Morgunblaðið - 30.05.1963, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 30.05.1963, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ I Fimmtudagur 30. maí 1963 HULBERT FÖOTMER: H Æ T T IJ L E G IJ R FARMUR 2 Lagliet sýndi tennurnar. — Ég fullvissa y5ur um, að þetta eru allt úrvals menn, sagði hann hvasst. Frú Storey hugsaði sig um. — Fimm þúsund dali á viku, sagði Laghet, ginnandi. — Það er gott kaup, sagði hún. — Gangið þér að því? — Já. En um leið og hann rétti fram höndina, Iyfti hún sinni hendi....: — Með vissum skilyrðum. — Nefnið þér þau, frú. ■— Ég get enga ábyrgð tekið á öryggi yðar. — Það segir sig sjálft. — í öðru lagi sé mér frjálst að slita samningnum og fara í land, hvenær sem er. — Gott og vel. En við skulum láta fara svo vel um yður, að þér fáið enga löngun til að fara. — í þriðja lagi verðið þér að segja mér allan sannleikann. Hann glápti. — Hversvegna ætti ég ekki að segja yður satt? —Góði maður minn, sagði hún. — Þér hafið ekki náð yðar nú- verandi velgengni, án þess að.. hvernig á ég nú að segja það kurteislega.... án þess að hafa komizt í sitthvað, sem yður lang- ar ekki að gera uppskátt. Þegar ég kem til yðar eftir nauðsyn- legum upplýsingum, verðið þér að segja mér afdráttarlausan sannleikann, annars get étg ekk- ert gert fyrir yður. Honum virtist líka vel þessi hreinskilni hennar. — Ég geng að því, sagði hann og glotti. — í síðasta 'agi er það öllum ljóst, að þér hafið valdsmann- legan persónuleika og farið ekki gjarna að leiðbeiningum ann- arra. En yður verður að vera Ijóst, að undir þeim kringumstæð um sem rannsókn eins og þessi getur haft í för með sér, verður hjálp mín einskis virði, ef þér farið ekki að mínum ráðum. — Þetta verður það erfiðasta, sagði hann dauflega. — Það verður mér nýnæmi að eiga að fara að hlýða skipunum frá konu. En ég geng nú að þessu samt 1 Þau tókust í hedur upp á þetta. — Hafið þér okkra hugmynd um, hver það er, sem er að sækjast eftir lífi yðar? spurði frú Storey. Hann yppti öxlum. — Þar get- ur verið um eina tuttugu menn að ræða. — Og þá er bað sennilega eng- inn þeirra, þegar til kemur. skaut hún inn í. — Oftast er það einhver óvæntur fjandmaður, sem hefur morð í huga. — Getið þér verið tilbúnar að fara klukkan tólf á morgun? spurði hann með ákafa. — Það væri nú heppilegra að fresta ferðinni þangað til ég get lokið undirbúningsrannsókn minni. sagði hún. — Henni verður ekki frestað um einn klukkutíma, sagði hann og varð svartur á svipinn. — Gott og vel, sagði hún. — í minu starfi verður maðux að vera við öllu búinn. — Þér eruð dásamleg kona! sagði hann: — Kannski er þetta ég skyldi leita til yðar. Ég ætla að skrifa ávísun, sem staðfest- ingu á samningi okkar. Síðan gerði hann það tafarlaust. Þegar hann reis úr sæti til að fara, sagði hann. — Kannski er þetta aðeins gert til að tefja mig. Og þá höfum við nægan tíma til að gleyma kreppunni, meðan við erum á ferðinni. Frú Storey hafði hálf-snúið sér við í sætinu og var farin að horfa út um gluggann. — Þetta er ekkert gabb, til að hræða yð- ur, sagði hún rólega. Svipurinn á Laghet harðnaði, o„ hann sýndi tennurnar. — Hvernig vitið þér það? spurði hann. — Lítið þér hér út um glugg- ann, sagði hún. — En komið ekki svo fra'm, að þér sjáist. Þessi maður, sem þarna stendur við grindurnar hinumegin við göt- una. Sá með græna hattinn niðri í augum. Er hann í yðar þjón- ustu? — Aldrei séð hann fyrr, sagði Laghet. — Þá er hann njósnari. Hann hefur elt yður hingað og hann eltir yður áfram. þegar þér farið héðan. — En ég kom í bílnum mínum. — Hann gæti nú sjálfur verið með bíl, sem bíður hans. — Laghet greip stafinn sinn. — Eg skal svei mér ganga frá honum fljótlega, sagði hann. — Að hvaða gagni kæmi það yður? Hann er ekki annað en njósnari á kaupi. Ef þér ráðist á hann, verðið þér tekinn fastur. Þér getið ekkert sannað. Það yrði ekki til annars en tefja ferðalagið yðar. — Já, andskotinn.. þetta er víst alveg rétt hjá yður, sagði hann og stundi af niðurbældri reiði. Svo skellti hann á sig hatt- inum og stikaði út. II. kafli. Ég var um nóttina heima hjá frú Storey. Þetta var fyrirfram umtalað, til þess að við gætum gengið frá hinu og þessu smá- vegis, fram eftir kvöldinu, en síðdegis höfðum við verið í búð- um og keypt það, sem við þurft- um að hafa með okkur. Og nú var allur farangur okkar kom- inn niður og tilbúinn. Ég verð að lýsa lítillega íbúð húsmóður minnar, sem var að ýmsu leyti frumleg. Hún og vin- kona hennar, frú Lysaght, höfðu keypt gamalt múrsteinshús og breytt því í tvær smáíbúðir á franska vísu. Frú Storey býr á tveimur neðri hæðunum. Eldhús- ið snýr út að götunni og er með járngrindaiglugga, sem er hafð- ur opinn á nóttunni, loftræsting- arinar vegna, en svo snýr borð- stofan út að garðinum að húsa- baki. Uppi er svo svefnherberg- ið uppi yfir eldhúsinu, en skemmtilega setustofan veit út að garðinum. Þar sem þarna er aðeins eitt svefnherbergi, varð ég að sofa inni hjá henni. Grace, stúlkan hennar, hafði búið um mig á legubekknum, en hún og elda- buskan sofa annars uppi á þak- hæðinni, ásamt stúlkunum hjá frú Lysagh. En sú íbúð var mannlaus nú í bili. Við vorum nýháttaðar og vor- um að skrafa saman um hitt og þetta. Það var mjög framorðið. Gluggarnir voru opnir og dauða- þögn rí'kti á götunni. Aðeins suða í ’fjarska minnti okkur á, að við værum í stórborg. Öll hugsun um hættu var okkur fjarlæg. Meira að segja vorum við, þegar hér var komið að tala um okkar eigin málefni og höfð- um auk heldur steingleymt Horace Laghet. Ég man eftir, að ég heyrði ein- hverja klukku slá tvö og frú Storey sagði: — Nú verðum við að fara að sofa. Snögglega heyrðum við eitt- hvað hart detta á gólfið í eld- húsinu undir okkur. Við þutum báðar fram úr og ósjálfrátt út að glugganum. Við vorum nógu fljótar til að sjá mann hlaupa burt og niður eftir götunni. Hann hljóp eitthvað skrítilega; allur í kryppu og út á hlið. Ég hefði viljað æpa upp og láta stöðva hann, en frú Storey lagði höndina fyrir munninn á mér. — Það er orðið ofseint að ná í hann, sagði hún. En um leið Og hún sleppti orð- inu, varð sprenging, þó ekki mjög hávaðasöm, fyrir neðan okkur. Og svo kom þetta óhugn- anlegasta hljóð, sem hægt er að heyra að næturlagi; hvinur og brak í eldi. Ég stóð á miðju gólfi, eins og steingerð. Frú Storey hristi mig til. — Farðu í slopp og inniskó og komdu með mér, sagði hún. .— Ég áttaði mig við þetta. — Á ég að hringja í símann? spurði ég. — Nei, svaraði hún og mál- rómurinn kom mér á óvart. 1 horninu við stigagatið var slökkvitæki úr kopar. Frú Storey greip það og hljóp niður. Neðan við stigan var annað tæki, sem hún benti mér á, þegjandi. Við gátum heyrt logana hamast hinu- megin við eldhúshurðina. Það erfiðasta var að opna hurðina. Sem betur fór gekk hún í áttina til okkar og frú Storey gat skýlt sér bak við hana. Loginn gaus út um dyrnar eins og rautt villi- dýr, sem hvæsti á okkur gló- heitum andardrætti sínum. Allt eldhúsið var í einu báli og ofurlitlir taumar af eldi teygðu sig alla leið fram í gang- inn. Þeir brunnu svo ört, að hér gat ekki verið um annað en benzín að ræða. Frú Storey fjarlægði sig eftir þörfum og beindi slökkvitækinu að logun- um. En það virtist ekki gera annað en æsa eldinn, og kæfandi reykur gaus beint framan í okk- ur. Frú Storey varð að hörfa fet fyrir fet undan honum. — Við verðum að komast út, sagði ég. Hún lét sem hún hayrði ekki til mín. Eftir andartak sagði hún: — Opnaðu gluggann fyrir aftan mig. Vindurinn er á þeirri átt. Eg hlýddi og nægileg gola kom inn um gluggann til að hafa hem il á logunum og reyknum. Uand- an við þennan eldvegg gat ég heyrt hljóð utan af götunni Frú Storey fór að verða nokkuð á- gengt og hrakti logana undan sér, þegar þeir reyndu að brjót- ast framhjá henni. Ég stóð með hitt tækið, tilbúið, þegar það fyrra væri tæmt. Við gengum aftur yfir gang- inn. Stúlkurnar tvær komu hlaupandi niður stigann. Þær stóðu þarna fyrir neðan hann, steinþegjandi ag eins og í leiðslu Þær treystu húsmóður sinni í hverri þraut, sem vera skyldi. Eldurinn hrökklaðist svo smám- saman inn í eldhúsið aftur. Þá heyrðum við slökkviliðið koma í fjarska. En þegar efnablandan í tækinu hafði sigrazt á logunum, gat írú Storey hrakið þá undan sér, alla leið út að glugga. Loks var eld- urinn alveg slökktur og allt eld- húsið var eins og eitt brunagat. Gegnum guggann gat ég séð manngrúann, sem hafði hnapp- azt saman við girðinguna. Raf- magnið hafði ekki bilað, svo að ég gat kveikt ljós. Að öllu sam- anlögðu hafði ekki annað ayði- lagzt en málningin og innvegg- irnir. En það mátti heita vel sloppið! En á miðju gólfinu lá ræfill af blikkdós, sem var nægileg skýring, og við fundum síðar aðra bak við eldavélina. En nú var slökkviliðið komið á vett- vang og var að hamiast á járn- grindahliðinu að húsinu. Ég ætl- aði að fara að hleypa því inn, en húsmóðir mín lagði höndina á handlegg mér. — Við kærum okkur ekki um neitt réttarhald, Bella. Hún opnaði svo kjallaradyrnar og sparkaði báðum blikkdósun- um niður í kjallarann. Slökkviliðsmennirnir komu nú þjótandi inn, snugguðu um allt, eins og þeirra er venja, og komu með jþessar venjulegu spurning- ar. Utskýringin vor einföld hjá frú Storey. hárcjrewsía CeiSbeint meS i/al (j Snyr-tl {/öru. valhöll S3S& illlltvarpiö Fimmtudagur 30. maí 8.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp. 13.00 „Á frívaktinni", sjómanna- þáttur (Sigríður Hagalín). 15.00 Síðdegisútvarp. 18.30 Danshljómsveitir leika. — 18 50 Tilkynningar. — 19.20 Veðurfregnir. 19.30 Fréttir. 20.00 „Myndir á sýningu", hljóm- sveitarverk eftir Mússorgskij. 20.30 Fölksfjölgun og fæðuöflun; fyrra erindi (Gunnar Gríms- son kennari). 20.55 Tónleikar í útvarpssal: Dúó fyrir fiðlu og selló eftir Ko- dály. 21.20 Raddir skálda: Ljóð eftir Þorgeir Sveinbjarnarson og saga eftir Sigvuð Helgason. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Kvöldsagan: „Svarta skýið" eftir Fred Hoyle; XXIV. (Örnólfur Thorlacius). 22.30 „Vor í Balkanlöndum": Grískir og júgóslavneskir listamenn syngja og leika þjóðlög og dansa. 23.00 Dagskrárlok. Föstudagur 31. maí 8.00 Morgimútvarp 12.00 Hádegisútvarp 13.15 Lesin dagskrá næstu viku 13.25 „Við vinnuna" Tónleikar 15.00 Síðdegisútvarp 18.30 Harmonikulög 18.50 Tilkynningar 19.20 Veðurfregnir 19.30 Fréttir 20.00 Efst á baugi (Tómas Karls- son og Björgvin Guðmunds- son). 20.30 „Fiðrildi“, píanóverk op. 2 eftir Robert Schuman 20.45 í ljóði, — þáttur í umsjá Baldurs Pálmasonar 21.10 „Skólastjórinn", sinfónía nr, 55 í Es dúr eftir Haydn 21.30 Útvarpssagan: „Alberta og Jakob“ eftir Coru Sandel; Vl.(Hannes Sigfússon 22,00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Hafliði Jónsson garðyrkjustj. 222.30 Á síðkvöldi: Létt klassísk tónlist 23.30 DagskrárloU KALLI KÚREKI — -K — * Teikncuú Fred Harman yh fc^NG/ ’ — Ég ætla að halda 150 dollurum, kannski þú lærir lexíu af því. — Svona áttu ekki að fara með félaga þinn, Sam. — Ég skal skipta með þér fengn- um í næsta mánuði, þegar þú herjar á kerlinguna aftur. — Sam, þá átt að vera dauður. Ég vli ekki láta fólk halda að ég sé lyg- ari.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.