Morgunblaðið - 01.05.1963, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 01.05.1963, Blaðsíða 17
Miðvíkudagur 1. tnai 1963 MORGVNBL4ÐIÐ 17 Aldarminning listamanns Tillaga f rá væntan- legum kjósanda U M þessar mundir eru liðin hundrað ár frá fæðingu Einars Jónssonar, málarameistara og listmálara. Af því tilefni þykir mér ekki óviðeigandi, að minn- ast hans að nokkru, þar sem hann er einn af okkar fyrstu málurum, bæði sem iðnmálari og listmálari, og hinn mætasti maður á marga lund. Einar Jónsson var fæddur að Fossi í Mýrdal hinn 17. apríl 1863. Foreldrar hans voru hjón- in Guðný Jónsdóttir, prests Sig- urðssonar að Heiði, og Jón Ein- arsson, Jóhannessonar frá Þóris- holti. Strax á unga aldri fékk Einar mikinn áhuga á að teikna og fara með liti. En þá voru all- ar aðstæður mjög erfiðar fyrir unglinga að þroska slíka eigin- leika sína, og einnig var skiln- ingur manna á þeim hlutum mjög takmarkaður. Það varð að ráði, að Einar lærði trésmíði, og lauk hann sveinsprófi í þeirri iðn. Þar komst Einar í mjög náin kynni við málninguna og litina, því þá önnuðust trésmiðir alla málningarvinnu við húsbygg- ingar, enda voru þá engir mál- arar til hér. Eftir að Einar hafði lokið námi í þeirri iðn, fór hann að gefa sig æ meira að því að mála, og loks ákvað hann að gera þá iðn að lífsstarfi. En þá fann hann og skildi, að hann þurfti að afla sér einhverrar sér- þekkingar í iðninni, og hana var ekki að fá hér heima. Hann siglir því til Kaupmannahafnar árið 1894 eða ’95, til þess að kynna sér það helzta í iðninni, en það voru í þá daga einkum hin listrænu vinnubrögð, svo sem viðarstælingar, marmara- málun og hverskonar skreyting- ar. Ekki gat hann þó fengið að- taka próf í iðninni, því til þess skorti hann tilskilinn undirbún- >ing og lengra skólanám, sem hann hafði ekki efni á að stunda. En samhliða þessu námi gekk hann einnig í listaskóla. Þá var fyrir m.a. lærisveina alnafni hans, Einar Jónsson frá Galta- felli. Þetta var skemmtileg til- viljun. En þeir áttu fleira sam- eiginlegt en nöfnin. Báðir voru þeir við erfiðar aðstæður, að leita sér lærdóms og þekkingar, til þess að glæða og þroska með- fædda listamannshæfileika sína. Og með þessu voru einmitt þess- ir tveir menn að leggja grund- völl að nýjum og glæsilegum þætti í myndlistarsögu íslands, því má ekki gleyma. Einar Jónsson frá Fossi, held- ur síðan heim til íslands, ríkur að reynslu og þekkingu, og hóf nú sitt ævistarf sem málara- meistari. Hann kvæntist árið 1897, Ingi- björgu Gunnarsdóttur, sem ætt- uð var af sömu slóðum og mað- ur hennar. Þau eignuðust fimm börn. Tvö þeirra dóu ung, og uppkominn sonur þeirra, Gunn- ar, dó með sviplegum hætti á stríðsárunum síðari. Á lífi eru nú, Ragnhildur, kona Bjarna Jónssonar, verkstjóra í Hamri, og Hjalti, málarameistari. Fyrstu þrjú búskaparárin bjuggu þau hjónin á Sauðár- króki, en fluttust aldamótaárið til Akureyrar. Stundaði Einar þar iðn sína þar til árið 1906, er hann missti aleigu sína í brun- anum mikla á Oddeyri. Hafði hann þá þegar eignazt allmikið aafn mynda, því flestar tóm- stundir sínar notaði hann til þess að mála myndir, og fórst þetta myndasafn hans í brunan- um. Nú má vera að einhver á Akureyri hafi eignazt myndir eftir Einar fyrir brunann, og væri mér þökk í að fá vitneskju um það, ef einhver Akureyring- ur, sem les þessar línur, vissi um þetta. Ekki ætla ég þó að á- 6ælast þær myndir, ef til eru, heldur væri forvitnilegt að vita hvenær þær voru málaðar. Eftir þetta fluttust þau hjón hingað suður, og verða nú að byria á nýjan leik. Einar byggði sér þá íbúðarhús við Skólavörðu stíg 27, sem þau bjuggu í æ síð- an. Samfara því sem Einar varð nú að skapa sér atvinnu til lífs- viðurværis 1 iðn sinni, varð Einar Jónsson. hann einnig að byrja að nýju sinn listamannsferil. Notaði hann nú hverja stund, sem gafst frá brauðstritinu, til þess að mála myndir, og var svo til æviloka, en hann lézt 5. nóvem- ber 1922. Á þessum fimmtán árum, sem hann átti heima hér í Reykja- HINN 22. apríi var kveðinn upp dómur í borgarþingi Reykjavíkur í málinu Kassa- gerð Reykjavíkur hf. gegn Verkamannafélaginu Dags- brún o. fl. Forsaga máls þessa er sú að í ma- og júnímánuði 1961 var Verkamannafélagið Dagsbrún í verkfalli við atvinnurekendur. Kassagerð Reykjavíkur rekur iðnfyrirtæki og flestir starfs- menn þess því í Iðju, félagi verk smiðjufólks, en það félag var ekki í verkfalli. — Dagsbrún hindraði hinsvegar flutninga- Veiðiréttindi í Laxá, Bugðti og Meðalfellsvatni framlengd Valdastöðum, 23 apríl. FYRIR kuldalkastið um páíík- ana var hafin túnvinnsla á nokkr um bæjum, enda tún þá farin að grænka, sérstaklega nýrækt- ir, og lauf farin að springa út á trjágróðri. En fyrir þetta tók alveg, sem vonlegt var, þar sem frostið komist uppí 13—14 stig, með mikilli veðurhæð, sem stóð í nokkra daga. Nýræktir frá því í fyrra eru sem svartar yfir að líta og er spursmál hvort að þær ná sér til fulls á þessu ári. Allmikið sér á trjágróðri, sénstaklega greni, aðrar tegundir virðast hafa þol- að kuldann betur, eða svo er það hér. Fyrir stuttu síðan hefir verið framlengdur veiðisamningur, um 1 ár, við Stangaveiðifélag Reykja vikur á vatnasvæði Laxár, Bugðu og Meðalfellsvatns, með nokkurri hækkun, sem kemur á bæði árin 1963 og 64. Nú er lóan farin að hópa sig, og aftur að verða vorlegt. Við kveðjum þennan vetur með þeirri von og vissu, „að allir vetur enda taki, og að aftur komi vor í dal“, — St. G. yík, málaði hann mikinn fjölda mynda, sem nú eru dreifðar vítt og breitt, bæði innanlands og utan, því erlendir ferðamenn keyptu mikið af myndum eftir hann. Margar og fallegar mynd- ir fórust í eldi þegar Hótel Reykjavík brann. Tvær eða þrjár sýningar mun Einar hafa haldið á þessu tíma- bili, en ekki er mér kunnugt um að nokkurntíma, eftir lát hans, hafi sézt mynd eftir hann á sam- sýningum hér, og má raunar segja, að hann hafi aldrei heyrzt nefndur á nafn, hvorki í ræðu né riti, þegar rætt hefur verið um þessi efni. Má þetta furðu- legt heita. Það var því sérstaklega ánægjulegt, að börn og annað venzlafólk Einars, skuli nú hafa komið upp sýningu á málverk- um hans, og minnast þannig hundrað ára afmælisins. Sýning- in er í Ásmundarsal við Freyju- götu, og eru milli 30 og 40 mynd- ir þar til sýnis. Aðgangur er ó- keypis og öllum heimill. Sýn- ingin mun verða opin frá kl. 2— 22 daglega alla næstu viku. Ég vil eindregið hvetja Reyk- víkinga, og aðra, til þess að skoða þessa merkilegu sýningu. Jökull Pétursson, málarameistari. starfsemi fyrirtækisins með „verkfallsvörzlu“. Stefnandi, Kassagerð Reykja- víkur krafðist fébóta að upp- hæð 338.457.14 kr. og greiðslu málskostnaðar, svo og staðfest- ingar á lögbanni, uppkveðnu að kröfu hans af borgarfógetanum í Reykjavík hinn 21. júní 1961. Stefnendur kröfðust híns veg- ar að umrædd lögbannsgerð væri úr gildi felld og þeir sýkn- aðir af öllum kröfum. Sakarefninu var skipt að ósk aðila og hefur nú verið felldur dómur í þeim liluta er að lög- banninu veit. í niðurstöðu dómsins segir svo: „Af því, sem nú hefur verið rakið, þykir nægilega í ljós leitt, að „verkfallsverðirnir" hafi á eindæmi sitt haft uppi aðgerðir gegn stefnanda til hindrunar því, að hann gæti notað bifreið- ir sínar. í þessu máli er það atriði eigi til úrlausnar, hvort stefnandi hafi brotið gegn ákvæðum laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur, heldur það, hvort „verkfallsverðirnir“ hafi haft lagaheimild til þess að hafa rétt- arvörzlu í því efni. Eigi verður séð, að 18. gr. laga nr. 80/1938, né heldur 4. gr. laga nr. 50/1940, um lögreglumenn, veiti aðilum að vinnustöðvun rétt til þess að taka í sínar eigin hendur réttar- vörzlu. Framangreindar aðgerðir „verk fallsvarðanna“ voru því ólög- mæt réttarvarzla af þeirra hálfu. Skiptir í þessu efni eigi máli, þótt ákæruvaldið hafi af sinni hálfu, eigi fyrirskipað frekari aðgerðir. Ber því að staðfesta lögbann það, sem sett var við aðgerðum þeirra af borgarfóget- anum í Reykjavík hinn 21. júní 1961. Emil Ágústsson, borgardóm- ari, kvað upp dóm þennan, en uppkvaðning hans hefur dregizt nokkuð vegna páskahelgarinn- ar. — DÓMSORÐ: Framangreint lögbann stað- festist. Málið flutti af hálfu Kassa- gerðarinnar Páll S. Pálsson hrl., en af hálfu Dagsbrúnar Egill Sigurgeirsson hrl. UNDANFARIN tvö kvöld hef ég hlustað á útvarpsumræðurnar frá Alþingi, og hefði sem fyr fengið heldur leiðinlegar hug- myndir um vinnubrögðin og sam komulag á Alþingi, ef ég vissi ekki eftir sögn alþingismanna sjálfra, að þetta er ekki svona afleitt eins og þessar umræður yfirleitt, gefa ástæðu til að ætla. Hæstvirtur menntamólaráð- herra Gylfi Þ. Gíslason, lét þess getið í sinni ræðu, að fólk mundi orðið þreytt á stjórnmálaþrasi frá Alþingi, sem hann taldi allt annað en uppbyggilegt, eins og það kæmi til eyrna hlustenda. En eins og við vitum, sem hlust um á þessar umræður, þá sakar þar hver annan um svik og ó- sannindi, og óhappaverk unnin af ráðnum hug, en þakkar sér og sinum flokki allt það er betur hefir farið. Annar háttvirtur þingmaður Jóhann Hafstein, sagði einnig í þessum umræðum, sem voru þó í heild prúðari en oft áður, að svona málflutningur í þingsölum væri til vanvirðu, og móðgun við hlustendur. Furðar nokkurn á því, þótt hæstvirtur menntamálaráðherra þjóðarinnar telji ekki slíkt út- varpsefni mikinn menningar auka, sem háttvirtur þingmaður telur til vanvirðu að láta sér um munn fara i sölum Alþingis, og móðgun við hlustendur. Ég held ekki, en svona umræður í þessu gamla formi, geta varla á ann- an hátt verið, þótt ræðumenn séu þess utan prúðmenni. Þess vegna á að banna þessar um- ræður í þessu formi, og leita að öðru sem meiri menningarbrag- ur væri að. Þar sem kosningabaráttan fer nú í hönd, og þjóðin á von á tugum af ræðum í svipuðum dúr, og þær er við höfum heyrt und- anfarin kvöld, þá vil ég sem væntanlegur kjósandi, og hlust- andi, koma fram með tillögu um nýtt form á umræðum á fram- boðsfundum, sem er í stuttu máli þetta: 1. Frambjóðendur velja sér fundarstjóra. 2. Hver flokkur velur sér á fundarstað, einn mann í það sem ég vildi kalla spurninga- ráð, ráðið tekur á móti og undirbýr spurningarnar sem lagðar eru fyrir frambjóðend- SÍÐASTLIÐINN sunnudag var guðsþjónusta haldin í Héraðs- skólanum að Laugarvatni. Við það tækifæri voru af- hentar veglegar gjafir til minn- ingar um frú Þorbjörgu Þor- kelsdóttur. Nánasta fjölskylda Þorbjargar sálugu, eiginmaður hennar, börn hennar og makar þeirra gáfu altariskross. En systur hennar og mágkona gáfu altarisstjaka. Grip ir þessir eru mjög fagrir og tilkomumiklir og vöktu almenna hrifningu viðstaddra. Gefendur hafa tekið fram, að gripunum sé ætlað að prýða alt- ari væntanlegrar kirkju að Laug arvatni, þegar hún verður reist, en þangað til verða þeir notaðir við guðsþjónustur í salarkynnum skólasetursins. Prestur við athöfn þessa var síra Ingólfur Astmarsson bisk- upsritari. — Lýsti hann gjöfun- um, minntist frú Þorbjargar sál- ugu og flutti þakkir. — En sonar börn frú Þorbjargar, Bjarni og Þorbjörg tendruðu ljósin á alt- arisstjökunum. ur, það skal einnig fella nið- ur, ef fram koma, þær spurn- ingar sem það telur ekki við- eigandi. 3. Kjósandi, einn sér, eða marg- ir saman, geta sent skriflegar og undirritaðar spurningar til ráðsins, um ýmis mál er hann telur kjördæmið og þjóð ina varða, og óskar að fá upp lýsingar um af frambjóðend- um, einum eða fleirum. 4. Ráðið afhendir fundarstjóra spurningarnar í þeirri röð sem þær berast, eða sem það telur bezt henta. Fundarstjóri leggur spurningarnar fyrir frambjóðendur, og stjórnar svarræðum, sem eiga að vera örstuttar og gagnorðar. Fund- arstjóri skal og geta hver fyrirspyrjandi er. 5. Hver flokkur fær í fundar- byrjun 15 mínútur til að á- varpa kjósendur og leggja grundvöll að spurningum með ræðu sinni, hver flokk- ur fái einnig 5—10 mínútur í fundarlok. Fundarstjóri ræð ur sínum tíma sjálfur, aðrir taki ekki til máls. Við þetta vinnst það, að hinn almenni kjósandi, sem á að velja fulltrúa fyrir sig og sitt byggð- arlag, fær aukin möguleika til að fá upplýsingar um fyrirætlan- ir frambjóðandans varðandi ýms mál, ef hann fengi þá aðstöðu að komast á Alþingi. Frambjóð andinn ræður ekki lengur algjör lega um hvað hann talar, hon- um ber að svara spumingum kjósenda, og vanda þau svör, svo sem andlegir og líkamlegir hæfi leikar gefa honum getu til, og af þeim svörum á kjósandinn að draga sínar ályktanir, og þær ásamt reynslunni að hjálpa hon um til að hafna og velja. Þessa umræðufundi ætti að taka á segulband, og hvert sýslu félag að sjá um það fyrir sig, og bandið að gevmast hjá við- komandi sýsluyfirvaldi, sú ráð- stöfun mundi áreiðanlega borga sig. Eitthvað svipað þessu, hefði ég óskað eftir að formið yrði á væntanlegum framboðsfundum. Sendi tillöguna helztu blöðum framboðsflokkanna, éf verða mætti til þess, að fólk tæki að hugsa málið, og leita að leiðum. Látrum 19. apríl 1963. Þórður Jónsson. Þorbjörg Þorkelsdóttir var eig- inkona Bjarna Bjarnasonar skóla Guðsþjónustan var mjög há- tíðleg og fjölmenn. stjóra. Átti hún ekki lítinn þátt í að móta heimilisanda skólans fyrstu tvo áratugina, þar eð hún var húsmóðir staðarins mestan hluta þeirra. En hún var, svo sem kunnugt er, með afbrigðum ástsæl sakir göfugmennsku og mikilla mannkosta. Lr frú Þorbjörg lézt, 21. apríl 1946, var þá þegar stofnaður minningarsjóður um hana. Sjóð- urinn var stofnaður af kennur- um héraðsskólans, en konur í Laugardal og fleiri gáfu þá fé í sjóðinn. í skipulagsskrá sjóðsins er svo kveðið á, að sjóðnum skuli varið til þess að prýða borð við guðs- þjónustur að Laugarvatni og síð- ar skrýða altari, þegar kapella eða kirkja hefur verið reist þar. Formaður sjóðsstjórnar er frk. Jensína Halldórsdóttir forstöðu- kona Húsmæðraskóla Suður- lands, og veitir hún viðtöku gjöf- um í sjóðinn. Kassagerðin vann lögbannsmálið Hátíð að Laugarvaíni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.