Morgunblaðið - 01.06.1963, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 01.06.1963, Blaðsíða 9
Laugardagur 1. júní 1963 MORGVISBLAÐIÐ GOTT BÓKASAFN Rétt við matsalinn er svo bókasafnið og lesstofa. Þar var einnig þéttsetið, og að- spurðir sögðu safngestir að þar væri úr þúsundum bóka að velja, „allt gjafabækur.“ Við lesstofuna hittum við Jóhann Hallgrímsson, og sagði Sigurjón okkur að þeir væru gamlir skipsfélagar. — Hann fór oft úr sambandi, og þá kippti ég í liðinn, sagði Sigurjón, og benti á kjálka- liðinn. Við báðum Jóhann að segja okkur nánar frá þessu. — Það var svoleiðis, sagði hann, að ég fékk eitt sinn salttunnu í höfuðið, og eftir það fékk ég oft krampaflog, stundum tvisvar á dag. En þegar ég var til sjós með Sig- urjóni, kippti hann jafnóðum í liðinn, og gaf mér svo brennivínssnafs á eftir. Það var ágætt. * JÓN OG MARGRÉT Við fórum nú að skoða vist arverurnar. Mest er þarna um eins manns herbergi, en auk þess átta hjónaíbúðir, sem eru tvö herbergi, svefnherbergi og setustofa. Mörg herbergjanna eru gefin af fyrirtækjum eða settingjum og aðstandendum látinna sægarpa, og eru spjöld á dyrunum með áletruðu nafni gefenda og í minningu hvers það var gefið. Þarna heimsóttum við rétt sem snöggvast hjónin Jón Jóhanns son og Margréti Gísladóttur, sem búa syðst í austari álm- unni, uppi á annari hæð. En Jón hefur starfað á öllum teg- undum fiski- og farskipa. Her bergin eru vistleg og í stofu þeirra hjóna eru ýmsir mun- ir frá fyrra heimili þeirra, skápar, borð og myndir. SJÖTUGUR Á ÞRIÐJUDAG í herbergi 315 býr Sigurður Jón Maríasson. Við fréttum að hann ætti sjötugsafmæli á þriðjudag eftir hvítasunnu, og báðum hann í því sambandi að segja okkur eitthvað um það, sem á daga hans hefur drifið. Sigurður er fæddur á ísafirði, bróðir Jóns Marías- sonar bankastjóra. Hann starf aði í 30 ár hjá Eimskip, en síðan í 12 ár hjá Búnaðar- bankanum í Reykjavík, og hef ur frá mörgu að segja. — Ég fór út til Danmerkur árið 1912, og var þar sjómað- ur á dönskum skipum næstu sex árin. En áður hafði ég verið í tvö ár á fyrsta íslenzka gufuskipinu. Hét það Ásgeir litli, og annaðist flutninga um ísafjarðardjúp og næstu firði. Skipstjóri var norskur og hét Andreassen. Svo fór ég með Ásgeiri Ásgeirssyni til Hafn- ar. Það skip átti Ásgeir Ás- geirsson á ísafirði, en skipið var skrásett í Kaupmanna- höfn. SIGLING AR Á STRiDSÁRDM — í Danmörku sigldi eg að- allega á skipurn útgerðarfé- lagsins L.. H. Carl, sagði Sig- urður. Það félag átti fyrir heimsstyrjöldina fyrri um 30 -—40 skip, en að styrjöidinni lokinni 18—20 skip. Svona lék nú kafbátahernaðurinn það félag. Ég var á tveimur skip- 9 Sigurður Jón Maríasson um frá þessu félagi, og hétu þau Magnus og Sigurd. Sigld- um við mikið á Ameríku, m.a. þrjár ferðir til Galveston í Texas til að sækja fóður. Urð um við ekki fyrir neinum skakkaföllum í þeim sigling- um. Á þessum árum sigldi ég einn túr með Vestu til íslands en réðist 1917 á Villemoes og var þar í eitt ár. Seinna keypti Eimskipafélagið þetta skip og hlaut það nafnið Selfoss. — Á Villemoes var ég þar til ég réðist á Gullfoss 28. ágsút 1918, og hóf þar með 30 ára starf hjá Eimskip. >f HJÁ EIMSKIP SigurðUr var í tíu ár á Gull- fossi, en fluttist svo yfir á Goðafoss. En þau skipti urðu til þess að Sigurður neyddist til að gerast landkrabbi. — Það var 1. nóv. 1930 að við vorum á siglingu frá Siglu firði til ísafjarðar í vonzku- veðri, norð-austan 13 vindstig. Ég var að vinna á dekki þeg- ar hnútur kom á skipið og fleygði mér niður með þeim afleiðingum að ég lærbrotn- aði á vinstra fæti en hnéskel- in á hægra fæti maskaðist. Við vorum í 36 tíma á leið- inni til ísafjarðar. Eftir þessa ferð fór ég í land og var 17 mánuði að jafna mig. Svo hóf ég vinnu að nýju hjá Eimskip, gerðist þar áhaldavörður og afgreiddi áhöld til skipanna. — Árið 1947 réðist ég til Búnaðarbankans, og þar starf aði ég næstu 12 árin. Þar leið mér mjög vel, og þaðan á ég margar góðar endurminning- ar. Starfsfólkið var mér allt mjög gott, ekki sízt Hilmar Stefánsson bankastjóri, sá mæti maður. Sama má segja um starf mitt hjá Eimskip, þar leið mér einnig mjög vel og kynntist mörgum góðúm mönnum. >f Á HRAFNISTU — Nú, hér í Hrafnistu hef ég svo búið í tvö og hálft ár. Hérna dundar maður við að hnýta á tauma, þegar verk- efni er fyrir hendi. Þetta er þægilegt verk, því ég má ekki vinna neina erfiðisvinnu, og svo er líka gott upp úr því að hafa. Jú, jú, ég hef alltaf verið frískur og haft það gott, nema þarna slysið. Á veggjunum í herbergi Sig urðar hanga fjölskyidu- og skipamyndir og mynd frá ísa firði. Á einni myndinni, sem tekin var fyrir um 30 árum, eru samankomnir margir ætt- ingjar Sigurðar í tilefni þess að þá voru liðin 100 ár frá fæðingu móðurafa Sigurðar, sem var Sigurður fangavörð- ur Jónsson ritstjóra Þjóðólfs Guðmundssonar. Sigurður Jón Maríasson var kvæntur Margréti Jakobs dóttur, en hún lézt 1955. Þau eignuðust tvo syni, Ríkharð og Geir. Ríkharð tók út af togaranum Agli Skallagríms- syni í vonzkuveðri á ísafjarð ardjúpi fyrir um þremur ár- um. Við kveðjum Sigurð og ósk um honum heilla, og höldum svo áfram ferðinni með Sig- urjóni EinarssynL >f LANGIR BIÐLISTAR Hvert rúm er skipað í Hrafn istu, segir Sigurjón, og við erum með tvo langa biðlista. Á öðrum listanum er það fólk, sem unnið hefur á sjónum, og hefur það forgang að hús- rúmi. Á þeim lista eru nú um 70 nöfn. Svo er hinn listinn, en lítil von er um að unnt verði að sinna honum. Það er eins og menn haldi að hér sé eins og í sjúkrahúsi, að fólk komi og fari og alltaf séu að losna herbergi. En svo er ekki. Fólkið flytur hingað og hér býr það. — Er ekki alltaf verið að stækka heimilið, spyrjum við Sigurjón. — Jú, jú. Þegar hér var opn að 1957 voru vistmenn að- eins fimmtán, en möguleikar á að taka á móti 70. Síðan hefur stöðugt verið unnið að endurbótum og stækkun, og eru vistmenn nú 196, að sjúkradeild meðtalinni, en þar eru 44. Nú er hafin smíði nýrrar álmu, norðurálmu, sem liggur upp með Laugarásbíói, austan við það. Hún verður væntanlega fullgerð eftir hálft annað ár, og verða þar íbúðir fyrir um 60 manns, og auk þess mikill vinnusalur í kjallara. Þegar smíði er lok- ið, verður hafizt handa um smíði enn einnar álmu, sem liggur í austur, og verður jafn- stór og norðurálman. Skipu- lag bygginganna er þannig að allar þrjár álmurnar, sem fjarst liggja frá aðalhúsi, eiga sömu vegalengd að matsal og aðaldyrum. tJr matsalnum í Hrafnistu. Á miðri mynd má sjá Lása kokk í heimsókn við eitt borðið •»

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.