Morgunblaðið - 01.05.1963, Síða 18

Morgunblaðið - 01.05.1963, Síða 18
18 MORCUNBLAÐID Miðvikudagur 1. maí 1963 Tvö eða þrfú ffet milli lífs og dauða Mynd þessi var tekin á pásk- unum undir Ólafsvíkurenni, þó ekki þar, sem steinninn féll ofan á bílinn. Sýnir hún vel grýlukertin og flóðamækina, sem lafa niður úr svellbólstr- unum. — Ljósm. Mbl. Hall- dóra Gunnarsdóttir. SVO SEM sagt var frá í Mbl. á laugardag, lenti stóreflis steinn á jeppabíl, sem var á ieið frá Sandi til Ólafsvíkur 21. þ.m. Munaði þar mjóu, að stórslys yrði. Blaðið hefur átt stutt við- tal við Jóhannes Jónasson, sem var í bifreiðinni ásamt föður sínum. Sagðist honum svo frá: — Við vorum komnir upp úr Gvendarbrunnsklifi og 200 til 300 metra inn á götu, þegar slysið varð. Við vorum því ekki undir Enninu (Ólafs- víkurenni) sjálfu, heldur und- ir klettum norðanvert í því. Þar áttum við ekki von á steini, því að þar hrynur skjaldan úr fjallinu. — Skyndilega sá ég skugga bregða fyrir. Stærðar steinn kastaðist skáhallt á vélarhláf- ina, braut hana, reif af ljós- ker og aurbretti og lenti nið- ur í hjólkassanum, en reif sig aftur upp úr rifrildinu af þvílíku afli, að hann flaug yfir sex snúru gaddavírsgirð- ingu og hentist 10—15 metra vegalengd. Trúað gæti ég að steinninn væri á annað hundr- að pund að þyngd. — Þarna skall hurð nærri hælum, því að hefði bíllinn verið kominn svo sem tveim- ur til þremur fetum framar, hefði steinninn lent á bílhús- inu, og hefði þá enginn frá tíðindum að segja. Leit að kindum í Látrabjargi LÁTRUM, 22. apríl — f gær leitaði ég að kind þeirri sem hef- ur gengið úti í Látrabjargi á- samt gráum, syni sínum, í vetur. Rétt fyrir norðanáhlaupið var litið eftir henni, en þá sást hvorugt. Er ég kom á brúnina á Geita- skó, en svo heitir staður sá þar sem þau hafa haft vetrarvist, þá voru þau 50 metra fyrir neð- an brúnina. Er það efsta sem þau komast án hjálpar. Ærin var ofsastygg, en hún hefur alla Sumarbúðum Þjóðkirkjunnar berast gjafir AKUREYRÍ, 29. apríl. Sumarbúðum Þjóðkirkjunnar barst fyrir skömmu bréf frá Byggingavöruverzlun Akureyrar h.f., undirritað af Helga Pálssyni og Grími Valdimarssyni, þar sem verzlunin gefur alla úttekt byggingarefnis frá árinu 1962 til sumarbúðanna við Vestmanns- vatn, en hún nemur hátt á sjötta þúsund króna. Gjöfinni fylgja hlýjar óskir um blessun í starfi sumarbúðanna. Þá hafa sumarbúðunum einnig borizt nýlega þúsund krónur að gjöf frá konu, sem vill ekki láta nafns síns getið. Vinna er þegar hafin við bygg- ingaframkvæmdir við Vestmanns vatn á þessu sumn og fram haldið, þar sem frá var horfið í I íyrrahaust. — Sv. P. undanferð. Strax og hún sá mig, fór hún að þoka sér niður þræð- ing, þar til þau voru komin nið- ur um 200 metra eða meir. Þá stanzaði hún og fór að vita ótta- laus af mér. Enda kemst bún ekki mikið neðar og er þá svipuð vegalengd eftir í fjöru. Grös eru að verða algræn svo neðarlega í bjarginu. Ærin er að sjá komin að burði, en hin sællegasta. Ég athugaði hrútinn vel í sjónauka og er það einn sá líklegasti kynbótahrútur sem ég hefi séð. Hann er stærri en ærin og auk þess að vera tví- lembingur sjálfur er hánn und- an tvílemibingi í báðar ættir og vel kynjaður. Þarna er því um metfé skepnu að ræða. En það er miklum erfiðleikum bundið að handsama kindur á Rússneskur styrkur SOVÉZK stjómarvöld munu veita einum íslendingi skólavist og styrk til náms við háskóla í Sovétrikjunum næsta háskólaár. Kandidatar eða stúdentar, sem langt eru komnir í námi, koma öðrum fremur til greina. Þeir, sem kynnu að hafa hug á slíkri námsvist, skulu senda umsókn til menntamáiaráðuneytisins, Stjórn arráðshúsinu við Lækjartorg, fyrir 20. maí n.k. og láta fylgja staðfest afrit pjófskirteina, svo og meðmæli. Umsóknareyðublöð fást í menntamálaráðuneytinu. (Frá menntamálaráðuneytinu) þessum stað, sérstaklega hrúta, því vafasamt hvernig til tekst. Okkur hafa reynzt þeir viðsjár- verðir í bjarginu. Hér er komið bezta veður. Snjórinn er horfinn og tekin við vorveðrátta, eins og maður ósk- ar að hún verði. — Þórður „Vængstýfðir endar44 sýnt á Dalvík LEIKFÉLAG DALVÍKUR æfir nú af kappi hinn vinsæla gaman leik „Vængstýfðir englar“, sem menntaskólarnir á Akureyri og í Reykjavík sýndu fyrir nokkrum árum við mjög góðar undirtekt- ir. Leikurinn hefur einnig verið kvikmyndaður og fóru þekktir leikarar með aðalhlutverkin. Ýmsar endurbætur hafa verið gerðar á félagsheimilinu; for- sena byggð framan við leiksviðið og lofthæð og hliðarrými stór- aukið, er ekki að efa, að Dalvík- ingar munu kunna að meta þetta mikla framtak félagsheimilisins og leikfélagsins; þessar nýju um bætur bjóða bæjarbúum upp á möguleika til þess að sjá mun betri sjónleiki og aðkomuleik- flokkum tækifæri til þess að sýna stærri og vandaðri leiksýningar, sem síður hefðu notið sýn við þau fremur þröngu og erfiðu skil yrði, sem áður voru! Fyrirhugað er að sýna Væng- stýfða engla um miðjan maí; leik urinn gerist allur í franskri saka máianýlendu og ber margt spaugi legt á góma; búningarnir eru frá því um aldamótin. Formaður leikfélagsins er Hjálm ar Júlíusson, sem einnig málar leiktjöldin; leikstjóri er Kristján Jónsson. 85 tonna smíðum á Neskaupstað, 24 apríl. AFLI handfærabáta hefir verið lítill það sem af er, en talsvert magn fengist af steinbít á línu. Handfæraafli brást alveg á Hornafirði, enda tíð óhagstæð. Lítið hefir verið reynt á heima- miðum vegna slæmra gæfta, en vonandi stendur það til bóta. Stefán Ben og Hafþór hafa lagt upp um 600 lestir. Helztu fram- kvæmdir um þessar mundir eru bygging 85 lesta báts hjá Drátt- Sæfari aflahæstur AKRANESI, 29. apríl. Heildarþorskafli hér á laugar dag og sunnudag varð alls 310 tonn, 148 tonn á laugardag og 162 á sunnudag. — Þrír síldar- bátar héðan fengv í nótt samtals 892 tunnur, Höfrungur II. 412, Ófeigur II VE 400 (landað í Reykjavík) og Reynir 80 tunn- ur. — Aflahæstur báta á þorski á þessari vertið er Sæfari, Skip- stjóri Jóhannes Guðjónsson, með 809 tonn. — Oddur. Skátadagurinii á Akranesi AKRANESI, 29. apríl. Skátadagurinn var hátíðlegur haldinn hér á sunnudag. Rösklega 200 skátar gengu í skrúðgöngu í kirkju og hlýddu messu. Dá- vænn hópur skáta kom sunnan úr Kópavogi. Um kvöldið var skemmtun í Bíóhöllinni með leik þætti og fleirum skemmtiatrið- um. — Oddur. Karlakór Akur- eyrar lteldur söngskemmtanir AKUREYRI, 29. aprfl. — Karla- kór Akureyrar hélt söngskemmt- anir í Borgarbíói á Akureyri 26. og 27. apríl. Söngstjóri var Ás- kell Jónsson. Undirleik annaðist Guðmundur Jóhannsson. Ein- söngvarar með kórnum voru Guðmundur Karl Óskarsson og Sverrir Pálsson. Á söngskránni voru fjórtán lög eftir innlenda og erienda höfunda. Húsfyllir var báða dagana, og kór og ein- söngvunrm mjög vel fagnað. Þurfti að endurtaka meira en helming söngskrárinnar og syngja aukalög. Kórinn endur- tekur söngskemmtunina n.k. laug ardag kl. 5. — St. Eir. Æsustaðif í Langa- dal auglýstir JÖRÐIN Æsustaðir í Langadal er auglýst til sölu í síðasta Lögbirt- ingablaði, en í vetur samþykkti alþingi að heimila sölu á tveim- ur prestjörðum, Æsustöðum og Vatnsenda í Suður-Þingeyjar- sýslu. Hvorug jörðin er kirkju- staður eða fornt prestsetur og prestar voru hættir að búa á báð um stöðum. Margir munu kannast við prestssetrið á Æsustöðum, því Norðurlandsvegur liggur þar um hlaðið. Nokkur ár eru þó síðan prestur hefur búið þar, því húsið er talið óhæft til íbúðar fyrir prestinn. Sóknarpresturinn sr. Jón ísfeld er í leiguhúsnæði í sveitinni, en byggt verður nýtt prestsetur í Bólstaðahlíðarlandi, skv. ósk héraðsbúa. Prestsetrið á Vatnsenda verður flutt í nýtt nýbýlahverfi í Köldu- kinn og er byrjað að byggja þar prestsetur. bátur í Norðfirði arbrautinni og er vélin í hann komin. Er það 375 ha. Kromhaut- vél, hollensk. Yfirbygging og hvalbakur verða úr alminium og eru í smíðum hjá Birni Magnús- syni í Keflavík. Síldarvinnslan h.f. er að færa út kvíarnar og er hafin viðbót- arbygging og smíði mjölskemmu. Hafnarframkvæmdir þær sem fyrirhugaðar eru munu hefjast í enda maí, eða júníbyrjun og fer það að sjálfsögðu eftir því hvernig gengur á Reyðarfirði, en sami vinnuflokkurinn byggir 4 báðum stöðunum. Þar gekk upp- setning stáiþilsins vel fram að páskum en óhagstætt tíðanar undanfarið veldur einhverjum töfum. Oddskarð hefir verið ófært að undanförnu og ekki hefir verið hægt að fljúga hingað fyrr en í dag. Fjöldi manns hefir að und- anförnu beðið flugfars úr Reykja vík. Reynslan eftir veturinn bend ir ekki til þess að Norðfjarðar- flugvöllur ætli að verða okkur mikil samgöngubót, að minnsta kosti ekki yfir vetrarmánuðina. — Jakob. %%%%%%%%%%%% ridge MASTERS PAIRS keppnin í Englandi vekur ávallt mikla at- hygli og eru áhorfendur jafnan margir. Sigurvegarar að þessu sinni urðu Terence Reese og Jeremy Flint. Spilið, sem hér fer á eftir er frá keppni þessari og er gaman að athuga sagnirnar á nokkrum borðum. A KD6 * V D G 10 8 <#10 6 3 # G 9 A G A Á 10 9 3 # K 9 7 2 7 3 # KDG5 #54 *D843 # A 9 8 7 4 A 52 # A 6 3 # 2 A A K 10 7 6 5 2 Þar sem sigurvegararnir sátu A-V gengu sagnir þannig: Austur Suður Vestur Norður pass 3 gr pass pass 4 A dobl pass pass 4 A pass pass pass Suður lét út laufaás og Flint fékk auðveldlega 10 slagi og vann spilíð. Schapiro og Rodrigue spiluðu saman að þessu sinni og hjá þeim gengu sagnir þanmg, þeir sátu N-S: Austur Suður Vestur Norður 1 A 3 A dobl allir pass Mikill vafi virðist að rétt sé að austur segi pass þegar félagi hans doblar 3 lauf, enda fengu þeir ekki mikið fyrir spilið þar sem suður fékk 8 slagi. Þar sem hinar frægu spilakon- ur Markus og Gordon sátu A-Y gengu sagnir þannig: Austur Suður Vestur Norðuf pass 1 * 1 V 1 A 2 ♦ 3 A 3 ♦ 4 A 4 ♦ 5 A dobl allir pass Spilið varð aðeins 2 niður þar sem A-V trompuðu ekki spaða, enda hafði norður sagt litinn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.