Morgunblaðið - 01.06.1963, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.06.1963, Blaðsíða 8
8 M O R C V /V B L A Ð 1 Ð Latifrardagur 1. júní 1963 Beðið eftir kaffisopanum (Ketil) Björn Halldórsson og Hróbjartur Hannesson ræðast við á ganginum. Ingvi Jónsson, Þorlákur Jónsson og Karl, sem ekki kýs íhaldið, Karlsson vinna við línu H V A Ð heldur þú að sé mikið af fiski þarna? spurði Sigurjón Einarsson, fyrrverandi skipstjóri og núverandi forstjóri Hrafn- istu, Dvalarheimilis aldr- aðra sjómanna, og benti á ljósmynd, sem hékk fyrir aftan skrifborð hans. A myndinni sást fordekkið á togara fullt af fiski lunn- inga á milli, og trollið hékk sneisafullt á síðunni. — Myndin er tekin um borð í Garðari, hélt Sigurjón á- fram. Við vorum að veiðum á Bankanum í hraunkantin- um, og fengum þar 72 poka á 12 tímum. Þú getur reiknað út hvað þetta var mikill fisk- ur þegar rúm tvö tonn voru í poka. Svo sigldum við upp undir Vestmannaeyjar og lögðumst þar í aðgerð til að geta skroppið inn ef hann hvessti. Við höfðum tveir, frétta- maður og ljósmyndari Mbl., fengið góðfúslegt leyfi Sigur- jóns til að litast um í Hrafn- istu, og sátum nú inni í skrif- stofu forstjórans. Á veggjum hanga minningar um langa sjómannsævi, ljósmyndir af togurum, sem Sigurjón var á. Er þar fyrst að nefna Hellyer- togarann Imperialist frá Hull. Þar var Sigurjón stýrimaður árin 1925—27, en skipstjóri var hinn landskunni framtaks maður Tryggvi Ófeigsson. Svo kemur Surprise eldri, sem Einar Þorgilsson & Co. í Hafn arfirði átti. Sigurjón varð skipstjóri á Surprise 1927, og var með togarann þar til hann tók við Garðari frá sama fé- lagi 1930. Mynd er af Garðari þar sem hann siglir fánum prýddur inn til Hafnarfjarð- ar. Loks er svo litmynd af togaranum Jörundi á siglingu inn Eyjafjörð. Jörundur, sem nú heitir Þorsteinn þorska- bítur, var síðasta skipið, sem Sigurjón var fastráðinn skip- stjóri á, því frá 1957 hefur hann verið forstöðumaður Hrafnistu. -fc „ÞAÐ ÞÝÐIR EKKERT Við röbbuðum um stund við Sigurjón Einarsson, sem síðan bauðst til að ganga með okk- ur um húsakynnin og sýna okkur það helzta. Á leið okk- ar að einni lyftunni mætum við nokkrum gömlum sjógörp um, sem ræðast við í forsaln- um og göngunum og minnast liðinna daga. Svo höldum við niður í kjallara aðalbygging- arinnar, en þar eru vinnusal- ir, þvottahús, eldhús o. fl. í vinnusölunum tveimur er all margt um manninn og þar sitja vistmenn og ríða net eða setja upp lóðir. — Það þýðir ekkert fyrir Morgunblaðið að taka mynd af mér, kallaði einn netahnýt- ingarmannanna þegar Ijós- myndarinn gerði sig líklegan til að smella af. Ég hef verið krati frá því ég fæddist og kýs ekki íhaldið, bætti hann við. Við spurðum kratann til nafns, og skýrði hann svo frá að hann héti Karl, „en ekki veit ég hvers son“, sagði hann og hló. Seinna upplýstist að hér var kominn Karl Karls- son, sem lengi starfaði sem vatnsafgreiðslumaður hjá Reykjavíkurhöfn. Hann er nú heimilismaður í Hrafnistu og leikur þar á als oddi að því er virtist. Sigurjón forstjóri sagði okkur að netavinnan væri vinsæl meðal vistmanna Sigurjón Einarssou forstjóri og mikið stunduð þegar næg verkefni væru fyrirliggjandi. GUÐMUNDUR * VILDI MEÐ Þegar við ætluðum að fara að yfirgefa vinnusalina og halda til þvottahúss og eld- húss, mun það hafa frétzt að við ætluðum að heimsækja starfsstúlkurnar, því Guð- mundur Guðmundsson kallaði til okkar á leiðinni út: Eigum við ekki að koma með ykkur piltar? Ekki varð þó úr því, og fórum við einir með Sigur- jóni að skoða stórfyrirtækin, sem þvo og matreiða fyrir 196 vistmenn Hrafnistu. f eldhúsinu var verið að hafa til síðdegiskaffið og við brugðum okkur inn í borðsal- inn, sem áður var Laugarás- bíó, rétt þegar hringt var til kaffidrykkju. Salurinn nær yfir þvera álmuna og er stór og bjartur. Vistfólkið streym- ir inn og gengur hvert að sínu sæti, en margir líta ljósmynd- arann honrauga þar sem hann stendur úti í horni. Þarna mat ast að jafnaði um 140 manns, en aðrir í sjúkradeild heim- ilisins og herbergjum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.