Morgunblaðið - 15.06.1963, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.06.1963, Blaðsíða 10
10 4 MORGUTSBLÁÐIÐ Laugardagur 15. júní 1963 I FARAR^T JÓRI Vestur-íslend inganna, sem komu til Reykja víkur um hádegisbil í gær, var Snorri Gunnarsson, nú búsett- ur í Vancouver. Við ^hittum Snorra og konu hans, Ásthildi Tómasdóttur, að heimili for- eldra Ásthildar að skólavörðu- stíg 18. Þau hjónin eiga einn son, Sturlu Tómas 11 ára gaml an, og varð hann eftir fyrir vestan. Snorri sagði að ferðalagið hefði gengið að óskum. Þau hefðu komið með þotu frá Canadian-Pacific flugfélaginu Og verið 13 klukkustundir á leiðinni. Var það aðeins lengri flugtími en áætlað var, vegna áfram,„og heilsa upp á alla ættingjana og kunningjana.“ „Þið verðið náttúrlega á þön um allan tímann, sem þið dveljið, hér.“ „Já,“ sagði Srorri. „Við förum aftur 5. júlí með þotu frá sama flugfélagi og flutti okkur hingað. Á morgun halda íslendingarnir, sem komu til Vesturheims í fyrra, samsæti fyrir allan hópinn, Akranes- kaupstaður býður okkur til Akraness á sunnudaginn, Þjóðræknisfélagið heldur boð fyrir okkur þann 17. og 18. júní förum við í heimsókn til forseta íslands. Eftir það geta allir gert það sem þá langar til, sumir skreppa til Evrópu, aðrir dvelja um kyrrt í bænum og enn aðrir ferðast um landið. Ferðaskrifstofa ríkisins hef- ur skipulagt 9 daga ferðalag um landsbyggðina og verð- ur farið hægt yfir, fyrsti við- komustaður er í Borgarnesi, annar Akureyri, þá verður farið um Þingeyjarsýslu og síðan siglt með Esjunni frá Akureyri til Reykjavíkur.“ Ég vil að lokum, „sagði Snorri Gunnarsson, „færa öll- um sem skipulögðu og ferð okkar beztu þakkir, sér- staklega Þjóðræknisfélaginu og Ferðaskrifstofu ríkisins.“ Snorri Gunnarsson, sem heldur á 4ra mánaða dóttur sinni, ásamt foreldrum ásthildar, Tómasi og Maríu Ólason. þess að veðurfregnir frá Kefla víkurflugvelli voru ekki nógu góðar og flugvélin þurfti að fara til Grænlands og taka eldsneyti í öryggisskyni, ef hún þyrfti að snúa við í Keflavík. „Það var margt um mann- inn á flugvellinum, þegar við lögðum af stað,‘* sagði Snorri, „og allir töluðu íslenzku. Það komu um 250 íslendingar út á völl, en við vorum 115 sem komum hingað, flestir frá Vancouver og Vesturströnd- inni, en einir 6 frá sléttun- um“. „Hvað er langt síðan þú fluttist vestur?** „Það eru aðeins sex ár. Við hjónin vorum að hugsa um að flytjast til Kongó, en af ýms- um ástæðum varð Kanada fyrir valinu, og þökkum við guði fyrir það núna eins og ásíandið er nú þar syðra. Ég fékk strax vinnu við bygg- ingarfyrirtæki og skömmu síðar stofnaði ég og kunningi minn sjálfstætt fyrirtæki. Við byggjum mestmegnis stór verzlunarhús, en einnig sjálf- virk þvottahús og kemiskar fatahreinsanir.** „Og þið kunnið vel við ykk- ur fyrir vestan?" „Já, já,“ sagði frúin, „ég veit náttúrulega ekki hvernig er að vera húsmóðir á íslandi núna, en heimilisstörfin eru miklu léttari, matartilbúning- ur auðveldari og þess háttar í Vancouver.** „Það hefur verið yndislegt veður í Vancouver síðustu tvo mánuðina,** sagði Snorri. „Við höfum sundlaug í garð- inum hjá okkur og við höfum ekki þurft að hita hana upp síðustu vikurnar.* „En það er yndislegt að koma heirn,* hélt Ásthildur Það er skaftfellskur svipur d þér, Laugi „ÞAÐ er skaftfellskur svipur á þér, Laugi,“ sagði einhver' í stofimni. „Það er sveitasvipurinn,** sagði Laugi, „ég var að slá túnið í gær og nú er ég kom- inn til íslands.** Við erum stödd á heimili frú Sonju Helgason, Kársnes- braut 41, og ræðum við vest- ur-íslenzku hjónin, Ellu Magn úsdóttur og Gunnlaug Thor- stensen frá Point Roberts á Vancouvertanga í Washing- tonríki. Nokkrir ættingja þeirra voru komnir í heim- sókn og gæddu sér á stórum, ferskum jarðarberjum, sem tínd voru á tanganum í gær og hjónin tóku með sér. Laugi, eins og hann er nefndur vestra, ságði að þetta væri fyrsta ferðin þeirra til íslands og þau myndu nota tækifærið og skoða heim- kynni ættfeðra þeirra á gamla Fróni. Ella er ættuð frá ísafirði í föðurætt og frá Laxamýri í Þingeyjarsýslu í móðurætt, en Laugi úr Skafta fellssýslu og Vík í Mýrdal, svo þau hjónin halda ekki kyrru fyrir þær þrjár vikur, sem þau staldra hér við. Foreldrar Lauga fluttust til Vesturheims árið 1887 og hann er fæddur í Point Rob- erts og hefur alið þar aldur sinn allan. Þau hjónin eiga eina tvíbura, pilt og stúlku; sonurinn er yfirmaður laxa- niðursuðu í Bellingham, sem er ein stærsta í heimi, en dóttir þeirra er gift dýra- lækni og á fimm börn. Tengda sonur þeirra tók að sér að sjá um búið meðan þetta ferðalag. þau fóru í Ella og Laugi Thorsteinsen Á búgarði Thorstensen- hjónanna eru 150 nautgripir, allir svartir á lit af Aberdeen- Angus kyni. Einnig hefur' Laugi fengizt við að rækta hafra og hey, sem hann selur. Hann sagði að nú orðið væri ekki knert á hrífu við heyskap inn, allt væri unnið með vél- um. Þau sögðu, að á tanganum byggju nú um 50 íslenzkar fjölskyldur árið um kring, en íslendingar sæktu eftir að dvelja þar yfir sumarið og ættu margir þeirra sumarhús þar. Gizkuðu þau á að yfir sumartímann væru ekki færri en 5000 íslendingar þar. Þau eiga sjálf stórt land og hafa leigt og selt lóðir undir sum- arhús. Sjórinn undan strönd- og að inni væri krökur af sjólaxi þætti það góð dægradvöl veiða hann á stöng. Ella og Laugi tala aðdáun- arverða góða íslenzku, þegar tekið er tillit til þess að þau hafa aldrei dvalið á íslenzkri grund. Þau voru bæði alin upp á íslenzkum heimilum í íslenzkum nýlendum og sagði Laugi, að þegar hann hóf skólagongu sína kunni hann tæpast ensku. Hjónin Davíð og Sesselja Eeggertsson ásamt Guðbjörgu, Bugðulæk 5. Nýbyggingarnar athyglisverðar systur Davíðs, í hópi skyldmenna AÐ BUGÐULÆK 5 heimsótt- um við Davíð Eggertsson, konu hans Sesselju og systur hans, Guðbjörgu Eggertsson. Þau eru gestir á heimih Björns Björnssonar, skrifstofumanns. Þar var margt um manmnn, eins og vænta mátti og höfðu allir safnazt saman í stofunni til að skoða myndir, sem gestirnir höfðu komið með vestan frá Vancouver. Meðal þeirra, sem komnir voru til að heiisa upp á þau, var séra Garðar Þorsteinsson, sóknar- prestur í Hafnarfirði, en hann er bróðursonur Eggerts, föður þeirra Davíðs og Guðbjargar,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.