Morgunblaðið - 15.06.1963, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.06.1963, Blaðsíða 8
8 MORGVIVBLAfílÐ Laugardagur 15. júní 1963 Hver veröur steína nýs páfa? lijör Kans hsfst 19. júní Miðvikudaginn 19. júní hefst í Róm kjör nýs páfa. 82 kardínálar koma þar saman í Sixtusarkapellunni, og verður gengið til atkvæða, þar til einhver hlýtur tvo þriðju hluta atkvæða og einu betur. Það er þegar ljóst, að sá, sem tekur við af Jóhannesi páfa XXIII. verður að glíma við mörg vandamál, sem Jó- hannesi hafði ekki auðnazt að leysa. 1 stórum dráttum má segja að helztu áhugamál Jóhann- esar páfa hafi verið þrjú: Kirkjuþingið, friðarmálin í heiminum og kirkjan í komm- únistalöndunum. Framlag hans á þessum sviðum hefur vakið óskipta athygli um heim allan. Það snertir jafnt kaþólska og mót- mælendur, enda lýsti hann því yfir, að hver hefði rétt til að biðja eftir sannfæringu sinni. Hvort framhald verður á þeirri stefnu, sem Jóhannes páfi XXIII. markaði, er ekki víst. Afstaða kardínálanna er misjöfn, sumir eru fylgjendur umbótastefnu, aðrir eru í- haldssamari. Kirkjuþingið Er lát páfa bar að höndum, var sjálfkrafa tekið fyrir frekara starf Kirkjuþingsins. Nýr páfi verður að kalla það saman á nýjan leik. Þótt enginn viti enn, hver hann verður, þykir mjög sennilegt, að hann muni tryggja áframhaldandi störf þingsins. í hópi kardínála ríkja að vísu mismunandi skoðanir um ágæti þingsins. Ýmsir íhaldssamir kardínálar líta það allt að því Siri, erkibiskup í Genúa óvinsamlegu auga. Má þar eink- um vísa til ákvarðana þingsins, s.s. þess, að það samþykkti, að leikmenn héldu guðsþjónustur, þar sem skortur er á klerklærð- um mönnum, og jók við völd biskupa, svo að þeir þyrftu ekki að leita jafn oft til Vatikansins, og verið hafði. Að vísu ganga þessar reglur ekki í gildi, nema þær hljóti sam þykki næsta páfa, né heldur get- ur þingið komið saman næsta haust, nema hann mæli svo fyr- ir. Hitt er flestum kardínálum ljóst, að Kirkjuþingið vakti mikla athygli um heim allan, þá ekki sízt meðal kaþólskra biskupa. Margir bandarískir biskupar, sem komu vantrúaðir til þings- ins, fóru þaðan ánægðir. Jafnvel biskupar frá S-Ameríku, sem tal- ið var, að helzt myndu sýna and- stöðu við nýjungar, tóku hönd- um saman við þá, sem vildu um- bætur. Einn æðstu manna kaþ- ólsku kirkjunnar hefur sagt: Biskuparnir hafa komið fæti milli stafs og hurðar, og það verður erfitt að loka hennL Afstðan til kommúnista og friðarmálin Annað vandamál, sem bíður nýs páfa, er sambúðin við komm únistalöndin. Margir af ráðgjöfum Jóhann- esar páfa voru andvígir sam- skiptum hans við ráðamenn kommúnistalandanna. Jóhannes páfi var á þeirri skoðun, að þótt kommúnistar ættu sök á mörg- um vandamálum, þá væri ekki hægt að horfa fram hjá þeim. Því áttu fulltrúar hans leynileg- ar viðræður við fulltrúa komm- únista. Af þeim leiddi m.a., að Josyf Slipyi, erkibiskup í Ukrainu, var látinn laus, eftir 18 ára vist í sovézku fangelsi. Hafnar voru viðræður um framtíð Mindzenty, kardínála í Ungverjalandi, og Joseph Beran, erkibiskup í Tékkó slóvakíu. Þær hafa þó fallið nið- ur, og það er undir afstöðu nýs páfa komið, hvort þær verða teknar upp að nýju. Segja má, að „friðsamleg sam- búð“ hafi átt sér stað milli kirkj- unnar og kommúnistaríkjanna að Confalonieri, meðlimur kirkjuráðsins undanförnu. Á hinn bóginn verð- ur ekki á það dregin dul, að kaþólska kirkjan í kommúnista- löndunum á enn við mikil vanda- mál að etja. í þeim löndum búa nú um 70 milljónir rómversk- kaþólskra manna. Um 82% allra Pólverja játa þau trúarbrögð, 74% Tékka og 35% Júgóslava. Þó er það aðeins í Póllandi, að kirkjan nýtur nokkurs frelsis. í Tékkóslóvakíu eru 12 biskupar í fangelsi, eða er meinað að sinna störfum. Þar hefur ríkið tekið alla skóla kaþólskra manna í sínar hendur, og öll trúarbragða- félög og samkundur hafa verið leystar upp. í Rúmeníu má segja, að starf- semi kirkjunnar liggi að mestu eða öllu leyti niðri. X Lithauen eru 4 biskupsdæmi af sjö án biskups, og biskup eins hinna þriggja í fangelsi. í Kína voru flestir biskupar annað hvort reknir úr starfi eða fangelsaðir fyrir mörgum árum. Prestar og nunnur, sem enn fá að sinna málefnum kirkjunnar, verða að stunda borgaraleg stöf á daginn. Mörgum kirkjum hef- ur verið breytt í danshús. Nýr páfi verður að taka tillit til þessa ástands. Hann verður að ákveða, hvort haldið skuli á- fram viðræðum við kommúnista. Með tilliti til þess, að það voru kommúnistaleiðtogarnir, sem áttu upptökin að nánari sam- skiptum við Vatikanið, þá verð- ur það að teljast ábyrgðarhluti fyrir nýjan páfa, ef hann ákveð- ur að binda enda á þessar við- ræður. Jóhannes páfi hafði miklar á- hyggjur af ástandinu í S-Amer- íku. Þar hafa kirkjunnar menn orðið fyrir mikilli gagnrýni, vegna meintrar andstöðu við efnahagslegar umbætur. Þa er og skortur á prestlærðum mönn- um í álfunni. í Afríku eru um það bil 10% íbúanna kaþólskir. Hlutfallslega fer kaþólskum mönnum þó fækk andi, því að æ fleiri gerast Mú- hameðstrúar. Þá hefur kirkjan átt þar í vök að verjast, vegna afstöðu Portúgala í Goa og víð- ar, en Portúgal er, eins og kunn- ugt er, eitt af helztu vígjum kaþ- ólskrar trúar. Ástandið á ítalíu Á Ítalíu ríkja misjafnar skoð- anir. Kristilegi demokrataflokk- urinn, sem nýtur stuðnings kirkj unnar, tapaði fylgi til kommún- ista í síðustu kosningum. Marg- ir ítalir, sem óánægðir eru vegna þessara úrslita, kenna því um, að Kristilegir demokratar hafi — með samþykki kirkjunnar, tekið upp stjórnarsamstarf við vinstri sinnaða sósíalista. Þá má nefna eitt stórverkefni, sem bíður nýs páfa: hvort hald- ið skuli áfram á hafinni braut, að leita sáttar og samlyndis við kristna menn, sem ekki eru kaþ- ólskir. Jóhannes páfi veitti lúthersk- um klerkum áheyrn. Hann hvatti til þess, að kaþólskir og lúthersk- ir skiptust á áheyrnarfulltrúum, er meiriháttar kristilegar sam- komur eru haldnar. Það var reyndar eitt af meginverkefnum Kirkjuþingsins að „taka upp nýja stefnu“, er leitt gæti til frek ari einingar kristinna manna. Jafnvel á dánarbeði sínum hafði Jóhannes páfi XXIII margsinn- is yfir setninguna: „Ut unum sint“, þ.e. „Lát þar vera einn“. Margir íhaldssamari klerka kaþólskra efast mikið um vizku þá, sem liggur að baki slíkum aðgerðum. Þeir telja, að þær leiði aðeins til verri aðstöðu kirkjunnar. Á hinn bóginn verður ekki framhjá því horft, að Jóhannes páfi vakti sterkar tilfinningar í brjóstum lútherskra manna með afstöðu sinni, og má telja vafa- samt, að nýr páfi geti tekið upp afskiptaleysi það, er áður ríkti í þessum efnum. Þeirrar skoðunar gætir því víða, að næsti páfi muni halda áfram að vinna að helztu áhuga- málum Jóhannesar XXIII. Þó er jafnframt talið, að varla muni gæta þess eldlega innblásturs, sem einkennndi Jóhannes páfa, það hálft fimmta ár, sem hann var við völd. Páfakjörið Kardínálarnir, sem ganga til kjörsins í næstu viku, eru 82 talsins. Þar af eru aðeins 29 ít- alir, 53 koma frá öðrum lönd- um. Þrátt fyrir það, er þó talið nokkurn veginn víst, að nýr páfi komi úr hóp ítölsku kardínál- anna. Hvort þar verður hins veg- ar um að ræða fylgjanda um- Marella, meðlimur kirkjuráðsins bótastefnu Jóhannesar, eða ein- hvern úr hópi íhaldssamari kardí nála, er erfitt að fullyrða. Margir telja, að um verði að ræða ein- hvern þann, er fara vill meðal- veginn. Sú skoðun er m.a. studd þeirri staðreynd, að margir þeirra kardí nála, sem hlynntir hafa verið stefnu Jóhánnesar, telja, að kirkj- an verði að fá tíma til að aðlaga sig þeirri stefnubreytingu, sem átt hefur sér stað. Þótt erfitt sé að skipa kardí- nálum í flokka, eftir því, hvort þeir teljast íhaldssamir, umbóta- sinnaðir eða hægfara umbóta- sinnar, þá er það þó staðreynd, innan kirkjunnar og í hópi kardí nála gætir mikils skoðanamunar. Á þessum skoðanamun byggjast úrslit páfakjörsins. Helzti talsmaður stefnu Jó- hannesar páfa, þ.e. sá, er hvað mest kveður að í hópi umbóta- Sixtínusarkapellan Montini, erkibiskup í Milanó. sinna, er Montini, kardínáll, erkl biskup í Mílanó. Montini varð meðal þeirra fyrstu, sem Jóhann es gerði að kardínála. Montini er talinn vera mjög vel að sér um alþjóðamál. Þó telja margir, að hann hafi heldur sett niður, meðan Kirkju- þingið stóð. Er honum borið á brýn, að hafa fylgt hentistefnu, þ.e. verið hálfvolgur í afstöðu sinni til ýmissa breytinga, sem þar voru ræddar. Sakir þess, hve Montini hefur oft verið talinn líklegur arftaki Jóhannesar páfa, telja nú marg- ir í hópi leikmanna, að hann muni ekki ná kjöri. Er í því sambandi haldið á lofti gömlu spakmæli: Sá, sem gengur til kjörs páfa, kemur þaðan sem kardínáli. í hópi íhaldssamra má nefna kardínál Siri, erkibiskup í Genúa. Hann er þó aðeins 57 ára, og því talinn of ungur til að taka að sér slíkan starfa. (Venjulega er talið heppilegt, að nýr páfi sé á aldrinum 60-80 ára). Þá er ekki talið ólíklegt, að íhaldssamir hafi annan kardí- nála í huga, Antoniutti, en hann á nú sæti í kirkjuráðinu. í hópi biskupa eru fleiri, sem aðhyllast stefnu umbótasinna. Því er þó ekki þannig farið með kardínála, og vafi er talinn leika á því, að skipting þeirra eftir skoðunum sé á þann veg, að einn hópur sé öðrum fjölmennari, a. m.k. svo fjölmennur, að hann geti ráðið kjöri eins úr sínum hópi. Því kann fulltrúi hægfara um- bótasinna að verða fyrir valinu. í þeirra hópi eru m.a. kardínál- arnir Marella og Confalonieri, sem báðir eiga sæti í kirkjuráð- inu. Uppeldisþing hefst í dag 13. UPPELDISMÁLAÞING Sanv. bands íslenzkra barnakennara og Landssambands framhaldsskóla- kennara verður haldið í Melaskól anum 15. og 16. júní og hefst á laugardag kl. 10 f.h. en þá mun menntamálaráðherra ávarpa þing ið. Helztu mál þingsins eru þessi: Uppeldi og fræðsla. Frunmmæl andi dr. Broddi Jóhannesson, skólastjóri. Starfræn kennsla. Frummæl- andi Marinó Stefánsson, kennarL Á að lengja skólatímann? Frummælandi Magnús Gíslason, námsstjóri. Félagsstörf í skólurn. Sex skóla menn hefja máls með viðræð- um. í sambandi við þingið verður sýhing á skólavihnu nemenda á barna- og gagnfræðastigi. Gunn- ar M. Magnúss, rithöfundur, hef- ur séð um uppsetningu sýning- arinnar. Sýningin verður opia almenningi 17. júní kL 10—7,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.