Morgunblaðið - 01.06.1963, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 01.06.1963, Blaðsíða 3
(T LaugaiUagur 1. júní 1963 MORGVNBLAÐiÐ 3 Halldór Jónsson (í miSju) með tveimur skipstjóra sinna. Til hægri er Leifu. sonur hans skipstjori á Halldóri Jónssyni og yngstur sona Halldórs sem enn hefir tekið við skipstjórn. T.v. er Ingólfu r Kristjánsson skipstjóri á Glað. Myndin er tekin í fyrra, er þeir voru að taka á móti nýrri vél í Glað en ég lagðist á jörðina ag gai þannig lyppað henni otfan af mér. i>á vissi ég, að ég yrði van bráðar að bera einihvern minna nánustu til grafar. Ég vissi ekki hvort það miundi verða kanan eða eitt- hvert barnanna, en þau dreymdi anig jaifnan hægra megin. Koim hins vegar eitthvað fyrir systkin mín, dreyimir mig eitthvað, sem á mig kemur vinstramegin. Skömimu síðar kenndi MattJhiild- ur miín sér meins, var flutt í spd- tala í Reykjavik og lá þar ör- skamma legu. Halldór gengur að stórri mynd, sem hangir á veggnum. Myndin er aif honum, k<jau hanis og bömunum þeirra. — Og þið eignuðust níu börn, Halldór? — Já, 9 börn. Hún er ekki Slegin enn þann dag í dag, gull- krónan, sem jafnast á við það að eiga alla þessa fallegu hjörð. Afkvæmialánið er bvímælalaust það mesta lán, sem nokkur hjón getur hent. — Og nú eru synir þínir teknir við formennsku á bátunum þdn- uim, og þú kaupir nýja báta fyrir þá. — Ég keypti fyrsta bátinn til þess að lifa af honum ag fram- fleyta fjöiskyldunni. Að láta smiíða bát er ekki neitt. Það er Það er bara að fá fikkveiðasjóð til þess að samþykkja smíðina og einlhverstaðar getur maður harkað út nokkra tugi þúsunda, sem maður þarf að leggja fram sjálfur. En þá er eftir að reka bátinn. Það er vandinn og það er verkið. Og strákarnir mínir gera það og þeir geta það. Þess vegna kaupi ég nýja báta. Og nú á ég erdreyminn sægarpur segir frá Rætt við Halldór Jónsson, utgerðarmann í Ólafsvík 16 ára strák, sem láklega verðux bezti fiskimaðurinn af þeim ödl- um. FYRIR nokkru átti frétta- maður blaðsins leið um Ólafs- vík á Snæfellsnesi. Þá hitti hann að máli Halldór Jóns- son, skipstjóra og útgerðar- mann í Ólafsvík. Halldór hef- ur hin síðari árin verið mik- ilvirkur útgerðarmaður og á nú 5 báta. Synir hans þrír eru með þrjá af bátunum og eru viðurkenndir dugnaðar- menn og miklir aflamenn. Þá er tengdasonur Halldórs með f jórða bátinn og faðir tengda- sonarins með hinn fimmta. Það er því ekki verið að seilast út fyrir fjölskyldu- tengslin til að leita stjórn- enda á farkostum Halldórs Jónssonar. Nú skulum vlð bregffa okkur i heimsókn til Halldórs Jónsson- ar. Hann býr í litlu húsi rétt hjá kirkjunni, raunar einnig rétt hjá fiskimjölsverkssmiöunni og frystihúsinu, sem standa skammt fyrir framan kór kirkjunnar. Kirkjan hafði veriff byggð þarna fyrir langa löngu, meðan enn var lítið urn atvinnutæki í Ólafs- vík og ekkert með frystihús eða fiskimjölsverksmiðju að gera. Síðan komu tímar mikilla at- hafna, ag þá var ekki annar staður heppilegri en framan við kirkjukórinn til byggingar á þessum atvinnutækjum. Nú er verið að byggja nýja kirkju í Ólafsvík. Ég kný dyra í þessu snotur- lega málaða timburihúsi, og til dyra kemur meðalmaður á hæð, grannur, dálítið kinnfiskasoginn Hann er á skyrtunni og hefur inniskó á fótum. — Já, komdu blessaður og gangbu í bæinn, segir þessi gilað- legi og hressilegi maður og leiðir mig til stofu. — Þetta er nú engin höll, sem ég bý í hérna, en húsið hefur uægt mér til þeasa og nægir mér að líkindum það sem ég á eftir. Mér hefur svo sem verið ráð- lagt að byggja nýtt og stórt hús, en því ætti ég að fara að slíta /élagsskap við þennan kofa og flytja í annai)? Hér höfum við alið upp 7 börn og nú eru bama- börnin orðin 22. Og börnin gift- ast og fljúga út í heiminn, það er þeirrra að byggja ný og stór hús yfir sig, þetta gamila dugir mér. Það er tóm vitleysa fyrir mig að fara að byggja nýtt bús. — En þú ert nú svo rikur Hall- dór, að þú hefðir næg eíni á þvi að byggja yfir þig nýtt hús. — Og það er valt á þessu völu- beini. Ég gæti svo sem einn góðan veðurdag átt minna en ekki nei'fct. Ég veit svo sem eklki, hvort þeir létu mig rúlla, bless- aðir bankastjórarnir. Ég er nú orðinn svo gamall, og þeim er farið að þykja vænt um mig. — Hvað ábtu marga báta núna Hal'ldór? — Þeir eru fimrn. Steinunn og Jón Jónsson hérna heima, synir mlnir Kristmundur og Jón- steinn eru með þá. Svo eru þrir í Reykjavilk. Hialldór Jónsson, sem Leifur sonur minn er með, Bj arni . Ólafsson, sem tengda- sonur minn, Birgir Ingólfsson, stjórnar, og svo Glaður, en faðir Birgis, Ingólfur Kristjánsson, er með hann. — Já ég hef kynnzt bátnum Halldóri Jónssyni nafna þínum og Leifi syni þlmuim, þegar ég fór með bonum á síldveiðarnar í fyrravetuir. Það er nýjasti bát- urinn þinn. Það var gaman að fara með Leifi. Mér virtist hann mjög öfculil og kappsfullur sjó- maður. — Já, Leifur sýndi það strax, að hann var dugiegur sjómaður. Svona er helvítis kappið mikið. Það er nauðsynlegt fyrir ís- lenzkan sjómann að vera kapps- fullur, ef hann ætlar að bera eitthvað úr þýtuim. — Byrjaðir þú snemma sjó- sókn , Hal’ldór? — Já, ég var níu ára, þegar ég fór að róa. Það eru nú að verða 50 ár síðan, og ég réri allt þar til dranótaveiðarnar voru bann- aðar 1952, eða í rétt 40 ár. Fyrstu 14 árin, sem ég stundaði sjó, get ég ekki sagt að ég kæimi hingað heim til Ólafsvíkur nema rétt sem snöggvast miilli vertíða. Ég var á alls konar skipum, m.a. toguruim. Svo kom ég heirn og keypti hann Víking. Það var 9 tonna bátur. Hann kostaði níu þúsund krónur og veiðarfærin 1600 krónur, en ég átti ekki einu sinni fyrir stimpilgjaldinu, þegar ég keypti hann. Það var snernma vons, að ég byrjaðd að róa. Ég hafði lofað að borga það, sem ég fékk lánað, fyrir næstu áramót, og ég stóð við það. Þetta var 1936. Auðvi'tað var þetta band- vitlaust að borga þetta allt svona strax og varð erfitt fyrir mig, en ég átti bátinn skuld- lausan um nœstu áramóit. Við vor uim fimm á bátnum óg var for- maður, vélamaður og stjórnaði þessu öllu. Við fiskuðum reið- innar helvítis ósköp og ég lét al'lt ganga upp í skuildir nema rétt það sem við höfðum til heim- il'isins að li'fa á. AJ þessu varð ég að borga aðeins 4 hluti en hitt lét ég allt í bátinn. — Já, ég hef einmitt heyrt af því látið að þú hafir verið afla- sæll og duglegur skipstjóri Hall- dór. Mér hefur liika verið sagt, að þegar illa gekk, hafi þig oft dreyrnt fyrir veiðiskapnum. Einn gamall sjómaður sagði við mig fyrir nokkru: „Hvað er að tala uim hann Halldór! Hann bara lagði sig og fór að sofa, þegar ekkert aflaði-st. Svo rauik hann upp og sagði við mannskapinn: Jæja strákar, nú skuilum við hypja okkur af stað. Nú fylluim við bátinn!“. — Já, mig dreymir oft fyrir dagiátuim eins og sagt er. Ekiki aðeins fyrir aflabrögðum, heldur líka fyrir því setm hendir mína nánusfcu. Það kemur mér aldrei að óvöruim þegar einhver úr fjölskyldunni deyr. Ég get sagt þér eitt dæmi um það þegar mig dreymcU fyrir aflabrögðum. Það mun hafa verið annað sum- arið, sem við vorum á snurvoð. Þetta var í júníimánuði ,og við 'höfð um eikkart fengáð. Veðrið var sæmilegt eitt kvöldið, og ég segi við strákana, að nú skulum við leggjast og fara að 90fa. Þá dreymir mig, að ég fer að hekn- sækja Sigurjónu sysitur rnína. Mér fannst ég vera svangur, þegar ég kom ti'l hennar, en bún bauð mér strax að borða og gaf mér mikinn og góðan mat. Þegar ég vakna, segi ég einmitt við strákana: Nú skulum við drifa okkur af stað, því að nú fáum við mokafla. Auðvitað hlógu strákarnir að þessu og var ekki að furða, eins og aflabrögð- in höfðu gengið undanfarið. En það var eins og við manninn mælt, þann daginn drekkkhlóð- um við skipið. — Og þú segir þig stundum dreymi fyrir dagilátuim? — Já, það er ekiki alltaf gott þegar maður er svona berdreym- inn. Það er ekiki mikið, þótt farinn sé að koma á mann kerl- ingarsvipur eða maður hriistist ofurlítið. — Mér er sag't að- þú hatfir misst konu þina fyrir noklkru, Halldór. Dreymdi þig fyrir láti hennar? Halldór lítur til mín snöru augnaráði, hann stendur upp, gengur ofurlítið um gólf, hugsi, horfir síðan dálítið hvössu augna- ráði, og mér finnst eins og um stund hverfi glettnin úr svipn- um, sem leikið hafði um hverja fellingu í andiliti hans skömrnu áður. — Já, ég get svo sem sagt þér frá því, drengur minn, þegar mig di'eymdi fyrir látinu hennax Matthildar minnar. Mig dreymdi, að ég sbóð í hallanum hja pósthúsinu hérna í Ólatfsvík. Það var strekkings vindur. þá fæ ég fijúgandi á mig svarta kápu hér á hægri öxlina. Ég sný mig og hristi mig og stekk til og frá og reyni að svipta af mér káp- unni, en allt kemur fyrir ekki. Ég hafði hana ekiki af mér fyrr Halldór hafði fyrir nokikuirri stundu sóbt koníaikstflösku og sett hana á borðið fyrir framan ofok- ur. Hann fékk mér gtas og bað að taka sjáilfan sem mér sýndist úr flöskunni. Sjáilfur fékk hann sér kaffibolla, brá sér fram í eldibús, kom inn aftur, bar boli- ann upp að vörum sér og sagði: Sfoáil, drengur minn. Þegar hér er komið sögu segir Hallldóir við mig.: — Því bragðar þú ekki á kon- íakinu, drengur? þegar ég dratak, hefði ég ekki verið lengi að hvolfa í mig úr þessari flösiku. Ég hætti að drekka fyrir 20 árum, en alltaf síðan hef ég lagt fyrir á hverju ári talsverða peningaupp- hæð á sérstaka bók, sem ég kal'la brennivínsíbókina. Og fyrir 'þetta fórum við Mattihildiur min í siglingu fyrir nofok- rum árum víða um Evrópu, alit suður til Rómar. Það var skemmtilegt feðalag. — Og nú hetfur þú unnið að uppbyggingu þessa staðar hér í Ólafsvífo. — Já hér var ekki einu sinui bryggja, þegar ég kom hingað fyrst. Ég er fæddux á Arnar- stapa og fluttist hingað ársgam- all. Víið bygigðum hér frysti- húsið 1939 — 40. Það fyrirtæki bjargaði okkur. Húsið borgaði sig upp á tveimur árum en nú eru aðetæður þess heldiur bi-eytt- ar, hvað sem veldur. Það skuldar víst einar 20 milljónir nú í dag. Á kreppuárunum ýmist gáfust menn upp hér 1 Ólafisvík og fóru á hausinn, eða þeir dugmestu fluttu héðan burt, En það var ekk hægt fyrir okkur barnafólkið sem ekkert áttum, að flytja á brott. Við gátum ekkert farið. Svo nældum við okkur í bát, ag þá fór þetta smátt og smétt að lagast. Ólafsvík hefur sennilega byggzt hraðast hér á árunum 1955 — 59. Þá voru byggðir 8 bátar, og þá fór að færast liátf í útgerðina hér. — Var ekki lítiff um báta hér, þegar þú féfokst Viking 1936? Eramhald á bis. 4.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.