Morgunblaðið - 25.05.1963, Side 22

Morgunblaðið - 25.05.1963, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 25. maí 1963 íslandsmótið hófst með tveim leikjum Sjálfsmörk réðu úrslitum beggja leikjanna Fram vann 1-0 á sjálfs- marki Akureyringa Sjálfsmarkið í Laugardal. Haukur Jakobsson, h vítklæddur, annar frá vinstri horfir á eftir lausri spyrnu sinni í netið. — Ljósm. Sv. l>orm. Akurnesingar unnu KH 21 — Urslitamarkið sjálfsmark T V Ö sjálfsmörk í fyrstu tveim leikjum íslandsmótsins í knattspyrnu 1963 réðu því hvar sigrar lentu og dýrmæt stig. — í Laugardal skoraði bakvörður Akureyringa sjálfsmark og það varð eina márk leiksins. íslandsmeistar arnir Fram fóru því með sig- ur og 2 stig frá leik, sem þeir að öðru leyti áttu heldur minna í, einkum er á leið. Á Akranesi henti það slys markvörð KR að missa knött, sem hann hafi varið, inn fyr- ir línu. Akurnesingar fengu fyrir það sigur og tvö dýr- mæt stig. KR-ingar og Akur- eyringar verða að hugga sig við það að „fall sé fararheill“, en þessi stig verða ekki aftur unnin. Björn Helgason tekur hér held ur óblíðleiga á Páli útherja, sem virðist líka til í að ýta frá sér. Lógmaikstíma sundíólks SUNDSAMBAND íslands hefur áéveðið eftirtalda tíma sem lág- marksafrek til þátttöku íslend- inga í Sundmeistaramóti Norður- landa, sem haldið verður í -Ósló 13 og 14. ágúst nk: KARLAR 100 m skriðs. 58,8 sek. 400 m skriðs. 4:45,0 mín. 1500 m frjáls aðf. 19:10,0 mín. 200 m baksund 2:28,0 mín. 200 m flugsund 2:32,0 mín. 200 m bringusund 2:45,0 mín. 400 m einstl. fjórs. 5:20,0 mín. KONUR 100 m skriðs. 1:07,0 mín. 400 m skriðs. 5:10,0 mín. 100 m baksund 1:17,0 mín. 100 m flugsund 1:17,0 mín. 200 m bringusund 3:00,0 mín. 400 m einst. fjórs. 6:05,0 mín. Miðað er við að lágmarkstíma sé náð í 33 m eða 50 m sundbraut, tyrir 15. júli 1963. ★ Lélegur leikur í Laugardal var allt fallegt, veðrið, völlurinn og fólkið — allt nema knattspyrnan. Hún var vægast sagt af lakara taginu lengst af. Getuleysið var áber- andi, ennþá sárara var að sjá hve oft var lítil hugsun að baki leiksins, og út yfir tók þegar leik menn, sem taldir eru í góðri lík- amlegri þjálfun, sáust „springa“ löngu fyrir leikslok. Bæði Fram og Akureyrarliðið standa langt að baki því sem liðin sýndu í fyrra. Menn, sem skipað hafa landsliðsstöður eða verið við þær, voru nú eins og villuráf- andi sauðir og tilraunir þeirra fálmandi og óöruggar. Sjálfsmark — eina mark leiksins Fram hafði undirtökin í fyrri hálfleik og var leikur norðanmanna þá afskaplega sundurlaus og klénn. Fram fékk nokkur góð færi, misnotaði flest, en stundum varð hinn fimi mark- vörður Akureyringa að taka á öllu sínu til að fá varið. Og á 17. mínútu henti slys- ið. Fram var í sókn, en hún stöðvaðist við það að sent var til mótherja og þannig fékk Haukur Jakobsson knöttinn nálægt marki. Einar mark- vörður ætlaði að hlaupa út og taka knöttinn hjá Hauki, en Haukur ætlaði spyrna til Ein- ars og gerði það, en á þann hátt að Einar úthlaupandi, missti af knettinum og hann skoppaði yfir línu. Báðir gerðu vitleysu. Einar með því að hlaupa út og kalla ekki. Haukur með því að spyrna að marki, án þess að horfa á hvert hann sendi. Tækifærið var hættulaust að því er virtist, en Fram fékk við mistökin tvö stig. Þetta var eina mark leiks- ins, þó mikið væri reynt á báða bóga. ir Sókn Akureyringa Akureyringar tóku leikinn í sínar hendur að miklu leyti í síð- ari hálfleik. Þeir náðu yfirráðum á miðjunni og sóttu fast, en fengu þó ekki oft ógnað marki Fram verulega. Þó skall hurð nærri hælum nokrum sinnum og Geir bjargaði tvívegis mjög naumlega en vasklega. Fátt var um góð skot, þó þau reyndar sæjust hjá báðum og fátt um góðar, hættulegar fyrir- sendingar og átti Fram þá beztu rétt í leikslok er Baldur Sche- ving sendi fyrir en Ingólfur mið- herji missti af sendingunni, enda kraftlítill orðinn sakir mæði. Fáir báru af fyrir góðan leik, en þó má nefna Jón Stefánsson og Einar markvörð hjá Akureyr- ingum og þá Björn Helgason, Guðjón Jónsson og Halldór Lúð- víksson hjá Fram. AKR ANE SLIÐIÐ var mjög breytt til hins betra frá bæja- keppninni á dögunum, er' liðið tók á móti KR-ingum á heima- velli sínum á sunnudaginn. Lið- inu var nú beitt í sóknarköflum sínum og veitti harða mótspyrnu þegar að var sótt. Lið KR og Akraness reyndust lík að styrk- leika — en sigurinn og bæði stig- in féllu Akurnesingum í skaut fyrir sjálfsmark er Heimir mark- vörður var valdur að rétt fyrir leikslok. Úrslitin urðu 2-1. Hin mörkin voru skoruð af Skúla Hákonarsyni (fyrir Akranes) og Gunnari Felixsyni fyrir KR, bæði úr fallegum skotum. ir Jöfn keppni Það voru rnargir áhorfendur að leik þessara gömlu, jjöfnu keppinauta og leikurinn var all- skemmtilegur og jafn og bjó yf- ir mikilli baráttu. Fyrri hálfleik- urinn var marklaus, en bæði lið- in höfðu þó átt nokkur tækifæri. Ingvar Elísson og Þórður Jóns- son gerbreyttu svip framlínunn- ÍSLANDSMÓTIÐ í sundknatt- leik er fyrir nokkru hafið og fer fram í æfingatímum sundfélag- anna fyrir luktum dyrum. Úr- slitaleikur mótsins verður á mánudag og þá verður öllum gefinn kostur á að horfa á. Úr- slitaleikinn leika Ármann og KR og hefur hvorugt liðanna tap að leik til þessa. Á mánudagskvöldið verður jafnframt keppt í 1500 m skrið- ar frá bæjakeppninni og nú var sókn liðsins á köflum ógnandi og beitt, þá svipur æfingaleysis hafi oft verið á leiknum. ir Mörkin í byrjun síðari hálfleiks opnaðist vörn KR illa á miðjunni og Skúli Hákonarson fékk ágætt færi sem hann notaði vel og skor aði úr með hæðarskoti. í mjög hraðri og snöggri sókn nokkru síðar jafnaði Gunnar Felixson fyrir KR með snöggu skoti út við stöng. Úrslitamarkið kom svo nokkr- um mínútum fyrir leikslok. — Þórður Jónsson skaut að marki KR, en knötturinn stefndi út fýrir. Heimir markvörður greip samt inn í, hafði varið, en missti knöttinn milli fóta sér og yfir línuna skoppaði boltinn — og stigin voru töpuð KR, en eru dýr mæt 'eign í stigasjóði Skaga- manna á þessu íslandsmóti. Hörður Felixson lék nú aftur með í KR-vörninni, svo og Heim- ir í markinu, en þá skortir báða nokkuð á að geta sýnt sitt bezta. sundi meistaramótsins, en mótið fer að öðru leyti fram 29. og 30. maí nk. í Sundhöll Reykjavíkur. Leikir sundknattleiksmótsina til þessa hafa farið þannig: KR-Ægir ......... 9-4 Ármann—SH .... 13-3 KR—SH ........... 14-3 Ármann—Ægir .. 12-2 Eftir er leikur SH og Æfús a* úrslitaleiksins. A. St. Einar slær frá fjaðurmagnaður að vanda. Jón virðist hræddur. Ármaœn og KR mæt- ast í úrslitaleiknum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.