Morgunblaðið - 01.05.1963, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 01.05.1963, Blaðsíða 5
Miðvikudagur I. maf 1969 MORCl'NBL 4Ð1Ð 5 eS virkja næst, en úr því fæst skorið innan tíðar. Ekki er enn vitað, hvort ráðizt verður í stór- iðju á næstu árum og er því ekki unnt að taka ákvörðun um virkjun, sem fullnægði því fyrr en ákvörðun liggur fyrir um það, hvort um stóriðju verður að ræða hér á landi á næstunni. Við Búr- fell er talið að virkja megi 60 þús. KW í fyrsta áfanga. Telja xná að það væri eðlileg stærð miðað við raforkuþörf Suður- og Suðvesturlands, þótt ný stóriðja kæmi ekki til greina, önnur en aukning áburðarverksmiðjunnar. Víst er um það, að raforkuskort- ur verður á Suðurlandi 1967, enda þótt aukning sú, sem möguleg er við Sogið verði að fullu nýtt. Á X>axársvæðinu verður einnig orku skortur á næstunni og er Laxár- virkjunarstjórn þegar farin að ræða um undirbúning næstu virkj unar. Á Austur- og Vesturlandi verður einnig orkuskortur mjög fljótt. Það eru því mikil verkefni framundan í virkjunar- og raf- orkumálum. Mestu máli skiptir að haga vinnubrögðum öllum þannig að framkvæmdirnar komi að sem beztum notum og verði ekki gerðar dýrari en nauðsyn ber til. Geysilegir möguleikar eru í sambandi við jarðhita. Með lög- um um jarðthitasjóð, sem sam- þykkt voru 1962, gefst aukinn möguileiki til hagnýtingar jarð- hitans. Auk stóra jarðborsins, sem stöðuigt vinnur hér sunn- anland's, var á s.l. ári tekinn í notikun stór jarðbor, sem vinnur víðs vegar á Norðurlandi. Er eng in vafi á því, að í jarðhitanum é þjóðin mikla möguleika, sem hún mun notfæra sér í stöðugt Stærri mœli. Auknar umbætur í samgöngumálum. Rétt þykir að minnast nokkuð á samgöngumálin. Umferðarmið- etöð er í byggingu í Reykjavík og er ætlazt til að allir sérleyfis- bílar hafi afgreiðslu þar. Er eng- inn vafi á því, að bætt skilyrði fil afgreiðslu og þjónustu við al- menning koma með hinni nýju umferðarmiðstöð, en eins og sak- ir standa eru skilyrðin mjög slæm í þeim þrengslum, sem nú er búið við í gömlu afgreiðslunni. Um vegamálin hefur oft verið rætt og skal því aðeins stiklað é nokkrum atriðum, þeim við- komandi. Framsóknarmenn telja að fjárveitingar séu naumar til vegamála hjá núverandi ríkis- stjórn. Rétt þykir að gera nokk- urn samanburð á framlagi til samgöngumála á þessu ári og ár- jnu 1958, síðasta ári vinstri stjórn arinnar. Árið 1958 var framlag til nýbygginga vega 24 millj. 880 þús. kr. 1863 42 millj. 300 þús. kr. Hækkun 70%. Til vegaviðhalds var varið 1958 33 millj. kr. 1963 63 millj. Hækkun 91%. Til brúa var varið 1958 16 millj. 308 þús. kr. Árið 1963 26 millj. 205 þús. kr. Hækkun 61%. Til flugvalla var varið 1958 6 millj. 653 þús. kr. Árið 1963 13 millj. 212 þús. kr. Hækkun 99%. Hækkun á vega kostnaði á þessu tímabili mun vera nærri 45%, byggingarvísi- tala er 42,3%. Þess skal getið að fé til Reykjanesbrautar er ekki talið hér með, þar sem fjár til þeirrar framkvæmdar er aflað xneð öðrum hætti. Reykjanesbraut lýkur á árinu 1965. Yerður þá haldið áfram að steypa fjölfarna vegi. Það er augljóst að fram- lög til samgöngumála eru hlut- fallslega mun meiri nú en var í tíð vinstri stjórarínnar og fer það því illa í munni Framsókn- armanna, þegar þeir eru nú að tala um lágar fjárveitingar til þessara mála. Það er svo annað tnál, að nauðsyn ber til að veita meira fé til vega og brúa og hefur ríkisstjórnin og stjórnarflokkarn- ir fullan hug á þvi Milliþinga- nefnd hefur vegalögin í endur- ekoðun. Verður þeirri endurskoð- «n væntanlega lokið á þessu eumri og frumvarp til nýrra vegalaga lagt fram á haustþing- inu. Vitað er að vegalaganefnd hefur ýmsar tillögur á prjónun- um, sem hún vill vega og meta áður en þær verða settar inn í frumvarp. Margir alþingismenn hafa flutt tillögur á undanförnum þingum um það, að sýsluvegir verði teknir í þjóðvegatölu. Kem ur vel til mála að afnema sýslu- vegina og koma þeim flestum í þjóðvegatölu, eins og lengi hefur verið óskað. Jafnframt verður að leggja meira fé til vegamálanna. Kemur til greina að láta allan benzínskattinn ganga til þeirra mála, en eins og nú er, fer mest- ur hluti af benzínskattinum í rík- issjóð. Fleira þarf áreiðanlega fram að koma samgöngumáhmum til framdráttar og verður í sam- bandi við ný vegalög að velja þau beztu úrræði, sem völ er á. Unnið hefur verið að flugvallar- gerð víðsvegar um landið og lagt kapp á að auka öryggisbúnað flugvalla og flugöryggisþjónust- una. Stöðugt er flogið til fleiri staða í landinu og fjarlægðirnar þannig gerðar viðráðanlegar og einangrunin rofin. Með tilkomu flugvélar Björns Pálssonar verð- ur nokkur vandi leystur fyrir ýmsa staði, sem aðeins hafa stutt ar flugbrautir, en flugvélar Flug- félags íslands geta ekki notað. Flugið er mikill atvinnuvegur í landinu, sem léttir lífsbaráttuna og veitir fjölda manns atvinnu, auk þess sem utanlandsflugið er nú farið að gefa drjúgar gjald- eyristekjur. ísland er að verða ferðamanna- land, stöðugt koma fleiri erlendir ferðamenn til landsins. Aðstöðu hefur vantað til þess að veita ferðamönnum nauðsynlega og æskilega þjónustu. Úr þessu er verið að bæta. Lög um gistihús og veitingasölu, sem samþykkt voru á síðas-ta þingi, miða í þessa átt og munu létta baráttuna fyrir því, að greiða úr þessutn vanda. Frumvarp um ferðamál var lagt fram síðla á nýafstöðnu þingi, en dagaði uppi vegna þess að tími vannst ekki til að jafna smá- vegis ágreining, vegna þing- lausna, sem var um málið. Með frumvarpi þessu var gert ráð fyrir að skipa ferðamálaráð, ólaunað, sem skyldi hafa fyrir- greiðslu um ferðamál í landinu. Gert er ráð fyrir að stofna ferða- málasjóð, sem nota á til fyrir- greiðslu ferðamála, s. s. lána til lagfæringa á gisti- og veitinga- stöðum. í þessu skyni er á f járlög um þessa árs 1 millj. kr. en gert var ráð fyrir að útvega að auki 3 millj. kr. á þessu ári, sem lagð- ar yrðu í ferðamálasjóð Þótt frumvarp þetta yrði ekki lögfest að þessu sinai, má segja að stefn- an hafi verið mörkuð og áuðvelt verður á næsta þingi að fá lög samþykkt, með lítilli breytingu, byggð á áðumefndu frumvarpi. Með því að vinna að ferðamál- um betur en áður hefur verið gert, getur þjóðin fengið miklar gjaldeyristekjur af ferðamönnum og að því ber að sjálfsögðu að keppa. Mikíar framkvæmdir Landssímans. Rétt þykir að minnast lítillega á póst- og símamál. Á því kjör- tímabili, sem nú er að ljúka, hef- ur símanotendum fjölgað um nærri 30%. Langlínusamtöl hafa aukizt á s.l. ári um 13%. Þrátt fyrir gífurlega aukningu hjá Landssímanum hefur fólki ekki fjölgað við stofnunina og er það vegna ýmis konar hagræðingar og þess að sjálfvirkum stöðvum fer fjölgandi. 44 þús. símar eru í landinu, 24 símar á hverja 100 íbúa. Oll sveitabýli, sem þess hafa óskað, hafa nú fengið síma. í Reykjavík eru nú 200 á biðlista, en verður vonandi unnt að full- nægja eftirspuminni á komandi hausti. Sjálfvirkar stöðvar er ver ið að setja upp í Vestmannaeyj- um, Akranesi, Kópavogi, Hafnar firði og Reykjavík. Gert er ráð fyrir að sjálfvirkar stöðvar verði komnar í aila kaupstaði og kaup- tún árið 1967 og einnig að marg- ar sveitir verði þá einnig í sam- bandi við sjálfvirkar stöðvar. Framkvæmdir Landssímans eru geysimiklar og kostnaðar- samar. Eigi að síður eru fram- kvæ’mdimar gerðar án þess að ríkissjóður leggi til fé. Þetta get- ur aðeins gerzt vegna þess að vinnuhagræðing er gerð eins hag- stæð fyrir stofnunina og mögu- legt er og að sjálfvirku stöðvarn- ar draga mjög úr rekstrarkostn- aði. Þótt oft hafi verið talað um há símagjöld hér á landi, eru þau þó lægri hér en í nágrannalönd- unum og verður það að teljast góður árangur, miðað við þá miklu uppbyggingu og kostað, sem af henni leiðir hjá Lands- símanum. Unnið hefur verið að bættu skipulagi hjá Póstinum. Má segja að % hlutar lands- manna fái blöðin sama dag eða daginn eftir að þau koma út. Um leið og þjónustan hefur verið auk in og bætt hjá Póstinum, hefur verið dregið úr margs konar kostnaði með bættri- vinnuhag- ræðingu. Gamla skipulagið, sem hefur verið notazt við allt til árs- ins 1960 hefur verið lagt til hlið- ar og ný vinnubrögð upp tekin þess í stað. Fyrir skömmu hefur verið samið við 94 sveitarhreppa um útburð ábyrgðarsendinga og böggla og er þessi þjónusta að hefjast til mikilla hagsbóta fyrir fólkið í sveitunum. Er ætlunin að taka upp slíka samninga í öllum sveitarhreppum landsins. Hér hefur verið nokkuð rætt um ýmsa þætti atvinnumálanna. Á sama hátt mætti vitanlega ræða um önnur atvinnumál. Eðli- legt væri að minnast lítillega á sjávarútveginn, sem hefur með viðreisnarráðstöfunum verið forð að frá þeirri kreppu, sem upp- bótaikerfið hafði sett þann at- vinnuveg í. Sjávarútvegurinn starfar nú með eðlilegum hætti og hafa ekki áður verið flutt til landsins fleiri og glæsi- legri skip en s.L tvö ár. Er von- andi að framhald megi verða á æskilegri þróun sjávarútvegsins, landi og þjóð til ávinnings og blessunar. Iðnaðurirm hefur einn- ig eflzt og fyrir atbeina iðnaðar- málaráðherra Bjarna Benedikts- sonar, hefur iðnaðinum verið séð fyrir auknu fjármagni. Iðnaður- inn hefur'nú með lögum frá síð- asta Alþingi, lagt grundvöll að Stofnlánadeild fyrir iðnaðinn og haft að fyrirmynd Stofnlánadeild landbúnaðarins og Fiskveiðasjóð, þannig að iðnaður inn leggur sjálfur til talsvert gjald af iðnaðarframleiðslunni til þess að efla Stofnlánadeildina. Þegar rætt var um Stofnlánadeild iðnaðarins og gjald það, sem iðn- aðarmenn vilja greiða til deild- arinnar, en áætlað er að það nemi 7 milij. króna á árinu, risu Fram sóknarmenn upp og töldu það óhæfu mikla að skattleggja iðnað inn og lögðu til að r'kissjóður legði til 15 milljónir króna þess í stað. Þess ber að geta að þegar Framsóknarmenn voru í ríkisstjórn, töldu þeir ekki fært að leggja iðnaðinum til fé. Eftir- tektarvert er, að Framsófcnar- menn lögðu einnig til á síðasta þinigi, að Stoflánad. landbúnaðar- ins væru greiddar árlega úr rík- issjóði 30 millj. króna, að Veð- deild Búnaðarbankans fengi einnig úr ríkissjóði 50 millj. króna, að Búnaðarlánasjóður yrði myndaður með 50 millj kr. fram- lagi. Segja má að Framsóknar- menn séu stórhuga, þegar þeir eru ekki í ríkisstjórn, en margir minnast 4 milljónanna hans Ey- steins, sem hann ætlaði að leggja búnaðarsjóðunum til á árinu 1959, eins og minnzt var á hér að framan. Það er eðlilegt að Framsókn vilji nú efla Veðdeild Búnaðarbankans, þar sem hún var alveg févana í stjórnartíð Framsóknar. Á árinu 1958 var lán að úr Veðdeild 600 þús. krónur og geta Framsóknarmenn vissu- lega út af fyrir sig verið ánægð- ir með það, en þess ber að geta, að það er það minnsta, sem deild- in hefur lánað á einu ári síðan hún tók til starfa. Á árinu 1962 voru veðdeildarlánin um 70 millj. króna, en stærsti hlutinn af því var eins og áður er að vikið, vegna sérstakra laga um lausa- skuldir bænda. Nú er unnið að eflingu Veðdeildarinnar og verða lán hækkuð á þessu ári. Framsókn talar tveim tungum. Eðlilegt væri að minnast lítils- háttar á verzlunarmálin. Er þar orðin mikil breyting til bóta með því að nú má heita að verzlumn hafi verið gerð frjáls og með öllu horfið frá haftastefnunni, vöru- skorti og svörtum markaðj út- rýmt. Um leið og þetta er ánægju legt fyrir alla þá, sem við verzl- un fást, er það ekki síður öllum almenningi til mikilla hagsbóta, að nú er vöruval og heilbrigðir verzlunarhættir upp teknir. Segja má, að ótrúlega hagstæð þróun hafi orðið á skömmum tíma í at- vinnulífi íslendinga. Það er ekki nema tæplega hálft fimmta ár síðan að vinstri stjórnin kvaddi stjórnarráðið. Hvemig var við- horfið þá? Var það satt, sem Her- mann sagði, að óðaverðbólga væri skollin yfir? Var það satt, að vísitalan hækkaði um 17 stig í desemiber 1958 og hefði hækkað að jafnaði um 5 stig á mánuði að óbreyttri stefnu, eða um 80 stig frá 1. desember 1958 til 30. nóv- ember 1959? Þetta er satt, vegna þess að fær ustu menn höfðu*reiknað dæmið. Þetta dæmi var endurskoðað og reyndist vera villulaust. Með þetta í huga er auðvelt að gera sér grein fyrir því, hvemig at- vinnuvegunum hefir vegnað í þessari hringrás. Ekkert nema stöðvun, atvinnuleysi og vand- ræðaástand blasti við. Það ógnaði fjárhagslegu og pólitísku sjálf- stæði þjóðarinnar. Hermann sagði satt, þegar hann lýsti uppgjöfinni 4. desember 1958. Þá má furðu- legt heita, ef þjóðin hefur ekki gert sér grein fyrir þessu. Þjóð- in er það vel upplýst, að hún veit, hvað hefur gerzt Þess vegna undrast almenningur, þegar Fram sóknarmenn og kommúnistar af miklu yfirlæti gera kröfu til þess að þeim verði veitt aðstaða eftir næstu kosningar til þess að fara með stjórn landsins. Segja má, að Framsóknarflokkurinn sé furðu- legt fyrirbæri í íslenzkum stjórn- málum. Alþjóð hefur lengi vitað um vinnubrögð Kommúnista og og ekki búizt við góðu úr þekn herbúðum. En margir heiðarlegir menn hafa að undanförnu kosið Framsóknarflokkinn í þeirri trú að hann væri ábyrgur flokkur með þjóðlega stefnu. Þannig hef- ur þessum flokki tekizt fram á síðustu tíma að villa á sér heim- ildir með orðskrúði, miklum blaðakosti og hvers konar áróðri. Nú er svo komið, sem betur fer, að margir hafa séð í gegnum blekkingavefinn og gert sér grein fyrir því, hvers má vænta af Framsóknarflokknum og þeim vinnubrögðum, sem hann viðlhef- ur. Sýnilegt er, að flokkurinn á enga stefnu. Þegar flokksmenn ræða við hægri sinnað fólk, telja þeir sjálfsagt að stefna að sam- vinnu við Sjálfstæðisflokkinn, þegar þeir ræða við svokallað vinstri fólk í kaupstöðum og kauptúnum, telja þeir sjálfsagt að vinna með Alþýðubandalag- inu og ná meirihluta með því. Framsóknarflokkurinn ber á sér stimpil hentistefnunnar og brasks ins og fær með því fyrirlitningu allra góðra manna. Á Alþingi fyrir mörgum árum komst greindur og gegn alþingis- maður þannig að orði, að Ey- steinn og eymdin væru óaðskilj- anleg. Þetta er sannleikur. Eng- inn hefur lengur verið fjármála- ráðherra en Eysteinn Jónsson, en í kringum hann hefur stöðugt verið sultur og kreppuvæl. Það er ekki undur, þótt Framsóknar- menn séu svartsýnir eftir að hafa valið í formannssæti mann, sem hefur með sér slíka fylgifiska. En þótt Framsóknarflokkurinn hafi valið sér þess háttar forystu, er ólíklegt að þjóðin óski eftir því að fá eymdina, höftin, vöruskort- inn og svartamarkaðinn, sem oft- ast hefir fylgt Framsókn í stjóm- arráðinu. Fjárlög hafa verið af- greidd á réttum tíma. Tekjuaf- gangur hjá ríkissjóði. Mikil og góð breyting á stjórn fjármál- anna. Þegar Framsóknarmenn líta nú yfir þrjú s.l. ár og sjá, að við- reisnin hefur gert mögulegt að sdla gjaldeyrisvarasjóða í stað gjaldeyrisskulda, að auka spari- féð meira en nokkru sinni áður, að kaupa rekstrargrundvöll fyrir atvinnuvegina, þaxrnig að þeir ganga nú betur en nokkru sinni fyrr, að atvinna er meiri fyrir alla en nokkru sinni fyrr. Þá er eðlilegt að þeir telji sér ekki sig- urvænlegt í komandi kosningum að láta kjósa um það, sem ríkis- stjórnin hefir gert og við blasir hverjum manni, sem sjón hefir. Rógburður Framsóknar. Þess vegna hefir stjómarand- staðan, sérstaklega Framsóknar- menn, gripið til þeirra ráða, sem áður hafa ekki þekkzt í íslenzk- um stjórnmálum, að bera stjórn- arflokkana þeim sökum, að þeir ætli að kosningum loknum, að svíkja landið í hendur annarra þjóða og gerast hreinir landráða- menn. Framsóknarmenn fullyrða, að ríkisstjórnin ætli að loknum kosningum, að opna landhelgim fyrir erlendum fiskiskipum. Þeir fullyrða að fslendingar muni ganga í Efnahagsbandalagið, hver sem aðgangseyririnn verð- ur. Það eru forystumenn Fram- sóknarflokksins, sem ráða þess- um vinnubrögðum. Það verður að ætla að þeir, sem hafa kosið þessa forystu, fordæmi og fyrir- líti vinnubrögðin. Það er verið að reyna að telja þjóðinni trú um að forystumenn stjórnarflokk- anna séu hreinir landráðamenn, sem hafi það eitt í hyggju, að svíkja þjóðina. Hvaða nafn má gefa vinnubrögðum, eins og þess- um? Hefði þetta ekki einhvern tíma verið kallaður rógur? Er þá ekki rétta nafnið á þeim, sem þessi vinnubrögð viðhafa, að þeir séu rógberar? Vissulega eru þeir, sem viðhafa slík vinnubrögð og halda þessu fram við alþjóð, róg berar á gamlan íslenzkan mæli- kvarða. Þjóðin vill ekkert með slík vinnubrögð hafa. Þjóðin er sammála um að vernda rétt ís- lands um alla framtíð. Þjóðin öll mun halda áfram baráttunni fyr- ir því að landgrunnið allt verði aðeins fyrir'íslendinga. Þjóðin öll mun vera sammála um að auð- lindir landsins verði aðeins fyrir fslendinga og það, sem ekki verð ur unnt að notfæra sér vegna mannfæðar í nútíðinni, verði varasjóður fyrir komandi kyn- slóðir fslands um langa framtíð. Þannig hugsar þjóðin, þannig vill hún að forystumenn hennar vinni og haldi á málunum. í þess um anda munum við Sjálfstæðis- menn hverju sinni vinna að efl- ingu íslenzks atvinnulífs og vemd un íslenzkra hagsmuna. Við mun um heldur hætta okkur við lægra verð fyrir útflutningsafurðir þjóðarinnar heldur en að láta af hendi nokkur landsréttindi eða annað, sem getur komið í bága við hagsmuni þjóðarinnar fyrr eða síðar. Jafnari kjör. íslenzka þjóðin er fámenn S stóru en góðu landi. Landið býð- ur upp á mikla möguleika og góð lífskjör. Það er því gott að vera íslendingur og þess vegna ber að hafa í huga hverjar skyldur því fylgja. í stórri fjölskyldu þykir sjálfsagt að allir innan fjölskyld- unnar hafi föt, fæði, húsaskjól og annað, sem talið er nauðsyn- legt í samræmi við kröfur tím- ans. íslenzka þjóðin ætti að vera eins og ein fjölskylda. Það má ekki ske að nokkur íslendingur hafi ekki það, sem talið er nauð- synlegt til þess að lifa maim- sæmandi lífi. Við íslendingar munum nú vera komnir lengra en aðrar þjóðir í því að tryggja þá, sem ver standa í lífsbaráttunni Framhald á bls. 19.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.