Morgunblaðið - 01.05.1963, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.05.1963, Blaðsíða 4
4 MORGUHBL4010 Miðvikudagur 1. maí 1963 Heilbrigð dómgreind verði róðondi Landsfundarræða Ingólfs Jónssonar, landbúnaðarráðherra GÓÐIR landsfundarmenn, konur og karlar. Ég vil við þetta tæki- færi ræða lítillega um nokkur at- vinnumál. Skal þá fyrst minnzt á landbúnaðarmálin. Á kjörtímabil- inu hafa nokkur lög verið sett landbúnaðinum til hagsbóta. Má þar nefna lög um breytingu á framleiðsluráðslögunum, lög um Stofnlánadeild landbúnaðarins, lög um lausaskuldir bænda, lög um hækkun byggingarstyrks til ibúðarhúsa í sveitum, 1961, lög um hækkaðan jarðræktarstyrk til þeirra býla, sem hafa túnstærð undir 15 ha og hækkun á bygg- ingarstyrk til íbúðarhúsa í sveit- um upp í 50 þús. krónur, lög um bændaskóla. Oft hefur verið rætt um hina geysilegu þýðingu fyrir landbúnaðinn að hafa fengið sölu tryggingu á allri framleiðslunni með breytingu á framleiðsluráðs- lögunum í árslok 1959. Umbætur í verðlagsmálum. Skal því ekki farið nánar út í það að þessu sinni en geta má þess að bændur fengu aldrei áð- ur umsamið sex manna nefndar verð og létu Framsóknarmenn sér það vel líka meðan þeir voru í ríkisstjórn. í>að er sannfæring mín, að bændur hefðu ekki feng- ið þessa tryggingu, ef Framsókn- armenn hefðu farið með málíð áfram. Mætti draga fram mörg sönnunargögn fyrir því að Fram- sóknarmönnum datt ekki í hug að opna ríkiskassann í því skyni að yfirtaka hallann af útfluttum landbúnaðarvörum, sem bændur höfðu sjálfir borið um margra ára skeið. Á búnaðarþingi 1958 var mikið rætt um þann halla, sem bændur bæru af þeim vörum, sem út væru fluttar, en í stað þess að minnast á ábyrgð á þess- um vörum ræddu Framsóknar- menn mest um það, hvemig draga mætti úr framleiðslunni. Það virtist vera eina bjargráðið, sem Framsóknarmenn sáu land- búnaðinum til handa á búnaðar- þingi 1958. Að bændur geta nú femgið hækkun á afurðaverðinu ársfjórðungslega, er einnig mikil lagfæring frá því sem áður var, þegar ekki var unnt að breyta verðlaginu nema einu sinni á ári eða í byrjun verðlagsársins. Hækkun landbúnaðarvara 1. imarz s.l. færir bændum 10 millj. kr. tekjuauka til 1. sept. n. k. Eins og alþjóð veit, voru bún- aðarsjóðirnir gjaldþrota, þegar Framsókn fór frá völdum. Með yfirfærslugjaldinu 1958 var graf- ið undan sjóðunum, þar sem þeir skulduðu hundruð milljóna er- lendis. Engar ráðstafanir reyndi Framsókn að gera sjóðunum til bjargar. Lagt var til í fjárlaga- frumvarpi, sem Eysteinn lagði fram haustið 1958, að búnaðar- sjóðirnir skyldu á árinu 1959 fá fjórar milljónir króna frá ríkis- sjóði eins og þeir höfðu fengið mörg undanfarin ár. Þegar núver- andi ríkisstjórn var mynduð, var ákveðið að koma lánasjóðum at- vinnuveganna á traustan grund- völl. Sterk stofnun. Með lögum um Stofnlánadeild landbúnaðarins hefur landbúnað- inum verið tryggð lánastofnun, eem getur veitt aukin lán til fram kvæmda í landbúnaðinum. Fram- sóknarmenn hafa barizt gegn end urreisn búnaðarsjóðanna vegna þess að þeir segja að bændum sé gert að greiða til deildarinnar 1% af búvörum. Á móti því gjaldi, sem bændur greiða, koma 3.50 kr. gegn hverri einni krónu, sem bændur leggja fram. Neyt- endur borga talsvert í þessu skyni og hafa ekki talið það eftir. Með því að tryggja stofnlánadeildinni fasta tekjustofna, verður deildin sterk stofnun, sem veitir stöðugt meira fjármagni í landbúnaðinn. Eftir fá ár hefur deildin af eigin skoðun. Skipuð var nefnd á s.l. hausti, til þess að endurskoða frumvarp, sem milliþinganefnd búnaðarþings hafði samið. Stjórn- skipaða nefndin hefur nú um þess ar mundir lokið störfum og gert ýmsar breytingar á jarðræktar- lagafrumvarpinu og sniðið það við breytta búnaðarhætti. Má ætla að frumvarp þetta verði að lögum á næsta þingi, enda brýn þörf á að ný lög til jarðræbtar verði sett. Á s.l. ári voru sam- þykkt lög um lausaskuldir bændá. Gefin voru út veðdeildarbréf til 20 ára með 7% vöxtum. Bænd- um var gert mögulegt að breyta lausaskuldum, sem höfðu safnast Ingólfur Jónsson. fé til útlána 100 millj. króna ár- lega. Eftir 10—12 ár mun deildin hafa 150 millj. króna árlega til útlána af eigin fé og eiga í höfuð- stól um 500 millj. króna. Ef land- búnaðurinn hefði búið við þessi lög s.l. 15 ár, væri ekki að ræða um fjármagnsskort í landbúnað- inum. í>að er ekki slæmt að fá skammir fyrir mál eins og þetta, sem mun í náinni framtíð verða talið eitt af því bezta, sem fyrir landbúnaðinn hefur verið gert. En þannig hefur það löngum ver- ið, að góðu málin fá ekki sízt and stöðu í byrjun og hvað Stofnlána- deild landbúnaðarins snertir, hafa forystumenn Framsóknar reynt að gera máiið pólitískt og magna bændur gegn því, sem ekki hefur tekizt. Aukin fyrirgreiðsla. Á árinu 1961 var styrkur til íbúðarhúsa í sveitum hækkaður úr 25 þúsundum í 40 þúsund og styrkurinn látinn ná til flestra íbúðarhúsa, sem í sveitum voru byggð, en áður hafði styrkur að eins verið veittur til nýbýla. Á s.l. þingi var styrkurinn hækkað- ur upp í 50 þús. krónur og ákveð- ið að aukinn ræktunarstyrkur skyldi veittur á túnstærð upp að 15 ha, með sama hætti og áður gilti um 10 ha túnstærð. Er eng- inn vafi á að þetta ýtir undir rækt un og mun áður en langt um líð ur vera talið sjálfsagt að hækka þetta mark upp í 20—25 ha. Jarð- ræktarlögin hafa verið í endur fyrir á undanförnum árum, sér- staklega á árunurn 1957 og 1958, í 20 ára lán. Margir bændur not- færðu sér þennan möguleika og munu nærri 66 millj. króna hafa verið veittar með þessum hætti úr Veðdeild Búnaðarbankans. Tryggt var að veðdeildarbréfin yrðu tekin affallalaust, svo telja má að lánskjörin séu hagstæð fyrir bændur. Að lausaskuldir söfnuðust var vitanlega vegna þess að stofnlánasjóðir landbún- aðarins höfðu allt of lítið fé til umráða og gátu ekki lánað nema brot af kostnaði við framkvæmd- imar. Eftirleiðis mun þetta breytast og hefur þegar breytzt að veruiegu ley ti með því að lán- in hafa verið hækkuð stórlega og nú er lánað út á fleira en áður var, s. s. dráttarvélar. Framsóknarmenn ræða oft um afurðamál landibúnaðarins og hafa talið að landbúnaðurinn byggi við lakari kjör en sjávar- útvegurinn. f>ar sem þetta mái hefur oft verið rætt, er ekki á- stæða til að gera því skil hér, en segja má enn, það sem sagt hefur verið áður, að landbúnaðurinn fær 55% lánað út á aíurðir í Seðlabankanum, eins og sjávar- útvegurinn. Auk þess fær land- búnaðurinn fyrirframlán út á dilka, eins og að undanförnu. Metingur Framsóknar við sjáv- arútveginn er í samræmi við það sem þeir tala oft um í sveitum landsins að sjávarútvegurinn fái jafnvel meira fjármagn en hann hefur þörf fyrir. Lög um bændaskóla voru sam- þykkt á síðasta þingi Milliþinga- nefnd samdi frumvarpið og var það sniðið eftir því sem breyttir búnaðarhættir krefjast. Verður sérstaklega lögð áherzla á kennslu í meðferð véla og annað, sem bóndinn þarf sérstaklega að þekkja í sambandi við nútíma bú- skap. Segja má að búskapur á nútíma vísu sé orðinn vísinda- grein og því óhjákvæmilegt að bændur lesi mikið og kynni sér þær nýjungar, sem koma til greina. Mikil framleiðsluaukning og bústofnsaukning hefur verið í landbúnaðinum síðustu þrjú árin. Er það ánægjuleg þróun og horfir vissulega í rétta átt. Ræktunin hefur einnig verið mikil eða nærri fjögur þúsund ha. á ári Áburðarnotkun fer stöðugt vax- andi vegna aukinnar ræktunar. Áburðarverksmið j an stækkuð. Áburðarverksmiðjan er allt of lítil og hafa verið gerðar ráðstaf- anir til undirbúnings á því að auka afköst hennar um 50%, þann ig að hún gæti framleitt árlega allt að 36 þús. tonm af köfnunar- efnisáburði. Gert er ráð fyrir að á þessu ári verði notkun á köfn- unarefnisáburði 26—2'8 þús. tonn. I>að eru ekki mörg ár síðan að notkunin var innan við 20 þús. tonn. Unnið er stöðugt að aukinni sandrækt og sandgræðslu. Hefur á undanfömum árum verið dreift áburði úr flugvél og gefið góða raun. Á þessu ári munu væntan- lega verða notaðar tvær flugvél- ar til þess að dreifa áburði á afréttarlönd og auðnir til þess að flýta fyrir uppgræðslunni. Unnið er að skógræktarmálum af aukn- um krafti og hefir samkvæmt áætlun, sem gerð hefur verið um skógrækt, verið ákveðið að planta minnst 1% millj. piantna árlega. Vonandi verður skógræktin árang ursrík og til þess að bæta landið og afkomu þjóðarinnar, þótt síðar verði. Um kornrækt hefir tals- veit verið rætt og ritað og oft af litlum skilningi eða þekkingu. Ríkisstjórnin hefur gert ráðstaf- anir til þess að tilraunastarfsem- in við kornrækt verði aukin, en það er skilyrði til þess að korn- rækt verði tekin almennt upp í landinu, að ræktað verði afbrigði, sem hentar okkar stutta sumri og takmarkaða hitastigi. Það telja sérfræðingar mögu- legt að gera og því er ástæða til að ætla að kornræktin verði tek- in upp sem atvinnugrein, þegar tímabært þykir. í Gunnarsholti hefir verið sett á stofn fóður- og fræræktarstöð, þar sem umfangs- miklar tilraunir eru um ræktun á grasfræi, korni og fleiru, sem að ræktun lýtur. Gert er ráð fyrir að þar verði komið upp hey- kögglagerð, eins og er algengt er- lendis. Er korni blandað saman við heyið og þjappað í köggla, þannig að í flutiningi verður fóðr- ið í þessu formi helmingi fyrir- ferðarminna en vélbundið hey. Eru miklar vonir bundnar við starfsemina í Gunnarsholti og gæti þar jafnvel orðið fóður- birgðastöð fyrir land allt. í Gurni araholti eru á vegum Sandgræðsl- unnar um 200 holdanaut, auk fjár bús. Lög um holdanautarækt voru samþyk'kt á árinu 1962, en hafa ekki komizt í framkvæmd vegna andstöðu yfirdýralæknis. Eru bændur mjög óánægðir með að úr því hefur ekki orðið enn sem komið er. í Kollafirði hefur verið komið upp klakstöð fyrir lax- og silungseldi. Mun þessi stöð kosta allt að 16 millj. króna, þegar hún er fullbúin. Er þess vænzt, að þar sé merkileg starf- semi og vísir til þess að ný at- vinnugrein rísi í landinu og allar hinar mörgu ár og vötn verði fyllt með silungi og laxi. Mætti þá einnig með þessum hætti afla þjóðinni gjaldeyristekna í ríkum mæli, því markaður er nógur fyr- ir lax- og silung og verðið mjög hátt. Hér hefur verið drepið á nokkur mál landbúnaðarins, sér- staklega vegna þess að svartsýn- ismenn, Framsóknarmennirnir telja að landbúnaðurinn sé á leið til auðnar. Þeir sjá ekkert nema eyðijarðir, hvar sem þeir fara, þótt eyðijörðum hafi ekki fjölgað svo teljandi sé síðustu árin. Ný- býlin, sem árlega eru stofnuð, vinna upp það sem kann að fara í eyði af afskekktum jörðum, þannig að býlafjöldinn breytist lítið eða ekkert. Það er svo sjálf- sagt og þjóðfélagsleg nauðsyn, að efla landbúnaðinn og vinna að því að hann megi eftirleiðis eins og ávallt áður, vera máttarstoð í þjóðfélaginu og einn af aðal at- vinnuvegum þess Talið er að af- urðaverðið þyrfti að vera hærra, en ríkisstjórnin verður ekki sök- uð, þótt ekki hafi samizt um hærra verð en raun ber vitni í sex manna nefnd að imdanförnu. Framleiðsluráðslögin eru í endur- skoðun hjá nefnd sem fram- leiðsluráð hefir skipað. Á s.l. ári fékkst verulega leiðrétting á verð laginu. Má því ætla að árið 1963 verði bændum hagstæðara en næstliðin ár. Bændur njóta þeirr- ar hækkunar, sem fékkst s.L haust allt þetta ár. Verði tíðar- farið ekki lakara en á sl. ári er augljóst að hagur bænda ætti að fara batnandi, þar sem rekstrar vörur landbúnaðarins hafa hækk- að mun minna en verð afurð- anna. Fóðurbætir, áburður og brennsluolíur, sem eru aðalrekstr arvörurnar, hafa lítið hækkað frá því sem var á fyrra ári. Vélar og varahlutir hafa læltkað stórlega eins og áður hefur verið lýst, með nýrri tollskrá. Að afkoma bænda fer nú batnandi á fjórða ári við- reisnarinnar, er sönnun þess, að viðreisnin hefur heppnast og rétt er stefnt. Verði ekki lagður stexnn í götuna og mögulegt að vinna áfram á sama hátt, er augljóst að ekki aðeins landbúnaðurinn, held ur og einnig aðrir atvinnuvegir njóta þess að viðreisnin hefir heppnast. Rafvæðingin. Framsóknarmenn hafa ásakaJ ríkisstjórnina fyrir seinagang í rafvæðingu landsins. Þetta má þó furðulegt heita, þar sem vitað er að staðið er við 10 ára áætlunina. Á s.l. þremur árum hefir rafmagn verið lagt til fieiri bæja en áður og 10 ára áætlunin framkvæmd með fullum hraða. Á árunum 1960 —’62 var lagt inn á 700 býli raf- magn og auk þess voru tengd 160 býli eftir s.l. áramót, sem tilheyra árinu 1962. Rafstrengur var lagð- ur til Vestmannaeyja á s.l. ári. Er það mikil hagsbót fyrir Vest- mannaeyjar. Á þessu óri mun raf magn verða lagt til 230 býla. Á næsta ári verður lokið við 10 ára áætlunina. Kostnaður við 10 ára áætlunina mun verða allt að 1000 millj. króna, en þá hefir verið gert myndarlegt átak í rafvæð- ingu landsins. Þá eru eftir um 8 þús. manns í landinu, sem ekki hafa fengið varanlegt rafmagn. Unnið er að framhaldsáætlun í því skyni að koma rafmagni inn á hvert heimili í landinu ekki seinna en á árinu 1970. Fullyrða má að íslendingar eru með fremstu þjóðum á þessu sviði þrátt fyrir fámenni og strjálbýiL Fer vel á því að svo er. Vitað er að rafmagn verður ekki leitt um strjálbýlið, nema að þjóðin standi öll að því með framlögum úr sameiginlegum sjóði. Mikið hefur verið unnið að virkjunarrannsókn um á undanförnum árum. Á árinu 1961 var varið til rannsókna 15,2 millj. króna, en á árinu 1962 um 25 millj. króna. Áður hefir verið varið aðeins 4 millj. kr. í þessu skyni árlega. Ýmsir staðir hafa verið rannsakaðir, s. s. E>ettifoss, Búrfell, Hveragerði, gufuvirkjun, og ýmsir smærri staðir sunnan- lands, norðan, austan og vestan. Ekki er enn að fullu fengin nið- urstaða á því hvað heppilegast er

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.