Morgunblaðið - 15.06.1963, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.06.1963, Blaðsíða 6
6 MORGVNB-IA919 Laugardagur 15. júní 1963 Bretar í Bogasalnum ÞAÐ er mikill viðburður í menn- ingarlífi okkar að fá slíka sýn- ingu til landsins og nú er í Boga salnum. Eg man ekki eftir að hafa séð jafn góða sýningu og þessa hérlendis, og raunar varð ég dálítið hissa yfir því, hvað Bretar geta komið fram með stór an hóp nútímamálara án þess að slaka hið minnsta á ströng- ustu listrænum kröfum. En ég veit um nokkuð stóran hóp á- gætra málara á Bretlandi, sem ekki eru með á þessari sýningu. Sýning eins og þessi hefur geysi- lega þýðingu fyrir listamenn okkar og listunnendur. Hér get- ur að líta svo merkilega hluti, sem sýna greinilega þróunina í myndlist í Bretlandi síðustu ára tugi. Auðvitað eru þessir brezku listamenn úrval þar í landi, en þeir eru flestir, ef ekki allir, þegar þekktir um víða veröld, þar sem á annað borð einhver menning er í myndlist. Það er af einstakri tilviljun, að við fáum að sjá þessa sýningu. Hún er á hraðri ferð til Kanada og verður því opin aðeins í nokkra daga. í>að hefði sannarlega verið æski- legt, að þessi sýning hefði getað gist landið um lengri tíma, og ég stíng því að þeim, sem að þessari sýningu standa, að koma hið bráðasta aftur með jafn merkilega list og þeir nú hafa á boðstólum. Eitt sterkasta heildareinkenni þessarar sýningar er, hve brezk hún er í eðli sínu. Það er mjög ákveðinn tónn í litameðferðinni og verkin eru byggð á einfald- an og sterkan hátt af hugrekki og áræði. Þessum listamönnum tekst að tjá sinn persónuleika hver og einn, og greinilegt er að þessir níu málarar eru engir við- vaningar. Hér eru á ferðinni svo merkilegir listamenn, að ég óska þess af öllum hug að sem flestir geti fært sér í not að kynnast verkum þeirra. Það er ekki á hverjum degi að við hér í Reykja vík höfum hluta af heimslistinni í Bogasalnum. Og ég er ekkert feiminn við að ráðleggja lista- mönnum okkar að skoða þessa sýningu. PETER LANYON er ágætur málari og á þarna sérlega eftir- tektarverð verk, sem bókstaflega brenna sig inn í sálu manns. Bretarnir sjálfir kalla hann landslagsmálara, en viðhorf hans til viðfangsefnisins eru nokkuð fáséð hérlendis. Litameðferð hans er spilandi og létt í ljós- um tónum. Það er skemmtilegt að kynnast verkum þessa lista- manns og raunar gildir hið sama um alla hina. TERRY FROST á þarna mögnuð verk, og sérstak- lega er elzta verk hans á sýn- ingunni sannfærandi. Hann kann þann galdur að mála hvítt í hvítt og fá verkið til að ljóma af litagleði. ROGER HILTON vekur einnig aðdáun, einkum fyrir það öryggi í meðferð lita og forms, sem auðkenna verk hans. Hann sýnir einnig óvenjulegt vald yfir sjálfri myndbygging- unni. ALAN DAVIE notar snögg- ar hræringar og sterka liti, sem skapa ljóðrænan tón og gera verk hans persónuleg. BEN NICHOLSON, sem er einn fræg- asti málari Breta í dag, á þarna ótrúlega góð verk. Lágmynd eft- ir hann, gerða aðeins í einum ht, tel ég óhikað til þess bezta, sem gert hefur verið í myndlist á þessari öld. Það verður að skoða þetta verk nokkuð vel til að kom ast í raunverulega snertingu við það, því að við fyrstu sýn er það ekki eins aðlaðandi og margt annað, sem þarna er til sýnis. Málverk Ben Nicholsons er einn ig merkilegt listaverk og sýnir vel þá hlið þessa listamanns, sem gert hefur hann heimsfrægan. Það ljómar af verkum þessa manns. Annar mjög þekktur mál ari er einnig með verk á þess- ari sýningu, GRAHAMr SUTH- ERLAND. Hann er mjög slung- inn í litameðferð sinni og hefur fullkomið vald á ht og formi, en persónulega hef ég ekki sér- stakan áhuga á myndbyggingu hans, eða réttar sagt mér fellur ekki að öllu sú súrrealistíska leið, sem hann heldur. BRYAN WYNTER notar sterka og áhrifa mikla liti. Hann hefur mikla sköpunargleði og er auðsjáanlega í nánum tengslum við náttúruna. KEITH VAHGHAN hefur mjög persónulegt viðhorf til forms og litar. Hann er ekta í verkum sín- um og hann hefur lært af málara list meginlandsins og er því minna brezkur en félagar hans. Hann hefur óvenjulegt og næmt litauga. WILLIAM SCOTT er þróttmikill listamaður, sem bygg ir verk sín af mikilli kunnáttu og tilfinningu. Hann er sterkur persónuleiki, sem laðar að sér Eitt verkanna á sýningunni og stillir litum sínum í hóf. Nær þannig sterkum og einföldum slagkrafti í verk sín. Eitt eiga allir þessir hstamenn sameigin- legt, og það er hið mikla öryggi og frábær tækni, sem endur- speglast hvarvetna í verkum þeirra. Sjón er sögu ríkari, skoðið þessa sýningu lesendur góðir. Það er óþarfi að hafa fleiri orð um hvern einstakan listamann. Það er heildarsvipur þessara verka, sem mestu máh skiptir. Við sjáum hér fyrir framan okk- ur svo sanna og ferska brezka list, að jafnvel Turner og Con- stable skjóta þar upp kolli. Við sjáum einnig, hvernig rótgróin menningarþjóð eins og Bretar velja til sýningar á listmenningu sinni erlendis. Við getum ýmis- legt af þessu lært og við megum sannarlega hrósa happi yfir að hafa fengið að sjá þessi hsta- verk. Eins og allir sjá, er lesa þess- ar línur, þá er ég stórhrifinn af þessari sýningu. Ég vh þakka British Council og félaginu Anglia fyrir að hafa brotið ís- inn, ef svo mætti til orða taka, með því að sýna okkur þessa stórbrotnu sýningu af nútíma- verkum Breta. Það gleður mig einnig, að það skuh vera hinir íhaldssömu Bretar, sem verða fyrstir til að sýna okkur heil- steypta sýningu nútímalistar. Þeir, sem haldið hafa því fram í ræðu og riti hér hjá okkur, að nútímamálverk væri París- armóður og tízkufyrirbæri, mega vel læra svolítið af þessu. Bretar eru ekki miklir tízkuhlauparar, þeir eru fastir fyrir og láta ó- gjarnan af gömlum siðum. Þeir eru nútímamenn og fyrst og fremst rótgróin menningarþjóð. Valtýr Pétursson. Húsmæðraskólanum á Isafirði sagt upp firði, málverk þaðan eftir ungan málara, sem heitir Ragnar Páll. Forstöðukonan þakkaði gjafirn- ur ættjarðarlög og sálma með undirleik Ragnars H. Ragnars og í kaffiboði að loknum skóla- slitum söng skólakórmn 5 lög undir stjórn Ragnars og með undirleik önnu Áslaugar Ragn- arsdóttur. — H.T. ÍSAFIRÐI, 5. júní — Húsmæðra- skólanum Ósk á ísafirði var sagt upp s.l. laugardag. Var þetta 43. starfsár skólans. 34 stúlkur voru við nám í skólanum í vetur og luku 31 burtfaraprófi. Hæstu einkunn í skólanum hlaut Arn- þrúður Halldórsdóttir, 9,3, önn- ur var Steinunn Annasdóttir, með 9,1. Handavinnusýning nemenda var haldin á uppstigningardag og einnig sýndu stúlkur þann fatnað, sem þær hafa saumað á sig sjálfar. Forstöðukona, Þorbjörg Bjarna dóttir, sagði við skólshtaræðu að heilsufar hefði verið gott í skól- anum í vetur, influensan fór al- veg hjá garði. Félagslíf var gott árshátíð og kvöldvökur viku- lega. Kvaddi forstöðukonan nem endur og árnaði þeun allra heilla. Formaður kvenfélagsins Ósk, frú Anna Sigfúsdóttir, afhenti verðlaun úr verðlaunasjóði frú K Torfason, sem veitt eru fyrir að skara fram úr í námi og prúðu dagfari Hlutu þau Arnþrúður Halldórsdóttir, Hall- gílsstöðum á Langanesi og Stein unn Annasdóttir, ísafirðþ For- maður skólanefndar, María Þ. Guðmundsdóttir, þakkaði nem- endum og kennurum vetrarstarf- ið. 19. námsmeyjar, sem útskrif- uðust fyrir 10 árum, voru við- staddar skólaslitin og hafði frú Lilja Ketilsdóttir orð fyrir þeim og afhenti gjöf til skólans. Þá afhenti frú Hildigunnur Jóakims dóttir afmælisgjöf í tilefni af 50 ára afmæli skólans á sl. hausti frá gömlum nemendum á Siglu- Júnlbók AB: Indland Yfirlit um sögu, menningu og andlega arfleifö ÚT ER Komin hjá AB bók mán- aðarins fyrir júnímánuð. Er það INDLAND eftir Joe David Brown í þýðingu Gísla Ólafsson ar. Er þetta 6. bók félagsins í bókaflokknum LÖND OG ÞJÓÐIR. Indland mun íslenzkum lesend um um flest lítt kunnugt land og framandi, en hér gefst kostur á greinargóðu og fróðlegu yfirliti um land og þjóð, sögu Indlands og glæstan og stundum blóði drifinn feril indversku þjóðanna. Áherzla er lögð á stöðu Indlands í dag og hina öru þróun, sem þar hefur orðið eftir frelsistöku landsins, og sérstakir kaflar eru helgaðir leiðtogum Indverja á þessari öld, Gandhi og Nehru. f öðrum köflum er m.a. rætt um hina fornu menningu Indrverja og andlega arfleifð, trú, heimspeki og listir. • Óskalögin „Kærri Velvakapdi! Mig langar til þess að skrifa þér nokkrar línur í sambandi við niðurröðun á óskalögum sjúklinga, sem leikin eru í Rík isútvarpið. Mér finnst til dæm- is algjör óhæfa í því, þegar leiknir eru sálmar og því næst djassmúsik. Væri ekki möguleiki á því að skipa þessu niður í tvo flokka þannig að t.d. yrði fyrst leiknir klassísk músikk og því næst danz- og dægurlög?“ • Nafnaskipti útlendinga „Kæri Velvakandi Mikið hef ég, sem útlending ur, hugsað um þetta nafna- skiptamál. Þessi lög um nafna skipti finnst mér mjög smá- borgaraleg. íslendingar finnast mér annars alls ekki smáborg aralegir miðað við aðra (nema þetta með hundabannið og nokkur fleiri lög), og þeim ekki ©PIB COKNHAGEN vl/ vM,i eiginleg sú þröngsýni, sera þessi lög túlka. Að mínum dómi getur í þessu tilviki aðeins verið um eitt að ræða í sambandi við umrædd lög; þ.e. að nokkrir fanatískir patríótar hafi fundið þau upp í heilabúi sínu. Þau hljóta að falla úr gildi fyrr eða seinna. Ekki get ég hugsað mér að taka mér óviðkomandi föður- nafn, af því að nafn föður míns á sér ekki hliðstæðu í íslenzku máli. Gerði ég það, fyndist mér það vera svik við föður minn. Nokkur prósent lægri skattar eða tollar borga sig ekki, þeg- ar virðing við föður sinn og ætt er annars vegar. — H.G.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.