Morgunblaðið - 01.06.1963, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 01.06.1963, Qupperneq 20
2J MORCVNBLAÐIÐ Laugardagur 1. júní 1963 „Þeir eru sautjan hausarnir í fjdsinu" ■j< Spjallað við Sveinbjörn Danielsson, bónda á Staðarbakka í Helgafells- sveit, sem hefur stundað búskap og sjómennsku í Breiðafjarðareyjum mestan hluta ævinnar I>AÐ er eins gott að hafa jeppa við ferðalög úti á lands- byggðinni, ekki sízt þegar vetur ríkir. Við vorum að skoða landið okkar í páska- hretinu og Birgir, sonur bónd- ans á Helgafelli, tókst á hend- ur að flytja okkur frá Stykk- ishólmi út í Ólafsvik. Farar- tækið var Landrover-bifreið, sem plægði snjóskafla af hin- um mesta dugnaði. Það varð úr ráði að heimsækja Svein- björn Daníelsson, bónda á Staðarbakka í Helgafellssveit í leiðinni. Slóðin heim að Staðarbakka er erfið yfirferðar, það var skafið í hana og sumstaðar voru frosnir aurhryggir. Þeg- ar heim að Staðarbakka kom tók Þórður, sonur bónda á móti okkur. Þetta var um nátt mál og húsráðendur báðir úti við gegningar; en Þórður önnum kafinn við að lesa und- ir stúdentspróf við Mennta- skólann á AkureyrL Biðin eftir Sveinbirni var ekki löng. Hann kom brátt snöggklæddur til stofu, grann- vaxinn, sinaber og veðurbar- inn maður á sextugsaldri. Það er engin furða þó veðurguð- irnir hafi sett sitt mark á hann, því hann hefur stundað búskap og sjómennsku í Breiðafjarðareyjum mestan hluta ævinnar. Við höfum heyrt að Svein- björn hefði endurbætt jörð- ' ina mikið síðan hann kom þangað og tókum að inna hann eftir því. Sveinbjörn lét ekki mikið yfir framkvæmdum sínum, en það kom þó í ljós að þau fimm ár, sem hann hefur búið á Staðarbakka, hefur hann endurbyggt og stækkað fjós og hlöðu, gert breyting- ar á bæjarhúsinu og unnið talsvert að ræktun. „Hvað ertu með stórt bú hérna?* „Það eru ellefu kýr í fjós- inu.“ „Ja, nú ertu að draga und- an,“ sagði Birgir. „Ég get nú varla verið að telja kálfaskrattana með,“ anzaði Sveinbjörn, „þeir eru víst sautján hausarnir. Svo eru strákarnir mínir, Daníel, ^Guðmundur og Birgir, með kindur, þær eru víst um 160.“ „Eru þeir ekki heima?" „Nei, þeir eru í vetrarvinnu fyrir sunnan og ég hirði roll- urnar fyrir þá á meðan." „Þú bjóst áður í Svefneyj- um?“ „Já, ég var fimmtíu ár í eyjunum, ég kom þangað þeg. ar ég var ársgamall og ólst upp í Skáleyjum. Frá 1932 bjó ég á hálfum Skáleyjunum en sjö árum síðar fór ég í Svefneyjar. Annars ætlaði ég aldrei að verða bóndi, ég hef alltaf kunnað betur við mig á sjónum.“ „Þú hefur ekki verið langt Tæknifræðingur óskast til að gegna störfum byggingarfulltrúa í Keflavík. — Upplýsingar á skrifstofu bæjarins í síma 1550. Bæjarstjórinn. Veitingastofa Húsið „Vesturhöfn“ við Grandagarð e rtil sölu með öllum áhöldum til veitingareksturs. Húsið á að flytjast. Hraðfrystistöðin í Reykjavík hí Símar 19446 og 19437. Viðskiptafræðingur óskar eftir starfi. — Tilboð, merkt: „Viðskipta- fræðingur 1963 — 5881" sendist afgr. Mbl. frá sjónum I eyjunum?" „Nei, maður varð að fara allra sinna ferða á bát. Svo hafði ég á hendi póstferðir milli eyjanna frá því þær komust á upp úr 1930. Fyrst voru þær ekki nema einu sinni í mánuði, en við nudd- uðum i stjórnarvöldunum þar til þeim var fjölgað upp í tvær á mánuði. Svo fórum við fram á að fá að hafa tal- stöðvar og eftir mikið þras var okkur boðið að velja á milli póstferðanna og tal- stöðvanna. Við völdum tal- stöðvarnar, því að við töldum þær vera okkur gagnlegrL Það var nú í þá daga. Það var mikið öryggi í að geta haft samband við umheiminn gegnum talstöðvarnar. Síð- ustu árin, sem ég var í Svefn- eyjum, varð ég að skilja kon- una eina eftir, meðan ég var í póstferðunum. Þá voru þær lengri en nú, því þá var enn- þá búið í Sviðnum, en þangað er mikill krókur. Þetta hefði ég ekki hætt á ef talstöðin hefði ekki verið. — Póstferð- irnar fengum við nefnilega aftur, þegar þingmennirnir okkar voru tveir, og nú hafa þær um árabil verið í hverri viku í sambandi við ferðirnar frá Stykkishólmi til Flateyj- ar.“ „Hvers vegna fluttist þú úr Svefneyjum?“ „Ja, aðallega vegna þess að við vorum orðin tvö eftir, drengirnir áttu erfitt með að una í einangruninnþ og auk þess fékk einn þeirra alltaf astma þegar hann kom út í eyjar en losnaði alveg við það í landi. Það er engin leið að nýta eyjarnar, þegar svona fáar hendur eru til verka. Hjónin á Staðarbakka. f Svefneyjum býr nú Jens Nikulásson, hann keypti eyj- arnar þegar ég fór.‘ „Er nokkurt æðarvarp hérna á Staðarbakka?" „Ekki get ég sagt það, það eru örfáar kollur hérna úti í hólma. Það verður engin leið að koma upp varpi hérna, því minkurinn drepur alla ung- ana jafnóðum.“ „Er ekki búskapurinn létt- ari í landi en úti í eyjum?“ „Þar er mikill munur á, annars er aldrei létt að vera bóndL Það er mikill munur að geta unnið allan heyskap- inn með vélum, en það er oft erfitt að koma frá sér mjólk- inni á veturna. Þið hafið nú séð veginn hérna heim, það verður strax ófært ef eitthvað snjóar. Hann kannast nú við það hann Birgir, hann er mjólkurbílstjórinn okkar. Ég ætla nú að fá jarðýtu til að ýta upp vegarstæði hjá mér í sumar. Eins og stendur er öll mjólk frá okkur seld í Stykk- ishólmi, en nú er verið að byggja mjólkurstöð í Grafar- riesi og þangað verður mjólk- in seld í framtíðinni. Það var mikið rætt um hvar bezt væri að koma henni upp, sumir vildu að hún yrði í Stykkis- hólmi, en Grafarnes þótti meira miðsvæðis. Hinsvegar er langt að flytja mjólk þang- að úr sveitunum fyrir sunn- an fjall, þar sem mjólkursal- an er mest. Ég álít að heppi- legast hefði verið að koma mjólkurstöðinni upp á Vega- mótum.“ Nú kom húsfreyjan, Sigríð ur Þórðardóttir, inn og bauð okkur upp á kaffi. Það vakti athygli okkar, hvað eldhús- ið var langt og höfðum orð á þvf við Sveinbjörn. Hann sagði okkur, að áður hefði verið tvíbýli á bænum, en eftir að hann fluttist inn gerði hann breytingar á húsaskip- an og sameinaði eldhúsin og setti í það nýtízku innrétt- ingu. Við þessar breytingar fékk hann rúm fyrir stóran og vistlegan borðkrók. Við tókum eftir raftækjum í eld- húsinu og spurðum Svein- björn, hvort hann væri í sam- bandi við rafveitu. Hann kvað það ekki vera, en sagð- ist hafa fengið sér díselraf- stöð. Þegar við vorum búin að raða í okkur var orðið áliðið kvölds, og fannst okkur ekki veita af að halda áfram ferð- inni. En um leið og við kvödd um litum við inn til kúnna. Þær vildu ekkert við okkur tala, enda voru þær flestar lagztar á meltuna og í þann veginn að 'jórtra sig í svefn. í fjósinu rákum við augun í mjaltaivél, sem Sveinbirni hafði ekki þótt taka að geta um. Við héldum síðan leiðar okkar og bar fátt til tíðinda, unz við komum út í Hrauns- fjörð. Þar sáum við allt í einu glytta í tvær grænleitar perl- ur á veginum og bílstjórinn fór að hvessa augun. Þarna var erkióvinur bændanna, minkurinn, á ferð. Ekki höf- um við neitt vopn meðferðis en við snörumst út úr bíln- um og lögðum til atlögu við minkinn með grjóti. En skepn án reyndist of viðbragðsfljót og frá á fæti til að unnt væri að vinna henni nokkurt mein og eftir andartak var hún horfin út í myrkrið. Hg. Freistiö gæfunnar - 5 bílar HAPPDRÆTTI SJALFSTÆÐISFLOKKSINS

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.