Morgunblaðið - 01.05.1963, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 1. maí 1963
MORGVISHI. 4 f>1 Ð
3
í>AÐ var fyrir rúmum áratug,
sð stofnað var nýtt kaup-
félag í Vestur-Skaft., sem
ihlaut nafnið: Verzlunarfélag
Vestur-Skaftfellinga — V.V.S.
Þótt undarlegt megi virðast,
fékk þessi félagsstofnun ekki
neinar árnaðaróskir foringja
„samvinnumanna" í héraðinu.
.Létu sumir þeirra sér m. a. s.
um munn fara, að hér væri
ekkert á ferðinni nema póii-
tískt gönuhlaup skammsýnna
manna og það væri bara
•hreinn lúxus og vitleysa að
vera að burðast með tvær
verzlanir í héraðinu. Þennan
'lúxus hafa Skaftfellingar nú
samt veitt sér í rúman áratug
og mega vissulega vel við una,
því að verzlunarkjör munu
ekki annarsstaðar vera hag-
stæðari en hér, þegar miðað
er við allar aðstæður, fjar-
lægð frá hafnarstað o. fl.
þ. u. 1.
Þessu „lúxusfyrirtæki“
fíkaftfellinga — V. V. S. —
hafa stjórnað tveir menn.
Fyrstu tíu árin var Ragnar
Jónsson kaupfélagsstjóri, en í
fyrra hvarf hann frá félag-
inu. Þá tók við Hálfdán Guð-
mundsson, sem áður var bók-
ari hjá kaupfélaginu á Hvols-
velli.
Það var einn dag snemma á
einmánuði, að ég þurfti að bíða
í Vík meðan sett var nýtt púst-
rör undir Volvóinn, Nú var bezt
að nota tímann að eiga samtal
við verzlunarfélagsstjórann. Það
var óvenju bjartur og heiður
apríldagur og önn morgunsins
stóð sem hæst, þegar ég kom á
skrifstofuna til Hálfdáns. En það
ætlaði ekki að ganga greitt að
hefja samtalið. Menn voru að
íkoma og fara allan morguninn,
því að margir eiga erindi
við verzlunarstjórann. Sölumað-
ur frá Asbirni Öi. vindur sér inn
með margar töskur og fer að
s>na varning sinn. Svo ’ >ma
einhverjir sjeffar frá Landssím-
anum. Hann hefur miklar fram-
kvæmdir á prjónunum hér í Vík,
og þeir þurfa því eðlilega að
e.ns og aðrir, sem í stórræðum
standa, að tala margt við stað-
arins verzlanir. En þar sem ég
er ekki í neinum verziunarerind-
um, hafa allir slíkir forgangs-
rett. Eg bíð þangað til kemur
dáiítið hlé:
— Ekki ert þú Rangæingur
Hálfdán þóti þu kæmir hingað
tii Víkur utan úr Kangárþingi?
— Nei, langt því frá, ég er
Húnvetningur, frá Auðunnar-
stöðum í Víðidal.
— Rekur þú þá ekki ætt þína
til Auðunnar landnámsmanns,
eins hins „ágætasta manns, er
Eyjólfur Eyjólfsson, hreppstjóri á Hnausum, formaður V.V.S.,
og Hálfdán Guðmundsson, kaupfélagsstjóri.
vísu hækkað vegna mikilla
framkvæmda. Hinsvegar hafa
inneignir félgasmanna aukizt
meira en þessari skuldahækkun
nemur, þannig að félagsmenn
'hafa raunverulega bætt hag sinn
gagnvart félaginu.
— V.V.S. hefur sláturleyfi?
— Já, það tók á móti rúml.
8000 fjár í haust úr Mýrdal,
Alftaveri, Skaftártungu og Meðal
landi. En við höfum ekki nærri
nógu stórt frystihús til að
geyma kjötið og verðum að
koma því í geymslu annars
staðar. Verzlanasambandið tek-
ur það svo í umboðssölu.
— Verðlagið?
— Yfirleitt er sama útborg-
unarverð hjá okkur og Slátur-
félagi Suðurlands.
— Er ekki auðveldara að
starfa að verzlun nú en áður
meðan haftafarganið var í al-
gleymingi og leyfi þurfti til allra
'hluta?
— Jú, það er ákaflega mikill
munur á því hve greiðar gengur
nú með öll viðskipti. í sumum
tilfellum er að vísu nokkuð lang
ur afgreiðslufrestur á þeim vör-
um sem keyptar eru fyrir austan
tjald. En það er enginn hörgull
‘á vörum og úrval er bæði mikið
og gott. Verzlunarfélagið reynir
Lúxus“ Skaftfeilinga
Rabbað v/ð Hálfdán Guðmunds-
son, V. V. S. / Vlk
nam land í Norðlendingafjórð-
ungi“ eins og Landnáma kemst
að orði?
— Nei, mín ætt hefur ekki
búið lengi á Auðunnarstöðum.
— Svo þú munt ekki skyldur
drottningu Breta?
— Ekki tel ég þar til frænd-
semi*
Bróðir Hálfdáns og mágur
hans búa nú á Auðunnarstöðum
og þar dveljast foreldrar hans,
þau Guðmundur Jóhannesson og
K r i s t í n Gunnarsdóttir. Hálf-
dán varð stúdent 1949 og lauk
prófi í viðskiptafræðum 1954.
'Hann vann hjá Flugfél. íslands
og S.Í.S., unz hann gerðist bók-
'haldari hjá kaupfél. Rangæinga
á Hvoli og var þar í fimm ár.
Haustið 1961 fluttist hann til
Víkur ásamt konu sinni, Önnu
Margréti Jafetsdóttur úr Reykja-
vík. Hún er stúdent og hefur
hlaupið undir bagga með kenn-
urunum í Vík, enda þótt hún
hafi nóg að gera við húsmóður-
störfin, því þau Hálfdán eiga
þrjú börn.
— Og hvernig kunnið þið svo
við ykkur hérna uppi á Bökkun-
um?
— Vel. Okkur hefur ekkert
leiðst, enda er nóg að starfa, og
svo voru þetta ekki svo mikil
viðbrigði frá því að vera á
Verzlunarhús V.V.S. í Vík í Mýrdal.
Hvolsvelli. Það voru meiri við-
brigði að fara úr Reykjavík og
þangað austur, sérstaklega fyrir
konuna, sem er uppalinn Reyk-
víkingur.
— Hversvegna fluttust þið úr
'höfuðstaðnum?
■— Því má nú svara með einu
orði: Húsnæðisvandræði. Á Hvoli
bauðst húsnæði og hér búum við
í húsi, sem Verzlunarfél. keypti
af Ragnari Jónssyni þegar hann
fór.
— Er ekki félagslífið líkt í
þessum þorpum hérna sunnan-
lands?
— Jú, það hygg ég eftir því,
sem ég þekki til. Það er sízt
minna hér en annarsstaðar í
þorpum af líkri stærð. Það eru
aðallega kvenfélögin sem halda
uppi félagslífi og þau styrkja
líka mörg þörí mál með sam-
tökum sínum.
— En svo maður víki nú að
starfi þínu í V. V. S. Hvernig
hefur þér fallið það?
— Það er nú ekki langt af
sagt ennþá. En í stuttu máli
sagt: Mér hefur fallið það ágæt-
lega það sem af er. Ég hef ekki
orðið fyrir neinum vonbrigðum
og það hafa ekki orðið neinir
árekstrar hvorki við stjórn né
starfsfólk.
— Er stjórnin dreifð um alla
sýsluna?
— Já, það er einn maður úr
hverjum hreppi. Formaður er
Kyjólfur Eyjólfsson hreppstj. á
Hnausum. Hann tók við af Birni
í Holti í fyrra.
— En starfsfólkið, er það búið
að vera lengi?
— Já, margt er hefur verið í
þjónustu félagsins síðan það var
stofnað, og það var búið að vera
mörg ár hjá Verzlun Halldórs
Jónssonar, sem V. V. S. keypti.
Starfsmennirnir voru því öllum
bnútum kunnugir þegar félagið
tók til starfa.
— En hvernig reynast svo fé-
lagsmennirnir sjálfir? Standa
þeir vel í skilum?
— Já, það er mikil og góð
viðleitni til að láta ekki standa á
greiðslum. Eftir því, sem ég
þekki til eru Skaftfellingar mikl-
ir skilamenn.
— Nú hafa allar vörur hækk-
að í verði, eins og óhjákvæmi-
legt var. En hvernig er með það
sem við köllum verzlunarár?
ferði? Er það folkinu óhagstæð-
ara heldur en áður?
— Þessi tvö ár, sem ég hef
verið hjá V.V.S. hafa skuldir að
að veita eins góða þjónustu og
hægt er. Álagningu og flutnings
gjaldi er haldið eins lágu og
mögulegt er á hverjum tíma. En
þar sem aðdráttarleiðir eru mjög
langar eru flutningar stór liður
í rekstri félagsins. Það er því
mikils virði að hafa góðan og
traustan bílakost.
— Hvernig telur þú afkomu
félagsmanna?
— Fyrsta ár viðreisnarinnar
mun hafa dregið nokkuð úr fram
kvæmdum, en síðustu tvö árin
hafa þær verið eðlilegar og hjá
öllum verzlunarfyrirtækjum á
Suðurlandi munu meðlimirnir
hafa gert betri skil 2—3 sein-
ustu árin en áður. Þetta ber vitni
un afkomuna almennt. Afurða-
verðið fer líka hækkandi og láns
möguleikarnir eru rýmri heldur
en áður.
— Það er auðveldara að fá
lán núna heldur en þegar mesta
tómahljóðið var í búnaðarsjóðun
um?
— Já, það er mikill munur.
tel lögin um stofnlánadeild-
ina eina merkustu landbúnaðar-
'lc ggjöf síðustu áratugina. Hún
á áreiðanlega eftir að verða
mikil lyftistöng fyrir allar fram-
kvæmdir í sveitunum í framtíð-
inni.
— En svo maður víki nú sér-
staklega að málum ykkar hérna
í Vík og Mýrdalnum yfirleitt.
Hvernig er það, hafa allir raf-
magn?
— Það hygg ég, að allir hafi
eða s. a. s. allir. Á mörgum
bæjum eru vatnsaflsstöðvar, sum
ar æði gamlar. Svo var líka hér
í Vík, en sú stöð er nú niður
lögð og rafveitur ríkisins hafa
reist hér stóra Diesel-stöð. Frá
henni fá Víkurbúar rafmagn svO
og flestir bæir í Mýrdal austan
Péturseyjar. En nú er verið að
leggja línu austur yfir Sólheima-
sand, svo að við vonumst eftir
Sogsrafmagninu í sumr.r. Það er
mikils virði því að vélar díesel-
stöðvarinnar hafa ekki reynzt
eins vel og vonir stóðu til.
— Hvað finnst þér nú vera
mesta framtíðarmál fyrir Vestur-
Skaftafellssýslu?
— Höfnin, tvimælalaust höfn
við Ðyrhólaey. Jm það er eng-
um blöðum að fletta, að það er
lang stærsta hagsmunamál V-
Skaftafellinga og ég vil segja
Rangæinga líka. Höfn, jafnnærri
fengsælum fiskimiðum, mun
fljótt draga að sér margt fólk,
skapa mikla atvinnu og mikinn
markað fyrir framleiðslu frjó-
samra sveita, sem að henni
liggja. Og höfn hér í Mýrdal
mundi stytta flutningaleiðina um
hvorki meira né minna en um
tæpa 200 km.
— En hvað áhrif mundi þessi
hafnargerð hafa fyrir Víkur-
’kauptún?
— Það mundi náttúrlega hætta
að byggjast hér í Vík, byggðin
mundi með tíð og tíma flytjast
vestur fyrir Reynisfjall. En það
er nú hægðarleikur' að stunda
atvinnu þar héðan að austan.
Þetta er svo stutt. Hér í Vík
er talsverður vinnukraftur, sem
ekki er fullnýttur suma tíma árs-
ins. Hin mikla atvinna á hafnar-
staðnum mundí mjög bæta alla
afkomu fólksins.
— Eru nokkrar sérstakar fram
kvæmdir fyrirhugaðar hjá
V. V. S. á þessu ári?
— Nei, engar sérstakar. Það er
líka óhægt um vik. Það vantar
vinnuafl. Hér í Vík eru nú ver-
ið að hefja smíði á fimm íbúðar-
'húsum yfir loftskeytamennina
við Loranstöðina á Reynisfjalli.
Þetta verða raðhús. Það er
'Landssíminn, sem byggir þau.
Þau eiga að standa fyrir austan
Víkurá. Verktakar eru þeir
feðgar Valmundur Björnsson og
Jón sonur hans. Þeir koma til
með að hafa nóg að gera í sumar,
því að nú á að brúa Hólmsá. Það
hlýtur að verða mikið mann-
virki.
— Ég sé að þú ert á lista
'Sjálfstæðismanna við kosning-
arnar nú í vor. Hvernig leggjast
kosningarnar í þig?
— Eg hef nú yfirleitt ekki
verið mikið fólitískur. En eitt
vil ég þó taka fram. Ég kýs
Sjálfstæðisflokkinn með meiri
ánægju nú en stundum áður. Það
geri ég vegna þeirrar stjórnar-
stefnu, sem ríkt hefur síðan við-
reisnarstjórnin kóm til valda,
’hversu giftusamlega hefur tekizt
að koma fjármálunum í heil-
'brigðara horf heldur en var við
uppgjöf vinstri stjórnarinnar.
Ég vona bara að kjósendur beri
gæfu til að standa vel saman,
svo að framhald þessarar heilla-
vænlegu stjórnarstefnu verði
tryggt á næsta kjörtímabili.
G. B.
Börn eða unglingar
óskast til þess að bera út
IHorgunblaðið
í Garðahreppi. — Uppl. í síma 51247.
Sendisveinn óskast
Vinnutími kl. 6 — 11 e. h.