Morgunblaðið - 25.05.1963, Page 3
Laugardagur 25. maí 1963
MORCVHBL4Ð1Ð
3
18 ungir hljómlist-
armenn á nemenda-
tónleikum í Kef lav
Keflavík, 24. maí.
Tónlistarskólanum var slitið í
gærkvöldd með nemendahljóm-
leikum í Nýja-Bíó. 18 af nem-
endum skólans komu fram á tón-
leikunum, í píanóleik, fiðluleik,
með trompet og valdhorn, og í
einsöng og tvísöng. Auk þess
lék drengjalúðrasveit barnaskól-
ans undir stjórn Herberts Hri-
berschek.
Húsið var fullskipað styrktar-
félögum Tónlistarfélagsins og
öðrum gestum, sem fögnuðu
nemendum vel. í upphafi tón-
leikanna flutti Helgi S. Jónsson
évarp, og Ragnar Björnsson,
skólastjóri, lýsti starfi skólans
og afhenti prófskírteini og verð-
laun tónlistarfélagsins, sem að
l>essu sinni hlutu þau Sigrún
Ragnarsdóttir og Guðmundur
Jónsson.
í Tónlistarskóla Keflavíkur
voru í vetur 80 nemendur með 7
kennara. Þetta er 6. starfsár
Tónlistarskólans og hefur Ragnar
Björnsson verið skólastjóri frá
upphafi. Prófdómari í skólanum
var Jón Nordal, skólastjóri Tón-
listarskóla Reykjavíkur. — hs.
Síld og humar
til Ahraness
AKRANESI, 24. maí. — 5600
tunnur síldar bárust hér á land
í gær og í dag, þar af 3453 tupn-
ur á uppstigningardag. Átta bát-
ar lönduðu þá. Aflahæstur var
Skírnir með 756 tunnur. Síldin
fór öll í bræðslu, nema 200 tunn-
ur, sem hraðfrystar voru í Heima
akaga. Fimm lönduðu í dag. Afla-
hæstur var Skírnir með 800 tunn
ur, annar Höfrungur með 700.
Þrír humarbátar lönduðu hér í
gær, Ásmundur hafði 5,8 lestir,
Bjarni Jóhannesson 5,6 og Ás-
björn 5,4. Humarbátarnir Fram
og Svanur lönduðu í dag, sá
fyrri tæpum 6 lestum og hinn síð
ari 4,5 lestum.
Trillan Sæljón reri í dag og
íiskaði 700 kg.
• •
Onnur
athugasemd
V E G N A „svar.s“ Þórðar HaW-
dórssonar, pósitmeistara, varð-
andi athugasemd mína í Morg-
unblaðinu hinn 8. þ. m., þykir
*nér rétt að taka fram eftirfar-
andi:
Við lestur fyrrgreindrar at-
tnugaisemdar, er öllum Ijóst að
um þrjár prentvillur er að ræða,
}?. e. ,,bílíuina“ í stað „biblíuna“,
„skammarlaust“ í stað „skamm-
laust“ og „lendingarmögúleikar“
í stað „lengingarmöguleikar". —
Reiknaði ég með að póstmeistar-
inn myndi nota sér þær til fram-
dráttar í vandræðum sinum, sem
reyndist rétt.
Þórður „biður afsökunar á mis
minni s.’inu um töluna 12000 í
stað 10000“, og læt ég það mér
vel líka, að öðru leyti en því að
fcin tilfærðu ummæli hans „með
litluim tilikostnaði“ eiga alls ekiki
við 10000 fet, heldur „6000 til
8000“ feta langar flugbrautir, og
mun honum því eki vanþörf á
þv'í að „endur.lesa“ grein rnína.
Þórður kvartar yfir þvi, að ég
hafi ekiki svarað honuim mál-
efnalega, en gerði hann það sjálf
ur að þvi er mína greiin snerti?
Eða er tíu lína útúrsnúningar
hans 20. apríl, málefnalegt svar?
Athugasemd mín vax fram
fcomin til þess eins að leiðrétta
röng umimæli póstmeistarans um
efni greinar minnar, og því flug-
miálaistjórninni algerlega óvið-
fcomandi.
Læt ég svo útrætt um þetta
mál af minni hálfu.
Reyikjavík, 13. maí 1963,
Gunnar Sigurðsson.
Forseta-
hjónin
kringum
land með
Esju
FORSETAHJÓNIN eru ný-
komin úr hringferð í kringum
landið með strandferöaskip-
inu Esju. Forseti íslands,
herra Ásgeir Ásgeirsson, varð
69 ára 13. maí síðastliðinn og
að kvöldi þess dags héldu
hjónin úr höfn með Esjunni.
Komið var við á fjöldamörg-
um stöðum. — Meðfylgjandi
myndir tók Sigurgeir Jónas-
son.
Komið var við á Bíldudal. Forsetinn heilsar einum Arnfirðinga.
Komið er til Reykjavíkur að förinni lokinni o g forsetahjónin kveðja skipstjórann, Tryggva
Blöndal — Meðfylgjaiidi myndir tók Sigurgeir Jónsson.
siA k s t r i \ \ i:
Samningurinn
mikill sigur
Samningurinn við Breta nm
Iausn landhelgisdeilunnar er
einn mesti sigur, sem íslending-
ar hafa unnið. Vakti samningur-
inn athygli um víða veröld og
þóttu íslendingar hafa komizt ó-
trúlega langt með málafylgju
sinni. í Bretlandi var satóomu-
lagið nefnt „ósigur Breta“ í dag-
blöðum. Með samningnum fengu
íslendingar skýlausa viðurkenn-
ingu á 12 milna fiskveiðilögsög-
unni og þýðingarmiklar breyt-
ingar á grunnlínupunktum, sem
„vinstri“ stjórnin hafði vanrækt
að gera 1958. Þessir nýju grunn-
línupunktar stækkuðu landhelg-
ina á þýðingarmiklum stöðum
um rúmlega 5065 ferkilómetra.
Þá lýsti íslenzka ríkisstjómin
því yfir, að hún muni halda á-
fram að vinna að útfærzlu fisk-
veiðitakmarkanna. 1 staðinn
fengu Bretar takmörkuð veiðirétt
indi á nokkrum stöðum milli 12
og 6 mílna markanna í 3 ár.
Barátta Framsóknar
gcgn samkomulaginu
Þrátt fyrir þennan ótrúlega
hagstæða samning, þá börðust
Framsóknarmenn dyggilega við
hlið kommúnista gegn þesstari
lausn landhelgisdeilunnar. Á-
stæðurnar eru nokuð óljósar, en
líklega réði hér um allt af
þrennu. Tilraun þeirra tU þess
að stofna til æsinga um þetta
þýðingarmikla utanríkismál og
reyiia þannig að notfæra sér mál
ið í pólitískum tilgangi, án til-
I lits til hagsrr.una þjóðarinnar.
Öfundsýki vegna þess að þeir
áttu ekki sjálfir hlut að máli og
i þriðja lagi gengdarlaus þjónk-
un við bandamenn sína, komm-
únista og tilraunir þeirra til þess
að nota landhelgismálið tU
þess að koma íslendingum út úr
vestrænu samstarfi.
Framsóknarmenn lýstu því
margsinnis yfir, að þeir myndu
■ rifta samkomulaginu við fyrsta
tækifæri, köiluðu það „nauð-
ungarsamning“ og svik.
Þakka sér nú árangurinn
Með þessari framkoiríj sinni
hafa Framsóknarrronn óvirt
sjálft Alþingi og reynt að gera
þessa æðstu stofnun landsins
tortryggiiega sem samningsað-
ila fyrir Islands hönd. Þannig
hafa þeir barizt gegn viðurkenn-
ingu Breta á fiskveiðilandhelg-
inni og viijað minnka landhelg-
ina um 5065 ferkílómetra með
því að berjast gegn viðurkenn-
ingu Breta á þessari stækkun
landhelginnar með útfærslu
grunnlínupunktanna. Hafa þeir
þannig gert málstað helztu and-
stæðinga islendinga í Bretlandi
að sínum.
Eftir að hafa haldið fram mál-
stað þessara andstæðinga þjóð-
rinnar og gert hann að sinum,
þá skortir Framsóknarflokkinn
ekki ósvífni til þess að þakka dag
blaði sínu viðurkenningu Breta,
sem þeir hafa sagt að ekki aafi
verið fyrir hendi. Eftir að hafa
barizt hatrammlega gegn sanm-
ingnum við Breta um lausn land
helgisdeilunnar, þá þakka þeir
sér nú árangur samkomulagsins.
Slíkur blekkingaráróður um
eitt þýðingarmesta utanríkismál
okkar hlýtur að vera landsmönn-
um víti til varnaðar um heilindi
Framsóknarflokksins og dag-
blaðs hans. Það er erfitt að sjá,
hvemig forysta Framsóknar-
flokksins fyrir utanrikismálum
íslands i samvinnu við komm-
únista getur farið saman við
hagsmuni þjóðarinnar.