Morgunblaðið - 01.05.1963, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 01.05.1963, Blaðsíða 19
Miðvikudagur 1. maí 196S MORCUNBL AÐ1Ð 19 — Gunnar Thor. Framih. ai bls. 2 beina, stuðning á undanfornum árum, ekki sízt með þeim atbeina sem hann hefur veitt ýmsum sjóðuim atvinnuveganna, og þá aiveg sérstaklega stofnlánasjóði landlbúnaðarins, sem lyft var úr gjaldlþroti og eymd, upp í það að verða ötflog lánastofnun fyr- ir landbúnaðinn og ómetanleg lyftistöng fyrir hann. í>að vair Ihvort tveggja, að með setningu þeirra laga lagði ríkissjóður fram tu-gi milljóna í stofnfé til sjóðs- ins og hækkaði auk þess stór- lega ánlegt framlag sitt. Hagur opinberra starfsmanna Rikinu ber og skylda til að gera eins vel og framast er unnt við starfsmenn sina. Margir Btarfsmenn og starfsmannahópar ríkisins hafa dregizit aftur úr varðandi launakjör á undanförn- um árum og nauðsynlegt að bæta kjör þeirra. í stað þess að undirbúa ný Oaunalög fyrir ríkisstarfsmenn, ákvað ríkisstjórnin að ganga til móts við margítrekaðar óskir hinna opinberu starfsmanna um að veita þeim samningsrétt. Það var svo gerf með lögum frá í fyrra um kjarasamninga. Það olli nokkrum vonbrigðum, þegar opinberir starfsmenn fengu nú í fyrsta sinn viðurkenndan samn- ingsrétt, að forystumenn þeirra skyldu stilla sínum kröfum svo hátt, að þær myndu kosta ríkis- sjóð á ári í aukin útgjöld um 600 milljónir króna, en það var að meðaltali 120% hækkun launa. Auk þese voru kröfur um stór- fellda stytting á vinnutíma, sem hefði kostað stórfé. Ríkisstjórn- in og samninganefnd hennar undirbjó málið þannig, eins og lögin um kjarasamninga gerðu láð fyrir, að opinberir starfs- menn ættu að fá laun, sem væru hliðstæð og í samræmi við það, sem greitt væri á hinum almenna virmumarkaði, þar sem sMkur samanburður væri fáanlegur. Það þýddi t.d., að verkamönnum í þjónustu rlkisins voru í tilboði ríkisstjórnarinnar ætluð sömu laun og Dagsbrúnarmenn hafa, og iðnaðarmönnum í þjónustu ríkisins sömu laun og iðn- aðarmenn hafa. Tekið var sér- stafct tillit til þeirra starfsmanna, sem hafa þurft að leggja á sig langt og dýrt nám og bera mikla ábyrgð. Tiiboð það, sem ríkis- stjórnin lagði fyrst fram, var talið að myndi kosta árlega um 80 milljónir króna. Síðasta til- boð rikisstjórnarinnar myndi kosta ríkissjóðinn um 100 millj- ónir króna á ári. Nú hefur ver- ið gerð hver tiiraunin eftir aðra ti'l þess að ná samkomulagi, og m.a. hefur ríkisstjómin fram- lengt frest til samningaviðræðna fjórum sinnum og sýnt með því samningsvilja sinn. Það tókst að ná samkomulag um niðurröðun í 28 launaflokka, en hins vegar er ekki samikomulag um launa- stiga, vinnutíma og yfirvinnu- greiðslur. Er það mál þvi farið til kjaradóms, sem kveður upp úrskurð sinn fyrir 1. júlí n.k. í sambandi við mál hinna op- inberu starfsmanna er rétt að geta annars, að nú á þessu þingi voru lögfest ný lög um lífeyris- sjóð opinberra starfsmanna, sem veita þeirn starfismönnum, sem láta af störfum fyrir elli sakir eða vanheilsu, miklar kjarabæt- ur, frá því sem verið hefur. Það eru mörg verkefni fram- undan, sem ekiki eru enn leyst, og ýmis konar löggjöf er í smíð- um til endur'bóta á sumum þeim mála flokkuim, sem ég hef hér rakið. Meðal þess sem verið hefur í undirbúningi er það, að koma fastri skipan á hagsýslustörvf rík- isins. Þá hetfur verið samið frumvarp um tollgæzlu og tolleftirlit, til að koma tilleftirlitinu í sem allra bezt horf, og gera ráðstafanir til þess að draga sem mest úr ólög legum innflutningi. Vegna þeirra miklu vinnu, sem lögð var í toil- skrána, þótti ekki fært að leggja þetta frumivarp einnig fyrir þing ið nú. Þá er það einnig í undirbúningi YALE Lyftitæki útvegum vér frá U. S.A. V. -Þýzkalandi Bretlandi Frakklandi Italíu og Spáni YALE tækin eru traust og vönduð en þó létt í meðförum. Gerið pöntun yðar í tíma. Umboðsmenn G. Þorsteinsson & Johnson hf. Grjótagötu 7. — Sími 24250. RUÐUGLER 2ja, 4ra, 5 og 6 millimetra þykktir. Ýmsar stærðir. GRÓÐURHÚSAGLER. 45x60 — 60x60 cm. Eggert Kristjánsson & Co. hf. Símar 1-14-00. að koma á staðgreiðslu skatta, þannig að skattar og opinber gjöld séu tekin af launum manna jafnóðum og þeirra er aflað. Samið hefur verið frumvarp að nýrri löggjöf um bókhald ríkis- ins, fjárlög, ríkisreikning og sam band þess við þjóðhagsreiikninga. Núgildandi lög um ríkisbókhald eru orðin yfir 30 ára gömul. Þá er í undirbúningi að koma því skipulagi á, að endurskoðun hjá ríkinu geti farið fram jafnóð- um, en ekki eftir á, eins og nú er. Ekki einu saman brauði Á næstunni verður að gera nokkrar endurbætur á skatta- lögunum til viðbótar þvi, sem þegar hefir verið gert, meðal ann- ars í þá átt, að rekstur einstakl- inganna fái tækifæri til að njóta ýmissa þeirra hlunninda, sem fé- lög njóta nú. Með endurbótum á fjárhag ríkisinis og efna'hag, endurbótum á skatta- og tollamálum, esr ver- ið að vinna undirstöðuverk, færa björgin í grunn undir framitíðar- höll. Það er verið að leggja horn stein að framförum og bættum lífskjörum 1 framtíðinni. En þótt efnahagur batni og raunhæfar kjaralbætuir fáist, megum við aldrei láta hinn efnahagslega á- vinning glepja okkur sýn, aldrei láta hann byrgja okkur útsýn yfir þau önnur verðmæti, sem gefa lífinu gildi. Maðurinn lifir ekki á einu saman brauði. Menn- ing, listir, líknsemi, þurfa að skipa si'tt rúm í Mfi og starfi. Og hvort sem glímit er við og dæmit er um hin veraldlegu mál, eða þau, sem standa hjartanu nær, þá verður hin innri rödd, dóm- gireind mannsins og samivizkan í brjósti hans sá óskeikuli dóm- ari, sem alltaf má treysta, ef spurt er og hluistað af einlægni. Og því er það sannmæli, sem jafnan stendur í góðu gildi, þeg- ar skáldið Tómas Guðmundsson segir: Samvizkan ein er það vald, sem frjálsir menn hlýða. - /. MAI Framh. af bls. 11. eða landssambanda félaga í skyldum starfsgreinum, er að kallandi að skipulag ASÍ verði endurskoðað og er það áreiðanlega krafa fjölmargra launþega í dag. Sú skipulagsbreyting ætti að samræma starf ASÍ breytt- um þjóðfélagsháttum og stuðla að því, að hagsmuna- barátta launþega yrði raun- hæfari en verið hefur. Lærum af reynslunni Verðbólgan hefur lengi verið mesta vandamál þjóð- arinnar, en baráttan gegn henni oftast orðið árangurs- laus. Launahækkanir hafa því sjaldnast orðið raunhæfar kjarabætur, þar sem þeim hefur jafnan fylgt nýjar og nýjar verðhækkanir. Fleiri, en verðminni krónur. Reynslan hefur því fært okkur þá staðreynd, að rétta leiðin til raunhæfra kjara- bóta verður ekki farin með háum kaupkröfum og löng- um verkföllum. Það verður að leita annarra leiða, t. d. með skipulagsstarfi í vinnu- hagræðingu, ákvæðisvinnu og ágóðahlutdeild. Hagkvæm nýting vinnu- aflsins, hráefna og fjár- magns, eru stórir Uðir fram- leiðslukostnaðarins, sem með betri vinnuhagræðingu og bættu skipulagi ætti að geta skapað betri kjör fyrir laun- þega. Þeim árangri yrði bezt náð með samstarfsnefndum launþega og atvinnurekenda, eða öllu heldur hagstofnun þeirra aðila. Gæti þá líka hlutdeild launþega í þjóöarframleiðsl- unni og arði hennar, orðið réttlát, en að því ber að stefna, enda farsæl leið til raunhæfra kjarabóta. — Ingólfur Jónss. Framhald af bls. 5. með auknum almannatrygging • um. Stjórnarandstaðan segir, að núverandi stjórnarstefna miði að því að gera þá, sem betur eru megnandi sterkari og þá veikari vanmáttugri. Þetta eru hreinustu öfugmæli. Engin ríkisstjórn hefur gengið eins langt í því að jafna á milli þjóðfélagsþegnanna og gert hefur verið á því kjörtímabili, sem nú er að ljúka. í staðinn fyr- ir að greiða eina krónu til þeirra, sem vanmáttugri voru í tíð vinstri stjórnarinnar, eru nú greiddar allt að því 3—4 krónur. Það fer því vel á því, að þeir, sem afla fjár láti mikið af mörk- um til þeirra, sem ekki eru vinnu færir. Sjúkrarúm verða að vera fyrir hendi fyrir þá, sem þau þurfa að nota. Hæli þurfa að vera fyrir hendi fyrir þá, sem að einhverju leyti eru vaingefnir. Þeir, sem Mtil fjárráð hafa verða að hafa möguleika til skólagöngú ekki síður en þeir, sem eru vel efnum búnir. Lokaorð. fslendingar hafa hrósað sér fyrir menntun og telja sig geta skipað sess meðal annarra menn- ingarþjóða. Það hefúr og verið viðurkennt, að svo sé. ísland er lýðræðis- og þingræðisríki, sem vill stöðugt sækja fram til vax- andi uppbyggingar, örari þróun- ar, efnahagslega og menningar- lega. Verkefnin eru ótæmandi. Þjóðin gerir sér þess fulla grein og mun einhuga keppa að settu marki og leggja sig fram með mikilU vinnu og árvekni í störf- um. Komandi kosningar geta orð ið örlagaríkar. Komandi kosning- ar geta orðið ákvarðandi um það, hvort haldið verður áfram á réttri leið til bættra Mfskjara fyr- ir alþjóð eða bvort glundroði og upplausn verður ráðandi um sinn og eyðileggur þann árangur, sem náðst hefur á líðandi kjörtíma- bili. Við Sjálfstæðismenn biðjum þjóðina að hugsa, að lesa og kynna sér stjórnmálaferil flokk- anna, vinnubrögð núverandi rík- isstjómar og árangur starfsins. Við biðjum um að fólkið í land- iniu láti rólega og hlutlausa yfir- vegun mála, verða ráðandi um, hver dómurinn verður um þau vm-k, sem unnin hafa verið á kjörtímabilinu. Við biðjum um að heilbrigð dómgreind verði ráð- andi. Framtíð þjóðarinnar er und ir því komin, að kjósendur í land inu beri gæfu til að velja sér ríkisstjórn á næsta kjörtímabili, sem vinnur að hagsæld þjóðar- innar og framförum almenningi til heilla. Við Sjálfstæðismenn er- um reiðubúnir að ganga til þeirr- ar omstu, sem framundan er. Við vitum, að að okkur verður skot- ið alls konar eiturörvum, en það mun ekki lama hug okkar til þess að berjast fyrir góðum málstað. Megi forsjónin gefa góðum mál- stað sigur og leiða þjóðina fram til batnandi tíma, velgengni og hagsældar. Sig. Guðmann Sigurðsson. Prófarkalesari Maður vanur prófarkalestri getur fengið atvinnu nú þegar. Vinnutími frá kl. 3 e.h. og eftir samkomulagi. Svar merkt: „Rösk- ur — 6601“ sendist afgr. Mbl. fyrir 1. maí. VDNDUfl || n FALLEG I H 0 D V R U f| Siq u rþóijót isson &co P' J-lafihVKtnvti tf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.