Morgunblaðið - 30.05.1963, Blaðsíða 1
32 síður
50. árgangur
120 tbl. — Fimmtudagur 30. maí 1963
Prentsmiðja Morgunb’aðiiinf
Játnlng kommúnista í itauðu bókinni, sem nú er komin
enn einræði á
Telja sér skylt að taka svari komm'ún-
istarikjanna í einu og öllu
Í í RAIJÐU BÓKINNI, leyniskýrslum SÍA, sem í dag félags íslendinga austantjalds).
kemur út í bókarformi, lýsa kommúnistar því afdráttarlaust
yfir, að þeir telji rétt og sjálfsagt að uppræta lýðræðislega
stjórnarhætti. Þannig segja þeir í einni af skýrslum sínum:
$ „Við álítum, að rétt sé og sjálfsagt að leyfa ekki um-
ræður né gefa fólki kost á að velja um neitt nema á grund-
velli sósíalismans“.
| Það er ekki aðeins, að „íslenzkir“ kommúnistar keppi
að því að afnema með öllu lýðræðisskipulagið, heldur finnst
þeim jafnvel, að ekki sé gengið nógu langt í þessum efnum
í kommúnistaríkjunum austan járntjalds. Þeir telja t.d.
sjálfsagt, að afnumdar verði þær málamyndakosningar, sem
fram fara í kommúnistaríkjunum, og valdhafarnir lýsi því
yfir í eitt skipti fyrir öll, „að þeir hefðu tekið völdin og létu
engan komast upp með mótmæli, stefnubreytingar eða ann-
að múður“. Virðast þeir því að þessu leyti jafnvel enn for-
hertari en hinir kommúnísku einræðisherrar. Hver yrðu ör-
lög íslenzku þjóðarinnar, ef þessir menn fengju aðstöðu til
að framkvæma stefnu sína hér á landi?
^ Þegar þessa er gætt þarf engan að undra, þó að
kommúnistar hér á landi hafi hugsað með hryllingi til þess
dags, er hinar opinskáu játningar þeirra kæmu fyrir augu
íslenzks almennings. Það er skiljanlegt, að formaður „ís-
lenzka“ Kommúnistaflokksins, Einar Olgeirsson, skuli hafa
krafizt þess, að öllum leyniskýrslum SÍA yrði kastað á eld.
| í Rauðu bókinni koma fram ótalmörg dæmi um hin
nánu tengsl kommúnista hér á landi við „bræðraflokkana“
í einræðisríkjum Austur-Evrópu og húsbóndahollustu þeirra
gagnvart valdhöfum þar. Ganga kommúnistar hér á landi
m.a.s. svo langt í undirgefni sinni, að þeir telja sér beinlínis
skylt að taka svari kommúnistaríkjanna hvenær sem orði er
á þau hallað og verja öll ofbeldisverk þeirra.
y í leyniskýrslum SÍA er
einnig að finna mikilsverðar
upplýsingar um hina stöðugu
valdastreitu og innbyrðis ill-
deilur „íslenzkra“ kommún-
istaleiðtoga. Kemur þar fram,
að forystumenn Kommúnista
flokksins hafa margsinnis á
undanförnum áruin óttazt
klofning hans. Brizl um „svik
við flokkinn“ eru daglegt
brauð og formaður flokksins
verður jafnvel að taka því að
vera kallaður „flokkssvik-
ari“.
t Ástandinu í Kommún-
istaflokknum lýsir fyrrver-
anái framkvæmdastjóri hans,
Eggert Þorbjarnarson, svo:
„Klíkuskapur og klíkustarf-
semi hefur þróazt“.
* Hinn aldni — og nú út-
skúfaði — leiðtogi flokksins
lýsir óánægju sinni með alla
starfshætti hans á þessa leið:
„Hverju hefi ég verið and-
vígur? Stefnuleysi og hcnti-
stefnusjónarmiðum . . . Flokk
urinn, sem áður stóð heill í
öllum málum, var nú sem
rekald. Trausti alþýðunnar
var misboðið . . . Flokkurinn
hefur sett niður og glatað
trausti . . .“
Rauð'a bókin, sem kemur út í
dag, eins og fyrr segir, er gefin
út af Heimdalli, F.U.S., en eins
og menn rekur vafalaust minni
til, birti Morgunblaðið fyrir
nokkrum mánuðum allmikið af
lcyniskýrslum SÍA (Sósíalista-
Morgunblaðið birti þó aðeins til-
tölulega lítinn hluta skýrsln-
anna, en þorri þeirra birtist í
Rauðu bókinni, sem er 274 bls.
og fæst nú í bókaverzlunum.
Bókinni er skipt í þrjá aðal-
hluta. í fyrsta hluta hennar eru
lýsingar á harðstjórninni í komm
únistaríkjum Austur-Evrópu; í
öðrum hluta hennar eru skýrslur
um valdastreituna í Kommún-
istaflokknum hér á Iandi og
samband hans við kommúnista-
ríkin; í þriðja hlutanum eru svo
einkum skýrslur um innanfélags-
mál „Sósíalistafélags íslendinga
austantjalds“, sem fyrst og
fremst hefur verið skipað íslenzk
um kommúnistastúdentum, er
sendir hafa verið í fóstur til „fé-
laganna“ austan járntjalds.
Framan við hvern hluta bók-
arinnar eru sérstök inngangsorð,
og birtast hér á eftir glefsur úr
þeim:
* EINAR BAR LOF
Á ULBRICHT
f formálsorðum I. hluta bókar-
innar segir m.a. svo:
Enda þótt hinar áhrifamiklu
lýsingar kommúnista á ástand-
inu í kommúnistaríkjunum séu
Forsíða Rauðu bókarinnar, sem kemur í bókaverzlanir í dag
vissulega athyglisverðar, þá er
þó viðhorf þeirra til hinna ólýð-
ræðislegu stjórnarhátta og til-
raunir þeirra til að gefa skýring-
ar á harðstjórninni enn athyglis-
verðari og þýðingarmeiri.
Það eru í sjálfu sér ekki nýjar
upplýsingar fyrir þorra íslend-
inga, að í þessum ríkjum sé í
skjóli innlends og erlends her-
valds haldið uppi ógnþrungnasta
einræðisskipulagi, sem sagan
greinir. Hitt er lærdómsríkara
fyrir íslendinga, að foringi ís-
J. F. Kennedy
Bob Hope
Áttu afmæli i gær
Forsetinn varð 46 ára, leikarinn 60 ára
Hollywood, 29. maí — AP.
KVIKMYNDALEIKARINN
og liáðfuglinn frægi, Bob
Hope, varð sextugur í dag.
Hefur honum verið sýndur
margs konar heiður, í tilefni
þess.
Um afmælið sjálft, sagði
Ilope: „Ég er kominn á þ»nn
aldur, að kertin á afmælis-
tertuna eru orðin dýrari, en
tertan sjálf“.
Afmælisdag Hope ber upp á
sama dag og afmæli Banda-
ríkjaforseta, John F. Kennedy,
sem varð 46 ára í dag. Þeir
skiptust á skeytum, og því
lýsti gamanleikarinn þannig:
„Hann þarf ekki að reyna að
vera fyndinn, eins og ég“.
Fyrir 4 árum þjáðist Hopc
af blæðingum í auga. Þá var
honum skipað að taka lífinu
með meiri ró, framvegis. Hope
óhlýðnaðist.
„Ef ég á að fara að taka líf-
inu „með ró“, þá er það eins
og einhver segði Elizabeth
Taylor að hætta að umgang-
ast karlmenn. Ef ég fæ ekki
að heyra áhorfendur hlæja, þá
get ég eins dáið“.
Hope starfar enn af sama
krafti og hann gerði fyrir 20
árum. Sennilega mun hann
hafa meira að gera í ár, en
um langt skeið. Innan fárra
vikna liefst hann handa við
gerð nýrrar kvikmyndar „A
Global Affair“, en þar fer
hann með aðalhlutverkið. Þá
mun hann koma fram í mörg-
um sjónvarpsþáttum á -jistu
mánuðum.
Er kona Hope, Dolores, (þau
hafa verið gift í 31 ár), var að
því spurð, hvað henni fyndist,
er maður hennar fyllti sjötta
áratuginn, sagði hún: „Kímni
eru hans trúarbrögð“.
lenzkra kommúnista, Einar Ol-
geirsson — sem sjálfur hefur
fengið sérstaka skýrslu frá
flokksbræðrum sínum í Austur-
Þýzkalandi um harðstjórn Ul-
brichts og flokks hans þar í
landi — skuli lýsa því yfir á
fundi í flokksfélagi sínu, að hann
telji Kommúnistaflokk Austur-
Þýzkalands forystuflokk „vest-
ur-evrópskra“ kommúnista og
bera sérstakt lof á Ulbricht sjálf-
an fyrir stjórnvizku. Lærdóms-
ríkastar eru þó e.t.v. hinar opin-
skáu yfirlýsingar kommúnista í
skýrslum þeirra, sem farið skyldi
með sem algjört trúnaðarmál,
um fyrirlitningu þeirra á lýð-
ræðislegu þjóðskipulagi.
„Við álítum, að rétt sé og sjálf-
sagt að leyfa ekki umræöur né
gefa fólki kost á að velja um
neitt nema á grundvelli sósíal-
ismans“, segja þeir í einni af
skýrslum sínum frá Austur-
Þýzkalandi, er þeir hafa lýst
þeim sýndarleik, sem þar í landi
kallast „kosningar". Þannig er
viðhorf íslenzkra kommúnista til
lýðræðislegra stjórnarhátta. Þeir
telja „rétt og sjálfsagt" að af-
nema frjálsar kosningar og önn-
ur grundvallarmannréttindi —
þ.e. þegar þeir sjálfir hafa einu
sinni náð völdunum í sínar hend-
ur.
En hvað er það, sem SÍA-
menn telja ámælisvert í komm-
únistaríkjunum? Það kemur vel
fram í tveimur eftirfarandi til-
vitnunum:
„Því ekki að koma til dyranna,
eins og maður er klæddur, segja
það opinskátt, að hér ríki „al-
Framhald á bls. 2