Morgunblaðið - 01.06.1963, Blaðsíða 12
12
FRÁ TTNGtJ FÖLKI
Laugardagur 1. júní 1963
Oflug stíkn unga ftílksins um land allt
til stuðnings Sjálfstæðisflokknum
Frá fundum ungra Sjálfs tœðismanna um s.l. helgi
Sóknarhugur og sigurvissa einkenndi fundi ungra
Sjálfstæðismanna um síðustu helgi. Fundirnir voru haldn-
ir á 11 stöðum víða um land og þar komu fram um 50 ungir
ræðumenn.
Tilgangur þessara funda var að gefa ungu fólki kost
á að ræða þjóðmálin í sínum hópi. Það var gert í þeirri trú,
að auki-i þekking og aukinn skilningur unga fólksins á
stjórnmáiunum stuðli að góðu og heilbrigðu stjórnarfari
í landinu.
Aukin trú á viðreisnina, þar sem frelsi hefur kom-
ið í stað hafta og traust í stað óvissu, einkenndi ræður
unga fólksins. Þar kom og m.a. fram, að lán og styrkir til
námsmanna hafa stóraukizt á kjörtímabilinu; að ríkisstjórn-
in hefur eflt hag atvinnuveganna í landinu og hvarvetna
blasa við auknar framkvæmdir og framfarahugur er mikill
í landsmönnum.
^ Fundir ungra Sjálfstæðismanna voru upphaf öflugr-
ar sóknar imga fólksins um land allt til stuðnings Sjálf-
stæðisflokknum. Hundruð imgra manna og kvenna um
land allt sameinuðst um síðustu helgi í lokaátak í barátt-
unni fyrir öflugum sigri Sjálfstæðisflokksins.
EINS og kunug't er af fréttum
og auglýsingum, boðaði Sam-
band ungra Sjálfstæðismanna
til funda fyrir unga kjósendur
á 12 stöðum um s.l. helgi. Fund-
imir voru boðaðir á Akranesi,
Stykkishólmi, ísafirði, Siglufirði,
Ólafsfirði, Akureyri, Vestmanna-
eyjum, Keflavík, Grindavík,
Hafnarfirði, Selfossi og Kópa-
vogi. Fví miður varð að fella
niður fundinn á Siglufirði, þar
sem ræðumenn komust ekki á
staðinn vegna óhagstæðra flug
skilyrða.
Fundir þessir tókust vel og á
sumum stöðum vom fundirnir
mjög glæsilegir. f heild sýndi
þessi fundaherferð mikinn sókn
arhug í ungum Sjálfstæðismönn-
um, en rúmlega 50 ungir menn
og konur tóku til máls á fund-
um þessum.
1 þessu og næsta tölublaði
blaðsins „Frá ungu fólki“ verður
sagt frá fundunum á hinum ein-
stöku stöðum og sagt frá ræðum
•manna.
★
AKTJRETRI.
Fundarstjóri á þeim fundi var
Jón Viðar Guðlaugsson, formað-
ur Varðar, F.U.S.
Gunnar Sólens sagði m.a.: Það
sem fyrst og fremst einkennir
það kjörtímabil, sem nú er að
ljúka, er sterk
og samhent rík-
isstjórn, sem hef
ur beitt sér fyrir
fjölþættri lög-
gjöf til betrum-
bóta á öllum
sviðum þjóðfé-
lagsmála. Það
eru kannske
beztu meðmæl-
in, sem hægt að gefa henni, að
nú fyrir þessar kosningar kemur
hún til dyranna eins og hún er
klædd og segir: Þetta hef ég gert
og þetta mun ég halda áfram að
gera, ef þjóðin gefur mér um-
boð sitt til þess.
Stefán Stefánsson, bæjarverk-
fræðingur ræddi landbúnaðar-
mál og benti á, að Framsóknar-
aflokkurinn hefði
ekki haldið eins
vel á málefnum
bænda og hann
vildi vera láta.
Þegar vinstri
stjórnin fór frá
völdum skildi
hún við alla lána
sjóði landbúnað-
arins hart nær
gjaldþrota. Ríður þó jafnan á
miklu, að lánastofnanir landbún
aðarins^séu færar um að vinna
sitt hlutverk af hendi, svo að
ekki verði óhæfilegur dráttur á
lánveitingum til • hinna ýmsu
framkvæmda. Það féll í hlut
núverandi ríkisstjórnar að ráða
bót á þessum vanda með lögum
um stofnlánadeild land;búnaðar-
ins, en fékk þar daufar undir-
tektir Framsóknarflokksins. Þá
hefur ríkisstjórnin komið til móts
við bændur með lögum um breyt
ingu á lausaskuldum þeirra í
föst- lán.
Alda Steinþórsdóttir, rannsókn
arstúlka, ræddi um aukinn stuðn
ing við námsmenn. Stærsta spor-
■mbhm ið, sem stigið
L. *t|gj hefur verið til
jftl st'yrktar náms-
R L- mönnum, var
K lagasctningin
HKí W| um lánasjóð ís-
«$jp lenzkra náms-
manna, scm sam
þ.vkkt var árið
* ASí ■ '>r> 1 • N-im ! M n
eru með góðum
kjörum, afborgana og vaxtalaus,
meðan á námstíma stendur, og
í þrjú ár eftir námstíma lýkur.
Þau skulu endurgreðast á 15 ár-
um með 3%% vöxtum. Ríkis-
stjórnin hefur skilið þýðingu
þessara mála, enda hefur aldrei
verið þýðingarmeira en nú, eftir
því sem tækni fleygir fram og
sérhæfing manna eykst, að fjár-
skortur komi ekki í veg fyrir,
að menn geti lært það, sem þeir
kjósa.
Gísli Guðlaugsson, tæknifræð-
ingur, sagði m.a.: Gert er ráð
fyrir, að fjárfesting í atvinnu-
vegum verði
1565 millj. króna
á árinu 1963,
samanborið við
rúmlega 1300
millj. króna á
árinu 1962. Aukn
ingin er fyrst og
fremst í fiskveið
um, en sú aukn-
ing stafar a£ miklum kaupum
fiskibáta á árinu.
Lög um iðnlánasjóð hafa ver-
ið" endurskoðuð og mun sjóður-
inn hafa um 47 millj. króna til
lánveitinga á þessu ári og mun
sjóðurinn veita lán til þeirra
skipasmíðastöðva, sem nú eru í
byggingu og hafa fram að þessu
átt örðugt uppdráttár vegna pen-
ingaleysis.
Þór Vilhjálmsson, borgardóm-
ari, sagði m.a.: Alls staðar blas-
ir árangur viðreisnarinnar við:
gj aldeyrdssjóður
er kominn í
stað lausaskulda
erlendis, vöru-
val er í verzlun
um, sparifjárinn
stæður hafa tvö-
faldazt, skatta
og tollamál eru
komin í nýtt og
réttlátara horf,
lausaskuldir ríkissjóðs greiddar,
höft og hömlur orðið viðfangs-
efni sagnfræðinnar, hagur þeirra,
sem erfiðasta hafa kringumstæð-
ur, tryggður með þreföldum og
raunar nær fjórföldum almanna-
tryggingagreiðslna.
Þetta er allt gott og til gæfu,
en þýðir ekki, að engin atriði
megi finna, þar sem miður hef-
ur til tekizt en að var stefnt.
Enda er það svo um allt, sem
unnið er í glímu við erfiðleika.
Það hefur að vísu tekizt að forða
óðaverðbólgu, en ekki tekizt.að
halda verðlaginu jafnmikið í
skefjum og vonir stóðu til- Ástæð
an er sú, að á þessu sviði hafa
stjórnarandstæðingar haft að-
stöðu til skemmdarverka, eins og
Akureyringum er bezt kunnugt.
Lárus Jónsson, viðskiptafræð-
ingur, er skipar 6. sætið á fram-
boðslista Sjálfstæðisflokksins í
Norðurlandskjördæmi eystra var
ennfremur meðal ræðumanna og
birtist kafli úr ræðu hans ann-
ars staðar hér í blaðinu.
KÓPAVOGTJR.
Fundarstjóri á fundinum í
Kópavogi var Jóhanna Axels-
dóttir.
Bjarni Beinteinsson, lögfræð-
ingur, gerði að umtalsefni þá
miklu sundrung, sem ríkt hefur
í röðum komm-
únista, sem m.a.
mætti lesa um í
| SÍA-manna, en
|: þær eru nú að
é koma út í bókar-
sundrug hefði nú
I komið í ljós í
I röðum Þjóðvarn
armanna. Ljóst væri því, að það
er hið mesta tætingslið, er stend
ur að framboði G-listans.
Rakti ræðumaður síða;. tví-
skinnung Framsóknarflokksins í
öllum þeim helztu málum, er
kosningarbaráttan snýst um.
Andstæða þessarar sundrung-
ar og tvískinnungs er viðreisn-
arstefna rikisstjórnarinnar.
Stefna hennar er ungu fólki að
skapi og því mun það fylkja
sér um hana.
Herbert Guðmundsson, skrif-
stofumaður, sagði m.a.: Það skal
laust játað, að núverandi stjórn
hefur ekki kunn
að nein töfraráð
til að leysa bráð
an vanda. Því
hefur hún aldrei
haldið fram. En
það sem gert hef
ur ,verið, hefur
verið gert af
nauðsyn. Og það
sem mest er um
vert: Undirstöður efnahagslegs
sjálfstæðis hafa verið endur-
reistar og styrktar með hnörgum
arðvænlegum ráðstöfunum. Und.
irstaðan er nú traust og við stönd
um á þeim tímamótum, að nú
er hægt að fara að byggja ofan
á styrkan grunn.
Sigurður Ilelgason,, fram-
kvæmdastjóri, sagði m.a.: Sjálf-
stæðisflokkurinn hefur elft at-
vinnulífið. Kom-
......... • ■ >• ](5 frjúlsu við
skiptalifi. ^.ækk
að tolla og lækk
ingar og síðast
vörð um^ frelsi
ríkismálum.
Með stefnu sinni og starfi hef-
ur Sjálfstæðisflokkurinn búið
okkur, þér og mér, öruggari fram
tíð og betri lífsmöguleika. Sýn-
um í komandi kosningum, að við
ætlum og viljum halda áfram á
þessari braut.
Snæbjörn Ásgeirsson, skrif-
stofumaður, bar saman stefnur
stjórnmálaflokka, sem nú er
Þ Ræddi hann sér-
sem alltaf hefði
flokksins í utan-
rikismalum stefndi þjóðarhag 1
beinan voða. Reynt væri að
læða þvi inn hjá öðrum þjóðum,
að stjórnarvöld íslands væru
reiðubúin til hverskonar undan-
halds, þrátt fyrir marg endur-
teknar yfirlýsingar ríkisstjórn-
arinnar um hið gagnstæða. Þess-
ar ómerkilegu atkvæðaveiðar
Framsóknar ættu skilið fyrir-
litningu allra landsmanna.
Ennfremur talaði á fundinum
Matthías Á. Mathiesen, alþingis-
maður, en kaflar úr ræðu hans
munu birtast hér í blaðinu síðar.
★
ÓLAFSFJÖRÐUR.
Þar stjórnaði samkomunni Lár-
us Jónsson, bæjargjaldkeri. Ræðu
menn voru tveir, Gunnar Thor-
oddsen, fjármálaráðherra og frá
ungum Sjálfstæðismönnum Hörð
ur Sigurgestsson, stud oecon,
Hörður sagði m.a.: Ég ætla ekki
hér að ræða verk viðreisnar-
stjórnarinnar, þau tala fyrir sig
sjálf. Ég freistast þó sérstaklega
_________ til að ræða eitt
........ krónar og láns-
traust þjóðarinnar löngu þorrið.
í árslok 1962 hafði myndin gjör
samlega snúizt við. Þá var gjald-
eyrisforði þjóðarinnar, þ.e. eign
í erlendum gjaldeyri 1150 millj.
króna, sem er álitlegur varaforði,
ef samdráttur yrði, t.d. vegna
aflabrests. Og það mun vera í
fyrsta skipti síðan um stríðslok.
Frá fundi ungra Sjalfstæoismanna a AKureyn