Morgunblaðið - 01.05.1963, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.05.1963, Blaðsíða 10
10 MORGVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 1. maí 1963 I i l Bergsteinn Guð- /onsson, /or- maður Frama: í DAG munu vera liðin 40 ár frá því að aliþýðan hér á landi fór að haMa 1 .-maí hátíðlegan. Það má segja að það hafi ekki verið að ófyrirsynju að alþýðan tók að helga sér einn dag á ári til að sýna samtaka- máfct sinn, leggja fram kröf- ur um vinnu, hserri laun, at- vinnuöryggi og bætta aðbúð við vinnu sína. Á þessum 40 árum hefur mörgum áföngum verið náð í stéttarlegri baráttu aliþýð- unnar tE bætttra lífskjara, margir samningar verið gerð- ir, margar vinnudeilur háðar. Við, sem fullorðin erum, munum hvað atvinnuleysið lék marga allþýðufjölskylduna sárt, svo að segja allt vant- aði: fæði, klæði og húsnæði. Afcvinnuöryggi var ekkert. Skipin voru bundin stóran hluta ársins. Menn urðu að norpa niður við höfn frá morgni til kvölds til að leita fyrir sér með vinnu. Dagar og vikur liðu án þess að vinna fengist. Atvinnubótavinna var fram kvæmd til að bæta úr sárustu neyð. íbúðir alþýðunnar voru litl- ar, dimmar og kaldair. Hús- gögn voru svo að segja engin. Bóndinn hýrðist með fjöl- skyldu sína í óhituðum og ó- lýstum torfbæjum. Þá var gengið á tún og engj- ar með orf og hrífu. Það er margs að minnast úr Mfi alþýðunnar á liðnum árum, en hér er ekki tæki- færi til þess að þessu sinni. Við hin eldri munum tvenna tímana, en sem betur fer hef- ur yngri hluti alþýðunnar ekki kynni af atvinnuleysi og neyð og vonandi, að slíkir tímar, sem áður voru, eigi ekiki eftir að koma yfir is- lenzku þjóðina. Samfcök alþýðunnar eiga sinn mikla þátt í því, hve á- tmnizrt hefur í kjaraibarátt- unni, jafnframt auknum skiln ingi atvinnuveitendans og auikinni fram'leiðslu og fram- 'krvæmdum. Vegna þröngsýni og afchafnaleysis margra manna, sem setið hafa í valda stólum íslenzku þjóðarinnar hafa framfarirnar þokast of hægt áfram, þar til nú síð- ustu 4 árin að stórfelldum árangri hefur verið náð í at- vinnu- og efnahagsmálum þjóðarinnar vegna mjög raun- hæfrar stefnu núverandi ríkis stjórnar, sem tekizt hefur að útrýma mesta bölvaldi aiþýð- unnar, atvinnuleysihu, og það svo, að nú vantar hundruð manna og kvenna í svo að segja ailar starfsgreinar í land inu. íslenzk aiþýða getur þvi í dag verið þakkiát yfir því atvinnuöryggi, sem hún hef- ur nú við að búa, og með björtum augum getur hún litið til framtíðarinnar, ef þjóðin verður svo lánsöm að mega njóta þeirrar forusfcu, sem hún nú hefur. Bergsteinn Guðjóns-son. Einar Jónsson, formaður Múrarafélags Reykjavikur: Á ÞESSUM degi fyrir 40 ár- um var 1. maí fyrst haldinn hátíðlegur af verkalýðsfélög- unum í Reykjavík. Þá fóru verkamenn og sjómenn í kröfugöngu og héldu útifund til að leggja áherzlu á kröfur sínar um bætt lífskjör, enda þörfin mikil, þar sem svo stutt var síðan enginn hafði neitt. En hvað höfum við lært af þeim, sem þá hófu merki 1. maí? Gleggsta dæmið um það, er hið stutta en áhrifaríka ávarp dagsins, sem þá var birt. Ef við berum það saman við þau ávörp, sem hnoðuð hafa verið saman þennan dag undanfar- andi ár, verðum við að viður- kenna, að þeir sem við tóku, hafa ekki verið vandanum vaxnir. Alltaf hefur ávarpið orðið lengra og áhrifaminna og nú síðustu árin svo úr garði gert, að enginn nennir að lesa það, ekki einu sinni þeir, sem undir hafa skrifað, sumir hverjir. Um 1. maí nú var gerð ein- róma samþykkt á aðalfundi Fulltrúaráðs verkalýðsfélag- anna, um að stjórn Fulltrúa- ráðsins hefði á hendi fram- kvæmd alla á hátíðahöldum dagsins. Svo skeður það nokkru fyrir 1. mai, að 9 manns taka sig til og kjósa sjálfa sig í „1. maí nefnd“ og tilkynna, að þeir ætli að halda upp á daginn með því að kljúfa einingu um hátíðahöld- in og kröfurnar. Það er þeirra framlag til aukinnar samstöðu og samheldni um hagsmuna- málin innan verkalýðshreyf- ingarinnar í Heykjavík í dag. Ef meðlimirnir í félögum þess ara manna þakka þeim ekki framkomu þeirra á verðugan hátt, þá má bjóða þeim flest. öll getum við verið sam- mála um það, að dýrtíðin ætti að vera minni og frístúndirn- ar fleiri. í því sambandi ætt- um við samt að minnast þess, að þegar dagvinnan hefir ver ið stytt, höfum við sjálf kraf- •izt þess að fá meiri eftir- vinnu. Svo hefur mér virzt. En hvað sögðu þeir sem í dag tala um dýrtíð og vinnuþrælk un í september 1956, þegar vinstri stjómin rauf samninga verkalýðsfélaganna um kaup og kjör. Jú, þeir sögðu: hátt kaup er ekki aðalatriðið, held ur stöðug vinna. Endalokin á ráðsmennsku vinstri afl- anna urðu aukin dýrtíð, lækk andi kaup og minnkandi vinna eða með öðrum orðum, hengiflugið, sem lýst var fyr- ir okkur á Alþýðusambands- þinginu í nóv. 1958. Nú kljúfa þessir sömu menn einingu verkalýðsfélag- anna í dag. Til hvers? Til þess að komast fram á hengi- flugið á ný, annar getur til- gangurinn ekki verið. MeS þeirri einlægu ósk, að þeim takist það ekki, hvet ég alla tii að mæta á útifundi Full- trúaráðsins á Lækjartorgi 1. maí. — Gleðilega hátíð! Einar Jónsson. Sverrir Her- mannsson, for- maður LÍV: Á BARÁTTUDEGI verkalýðs- ins, 1. maí, er verzlunarfólki efsrt í huga hinir slæmu kjara samningar sem það á við að búa. Það er staðreynd að kjara samningar verzlunarfólks eru einhverjir þeir lélegustu sem bérlendis tíðkast. Fyrir því istrengir verzlunarfólk þess heit í dag að láta einskis ó- freistað til að hnýgja fram endurtoætur á samningum sin- um, og það þegar á þessu ári. Verzlunarfólk er svo stór og þýðingarmikil stétt í þessu* þjóðfélagi, að hún getur ekki lengur unað því að búa við afarkosti í þessum efnum og miklu verri en önnur sam- bærileg stéttarfélög. Á það er einnig að líta, að vegna srtór- kostlegra framfara á öllum sviðum þjóðMfsins, sem fyrst og frernst orsakast af farsælli stjórn undanfarin ár, þá sýn- ist óhætt að bnýja á til bættra kjara án þess að hætta sé á að nokkru verði ofboðið. Samitök verzlunarfólks hafa að undanförnu unnið glæsi- lega sigra. Landssambandi ísl. verzlunarmanna tókst eft- •ir áralanga harðvítuga baráttu að fá fyllstu viðurkenningu og fyllsta rétt með aðild sinni að allsherjarsamtökum ís- lenzkrar alþýðu, Alþýðusam- bandi íslands. Þar í flokki á LÍV og önnur lýðræðissinnuð verkalýðsfélög og sambönd mikið verk að vinna. LÍV skiorar á félaga sína að fylkja liði og sækja fast fram í baráttunni fyrir bætrt- um kjörum og fyrir lýðræðis- legum stjórnarháttum í sam- böndum launþeganna. Sverrir Hermannsson. Björn Jónsson, verkamaður: „Starfið er margt, en eitt er bræðrabandið, boðorðið hvar sem þér í fylking standið hvernig sem stríði þá og þá er blandið. Það er: Að elska byggja og treysita á landið“. Þannig komst Hannes Haf- stein að orði í sínu fræga alda- mótakvæði. En það voru ein- mirtt 'hugsuðir og andans menn a'ldamótanna, sem blésu lífs- neista í þjóðina, svo hún vakn aði tii dáða. Það var einnig vegna áhrifa þessara manna, að verkalýður þessa lands skildi sinn vitjunartíma, og batzt samitökum, um að þoka sínum hagsmunamálum áleið- is. Menn skildu „að samein- aðir stöndum vér, en surndir- aðir föllum vér.“ Nú í dag höldum við 1. mai háfcíðlegan í fertugasrta sinn, sem barárfctu og frídag verkalýðsins, Og þegair við lít- um til baka sjáum við að stór- ir sigrar hafa unnizt, og sú krafa sem hvað sterkust var borin fram á fyrstu baráttu- árunum, og allt fram á þenn- an dag, var um atvinnu handa öllum. Nú er afcvimna það mikil, að talað er um vinnuþrælkun, þó ég skilji ekki þá sem tala um vinnuþræikun í dag. Þeir virðast eklki hafa un-nið erfið- isvimnu bér fyrir 30-40 árum. Og hvað segja menn um að hafa ekki vinnu nema rúm- lega hálft árið, eins og mamg ur varð þó að sæfcta sig við? Yið gatuim hugsað okkur sál- arástand þeirra heimilisfeðra, sem ráfuðU mann fiá manni í leit að vinnu, og voru fegn- ir ef þeir gátu fengið vinnu í nokkra fcírna eða daga, og urðu að þræla eins og kraf'tar leyfðu og roeir en það, því oft gáfust menn hreinlega upp Þá voru engar tryggingar eða atvinnuleysissjóðir, svo ef eitthvað boU1 útaf með heilsu var ekki nema um sveitastyirk að ræða. En þó margt hafi unnizt fyrir baráttu verkalýðsins á síðastUðnum 40 árum, þá er hitt þó meira sem unnist hef- ur með vélvæðimgunni, því nú má telja að erfiðisvinna sé úr sögunni, og með nægri vinnu er hægt að velja um störf. En hvernig stönd- um við þá félagslega í dag á þessum fertugasta baráttu- degi. Það er sem fynr óeining, vegna pólitískra sjónarmiða. Við lýðræðissinnar teljum persónufrelsið og hugsana- frelsið okkar helgasta réfct. Við höfum brotið af okkur þrælkun og kúgun atvinnu- og yfirstéttavalds, svo nú er vart hægt að tala um stéfcta mun í ökkair landi. En kommúnistar vilja aftur í staðinn kalia yfir okkur kúgim og þrælkun ríkisvalds, og kollvarpa því þjóðskipulagi sero nú er, og vinna því sem óábyrgir í þjóðfélaginu ídag, og vilja beita verkalýðnum til þessa. Það er ósk min í dag, á þessum alþjóðlega baráttudegi verkalýðsins, að íslenzkur verkalýður megi bera gæfu tiil að sameinast í ábyrgri órofa heild um hagsmunamál sín, og skipuleggi heildarsam- tökin þannig, að félögin vinni ekki hvert gegn öðru, eins og nú tíðkast. Vinnum í anda aldamótahugsuðanna. Elskum landið okkar og byggjum það upp minnugir þess að við erum hlekkur í þjóðfélagskeðju. Við skulum ekki láta okkar hlekk bresta. Öllum landslýð óska ég gæfu og gleðilegs sumars. En sönn gleðin kemur ekki nema sam- vizkan sé hrein, og við búum okkur ekki til bölsýni. Björn Jónsson. Bjarni Guð- brandsson, form. Sveinafélags pipulagninga- manna: ÞEGAR maður virðir fyrir sér kjarabaráttu verkalýðsfélag- anna í dag verður ljóst, að hún er rekin af meiri póli- tískum áhuga, en áhuga fyrir raunhæfum kjarabótum. Ýmsum verður því á að spyrja, hvað valdi því, að menn láta leiðast út í slíka baráttu. Þessu er ekki fljót svarað, en ein af mörgum ástæðum er vafalaust sú, að ekki eru fyrir hendi hlutlausar upplýs- ingar eða upplýsingar, sera almenningur telur hlutlausar, um ástand í efnahagsmálum þjóðarinnar. Nú er svo um hagfræðilegar niðurstöður, að skilningur almennings á þeim

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.