Morgunblaðið - 15.06.1963, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.06.1963, Blaðsíða 15
<!' •; f>. ijN i( s. \\ u ",i i’i :■ v\ MORGVISBLAÐIÐ 15 (éii' Laugardagur 15. júní 1963 Concorde - þyrnir Bandaríkjamanna Pan American pantar sex Concorde-þotur af Bretum og Frökkum ALLT þykir nú benda til þess, að Bandaríkjamenn lúti í lægra haldi í kapphlaupinu um smíði fyrstu farþegaþot- unnar, sem flýgur hraðar en hljóðið. Bretar og Frakkar hafa, eins og áður hefur verið getið, undirritað samninga um samvinnu í smíði Con- corde-farþegaþotunnar, sem á að fara 2,2 sinnum hraðar en hljóðið, eða um 1450 mílur á klst. í fyrsta sinn í sögu flugsins hefur bandarískt flugfélag, þ.e.a.s. Pan American, gert pantanir á evrópskri flugvéla tegund, sem enn er í undir- búningi, en þetta félag, sem talið er hið voldugasta í Bandaríkjunum, gerði hinn 4. þ. m. pöntun á sex þotum af Concorde-gerð. Eiga þær að afhendast á árunum 1968 og 1969. í nóvember sl. var undirrit- aður samningur milli ríkis- stjórna Bretlands og Frakk- lands um sameiginlegt átak til að byggja nýja farþegaþotu, er flogið gæti með rúmlega tvöföldum hraða hljóðsins. Hafa þessar ríkisstjórnir lagt fram 500 milljónir dala til að flýta framkvæmdum. Sömu- leiðis hafa flugfélögin Air France og B.O.A.C., sem eru ríkisfyrirtæki í þessum tveim- ur löndum, lagt fram sinn skerf og pantað sex þotur hvort fyrir sig. Þegar er hafinn undirbún- ingur að smíði Concorde í verksmiðjum British Aircraft Corp. og Sud-Aviation í Frakk landi, sem framleiðir m.a. hin- ar víðfrægu Caravelle far- þegaþotur, og reiknast mönn- um til, að hin nýja þota verði komin í notkun árið 1970. Concorde á, eins og áður segir, að fljúga 1450 mílur á klst., en það þýðir ,að flug- tíminn yfir Atlantshaf, milli New York og Parísar, styttist frá því sem hann er nú með hraðfleygustu farþegaþotum úr 614 klst. í rúmar 3 klst. Eitt hundrað farþegar munu rúmast í Concorde og verður í augum þeim tryggt að fá að njóta útsýnisins á flugi sem hingað til, en áður var talið, að það yrði miklum erfiðleikum bund ið hafa nokkra glugga á far- artæki sem þessu. Efnið, sem nota á til smíðinnar, er alum- iniumblanda og auk þess tit- anium og ryðfrítt stál, er not- að verður þar sem hitans gæt- ir mest. Fjórir þrýstilofts- hreyflar, framleiddir af Brist- ol Siddeley, verða aftast und- ir deltá-vængjum þotunnar. Verður því svo til allur hávaði frá vélunum fyrirbygður í farþegaklefa. Flughæð þotunn ar verður 65 þús. fet eða helmingi meiri en flughæð þeirra farþegaþota, sem nú eru í notkun. Concorde-þotan er Banda- ríkjamönnum mikill þyrnir í augum. Segja má að þeir hafi beðið lægri hlut í þotukapp- hlaupinu, þó að þeir hefðu að lpkum komið fram með stærri og hraðfleygari farþegaþotur en framleiddar höfðu verið í Concorde-farþegaþotan, sem smiða á næstu fimm árum. Evrópu. Um árabil hefur smíði farþegaþotu, er færi hraðar en hljóðið, verið til athugunar, en á ýmsu hefur strandað. Bandarískir flug- vélaframleiðendur telja, að vegna gífurlegs kostnaðar og áhættu, verði þeir að njóta stuðnings ríkisins til fram- leiðslunnar. En nú hefur Kennedy Bandaríkjaforseti hvatt ein- dregið til þess, að hafin verði af fullu kappi samkeppni við Breta og Frakka. Gerði hann það í ræðu daginn eftir að til- kynnt var um pöntun Panam á sex Concorde-þotum. Er talið, að forsetinn hafi með þessu viljað koma í veg fyrir Bretar og Frakkar hyggjas* frekari pantanir á Concorde af. hálfu bandarískra flugfé- laga. Hyggjast Bandaríkjamenn nú smíða þotu, sem næði þre- földum hljóðhraða, eða 2000 mílum á klst. og á hún að af- hendast eftir 1970. Bandaríkja menn eru þó enn mjög ugg- andi um sinn hlut, þar sem slík þota yrði gerð úr titani- um og ryðfríu stáli eingöngu, og enn er verið að gera til- raunir með þessi efni í X-15 þotunni. Er því augljóst, að þeir eiga fyrir höndum miklu. margþættara tilraunastarf en Bretar og Frakkar, sem smíða þotu úr efni, sem notað er í flugvélaiðnaðinum í dag og hreyflarnir, sem eiga að knýja Concorde áfram, eru þegar fyrir hendi. Þá valda markaðshorfur einnig áhyggjum vestan hafs. Talið er, að markaður yrði fyr ir 200 þotur í öllum heimin- um og vonast er til, að seldar verði 130 Concorde-þotur, þannig að litlir sölumöguleik- ar verða eftir fyrir annarri tegund, jafnvel þó að hún bæri af í flestu tilliti. Hugsanlegt útlit bandarísku þotunnar, sem á að ná þreföldum hljóðhraða. Þorlákur IMarfeinsson 8. apríl 1880 — 6. júní 1963. Hinn 8. apríl 1880 fæddist svein barn að Hofsstöðum í Mývatns- sveit, er skírt var Þorlákur. For eldrar sveinsins voru hjónin Mar teinn Halldórsson og Kristín Jóns dóttir, sem þá bjuggu á Hofsstöð um. Þá var hin mesta árgæzka, blíðviðri um allt land, og svo hafði verið allt írá áxamótum. Og blíðviðrin héldu áfram. Sólskin og blíður blær, ást og umhyggja umvöfðu hinn unga svein að Hofsstöðum. Slík voru fyrstu kynni hans af lífinu. Þann ig leið fyrsta sumar ævi hans. Þorlákur var 7. barn foreldra sinna, þeirra, sem upp komust. Hin voru: Kristbjörg, sem ung giftist Jóni Jónssyni, prests Sveinssonar á Mælifelli, og síðar Sigurði Jóns syni á Yztafelli, er fyrstur ís- lenzkra bænda varð ráðherra. Halldór, varð bóndi í Grjótár- gerði í Bárðardal. Jón, er lengi bjó að Bjarnarstoð um í Bárðardal og andaðist fyrir fáum árum nær hálftíræður að aldri. Guðrún, giftist Sigurði Jóns- syni, bónda á Hrappsstöðum í Kinn. Vigdís, giftist ekki, dó í Reykja vík fyrir nokkrum árum. Gunnar, varð bóndi í Kast- hvammi. Marteinn faðir Þorláks og þeirra systkina, var af svokallaðri Hraunkotsætt, en Kristín móðir þeirra, var sonardóttir séra Jóns Þorsteinssonar í Reykjahlíð, sem var ættfaðir hinnar nafnkunnu Reykj ahlíðarættar. Sumarið 1880 var einmuna gott fram til höfuðdags. Skepnuhöld voru ágæt, grasvöxtur með bezta móti, og nýting svo góð, að talið er, að hverju strái hafi verið rak að þurru af ljánni í garð. En eftir höfuðdag spilltist veðr áttan, og veturinn 1880—81 var einn versti, er gamlir menn mundu. Með honum hófst 10 ára harðindatímabil. Þessi ár voru strangur skóli fyrir þjóðina í heild. Á þessum árum varð hún að beita orku sinni til hins ítr asta til að bjarga lífi sínu. Er Þorákur var á 3. ári, dó fað ir hans úr lungnabólgu. Hafði hann farið vestur í Skagafjörð til þess að vera við jarðarför Jóns tengdasonar síns, manns Krist - bjargar, og úr þeirri för kom hann ekki aftur. Skömmu eftir lát manns síns flutti Kristín frá Hofsstöðum í Bjarnarstaði í Bárðardal. Þar bjó hún með börn um sínum þar til Jón sonur henn ar tók við búinu. Þrátt fyrir föð urmissinn og vont árferði leið Þorláki vel á bernskuárum sín- um. Hann var augasteinn móður sinnar og eldri systkinin voru mjög góð litla bróður sínum. Þegar í bernsku kynntist Þor lákur hinni merkilegu félagsmála starfsemi Þingeyinga, er sannaði hinn forna málshátt: „Neyðin kennir naktri konu að spinna“. Er harðindunum létti um 1890, er Þorlákur var 10 ára, höfðu Þing eyzkir bændur gert ýms merki leg menningarátök. Þegar harð indin léku þá sem verst, stofnuðu þeir kaupfélag sitt, keyptu út- lendar nauðsynjavörur frá er- lendum heildsölum og fluttu sjaifir ut framleiðsluvörur sínar. Bókmenntavalcning var og mikil í sýslunni. Félagsmálaáhuginn og bókmenntavakningin hreif Þor- lák þegar í bernsku. Hann var snemma bókelskur og las mikið. í æsku lærði hann fögur ljóð góð skáldanna, og það má segja, að fögur ljóð hafi yljað huga hans og verið honum til yndis um &v ina. Um tvítugsaldur sat Þorlákur tvo vetur í Möðruvallaskóla og kynntist þar hinum ágætu kenn urum, Jóni A. Hjaltalín og Stefáni Stefánssyni. Er Þorlákur var 25 ára gamall kvæntist hann Sigríði Kolbeins dóttur frá Stóru-Mástungu í Gnúpver j ahreppi. Var bróðir hennar Bergsteinn, sem lengi bjó í Kaupangi, nafnkunnur bóndi. Hún var greind.kona, hagsýn og dugleg. Fyrstu búskaparár sin bjuggu þau hjónin í Grjótárgerði í Bárðardal. Þar fæddist þeim dóttir, er var skírð Kristín eftir ömmu sinni. Ekki áttu þau fleiri börn. Árið 1912 fluttu þau í Kaup ang og bjuggu þar í fjögur ár á hluta úr jörðinni á móti Berg- a»teini, bróður Sigríðar. Þaðan fluttu þau að Veigastöðum, sem eru beint á móti Akureyri austan fjarðarins. Keyptu þau þriðjung Veigastaða og bjuggu þar til vors 1948. Ekki leyfði jarðnæðið stór an búskap, enda var Þorlákur gætinn í fjármálum og gætti þess að reisa sér aldrei hurðarás um öxl. Hann var jafnan vel heybirg ur og talinn góður fjármaður. Hann hafði og ýmsum öðrum störfum að sinna en búskapnum. Hann sat 20 ár í hreppsnefnd Svalbarðsstrandarhrepps og var oddviti hreppsnefndarinnar í 13 ár. Hann var og lengi umboðsmað ur Brunabótafélags íslands. Öll störf leysti Þorlákur af hendi með samvizkusemi og vandvirkni. Dóttur sína Kristínu kostaði Þorlákur í Menntaskólann á Ak- ureyri, enda vann hún heima á sumrin. Hún lauk stúdentsprófi vorið 1932, og vorið eftir lauk hún kennaraskólaprófi frá Kenn araskólanum í Reykjavík. Hún innritaðist í heimspekideild Há- skólans 1937 og lauk um vorið eft ir prófi í forspjallsvísindum með ágætiseinkunn, og hafði hún þó stundað kennslu með náminu um veturinn. Er þau Þorlákur og kona hans brugðu búi á Veigastöðum fluttu þau i Glerárþorp. Þar voru þau í 6 ár. Kristín dóttir þeirra hafði fasta atvinnu í Reykjavík og hafði unnið á skrifstofu Raf- magnsveitu Reykjavíkur frá 1942. Árið 1954 fluttu þau hjónin til dóttur sinnar. Keypti hún íbúð í Eskihlíð 6A, og þar bjuggu for- eldrar hennar hjá henni meðan þeim entist aldur. Árið 1957 lagði hjartasjúkdóm ur Þorlák í rúmið. Hafði hann þá um allmörg ár kennt sjúkdóms þessa. Skömmu síðar, hinn 27. nóv. 1957 andaðist kona hans 84 ára að aldri. Ekki komst Þorlákur aftur á fætur og lá rúmfastur í fimm og hálft ár. Þessi ár las hann mikið, fylgdist vel með því, sem var að gerast í stjórnmálum og bók- menntum. Margir vinir hans komu oft í heimsókn til hans. Hann var oftast glaður og reifur er hann ræddi um áhugamál sín, hispurslaus og sjálfstæður í skoð unum og rökfastur í viðræðum. Er hann talaði um efni bókar, er hann hafði nýlega lesið, ljómaði svipur hans, en um þær bækur, sfem honum féllu ekki, var hann oft dómharður. Þorlákur var gæfumaður 1 einkalífi sínu. í bernsku og æsku naut hann í ríkum mæli ástar og umönnunar móður sinnar. Kona hans var honum tryggur og traustur förunautur og unnust þau hugástum. Dóttir hans var yndi hans og eftirlæti. Á sambúð hans og þessara þriggja kvenna bar aldrei neinn skugga. Eftir að Þorlákur var orðinn einn með dóttir sinni vann hún á skrifstofu eins og áður. En hún lét föður sinn hafa síma við rúm sitt. Gat hún því jafnan fylgst með líðan hans og hringdi heim til hans oft á dag. Hún kom og jafnan heim til hans í matmáls- tíma um hádegi, og var hjá hon um öllum stundum, sem hún mátti frá öðrum skyldustörfum. Eins og ég hefi getið um komu margir í heimsókn til Þorláks, sérstaklega á kvöldin. Og oft komu gestir til þeirra feðgina, sem voru utanbæjarmenn og gistu hjá þeim og voru hjá þeim í fæði meðan þeir dvöldu í bæn- um. Jafnan tók Kristín á móti gestum þeirra með glaðværri al- úð, og var mjög þakklát öllum þeim, sem komu í heimsókn til föður hennar, til þess að ræða við hann og stytta honum stund irnar. Innilegra samband á milli föður og dóttur en þeirra Þor- láks, mun fátitt. Hin óeigingjarna ástúð og umhyggja, er Kristín sýndi föður sínum, var frábær. Þessi sl. vetur var einn hinD Framh. á Bls. 17

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.