Morgunblaðið - 15.06.1963, Blaðsíða 17
Laugardagur 15. júní 1963
morCimvbl^íbIð
17
Vorsýningin
MÉR vitanlega hefur ekki ann-
að myndlistarfélag boðið upp á
vorsýningu en þetta sem nú er
— núna og í fyrra. Og finnst
mér þessi sýning í alla staði
mjög fullgóð. Mér finnst að blöð-
in eigi að birta af handahófi
myndir alla sýningardagana af
vorsýningunni.
Mér finnst að blaðamennirnir
vilja ekki viðurkenna hugtakið
vorsýning sem staðreynd. — Þar
sýna þó þekktir meistarar með
yngri mönnum myndlist. — En
allir vita hvað tengiliðurinn
blöðin ráða miklu um að listsýn-
ing sé eðlilegur þáttur í bæjar-
lífi og borg.
Myndir frá vorsýningunni
Fantasía eftir Finn Jónsson.
Almannagjá, eftir Eyjóif Eyfells.
Á sjó, eftir Svein Björnsson, (Kjarval sagði, að myndin héti
trúlofaðir fiskar í tilhugalífi).
Frumskógur eftir Ilelgu Weisshappel.
Vorsýning er annað og meira
en að gefa tækifæri ritsnilling-
um til að búa til og skapa nýja
listgrein, ritgerðir um list. Hvor-
ir tveggja virðast efast, blaða-
menn og listumskrifunarmenn, að
vorsýning sé eðlilegt fyrirbrigði
bæjarfélagsins. Báðir aðilar virð-
ast bíða eftir meisturum, sem
ekki eru til. — Þarna er þraut-
in ykkar. — Ekki gilligogg, ekk-
ert viðmót — hvað verður bið-
tíminn langur, kæru bræður.
Vorsýning er af sönnum toga
spunnin eins og gullkorn tekið
upp úr rennusteini. — Segjum
ófullkomin, en samt — vorsýn-
ing. Og veðráttu og vorblóm
kólu. — Jafnvel göfug tré urðu
miður sín.
J.S. Kjarval
Fjallagarpar, eftir Ásgeir Bjar nþórsson, (Kjarval kallaði mynd
ina Sportsmenn í landslagi).
— Minning
Framh. af bls. 10.
mildasti er menn muna. Hann
minnir á veturinn 1880, er Þor
lákur Marteinsson fæddist. En
við, sem vorum heimilisvinir
Þorláks, fundum, að á þessum
vetri var líf hans og þróttur að
smáfjara.
Það var blíður vordagur 6.
júní 1963 kl. 10 að morgni. Dóttir
Þorláks Marteinssonar stóð við
beð hans. Ástúðin, sem streymdi
frá henni minnti á ástúð móður
hans fyrir 83 árum, er hann kom
í þennan heim. En gagnstætt
gleði móðurinnar við fæðingu
hans var nú hryggð og söknuður
dótturinnar.
Faðir hennar, hinn faislausi
sómamaður, Þorlákur Marteins-
son, var dáinn.
Þ. M. J.
Opið i kvöld
Hljómsveit Finns Eydals
Söngvari Harald G. Haralds
Fjölbreyttur matseðill
Sími 19636.
Glaumbær
Opið í hádegis- og kvöldverði.
Dansað á báðum hæðum.
Borðapantanir í síma 11777.
Ath. 17. júní
verður einnig opið í
síðdegiskaffinu.
Val unga fólksins ~ Heklubuxurnar - ameriskt efni nylon nankin - vandaður fra'gangur.
BETRI BUXUR I LEIK OB STARFI