Morgunblaðið - 01.05.1963, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 01.05.1963, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 1. maí 1963 MORCVISBT. 4 ÐIÐ 15 Guðmundur Gíslason Hagalín: „Að kenna til í stormum sinna tíða“ Bókmenntirnar og stjórn- malaflokkarnir Flokkaeinræðið Höfundur bókarinnar Hugleið- ingar og viðtöl og ýmsir fleiri, sem hafa um þessi mál ritað, sjá imörg ljón á vegi hinnar bók- menntalegiu þróunar með ís- lenzku þjóðinni. Meðal þeirra tel ur hann flokkaeinræðið. Hann segir meðal margs annars í þætt inum Velferðarríkið, en það er einn snjallasti og um leið harð- orðasti og þungalvarlegasti kafli bókarinnar: „I>ar sem velferðarhugsjónin hefur sums staðar leitt til flokks- einræðis, hefur hún hjá okkur leitt til flokkaeinræðis. Auðvitað er reginmunur á þessu tvennu eins og bezt sést á því, að við eigum enn frjálsar listir og ís- ienzkir rithöfundar fara eigin götur án þess að spyrja um póli- tískar kröfur eða óttast gagnrýni fyrir þær sakir að reyna nýjar leiðir. Er þetta raunar eðlilegt á- stand í lýðræðisþjóðfélagi, og má hafa það til marks. En þess ber að minnast, að skemmri leið er frá flokkaeinræði í algert einræði en margur hyggur“. En þó að bókarhöfundur sjái ellglöggt, hver vá stendur af starf semi kommúnista, virðist hann ekki hafa komið auga á, hve mjög hlutur þeirra í íslenzkum stjóm- málum verkar skaðsamlega á lýð ræðisflokkana, meðal annars á af stöðu þeirra til menningarlífs þjóðarinnar, afskiptaleysi þeirra og afskipti. Mundi ekki ofmælt, að auk þeirrar freistingar, sem það felur í sér, hve fámennir við erum — hvað það er hér títt, að allir þekki alla innan félags- legra eininga þjóðfélagsins — séu áhrif starfsaðferða hins til- tölulega mjög fjölmenna og afar fjársterka kommúnistaflokks, að alorsök þess varhugaverða á- stands, sem bókarhöfundur kall- ar flokkaeinræði. Og því miður mun þar engan veginn auðveit um að bæta. Það er auðskilið, að meðan póli tískt siðferði og ábyrgðartilfinn- ing er ekki á hærra stigi hjá okkur íslendingum en svo, að flokkar í stjórnarandstöðu neyta svo til allra bragða til að sverta og gera tortryggilegar því nær allar aðgerðir ríkjandi stjórnar, verða þeir flokkar, sem eru í etjórn og bera ábyrgð á gerðum hennar, að halda ærið fast utan að liði sínu, ekki sízt á viðsjár- verðum og mjög breytilegum tímum, ef allt á ekki að fara úr reipunum. Og af óábyrgri stjórn orandstöðu eru engir hinna ís- lenzku stjórnmálaflokka hreinir. En um þetta gætir einmitt mjög mikið áhrifa frá þjóðhættuleg- um starfsaðferðum kommúnista, sem fylgja þeirri línu, sem þeir hverjú sinni fá frá sínum meist- ara og herra. Það er vatn á þeirra myllu, að sem allra verst takizt til um aðgerðir ríkisstjóma, sem í em lýðræðissinnar. Þess eru dæmin, að þeir hafi sjálfir kom izt í stjóm, og hefur það gefið þeim allgóða raun. Á árum hinn or svokölluðu nýsköpunarstjórn *r gafst þeim kostur á að hag- ræða aðstöðu sinni margvíslega, og í vinstristjórninni, sem eink- um átti það nafn skilið með til- liti til þess, hve böslulega gengur fyrir flestum, sem ekki em örv hentir, að beita fyrir sig vinstri hendinni, gátu þeir orkað því, að tiltrú okkar hjá lýðræðisþjóðum Vesturlanda var langt til glötuð á vettvangi lýðræðislegra við- horfa í veröldinni og þá ekki síð- ur á sviði viðskipta- og fjármála, enda svo komið, að eitt sinn fengu alþýðuflokksfulltrúarnir í stjórninni því með naumindum bjargað, að farið væri inn á þá braut að binda íslenzka ríkið á skuldaklafa austan járntjalds, en það vita þeir og skilja kommún- istar, að þegar svo væri komið, mætti fljótlega sjá hér fleira illa ryðbrunnið en bíla. Það er fyllilega í samræmi við starfsaðferðir kommúnista í öll- um lýðræðislöndum, að íslenzkir taglhnýtingar Moskvuvaldsins beitir hvers konar ósannindum, rógi, falsi og fláttskap í hinni pólitísku baráttu. Reynslan hef- ur sýnt þeim, að þessi vopn hafa víða orðið furðu hraðvirk, og auð vitað vilja þeir komast sem fyrst í paradís. Að paradís kommúnism ans sé ekki einungis draumórar, hvarflar vitaskuld ekki að þeim sjálfum, þrátt fyrir þær í heil- brigðum augum ægilegu stað- reyndir, sem margir þeirra verða að viðurkenna. Að paradísarsæla sé í vændum, það er þeirra trú — já, þeirra náttúrubundna trú, og svo breyta þá auðsæjar stað reyndir um aðgerðir kommúnist- ískra leiðtoga alls engu. Trúar- brögð herma, að djöfullinn hafi einu sinni ætlað sér völd í himna- ríki, en honum verið steypt í hið margræmda eldríki og Stalín var afhjúpaður og hvílurúm hans bor ið burt úr grafhýsinu fræga, líkn- eskjum hans steypt af stalli og þau meðhöndluð eins og gull- kálfskvikindið forðum, og svo hefur þá einnig verið lítils háttar leiðrétt umsögnin um hann í kennslubókum austur þar og í hinni miklu og fróðlegu rúss- nesku alfræðibók. Og var ekki líka höggormsóféti í paradís — eins konar heimsvaldsþjónn auð- valdsins? Stóð ékki engillinn Kerúb með sveipanda sverði við hlið paradísar, já, jafnvel margir Kerúbar? Og síðast en ekki sízt: Var ekki þeim Adam og Evu harðbannað og við lögð Síberíu vist að eta af skilningstré góðs og ills? . . . Huh, þarna getið þið séð, sem skírskotið til misgerða Stalíns, til járntjalds og til vopna valds Ráðstjórnarríkjanna og heimtið í ofanálag leyfi til að eta af skilningstrénu austan járn tjalds, þykist eiga rétt á að fá að dæma þar um, hvað sé gott og hvað illt! . . . Nú, ef allt um þrýt ur, mætti máski reyna að benda ykkur á það, að til er svo voldugt ríki í austri, að æðsti maður þess getur leyft sér að taka af sér skó inn og nota hann sem barefli til áréttingar ókvæðisorðum sínum á samkomu fulltrúa flestra ríkja heims, fulltrúa sem langflestir hafa bundið sínar vonir við þá trú á skynsemi valdhafanna í veröldinni, að um síðir takist að fá öll deilumál jöfnuð á friðsam legan hátt! Sannarlega mun íslenzkum lýð- ræðisflokkum hafa virzt vinnu- brögð kommúnista í stjórnarand- stöðu gefa ærið góða raun, og svo hafa þeir þá freistazt til að taka upp á sumum sviðum sömu starfs aðferðir, þegar þeir hafa verið utan ríkisstjórnar — og einkum vegna þess, að þeir hafa óttazt, að ef þeir gerðu það ekki, mundi kommúnistum stóraukast fylgi, og svo hafa þeir þá verið svo lengi búnir að hrópa með þeim úlfur, úlfur! — að þeir hafa ekki þorað að taka upp samstarf við úthrÓDaðan stiórnmálaflokk að Guðmundur Gíslason Hagalin. loknum kosningum, heldur látið sín eigin stjórnarandstöðuafglöp hrekja sig öfuga inn í stjórnar- samstarf, þjóðarvarðgæzlu — með þjófunum! . . . Alþýðuflokk urinn, sem er í augum koinmún- ista mesti meinvættur af lýð- ræðisflokkunum, — er sem sé úlf urinn í sauðargæru sósíalismans, hefur aftur og aftur í stjórnarand stöðu þrýst sér sem þéttast upp að kommúnistum og beðið af því eitt afhroðið öðru meira. Sjálf- stæðisflokkurinn átti við þá af- drifaríkt samstarf í verkalýðs- málum hér áður fyrrum, og skemmst er að minnast þess sann kommúnistíska tóns, sem var í blöðum þess flokks, þegar verk fallshrellingar steðjuðu að þeirri ósamstæðu, óstarfhæfu og vand- ræðalegu þrenningu, sem kölluð var vinstri stjóm og bráðkvödd varð að fimm sjöttu hlutum, þeg ar liðsoddur hennar hafði látið fallast á sverð sitt kvöld eitt í nóvembermánuði 1958 . . . Og svo er það þá stjórnarandstaða Framsóknarflokksins þessi ár, sem núverandi stjórn hefur setið að völdum. Hvað sem líður fjár- hagsmálum og Móðuharðindum, tel ég mig hafa í þeirri stjórnar andstöðu séð einna gleggst, hve háskalegt það gæti verið, eins og nú er komið stöðu fslands í ver- öldinni og svo sem málum heims ins er nú háttað, að treysta því, að á elleftu stundu sé ávallt nógu snemmt að snúa við blaðinu. Og oft hef ég spurt og verið þungt fyrir brjósti: Eru þær virkilega gleymdar, hryggilegustu stund- irnar, sem sannir lýðræðissinnar hafa lifað síðasta hálfan annan áratug? Er sá sólarhringur — fyr ir um það bil 15 árum — gleymd ur, þegar lengi ófrjáls, gáfuð, vel menntuð og frelsisunnandi lýð- ræðisþjóð var endurfjötruð og niðurlægð með falsi, svikum, lyg um, launmorðum og síðan ógnun víðtæks vopnaðs ofbeldis? Eru þau gleymd, hin ógnþrungnu dægur, þegar krumlur ívars grimma, íklæddar ráðstjórnar- glófum, kyrktu í nafni frelsis, bræðralags og framtíðarheillar fegurstu vonir hinnar um aidir þrautpíndu, en þó aldrei þræl- slóvguðu þjóðar á sléttunum báðum megin Dónár, sólarhring- arnir, þá er allur hinn siðaði heimur skalf í nágustinum, sem stóð undan vængjum friðar- dúfnanna á skriðdrekum og handsprengjum hugsjónaliðsins gerzka, sem att var á fylkingar ungverskra verkamanna, stú- denta og bænda?.... Og hvort mundi svo verða til varnaðar það, sem gerzt hefur á Kúbu? Ég á ekki við byltingu Castrós, heldur hitt, sem síðan gerðist og var þolað, unz friður aðgerða- leysisins var orðinn að möru . . . Og hvort mundi njósnamálið frá um daginn verða munað af lýð- ræðisflokkum í stjórnarand- stöðu hér á Islandi lengur en fram yfir næstu alþingiskosn- ingar?.... Eða mundi mönnum — jafnvel virkum stjórnmála- mönnum — vera ljóst, hvað er í rauninni uggvænlegast af því, sem þar hefur fram komið? Frá mínum bæjardyrum séð er það ekki sú staðreynd, að Rússar haldi hér uppi njósnastarfsemi að því litla leyti, sem þeim er þörf á slíku, svo mjög sem allt fer hér fram fyrir opnum tjöld- um, — ekki heldur hitt, að kommúnistamir íslenzku komu þar við sögu og áberandi maður úr MÍR var tengiliður, — því að þetta mættu allir hafa vitað fyrir fram. Mér virðist uggvæn- legast, hve íslenzkir kommún- istaleiðtogar gerðu sig bera að samstöðu við hina rússnesku njósnara, að þeir skyldu ekki einu sinni telja það nú — eins og oftast áður — nauðsynlegt að látast, heldur snúa þegar reiði sinni á opinberum vettvangi gegn þrautreyndum flokksbróð- ur, sem reyndist ekki svo starblindur að hann gerði sér ekki Ijóst, hvert stefndi. Síðan atkvæðagreiðsla um borgararétt Ungverjanna á Alþingi!.... Mundi þetta alls ekki reynast nægilega greinileg bending um, kvað íslenzkir náttúrukommún- istar telja sig nú mega leyfa sér, í hve sterku hróksvaldi þeir þykjast skáka eftir það, sem leyfðist á Kúbu — og hve djúpa fyrirlitningu þeir hafa á skyn- semi og réttsýni hjástoða sinna, svokallaðs alþýðubandalags og þjóðvarnarsnápa!! attaníossanna, hinna nytsömu sakleysingja, sem ekki hafa látið sér segj- ast, þótt þeir svo til dag- lega hafi mátt heyra af vörum hins kommúníska Castrós: Hvað sem öðru líður legg ég til, að Kartagóborg verði lögð í eyði — sumir þessara manna mættu þó muna, hver urðu örlög ættborg- ar Hanníbals sálaða. Hins vegar kynni samt að vera, að hinir kommúnísku foringjar og band- ingjar þeirra hafi annað veifið látið að sér svífa — þegar mesta æsireiðin var af þeim runnin eft- ir upplj óstrunina, að réttast væri nú að slá varnagla, samtímis því sem þeir létu hrísið dynja á hrygglengju hins fordæmda flokksbróður, sem dirfðist að hugsa. En svo óhöndulega hefur til tekizt fyrir þeim, að var- naglinn, sem þeir hafa slegið, ætti að geta orðið nothæfur þjóð 3. grein inni í nauðsynlega kistu. Ein- hver stærstu og bitrustu orðin, sem Matthías Johannessen notar í bók sinni, eru: varðgæzla inn- brotsþjófanna. Þau fela í sér í garð íslenzkra kommúnista og um leið allra þeirra, sem léð hafa þeim lið, beint eða óbeint — og - ekki sízt þeirra, sem hafa látið það ólán henda sig að vinna með þeim sem íslenzkum og á- byrgum flokki, einhverja hina hryllilegustu ásökun, sem hugs- anleg er og rifjar upp undan- fara hinna ógnþrungnu afdrifa Tékkóslóvakíu. Nú hefur það hent íslenzka kommúnistafor- ystu að leggja fram svo óræka sönnun þessara orða, að með fullum sanni má segja um þá, sem ekki láta sannfærast: Heyr- andi heyra þeir ekki og sjáandi sjá þeir ekki né skilja!.... Með- an yfir standa umræður um njósnamálið, flytja þeir um það tillögu á Alþingi, hinn roskni hillingamaður Einar Olgeirsson, Kartagóborgarmaðurinn undir merkjum hins kommuniska Catós og sá, sem SÍA-mennirnir hafa slegið um skjaldborg sem bráðabirgðaerfingja að hinu kommúníska forystuhlutverki hér á Iandi, að vegna aldarfimmt ungs afmælis íslenzka lýðveldis- ins skuli samþykkt að verja fimm milljónum króna til verð- launa fyrir listræn og vís- indaleg afrek! Þeir hafa ekki látið það fylgja þessari tillögu, að milljónirnar skuli teknar að láni austan járntjalds, en í tíð vinstri stjórnarinnar sálugu sýndu þeir meiri áhuga á slík- um lántökum en rausnarlega auknum fjárframlögum til vís- inda og lista. O, jú, jú, það mun áreiðanlega hafa svifið að þeim út af njósnamálinu, að hluta- bréf þeirra sem varðgæzlu- manna íslenzks sjálfstæðis og þjóðmenningar kynnu að hafa fallið eitthvað lítilsháttar í kaup höll almenningsálits og kjör- fylgis!.... En lýðræðissinnuð skáld og listamenn — mundi ekki vilja við brenna, meðan jafnháskalegur útsendari hins rússneska vábjarnar sem hinn kommúníski úlfur er í hjörðinni íslenzku, að sumir stjórnmála- menn — já, foringjar lýðræðis- flokkanna, reynist ekki ónæmir fyrir þeim óþverra sjúkdómi að nota lúalegan, rætinn og þjóð- hættulegan áróður í stjórnarand stöðu — og einnig að fram komi hjá stjórnarflokkum allrík til- hneiging til að kippa nokkuð fast í flokksböndin? Bókarhöfundur segir í kaflan- um Starf rithöfundarins, að jafnvel hjá okkur íslendingum sé nú svo komið, að stjórnmála- menn blandi sér í fleira en æski- legt sé, — þeir þykist til dæmis þurfa að ráða vali manna í nefndir, sem fjalli um menn- ingarmál, og í stjórnir vísinda- sjóða. Þetta mundi vart ofmælt, en hyggjum nú að, hversu ástatt er, hvað kynni að eiga þarna ærinn þátt í því, að þessu er þannig komið, en það mætti vera bókarhöfundi ljóst og öðr- um áhugasömum lýðræðissinn- um, sem svipast hér eitthvað um bekki. Þegar Arthur Miller lýsti vinnubrögðum McCarthy-istanna amerísku, hefði hið mikla skáld mátt láta þess getið, um leið og hann sagði, að hin ameríska öfga- stefna væri afleiðing af starf- semi kommúnista, að eins og nazistarnir þýzku voru læri- sveinar þeirra um starfsaðferð- ir, eins eru þeir það ofstækis- mennirnir amerísku. En komm- únistar beita enn og alls staðar þessum aðferðum gegn þeim, sem þeir telja sér þránd í götu og þá ekki sízt skáldum og rit- höfundum, sem þeir geta ekki blekkt, því að húsbændur þeirra Framhald á bLs. 16.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.