Morgunblaðið - 01.06.1963, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 01.06.1963, Blaðsíða 11
Viðreisn sknpor velmegun Málgagn Sambands ungra Sjálfstæðismanna. 'r Kitstjórar: Birgir ísl. Gunnarsson, Ólafur Egilsson og Ólafur B. Thors. Eí Sjáffstæðisflokkurinn má ráða, verður fsland land hinna frjálsu borgara eftir Ragnhildi Helgadóttur EINN hinna fimm höfuðþátta í Stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins er félagslegt öryggi allra lands- manna. Um leið og þjóðfélag frjálsra borgara hvetur menn til að kom- ast áfram af eigin rammleik, smíða sína eigin gæfu, eftir því sem efni standa til, vill það Tryggingastofnun ríkisins fer með geysimikið fé og almanna- tryggingar eru lögboðnar. Allir þurfa að greiða til þeirra ákveð- ið gjald og allir njóta líka rétt- ar til bóta, ef þau atvik ber að höndum eða þær aðstæður eru, sem lögin tilgreina. Hinir tryggðu sjálfir greiða 32% af Ragnhildur Helgadóttir vernda gegn áföllum þá, sem atvikin hafa svipt möguleikan- um til að bjargast sjálfir um lengri eða skemmri tíma. í því er félagslegt öryggi fólgið. Nokk- uð má marka þroska hvers þjóð- félags og menningarstig á því, hvernig þeim málum er skipað. Hugmyndin um opinbera skyldusamhjálp borgaranna er mjög gömul á íslandi allt frá tímum fornrar hreppaskipunar. í dag er sú hugmynd fram- kvæmd á mjög víðtækan hátt. 32 breytingar á trygginga- lögunum. Það, hvenær félagslegrar að- Stoðar er brýn nauðsyn er við- kvæmt, persónulegt matsatriði. Erfitt er að meta þar aðstæður eins á mælistiku annars. Meðal annars þess vegna hefur það smám saman orðið ofan á, að réttur til aðstoðar yrði æ al- mennari, að fullnægðum vissum skilyrðum. Fáar greinar löggjafar á íslandi hafa tekið eins oft viðamiklum breytingum eins og helzta laga- boðið um félagslegt öryggi, lög- in um almannatryggingar. Síð- ustu tíu árin hefur Alþingi af- greitt ekki færri en 32 frum- vörp til breytinga á trygginga- lögunum. tekjum stofnunarinnar, 36% koma frá ríki, 18% frá sveitar- félögunum og 14% frá atvinnu- rekendum. Þó er þess að geta, að fjölskyldubætur greiðast úr ríkissjóði að fullu. Tryggingastofnunin úthlutar því almannafé í formi ótal teg- unda bóta. Lög þessi snerta mjög hag manna, og var því eðli- legt að þau séu oft endurskoð- uð. ★ Tryggingamál á Alþingi s.I. 4 ár. Nú skulu nokkur atriði rakin um tryggingamál á Alþingi á síðasta kjörtímabili. Vorið 1960 var samþykkt gagn- ger breyting á lögunum með ákvörðun um að greiða foreldr- um fjölskyldubætur með öllum börnum þeirra, en áður voru ekki greiddar fjölskyldubætur með fyrsta og öðru barni. Þetta var ein þeirra ráðstafana, sem gerðar voru í sambandi við efna- hagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar. Aðrar bætur voru þá einnig hækkaðar að mun og ýmsir van- kantar laganna jafnaðir. Hlutur einstæðra mæðra var mjög bætt ur. Lögfest var, að greiða skyldi mæðralaun strax með fyrsta barni, en áður var svo gert, ef um tvö börn eða fleiri var að ræða. Mæðralaun eru bætur, sem tryggingastofnunin greiðir til að- stoðar ekkjum, ógiftum mæðrum eða fráskildum, sem börn hafa á framfæri einar. Með þessum sömu börnum og börnum örorku lífeyrisþega er einnig greiddur barnalífeyrir, ákveðin upphæð með hverju barni — hugsuð sem framlag af hendi föður. Þegar faðir barnsins er á lífi og er framfærsluskyldur, hefur Trygg- ingastofnunin milligöngu um greiðslu barnalífeyris, sem móð- irin hefur fengið úrskurð yfir- valds um.. Þetta er sú upphæð, sem í daglegu tali og raunar nýju lögunum nefn- ist meðlag og er jafn- hátt hinum almenna barnalíf- eyri. Allar þessar bætur voru hækkaðar. •Ar SkerSingarákvæðin afnumin. Með þessum lögum var ákveð- ið að fella úr gildi skerðingar- ákvæðin, sem svo voru nefnd, ákvæðin, sem miðuðu rétt til bóta við efnahag bótaþega. Þá voru ákvæði um bætur vegna slysa lagfærðar. f árslok voru svo samþykkt lög um að öryrkjar og allir 67 ára og eldri ættu jafnan rétt til bóta án tillits til efnahags. Aðrar breytingar, sem í þetta sinn voru gerðar, stóðu í beinu sambandi við þetta. Fríðindi voru t.d. aukin til þeirra, sem frest- uðu töku ellilífeyris. Á þingi 1961—62 voru enn samþykkt lög um hækkun á bót 11111 trygginganna í samræmi við launahækkanirnar, sem orðið höfðu í landinu, um 13% fyrst og 4% síðar. Loks var frumvarp til nýrrar heildarlöggjafar um almanna tryggingar samþykkt á Alþingi nú í apríl. Var það byggt á starfi stjórnskipaðrar nefndar, sem haft hafði málið í heild í ítarlegri athugun. Samkvæmt þeim lögum telj ast til almannatrygginga lífeyris- tryggingar, slysatryggingar og sjúkratryggingar. ★ Lífeyristryggingar. Úr ræðu Lárusar gjaldkera á HIN efnahagslega viðreisn var fyrst og fremst fólgin í ráðstöf- unum sem stuðluðu að því að ekki eyddust allar tekjur þjóðar innar sem öfluðust, þannig að eitthvað yrði eftir af fjármagni til aukinnar uppbyggingar at- vinnuveganna og ennfremur að koma í veg fyrir versnandi gjald- eyrisstöðu Islendinga gagnvart erlendum þjóðum. Hið fyrra atriðið var leyst á þann hátt að hvetja fólk til að spara meira með því að borga því betur fyrir það, þ. e. hækkaðir voru vextir. Auðvitað urðu þá útlár.cvextir að hækka líka. Þessi ráðstöfun hefur haft í för með sér meiri sparifjáraukningu en áður hefur þekkzt. Þetta fjár- rnagn er síðan notað til húsbygg- inga, bygginga verkamannabú- . taða o. s. frv., en lán til þessara i.luta hafa hækkað og aukizt veru lega, auk þess sem það er lánað atvinnufyrirtækjum, einstakling- um og félögum til ótal fram- kvæmda í atvinnulífinu. Allar þessar auknu fram- kvæmdir, sem hvarvetna blasa við, þurftu aukið vinnuafl bæði við framleiðslu á þeim og bygg- ingu þeirra. Örari sparifjáraukn- ing hefur þannig stuðlað að örari hagvexti, meiri framleiðslu og síðast en ekki sízt að því að nú hafa allir vinnu, sem gera og vilja vinna. Þetta eru staðreynd- irnar. Spáð var atvinnuleysi Hermann Jónasson spáði hins vegar, að þessi stefna leiddi til þess að 4 þúsund atvinnuleysingj- ar yrðu á íslandi að óbreyttu Jónssonar bæjar- Ólafsfirði ástandi (Tím- ihn 5. febr. 1960) En viti menn, nú þegar náðst hefur það tak- mark að hafa fulla atvinnu á íslandi, sem hef- ur lengi verið á kröfuspjöldum alþýðusamtak- anna þá hrópa kommún- istar og Framsóknarmenn þá auð vitað líka: Vinnuþrælkim: Hvítt í dag, svart á morgun, en til- - gangurinn og vinnubröðin þau sömu: Stór orð í því skyni að rugla dómgreind fólksins. Það er svo kapítuli út af fyrir sig að Framsóknarmenn hamast nú mjög gegn vaxtastofnun ríkis stjórnarinnar og leggja til, að „vaxtaokrinu", eins og þeir kalla verði létt af, og beina þá tillög- um sínum eingöngu að útláns- vöxtum, sem auðvitað hefði í för með sér lækkun á innláns- vöxtum. Tillaga þeirra gerir fyrst ráð fyrir 2% lækkun, sem þýðir 100 millj. króna tekjumissi spari- fjáreigenda. Þetta hefði óhjá- kvæmilega í för með sér minni sparnað fólks, lánasamdrátt, hæg ari hagvöxt og sennilega árstíða- bundið atvinnuleysi, en þetta segjast þeir vilja gera vegna unga fólksins, sem er að byggja. Það hallast hvergi á í málflutn- ingnum. Traust á gjaldmiðlinum endurvakið Viðreisnarstjómln hvarf |j(lr- Framhald á bls. 19. (Allar þessar tölur eru miðað- ar við nýsamþykkt lög um al- mannatryggingar). Slysatryggingar taka til sjúkra hjálpar, dagpeninga, örorkubóta og dánarbóta. Slysatryggðir skv. lögunum eru launþegar, iðnnemar, stjórn- endur aflvéla og ökutækja, er þeir hafa umráð yfir, útgerðar- menn, sem sjálfir eru skipverj- ar og þeir, sem vinna að björg- un manna úr lífsháska eða vörn um gegn yfirvofandi meirihátt— ar tjóni á verðmætum. Kafli laganna um sjúkratrygg- ingar fjallar um sjúkrasamlögin, sem hver maður yfir 16 ára skal vera L ★ Sami réttur um Iand allt. Með þessum nýju lögum var ákveðið, að menn skyldu njóta sama bótaréttar og greiða sömu gjöld til trygginganna, hvar sem þeir byggju á landinu. ★ Öryrkjar Nokkrir aðrir þættir löggjaf- arinnar varða einnig félagslegt öryggi. Meðal starfa stjórnar- flokkanna á liðnu kjörtímabili verður að nefna ýmsar ráðstaf- anir til stuðnings sjálfshjálpar öryrkjum og eflingu stofnana, sem hlúa að sjúku fólki og öldr- uðu. Gerðar voru sérstakar ráðstaf- anir til stuðnings lömuðum, fötl- á ári Lífeyristryggingar taka til: Ellilífeyris. sem er skv. lögum fyrir einstakling ....................................... 18.240,00 örorkulífeyris .......................................... 18.240,00 (elli- og örorkulífeyrir fyrir hjón er 90% af lífeyri tveggja einstaklinga). Makabota, sem eru heimilar maka elli- eða örorkulífeyris- hafa, ef serstakar ástæður eru fyrir hendi, allt að....... 14.592,00 Fjölskyldubóta, með hverju barni ........................... 3.000,00 Barnalífeyris, sem er ...................................... 8.400,00 Mæðralauna með einu barni ................................ 1.680,00 — — tveimur ................................... 9.120,00 — — þrem eða fleiri.......................... 18.240,00 Fæðingarstyrk, sem er við hverja fæðingu ................... 4.000,00 Ekkjubóta, sem eru kr. 200,00 á mán. í 3 mán. eftir lát eiginmanns, og kr. 1500.00 í 9 mánuði ef barni innan 16 ára er til að dreifa. uðum og vangefnum og stutt mikilsvert starf samtaka áhuga- fólks um málefni þessa bág- stadda fólks. Lög voru samþykkt um skattfrelsi happdrættisvinn- inga og gjaldskyldu á vissar vör- ur, sælgæti, gosdrykki, eldspýt- ur, sérstaklega í þessu skyni. Breytt var lögum um erfða-. fjársjóð 1960 á þann veg, að úr honum mætti láta fé til elli- heimila. Aðrar stofnanir, sem þeim sjóði ber að styðja, eru vinnuheimili og vinnustofur ör- yrkja, svo og vinnutæki til notk unar á slíkum stöðum. ■ár Aldraða fólkið. Sett voru lög til að bæta að- stöðu aldraðs fólks til að lifa sem lengst meðal hins starfandi fólks án þess að þurfa að leita til vistheimila. Var þetta gert með því að lögfesta stofnun bygg ingarsjóðs fyrir aldrað fólk, þannig að því yrði léttara að fá húsnæði, sem miðað yrði við þess hæfi með hagkvæmum kjör- um. Einnig voru sett lög um heimil- ishjálp fyrir aldrað fólk sérstak- lega. ★ Ollum þessum málum hefur hefur verið reynt að haga þann- ig, að hjálp hins opinbera lam- aði ekki viðleitni til sjálfsbjarg- ar. Þegar t.d. réttur til elli- og örorkulífeyris var miðaður við visst hámark tekna, skapaðist til- hneiging hjá mörgum til að sleppa viðráðanlegu, laimuðu starfi til að verða ekki af líf- eyrinum. Slík þróun er engum æskileg. Þess vegna er niður- staðan, að allir fái jafnt í líf- eyri. Mál þessi eru þannig vaxin, að jafnan þurfa þau endurskoð- unar við eftir þróun aðstæðna í þjóðfélaginu. Aðalatriðið er þó, að löggjöfin um þessi atriði nái jafnan eins vel þeim tilgangi Sjálfstæðisflokksins, að skapa landsmönnum félagslegt öryggi. Ef Sjálfstæðisflokkurinn má ráða, verður land okkar land hinna frjálsu borgara, sem eru — eftir því sem mannlegt vald getur við ráðið — einnig frjálst af óttanum við tjón af skakka- föllum lífsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.