá 0 upp í 10, hlýtur einkunnin 5.0 að vera algert lágmarksskilyrði til þess, að menn geti haldið áfram námi í nokkru fagi. En allir sem til menntaskólanna þekkja vita það, að ef slík skilyrði væru sett að öllu öðru óbreyttu, mundu menntaskólarnir sennilega leggj- ast niður. Hér þarf algjöra grundvallar- breytingu á skipulagi skólanna. Við þurfum að hverfa frá bekkja kerfinu — þar sem allir nemend- ur hvers bekkjar fylgjast að í öllum greinum út í gegnum skól- ann og taka upp í stað þess greinakerfi — kúrsusakerfi — þar sem hver nemandi verður að standast hvert stig einnar grein- ar áður en hann fær að flytjast á næsta stig. Með því móti geta menn tafizt í einni grein án þess að glata heilu ári og án þess að endurtaka greinar, sem þeir hafa þegár staðizt próf L Ég er ekki að segja að við eig- um að gera þessa stórkostlegu breytingu á skipulagi mennta- skólanna. Ég er aðeins að segja að við þurfum þess. Ég veit að við annaðhvort tímum ekki eða höfum ekki ráð á að stofna til þess mikla kostnaðar, sem slík breyting hefði í för með sér. En mig langar að leggja þunga á- herzlu á það, að þegar við erum að bollaleggja endurskipulagn- ingu skóla eða skólakerfis, verð- um við fyrst að gera það án til- lits til kostnaðar. Síðan getur vel svo farið, að fjárskortur eða aðrar praktískar kringumstæður neyði okkur til að slá af því, sem rétt er og æskilegt. Það sem ekki má, er að rugla saman því, sem ætti að vera, og hinu, sem maður út úr neyð verður að sætta sig við. Að gera neyðina að dyggð er leikur, sem við höf- um þegar leikið of lengi, í þess- um efnum og öðrum. Ég veit ekki nema okkur, sem hér erum saman komnir, kunni að skorta eitthvað af þeim and- lega sveigjanleik, sem til þess þarf, að gera full skil þeim mál- um, sem hér eru til umræðu, einkum hinni fjármálalegu hlið þeirra. Ég á ekki við það fyrst og fremst, að sumir okkar eru harla fávísir um þjóðhagsfræði: hún var ekki kennd í okkar menntaskólum. Ég á við hitt, að við erum flestir — sennilega all- ir nema þeir allra yngstu — ald- ir upp við fátæktarsiðfræði, sem mig grunar að sé orðin úrelt sem grundvöllur fyrir þjóðfélagsleg- um ráðagerðum. Ég þori ekki að fullyrða neitt um það, hvort þessi fátæktarsiðfræði er enn nauðsynlegur grundvöllur undir þjóðfélagslegum framkvæmdum. Ég er nú víst þegar búinn að gefa í skyn hitt og þetta um það, hverju ég vildi breyta í mennta- skólunum. í þessu hefi ég eigin- lega orðið á undan sjálfum mér, því að ég á enn eftir að drepa á það, sem mér virðist helzt þurfa að athuga áður en ráðizt er í nokkrar breytingar. Við höfum einkum tvær leiðir um að velja, tvær spurningar, sem við getum reynt að svara. Önnur er þessi: Hvernig má með hægustu móti lagfæra það kerfi sem við við nú búum við? Þetta er hættuleg spurning, og svarið við henni getur aldrei orðið ann- að en máttlaust kák, því að spurn ingin gerir í rauninni ráð fyrir því, að núverandi kerfi sé í grund vallaratriðum fullnægjandi. Þessi leið endar einfaldlega í tog- streitu milli greina; það vita allir kennarar af reynslunni. Hin spurningin er þessi: Hverj- ar eru þarfir nemandans? Hvað þarf nemandinn að læra í menntaskóla til þess að verða — og til þess að geta haldið áfram að vera — menntaður maður? Og hvað þarf hann að læra til þess, að vera tækur í háskóla, hæfur til framhaldsnáms? Þessi spurning: Hverjar eru þarfir nemandans? er í rauninni sú spurning, sem við verðum að svara, áður en við getum sagt til Frá fundi Frjalsrar Menningar. um það, hvort menntaáKölarnir séu úreltir. Og svarið liggur ekki í augum uppi. Þetta er í rauninni spurningin um tilgang mennta- skólanna, og um þann tilgang vildi ég segja fáein orð að end- ingu. Við erum víst almennt sam- mála um það, að tilgangur skól- anna er sá, sem ég gaf í skyn áðan: að sjá fyrir almennri menntun og að búa menn undir háskólanám. Ég hika ekki við að segja það, að hið fyrra er stór- um mikilvægara atriði — að svo miklu leyti sem þetta tvennt verður yfirleitt að skilið. Við þekkjum engin takmörk fyrir því, hve mikillar almennrar menntunar er þörf í einu þjóð- félagi, hve mikla almenna mennt un það getur nýtt. Auk þess er almenn menntun bezti undirbún ingur undir háskólanám. Þörfin fyrir sérfræðinga er hins vegar takmörkuð og breytileg, og henni má fullnægja með sér- stökum ráðstöfunum á hverjum tíma. Sérfræðingaþörf er prakt- ískt atriði, sem aldrei getur orð- ið hugmyndagrundvöllur undir skólakerfi. En hvað er þá almenn mennt- un? Fyrst ég hefi metið hana Hr. menntaimálaráðherra, góð- ir fundarmenn! Ég hef verið beðinn að segja nokkur orð um menntaskóla- nám og stúderatspróf, og þá fyrst og fremst um það, hvort æski- legt sé að gera breytingu á því fyrirkomulagi, sem nú ríkir hér á landi í þessum efnum. Því miður verð ég að segja, að mér er þetta hvergi auðvelt verkefni þar sem mig skortir almenna þekkingu á skólamálum, og einnig er svo langt um liðið frá því, að ég lauk stúdentsprófi, að ég hefi gleymt mestu af því, sem mér bar að nema, og ég geri ráð fyrir því, að ég mundi falla á stúdentsprófi í dag. Mál mitt verður því næsta ófullkomið og farið hratt yfir, og vil ég biðja velvirðingar á svo hátt, sem raun er á, leyfist mér ef til vill, að setja hér fram — hikandi og með öllum þeim afsökunum, sem við eiga — brot af skýringu. Almenn menntun er sú mennt- un, sem maður þarf á að halda til einstaklingsþroska, til lífs- skilnings og lífsnautnar, til full- nægingar þeirri þökkingarþrá, sem hverjum manni er í brjóst borin, og þeirri þekkingargetu, sem honum er gefin. Menntun af þessu tagi hefir fyrrum gengið undir nafninu húmanistisk menntun. En það er um þetta orð eins og um svo margt á okkar dögum, að það er úrelt. Það er úrelt af því, að það hefir verið notað í andstöðu vi vísindalega menntun. Ef ég má gerast svo djarfur, langar mig að taka þetta orð traustataki _og skilgreina það upp á nýtt. (Ég þarf varla að taka það fram, að ég fer hér að dæmi mér meiri manna; skil- greiningin er ekki upprunnin frá mér.) Húmanistisk menntun er hver sú menntun sem stuðlar að skilningi mannsins á sjálfum sér og umhverfi sínu, áþreifanlegu og óáþreifanlegu. Nú á tímum eru raunvísindi og þjóðfélagsvís. indi óaðskiljanlega samantvinn- uð við bókmenntir og listir í kjarna slíkrar menntunar. Vís- indi af hverju tagi sem er, eru í dag húmanistiskar greinar, og ef til vill er enginn galli á almennri stúdentsmenntun alvarlegri en sá, að vísindin (þau þeirra, sem yfirleitt er sinnt) eru þar ýmist utanveltu eða atvinnugrein. Um stúdentsmenntunina sem undirbúning undir háskólanám, treysti ég mér ekki til að segja margt. Þó vildi ég mega spyrja: Hvers l:onar háskóla á stúdents- menntunin að búa undár? Sér- skólana, sem háskólar norður- landa samanstanda af, eða al- mennu skólana, sem enskumæl- andi þjóðir kalla Colleges? Mér því. Sökum þekkingarleysis verð ég að takmarka mig við stærð- fræðideildarnám, og mun ég reyna að gera grein fyrir nokkr- um skoðunum mínuim á náms- tilhögun þessarar deildar, eins og hún er í dag. Þetta verða al- mennar athugasemdir, og því miður virðist mér ekki mögu- legit að takmarka þær við menntaskólanámið, heldur verð- ur að fara nokkrum orðum um það nám, sem fylgir eftir stúd- entspróf. Ég vil byrja með því að varpa fram þeirri spurningu, hver geti huigsanlega verið tilgangur náms af því tagi, sem við nefnum mennitaskólanám. Telja má tvö meginsjónarmið, þ.e. 1. menntaskólanám er fyrst og fremst almenn menntun virðist hér vera um talsvert vandamál að ræða. Ef mennta- skólarnir eiga að búa nemendur undir háskóla af þeirri gerð, sera hér tíðkast, þá er menntaskól- inn síðasta tækifærið til að veita nemendum almenna menntun. Einnig þess vegna ber að efla og vanda almenna menntun mennta skólanna og hlynna að henni um fram allt. Margt af því, sem sagt er og ritað um stúdentsmenntun nú á dögum, virðist byggt á þeirri forsendu, að augljóst sé hva5 stúdent er og á að vera. Ég hefi haldið því fram, að þetta sé eng- an veginn augljóst, og 'ætti þvi að hika við_ að skilgreina hvað stúdent er. Ég ætla að gera það samt: Stúdent er sá, sem getur fært sér háskólakennslu í nyt. Úr hvaða skóla eða hvers konar skóla hann kemur skipjir engu máli. Til varnar þessari skilgrein- ingu langar mig að lesa hér nokkra stutta kafla úr nýlegri ræðu eftir Noel Annan, Rektor King’s College í Cambridge. Hon um farast þannig orð: „Við erum ekki farnir að gera okkur það ljóst enn þá, hversu gífurlegum fjölda fólks við verð- um að veita æðri menntun. Við miðum enn alla okkar hugsun við úrvalshóp (élite) og við það eitt, að stækka þennan úrvals- hóp. Þetta er rangt. Við ættum að gera ráð fyrir því, að minnst 25% af æskufólki okkar sé hæft til að stunda fullt nám af ein- hverju tagi .... Þetta fólk mun ekki allt Ijúka fullnaðarprófi við Cambridge. En margt af því getur haft mikið gagn af yfirgripsmikilli kennslu í vísindum, tækni, þjóðfélags- fræðum og sumum húmanistisk- um greinum........ (Háskólarnir munu komast að því) að þeir verða að stækka hraðar og stækka meir en þeir hafa átt von á, (og þeir munu einnig komast að því) að háskólarnir eru alls ekki einu æðri menntastofnanir, sem til eru — tækniskólar og kennaraskólar eru engu þýðing- arminni og ættu að njóta jafn- réttis við háskólana og sama fjárhagsstuðnings og þeir .... Þau tækifæri, sem okkur gef- ast nú til þess að orka á heim- inn til góðs, til að bæta lífskjör- in, til að afbarbarísera þjóðfélag okkar — öll þessi tækifæri velta á því, að hér verði sprenging: reiðisprenging yfir þeirri alls ó- nógu menntun, sem börn þessa lands hljóta nú.“ Það má vel vera, að við höf- um ekki ástæðu til að vera eins reiðir og óánægðir og þessi Breti. Það má vel vera, að ónóg menntun barna þessa lands sé ekki áhyggjuefni fyrir okkur. Vonandi er að svo sé. Því aS hvort sem það er satt eða ekki, sem oft er sagt, að þjóðir fái það stjórnarfar, sem þær verðskulda, þá virðist mér hitt óumdeilan- legt, að lýðfrjálst menningarland fær þá skóla, sem það verð- skuldar. Nær núgildandi námstilhögun í menntaskólum þessum tilgangi? Skal reynit að svara þessari spurningu. Ef ætlunin er að takmarka stúdentsnámið einkum við fyrra atriðið, þ.e. telja það fyrst og fremst undirbúning að háskóla- námi, tel ég menntaskólanámið of langt, og stúdentana einu eða tveimur árum of gamla. Að mínu áliti á að hefja sérnám í há- skóla á aldrinum 17 til 18 ára. Ég byggi þessa skoðun mína á því meginatriði, að háskóla- nám í sumum greinum, m.a, stærðfræði, eðlisfræði og jafn- vel í verkfræði, er langt og erfiitt, og þeir, sem nema vilja Framhald á bls. 13. Framsöguerindi Gurinars Böðvarssonar til undirbúnings háskóla- náms. 2. menntaskólanuim er ætlað að þjálfa rraenn til hagnýtra starfa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.