Morgunblaðið - 30.05.1963, Qupperneq 9
Fimmtudagur 30. maí 1963
MORCVNVLAÐJD
Landið
okkar
í Stykkishólmi eru mörg iðn-
aðarfyrirtæki, misjafnlega stór í
sniðum. Þar eru tvö trésmíða-
verkstæði, tvær vélsmiðjur, tvö
bifreiðaverkstæði, tvö rafmagns-
verkstæði, skipasmíðastöð og
pípugerð. Viðstaða okkar í bæn-
um var ekki nógu löng til þess
®ð við gætum heimsótt hvert
fyxirtæki og skoðað rekstur þess,
en nokkra tíma fyrir brottför lit-
um við inn í pípugerð Finns Sig-
urðssonar, múrarameistara. Fyr-
irtæki hans var stofnað í júní-
mánuði árið 1933, og er því senn
þrjátu íára. Þótti okkur vel við
eiga að spjalla stundarkorn við
Finn um pípugerð hans á þess-
um tímamótum.
„Fyrirtæki mitt hefur frá upp-
Rör og gangsléttarhellur úr pípu gerðinni
Hefur pjakkaö öll vatns-
rörin í Stykkishólmi
hafi steypt rör og plötur,“ sagði
Finnur. „Fyrstu árin yar allt
steypt í höndunum; það er erfitt
verk og seinlegt að pjakka rör.
Það er gert þannig, að steypan er
látin í mótin næstum þurr og
síðan er pjakkað og pjakkað
með þar til gerðum áhöldum,
svo hún verði jöfn, þétt og laus
við holur."
„Hefur alltaf verið nægur
markaður fyrir framleiðsluna?"
„Já, ég hef steypt allt sem ég
hef verið beðinn um að steypa
fyrir bæinn og íbúa hans, og nú
síðustu árin, eftir að ég fékk full-
komnar vélar, selt pípur og
hleðslusteina víðs vegar á Snæ-
fellsnesi. En ég hef alla tíð unnið
að múrarastörfum samhliða
pípugerðinni.“
„Hvað hefuruðu steypt helzt
fyrir bæinn?“
„Ég steypti öll skolprör bæj-
arins, áður fyrr rann allt frá-
rennslið eftir tréstokkum; einnig
allar hellurnar í gangstéttarnar.
Þá var mikið að gera þegar vatns
veitan var lögð um Stykkishólm
á árunum 1947—1950, því öll rör-
in voru framleidd í pípugerð
minni.“
j i „Og þau hafa dugað vel?“
„Ja, það hefur að minnsta
kosti ekki verið kvartað undan
þeim,“ sagði Finnur og kímdi
lítið eitt.
>á sagði Finnur, að hann hefði
gert tilraunir með að steypa
hleðslusteina í húsbyggingar úr
gjallsteini og hraunsteini. „Það
er enginn efi á því,“ sagði
Finnur, „að gjallsteinarnir eru
eitthvert ádýrasta byggingarefni,
eem völ er á hérlendis. Ég hef
sótt gjallið upp í Hraunsland og
Bjarnarhöfn. Mörg hús hafa verið
hlaðin úr gjallsteini, bæði hér í
Stykkishólmi, Staðarsveit og á
Barðaströnd, og hafa þau hús
enzt vel. Gjallsteinarnir þykja
sérstaklega hentugir skilrúms-
steinar, en þeir eru einnig ágætt
efni í útveggi. Þetta hús, sem við
sitjum í, er t.d. allt hlaðið úr
Finnur Sigurðsson
gjallsteini og hefur reynzt ágæt
lega.“
„Hvað um vikurinn hér á Snæ-
fellsnesi, hefurðu ekkert steypt
úr honum?“
„Ég hef ekki trú á vikri sem
traustu og endingargóðu bygg-
ingarefni, en sem einangrunar-
steinn er hann alveg prýðilegur,
og hef ég steypt töluvert af vikri
til einangrunar.“
„Hefurðu starfrækt pípugerð-
ina einsamall alla tíð?“
„Nei, við vorum tveir sem
stofnuðum fýrirtækið, ég og Sig-
urður Siggeirsson. Hann hætti
fljótlega og var ég lengstum einn
eftir það, þar til strákarnir mínir
komust á legg og fóru að rétta
hjálparhönd."
„Og fyrirtækið er alltaf að
stækka?“
„Já, afköstin fóru fyrst að auk-
ast eftir að ég fékk vélar til að
vinna verkin, fyrir nokkrum ár-
um. Nú er þetta leikur einn. Vél
arnar geta steypt rör af stærðun-
um frá 4 upp í 18 tommur. Nú get
ég afgreitt rör af mörgum stærð-
um og margt fleira með litlum
fyrirvara og er vongóður um að
geta aukið framleiðsluna veru-
lega á næstu árum. Það eru
margax framkvæmdir á döfinni á
Snæfellsnesi um þessar mund-
ir, sem hafa not fyrir rör
og annað það sem steypt er í
pípugerðinni, t.d. vegafram-
kvæmdirnar, svo eitthvað sé
nefnt.“
Þegar við kveðjum þennan
röska og framtakssama múrara-
meistara og konu hans og þökk-
um fyrir góðar móttökur, bætir
hann við: „Það er kannski rétt
að geta þess, að pípugerðin hefur
eiginlega alltaf verið aukastarf
hjá mér. Ég er múrari að aðalat-
vinnu.“
Við veitum því athygli, þegar
við lítum til baka, að ekkert
skilti er á húsinu, sem gefur til
kynna að innan dyra sé steypt
allt upp í 18 tommu rör. Auglýs-
ingabrellur eru hér ekki í há-
vegum hafðar. Einhver sagði:
„Hann þarf ekkert að auglýsa,
það þekkja hvort sem er allir í
bænum pípugerð hans“ — Hg.
Út Austurlandaför
Framha'd af bls. 6.
smeygja inn í bílinn kippu af
leðurúlföldum og átt vísan kaup-
anda. Lögreglupjónninn stjakaði
honum burtu sem öðrum. Arab-
anum virtust öll sun 1 lokuð til
að ná í borgunina og bíllinn að
því kominn að fara. Því var
það, að vonleysið greip þennan
söluglaða Egypta, og hann grét
fögrum tárum þarna á gang-
stéttinni. En íslenzki kaupand-
inn fékk leyfi lögregluþjónsins
til þess að gera upp við sölu-
mann og andlit hans ljómaði að
nýju. Nú þurfti lögregluþjónn-
inn að víkja sér frá. Þá var aftur
eins og mávager kæmist í æti
Og nú var selt íyrir íslenzka tí-
kalla. Aldrei fyrr hafði ég vitað
þá njóta slíks trausts og slíkrar
virðingar.
Tveim tímum seinna hóf Gull-
faxi sig til flugs af flugvellin-
um í Kaíró. Egyptaland var
kvatt með nokkrum söknuði, því
ánægjulegt hefði verið að fá að
dveljast lengur og kynnast bet-
ur þessu sólbjarta landi Suður-
álfu. Eftir stutta viðdvöl á flug-
vellinum í Aþenu flugum við yf-
ir Korintuflóanum endilöngum.
Stórfenglega sýn gaf til þessa
hálenda, hrjóstruga lands, þar
sem vagga evrópskrar menning-
ar stóð. Nú var förinni stefnt
til Rómaborgar. Þegar við höfð-
um aftur evrópska grund und-
ir fótum, þótti fleirum en mér
sem nú værum við á vissan hátt
komin heim.
Að enduðum þessum ferðaþátt-
um vil ég þakka samferðafólki
mínu fyrir ógleymanlegar sam-
verustundir og alla alúð, flug-
áhöfninni fyrir góða og örugga
þjónustu og Ferðafélaginu Útsýn
fyrir að hafa á ódýran og eft-
irminnilegan hátt veitt mér út-
sýn yfir þrjár heimsálfur.
Stjórn
Dýraverndunarfélags
Reykjavíkur endurkjörin
Síðastliðinn sunnudag var
haldinn aðalfundur Dýravernd-
unarfélags Reykjavíkur. Fund-
arstjóri var Þorsteinn Einarsson,
íþróttafulltrúi, sem er ritari Sam
bands dýraverndunarfélaga ís-
lands. Formaður félagsins, Mar-
teinn Skaftfells flutti úkýrslu
um störf stjórnarinnar og bar
auk þess fram fjórar tillögur,
sem allar voru samþykktar sam-
hljóða eftir nokkrar umræður.
Tillögunnar um olíu í sjó er
getið í frétt annarsstaðar í blað-
inu, en hinar 3 fara hér á eftir:
1. Aðalfundur DR, haldinn
26. maí 1963, felur stjórn fé-
lagsins að hlutast til um við
borgarráð, að settar verði regl
ur um sauðfjárhald í borgar-
landinu ef ekki verða sett lög
sem banna sauðfjárhald og
þeim einum leyft að hafa fé,
sem veita því góða aðhlynn-
ingu og hirðingu í hvívetna.
Hliðstáeðar reglur verði
einnig settar eigendum hesta.
2. Jafnfranit því sem aðal-
fundur DR, haldinn 26. maí
1963, gerir miklar kröfur um
góðan aðbúnað og hirðingu
dýra, telur fundurinn rétt og
eðlilegt, að þeim aðilum, ein-
staklingum eða félögum, sem
til fyrirmyndar eru í þessu
efni, sé veitt viðurkenning í
einhverju formi.
Felur fundurinn stjórn fé-
lagsins að • annast undirbún-
ing og framkvæmdir.
3. Sumarið 1962 hlutu 6
hestar bana í flutningi utan.
Höfðu þó verið gerðar þær
endurbætur á stíum hestanna,
að stía var fyrir hvern hest í
stað 6 hesta áður.
Með þessar staðreyndir fyrir
augum, felur aðalfundur DR,
haldinn 26. maí 1963, stjórn
félagsins að beita öllum tl-
tækum ráðum til að fyrir-
hyggja útflutning hesta nema
með flugvélum eða vel búnum
gripaflutningaskipum. Annað
getur ekki komið til álita.
Stjórn félagsins var endurkjör
in, en í stað Valdimars Sören-
sen, gjaldkera, sem flutti af fé-
lagssvæðinu, kom Viktoría Blönd
al. í stjórn eru auk Viktoríu og
Marteins: Hilmar Foss, ritari,
Gottfred Bernhöft og Þórður
Jónsson, meðstjórnendur.
Morgunblaðið hafði tal af Mar-
teini Skaftfells og kvað hann það
höfuðbaráttumál félagsins nú, að
koma upp geymslu, aflífunar- og
hjúkrunarstöð fyrir dýr að Keld
um. Haldnir hafi verið fundir
með opinberum aðilum. Niður-
staða þeirra funda er sú, að sögn
Marteins, að allir þessir aðilar
Aflífunartækið
eru sammála um nauðsyn slikrar
stöðvar og staðsetningu hennar
að Keldum. Unnið verður að
þessu máli og reynt að hrinda
því í framkvæmd eins fljótt og
auðið er.
Annað aðalmálið, sagði Mar-
teinn, er útflutningur hesta með
skipum. Það segir sig sjálft að
þegar 6 hestar drápust við slík-
an flutning í fyrra, hljóta fleiri
að hafa laskazt. Samkvæmt áliti
yfirmanna skipanna og fulltrúa
Eimskipafélagsins er það mikl-
um erfiðleikum háð að flytja
hesta með skipum, sem ekki
eru innréttuð sérstaklega til
þess.
Dýraverndunarfélagið hefur
nýlega fest kaup á aflífunartæki
fyrir ketti og minni hunda, en
þess hefur verið mikil þörf hér 1
Reykjavík.
Látum engan miða úseldan - Gerið skil
HAPPDRÆTTI SJALFSTÆÐISFLOKKSINS