Morgunblaðið - 01.05.1963, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.05.1963, Blaðsíða 16
16 MORCVHBLAÐIÐ Miðvikucfagur 1. maf 1963 Sjúkrabíllinn eftir áreksturinn. (Ljósm. Sv. Þ.) Nýi sjúkrabíliinn eyöi- leggst í árekstri — Bókmenntir Framhald af bls. 15 í Moskvu hafa sannarlega gert sér grein fyrir valdi pennans, og hefur það enn á ný orðið ærið bert af ræðunni miklu, sem Krúsjeff þrumaði nýlega yfir 500 forystumönnum bókmennta og lista, var sérlega harðorður í garð hins gamla og trygga Ilia Ehrenburgs og tók í lurginn á hinum djarfa og víðkunna for- ingja hinna ungu, Jevtusjenkó. Hann sagði, að fyrsta skrefið til meira frelsis á sviði listrænnar tjáningar mundi miða að þvi að rífa niður það, sem áunnizt hefði á sviði sósíalískrar listar. Og hann mælti: „Friðsamleg sam- búð á sviði listanna er tilræði við Marx-Lenínismann, tilræði við málstað verkamanna og bænda. „.... Þetta er afdráttar- laus afstaða og sannarlega kem- ur hún fram í starfsaðferðum kommúnista hér á landi gagn- vart skáldum og rithöfundum, sem eru þeim andstæðir og ekki verða blekktir. Veilur í einka- lífi slíkra manna nota þeir ná- kvæmlega eins og Arthur Miller lýsir, og eru gömul og ný dæmi ærið nærtæk. Og auðvitað vega þeir að verkum andstæðinganna. Ef slíkur maður skrifar snjalla bók og verulega vinsæla, þaga þeir reyndar um hana oftast nær, því að last gæti vakið ó- vild og tortryggni. Sé bók and- stæðings nýstárleg og raunar merk, en ekki líkleg til vin- sælda, enda á henni brotalöm, þá ganga þeir strax á lagið, og ekki er að sökum að spyrja, ef bók eftir einhvers metinn andstæð- ing er sérlega misheppnuð. En svo er það líka háttur þeirra að hirta lítillega annað veifið þau skáld og rithöfunda úr hinum kommúníska hópi, sem þeir vita rígbundna á flokksklafann og ekki varpa ýkjamiklum ljóma á flokkinn. Þetta þykir þeim skyn samlegt til að tryggja trú snobb- attaníossa og nytsamra sakleys- ingja á verðleika þeirra sem vandlátra varðgæzlumanna á vettvangi bókmenntanna og um leið sýna flokksmönnum, að for- ystan eigi sannarlega hvort tveggja til, klappið og hrísið — og að hrísið sé henni ekki síður tiltækt, ef eitthvað kunni að skorta á verðuga undirgefni. — Þeir koma af stað umtali um bækur, þar sem þeir vita, að margir menn af ýmsu tæi hitt- ast daglega, láta tugi sinna manna kveða upp samhljóða dóma, nota ekki sízt til þess menn, sem lítt eða ekki eru þekktir sem kommúnistar, og þegar þeir, sem ekki kunna skil á vinnubrögðum þeirra og ekki hafa lesið umrædda bók eða ef- ast um dómbærni sína, heyra þessa dóma frá fleirum en ein- um og bæði þennan og hinn dag- inn, þá er venjulega björninn unninn. Svo er það líka skipu- lagt að dilla metnaðargjörnum, ungum og þjóðfélagslega van- þroska oflátum í menntamanna stétt og ýta undir þá um að rífa niður rit andstæðinganna, eldri og yngri. Þá leggja þeir sig líka mjög eftir erlendum bókmennta- mönnum, sem hingað koma, villa á sér heimildir og freista að koma því inn hjá þeim, að þarna séu þeir að ræða við hina sönnu leiðtoga andlegs lífs á Is- landi. Kommúnistar sjá síðan uma, að þá er þessir menn koma til heimalands síns, hafi laun- kommúnískir áhrifasnápar og snobbattaníossar samband við þá. Á þennan hátt hafa íslenzkir kommúnistar feng- ið aðstöðu í nágrannalöndum okkar, og sízt spara þeir að halda á lofti hér heima því, sem hin- ir nytsömu erlendu sakleysingj- ar dkrifa raunverulega eftir þeirra forskrift, og vitanlega geta þeir ráðið því, hvað út kemur í jámtjaldslönduinum af ritum íslenzkra höfunda. Allt jþebta hefur sán áhrif. Með birt- ingu hinna erlendu umsagna sýna kommvúnistar grunlausum löndum sínum, sem hakinir eru þeirri alkunnu íslenzku vanmátt- arkennd að taka mest mark á erlendum umsögnum og mati, jafnvel þótt þeir kunni hvorki skil á matsmönnunum né hvern- ig matið er til komið, hve út- lendir menn séu þeim sammála, — með þessu laða þeir eirnnig að sér bókmenntasnobbana og korna því inn hjá metnaðarsjúk- um hispursmennum í hópi ung- skálda, að hvarventa erlendis liggi vegurinn til fjár og frama um álhrifalendur hinna kommún- ísku liðsodda . . . Hvort mundu svo ekki þeir forystumenn, sem þannig vinna, gæta þess vand- lega að koma þjónum sínum eða hjástoðum í hvers konar menn- ingarlegar nefndir og ráð? Ég spyr ekki af því, að þeir heilskyggnir menn, sem fylgjast með í íslenzkum stjórnmálum og menningarmálum þurfi að hugsa sig um og átta sig til að gera sér þetta ljóst. En það skal tekið fram, að helzt kjósa kommún- istar að koma að slíkum trúnað- arstörfum virtum og vel metn- um borgurum, sem annað tveggja eru ekki flokksbundnir kommún- istar eða hafa ekki haft sig i frammi sem slíkir, en reynast eigi að síður ærið taumliprir sín- um umbjóðendum. Þessir menn eru máski kosnir í nefnd eða stjórn, sem fulltrúar einhverra virðulegra stofnana eða samtaka, og hver getur svo sagt, að þeir hafi tekið afstöðu eftir kommún. ísku boði eða banni? Það eru sannarlega þessir menn sjálfir, sem fulltrúar sinna vel virtu sam taka eða stofnana, sem hafa talið rétt að ráða málunum eins og þeim var ráðið, en kommúnista- flokkurinn íslenzki hefur þar engin áhrif haft!! Hvað áttu svo lýðræðisflokk- arnir að taka til bragðs, þegar það loks rann upp fyrir forystu- mönnum þeirra, hver eru vinnu- brögð íslenzkra kommúnista? Gátu þeir annað gert en reynt að tryggja með flokkslegu valdi, að opinber ráð og sjóðir yrðu ekki einkafyrirtæki kommún- ista? Hitt er svo annað mál, að vandratað verður ævinlega með- alhófið, þegar þannig er háttað aðstöðu og málum. Skattlagning rithöfunda Bókarhöfundur telur illa bú- ið að skáldskapnum af hendi íslenzkra stjórnarvalda, og vist er um það, að þar er ekki hin lýðræðislega varðgæzla svo vökul og framtakssöm sem skyldi, og er á þessum vettvangi að ýmsu að hyggja. Ég þekki það mjög vel, að ís- lenzk stjómarvöld hafa verið því sérlega andstæð, að lagður væri tollur á erlend rit, jafnvel af lakasta tæi, og telja stjóm- arvöldin það í ósamræmi við vestræna menningarhefð að tolla prentað mál, hve auðvirðilegt og illkynjað sem það er —■ og jafn- vel þótt tollinum skuli varið til viðgangs íslenzkri menningu. Ég hef ekki kynnt mér grundvallar- viðhorf vestrærtna ríkja um þessi efni, en mér skilst, að tollun prentaðs máls sé talin höggva nærri höftum á hugsanafrelsi. Hins vegar veit ég, að á þriðja tug þessarar aldar lögðu Norð- menn toll á dönsk myndablöð og sorprit í þeim tilgangi að vernda norska bókaútgáfu og hagsmuni norskra rithöfunda. Og kostu- legt finnst mér það, ef það verð- ur að teljast höggva nærri hugs- anafrelsi að tolla lítillega prent- að erlent rusl, en hins vegar sjái ein ríkisstjórnin af annarri ekkert athugavert við að hátolla bókapappír, samtímis því, að sá pappír er lágtollaður, sem notaður er í þau rit, er einna minnst mundi til vandað að mál- fari, framsetningu og efnisvali. Þar er siíkum bóknr.znntum greiddur vegurinn til fólksins á kostnað bókaútgefenda, s^álda og rithöfunda — og til bættrar hagsmunaaðstöðu erlenöum fé- lögum og einstaklingum, sem gefa út bækur og blöð — og þá ekki sízt þeim, sem "hafa að gróðavegi útgáfu lélegra blaða og rita. Mundi ekki um/hyggjan fyrir hugsanafrelsinu táka þarna á sig ærið andhælislega mynd? Þá má ekki gleyma því, að á allar bækur, sem hafðar eru á boðstólum, er lagður 3% sölu- skattur. Ég é erfitt með að koma þvi inn í mitt höfuð, að það sé samrýmanlegt þeirri stefnu að tolla alls ekki neitt af prentuðu máli, sem inn er flutt, en svo er þá sú hlið á söluskattinum, sem snýr að íslenzkum rithöfundum. Auðvitað gætu ritlaun verið hærri, ef enginn væri söluskatt- urinn. Það er algengt erlendis, að rithöfundur fái ákveðinn hundraðshluta af verði nvers eintaks, sem selst af bókum hans, og ef við tökum ís- lenzk dæmi, mætti verða ljóst, hve fáranlegt er og um leið fjandsamlegt íslenzkum bók- menntum að leggja söluskatt á bækur, þótt ekki sé hann nema 3%. Síðastiliðið ár komu út fjög- ur bindi af ritsafni Gunnars skálds Gunnarssonar. Hvert bindi kostaði 295 krónur. Slík verk seljast sjaldnast eins ört og frumútgáfur einstakra bóka, og vil ég því gera ráð fyrir, að ekki hafi selzt nema þúsund ein- tök af hverju bindi á útgáfuár- inu, enda áður gefin út heild- arútgáfa af ritum skáldsins. En 1000 x 295 x 4 eru ein milljón eitt hundrað og áttatíu þúsund krónur, og 3% af þeirri upphæð, það er söluskatturinn, eru 35.400 krónur. Söluskatturinn nemur þá tvö þúsund eitt hundrað og áttatíu krónum hærri upphæð en hin rausnarlegu heiðurslaun skáldsins. Svo er það nóbelskáldið. Eftir hann voru endurútgefnar á árinu tvær bækur, og auk þess kom út ný bók. Verðið á hverju ein- taki hinna endurútgefnu bóka er 285 kr., en 265 krónur á þeirri nýju. Gerum ráð fyrir, að af endurútgáfunum hafi selst sama tala eintaka og ég áætlaði að selzt hefði af ritsafni Gunn- ars Gunnarssonar. Það verða þá 2000 x 285 krónur eða alls 570 þúsund krónur. Mig minnir, að Ragnar Jónsson hafi sagt í blaðagrein frá því, að sala á frumútgáfum bóka eftir þetta skáld nemi á fyrsta ári 4000 eintökum. Sanvtals hefuar þá nýja bókin selzt fyrir eina milljón og sextíu þúsund krónur, svo að öll salan nem- ur einni milljón sex hundruð og þrjátíu þúsundum króna. Þrjú % af þeirri upphæð eru fjöru- tíu og átta þúsund og níu hundr- uð krónur, og þar eð heiðurs- laun þeirra Gunnars Gunnarsson ar eru jafn'há, hefur Nóbeiskáld- ið greitt ríkinu í söluskatt af ný- útkomnum bókum sínum fimmt- án þúsund sex hundruð og átta- tíu krónum meira en sem nem- ur heiðurslaununum.... Svo kemur vitaskuld skattur til rik- isins og loks útsvar til sveitar- innar. Sá, er þetta ritar, mun hafa greitt um það bil sörnu upphæð í söluskatt af bókum sínum til rfkisins árið, sem leið, og 'honum var úthlutað sem rit- höfundarlaunum. Þess er rétt að geta, að Gunn- ar Gunnarsson varður sjötíu og fjögurra ára í vo«r. Hann verður því á þessu ári orðinn sjö ár- um eldri en borgarar þjóðfélags- ins eru, þegar löggjafinn telur starfsorku þeirra orðna það litla að nauðsyn beri til að veita þeim ellilaun — enda borgarana þá yfirleitt slíkra launa verðuga sakir langs starfs í þágu þjóð- félagsins. Það eru mörg ár, síð- an Gunnar Gunnarsson var tal- inn verðugur heiðurslauna. Ég hef ekki athugað, hve háan skatt honum var geirt að greiða árið 1962, en mér þykir ekki ólíklegt, að skattur og söluskattur nemi talsvert hærri upphæð, en heið- urslaunin, og ég býst varla við að hann hafi hlotið ellilaun. Halldór Kiljan Laxnoss skortir enn sex ár upp á að komast á ellilaunaaldurinn, svo ríkinu er ekki vandgert við hann! Ég þykist vita, að almenning- ur geri séir ekki grein fyrir þessum staðreyndum, og ég leyfi mér að efast um, að háttvirtum al'þingismönnum sé það ljóst, — já, ég er ekki illkvittnari en það, að mér er næst að halda að hæstvirtar rikisstjórnir okk- ar hafi ekki athugað þetta. ÞAÐ ÓHAPP vildi til laust eftir kl. 13 á mánudag, að hinn nýi sjúkrabíll slökkviliðsins varð fyrir svo miklum skemmdum í árekstri, að hann er talinn ó- hæfur til sjúkraflutnings. BíWinn var að flytja roskna konu af slysstað. Hafði hún dottið út úr strætisvagni á bið- stöð við Nóatún. Á mótum Bar- ónss'tígs og Hverfisgötu var sendiferðabíl ekið á hægri hlið sj'úkraibílsins. Var hinn síðar- nefndi þó með deplandi rauð ljós og þeytti lúðra (sírenur), en ökumaður sendiferðabílsins virðist ekki hafa áttað sig á því í tæka tíð. Lenti hann beitnt fyrir á miðja hlið sjúkrabílsinis, og er sú hlið með öllu. ónýt, en í NÆSTU viku heldur Karlakór Reykjavíkur söngskemmtanir í Austurbæjarbíói. Meðal verka á efnisskránni verða lög úr banda- ríska söngleiknum „West Side Story“ eftir Leonard Bemstein. Hljómsveit verður kóraum til að- stoðar í sumum verkanna. Fótur og fit uppi í Grindavík GRINDAVÍK, 29. apríl. — f gær- kvöldi upp úr kl. ellefu varð fólk hér vart við ljós, sem var að reka að landi skammt fyrir utan plássið. Hélt fólk, að hér væri bátur á reki. Voru gerð- ar ráðstafanir til að hafa allt tilbúið með björgunartækin. Menn fóru þegar út með fjöru að grennslast eftir ljósinu. Hlust- að var á öllum, bylgjum í bátum, en enginn heyrði neitt. Sem betur fór var engin hætta á ferð. Þetta reyndist vera karbíd-dós, sem farið er að nota á bjargihringi. Hefur dósinni 9ennilega verið fleygt, en ljós kviknar á henni, þegar hún kem ur í sjóinn. — G. Dýrin í Hálsaskógi næsta haust SVO mikil eftirspurn var eftir aðgöngumiðum á barnaleikinn Dýrin í Hálsaskógi sem var sýnd- ur s.l. sunnud. að margir urðu frá að hverfa. Á fyrsta sumar- dag voru tvær sýningar á leikn- um og seldust allir miðar á þær á 3 klukkutímum. Sýningar á leiknum geta ekki orðið fleiri að þessu sinni svo að ákveðið hefur verið að sýna leikinn aftur næsta haust. auk þess rifnaði vinstri hliðin, sjúkrakarfan er ónýt, og fleiri skemmdir urðu. Er bíllinn talinn ónothæfur til sjúkraflutninga í framitíðinni, þvi að slíkir bílar verða að vera algerlega öruggir, Þetta var aðalbíll slökkviliðs- ins til sjúkraflutninga enda nýasitur og beztur. Hann var tek- inn í notkun 5. nóv. s.L, en þó var búið að aka honum rúma 23 þúsund km. , Þegar á mánudag var farið að gera tilraunir til þess að út- vega nýjan bíl hið allra fyrsta, en jafnvel er áætlað, að af slíku geti ekki orðið fyrr en eftir 3—4 mánuði. Er það að vonum mjög bagalegt. Kórinn mun væntanlega syngja á sex tónleikum að þessu sinni, —- þar af fimm fyrir styrktarfélaga, sem eru hátt á fjórða þúsund. Sigurður Þórðarson, sem verið hefur stjórnandi Karlakó'rs Reykjavíkur í 36 ár hefur nú lát- ið af því starfi en við tekið ungur tónlistarmaður Jón S. Jónsson, sem er nýkominn heim frá námi í Bandaríkjunum. Shíðavélin til Grænlands SKÍÐAFLUGVÉL Flugfélagsins heldur nú áfram að dreifa vist- um til veðurathugunarstöðvanna á austurströnd Grænlands. í gær flaug hún fullhlaðin til Scores- bysund og jafnframt fór Sky- mastervél fullhlaðin varningi til Meistaravíkur, sem er eins konar birgðastöð í þessu flugi. Skíða- vélin fer til Meistaravikur og tekur þar varninginn, sem verður fluttur til þriggja staða: Dan- markshavn, Daneborg og Scores- bysund, samtals sex ferðir. Áætl að er, að þetta taki þrjá daga, ef allt gengur að óskum. Þing LÍV á Sauðárkróki 4. ÞING Landssambands £s- lenzkra verzlunarmanna verður að þessu sinni haldið á Sauðár- króki dagana 3.—5. maí. Um 70 fulltrúar munu sitja þingið frá 19 sambandsfélögum L.Í.V. Fyrir þinginu munu liggja mörg þýð- ingarmikil mál, svo sem kjara- málin, en í undirbúningi er gerð heildarkjarasamnings verzlunar- fólks. (Frétt frá L.Í.V.) Korlokór Reykjavíknr syngur úr „West Side Stcry“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.