Morgunblaðið - 15.06.1963, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.06.1963, Blaðsíða 2
2 MORCUISBLAÐIÐ Laugardagur 15. júní 1963 Fjölbreytt hátíðahöld þjóðhátíðard agin M.a. útiskemmtanir, iþróttasýningar, ræður og dans á götum úti AÐ vanda verða fjölbreytt há- tíðahöld í Reykjavík á þjóffhá- tíðardaginn, mánudaginn 17. júní, og verður hátíðahöldunum nær öllum útvarpað. Hátíðamessa verður í Dómkirkjunni, útisam- komur á Austurvelli og Arnar- hóli og um kvöldið verður stig- inn dans á þremur stöðum í mið- bænum, þar á meðal Lækjartorgi. íþróttamót og sýningar verða í Laugardal. há verður merki dags ins selt á götum bæjarins, að þessu sinni teiknað af Þór Sand- holt, og táknar landbúnaðinn, en undanfarin ár hefur merkið verið gert í anda hinna ýmsu atvinnu- vega, Þjóðhátíðarnefnd Reykjavikur skýrði blaðamönnum frá dagskrá hátíðahaldanna í gær. Nefndina skipa Ólafur Jónsson, formaður, Bragi Kristjánsson, Böðvar Pét- ursson, Einar Sæmundsson, Reyn ir Sigurðsson, Jens Guðbjörns- son, Jóhann Möller Valgarð Briem og Guðmundur Ástráðs- son. Ólafur Jónsson skýrði frá því að það væri borgarsjóður, sem bæri kostnað við undirbúning og framkvæmd hátíðahaldanna. Á fjárhagsáætlun Reykjavíkurborg- ar væri gert ráð fyrir 400 þús. kr. til að standa straum af 17. júní svo og brennum þeim, sem bærinn stendur fyrir um hver áramót. Hátíðahöldin á mánudaginn hefjast með því að kirkjuklukk- um í Reykjavík verður samhringt kl. 10 f.h., og stundarfjórðungi síðar leggur forseti Borgarstjórn- ar, frú Auður Auðuns, blómsveig frá Reykvíkingum á leiði Jóns Sigurðssonar. Kl. 10:30 leika lúðrasveitir barna og unglinga við Elliheimil- ið Grund og Hrafnistu. Hin eiginlegu hátíðahöld hefj- ast kl. 13:15 með því að fólk safn- ast saman á þremur stöðum, við Melaskóla, Skólavörðutorg og Hlemm, en síðan verður gengið í skrúðgöngu að Austurvelli með lúðrasveitir og skáta í farar- broddi. Kl. 13:45 setur Ólafur Jónsson, form. Þjóðhátíðarnefnd- ar hátíðina og síðan verður geng- ið til kirkju. í Dómkirkjunni prédikar séra Bjarni Jónsson, Kristinn Hallsson syngur einsöng og Dómkórinn syngur. Organleikari er dr. Páll ísólfsson. Að lokinni guðsþjónustu, kl. 14:25, mun forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson, leggja blóm- sveig frá íslenzku þjóðihni að minnisvarða Jóns Sigurðssonar. Lúðrasveitir leika síðan þjóð- sönginn. Kl. 14:25 flytur Ólafur Thors, forsætisráðherra, ræðu af svöl- um Alþingishússinu og kl. 14:40 verður ávarp Fjallkonunnar flutt, einnig af svölum Alþingishússins. Ljóðið, sem flutt verður að þessu sinni er eftir Gest Guðfinnsson, Kristín Anna Þórarinsdóttir flyt- ur. Kl. 15 hefst barnaskemmtun á Arnarhóli, sem Klemens Jónsson stjórnar og kynnir. Þar leikur lúðrasveit drengja, Þorsteinn Einarsson, íþróttafulltrúi flytur ávarp, flutt verður atriði úr Dýr- in í Hálsaskógi, Baldur og Konni skemmta, barnakór syngur, stutt atriði verður flutt úr Pilti og stúlku, leikþátturinn „Pétur pylsa og Kalli kúla“ verður flutt- ur af Bessa Bjarnasyni og Árna Tryggvasyni og Savannatríóið syngur. Oft hefur viljað við brenna að foreldrar hafi týnt börnum sínum í mannfjöldanum á úti- skemmtun 17. júní og hefur því verið ákveðið að setja upp barna gæzlu í Alþýðuhúskjallaranum, þar sem foreldrar geta vitjað týndra barna sinna. Um kvöldið verður slík bamagæzla einnig í afgreiðslu SVR við Lækjartorg. Kl. 16:15 leikur Lúðrasveit Reykjavíkur á Austurvelli undir stjórn Páls Pampichler Pálssonar. Kl. 16:30 hefjast hátíðahöld á Laugardalsvellinum með því að lúðrasveit leikur, en síðan flytur Baldur Möller, formaður ÍBR ávarp. Þá verður skrúðganga skáta og íþróttamanna. Að henni lokinni verður sýnd glíma, fim- leikar, akrobatik júdó þjóðdans- ar og boðhlaup jafnframt því sem keppt verður í ýmsum frjáls- íþróttagreinum. Fer keppni og sýningar fram samtímis. Leik- stjóri verður Jens Guðbjörnsson en Atli Steinarsson og Örn Eiðs- son kynna. Óþœgilegt að fá slíka gesti — en við getum lítið gert, segir flug- málastjóri um Stig Englund MBL. átti í gær tal við Agn- ar Kofoed-Hansen, flugmála- stjóra, og innti hann eftir því hverjum augum Flugmála- stjórnin liti á flug Svíans Stig Englunds, sem ienti öll- um að óvörum á Keflavíkur- flugvelli í fyrradag eftir flug yfir Atlantshaf með bilað radíó. — Agnar sagði að það væri ekki mikið sem flugmála- stjórnir gætu gert í málum sem þessum. Þær væru fyrst og fremst ráðgefandi, en ekki lögregla. Flugmálastjórnirnar gæfu upplýsingar um veður og önnur flugskilyrði, og krefðust gagna af flugmönn- um um flugið. Flugmálastjóm in íslenzka gerir að sjálfsögðu þá kröfu til flugmanna á sínu flugstjórnarsvæði að þeir hafi radíósamband við hana. En í því efni hefði Englund þessi haft afsökun sökum þess að radíótæki hans hefðu bilað, þótt að vísu væri skömmu eftir að hann lagði af stað. „Hið eina alvarlega í þessu máli“, sagði flugmálastjóri, „var að Englund flaug hingað án þess að hafa flugáætlun. En hann flaug fyrir neðan 2000 fet, þannig að líkur fyrir því að hann mætti nokkurri umferð voru litlar." Flugmálastjóri ítrekaði að lokum að flugmálastjórnirnar væm fyrst og fremst ráðgaf- andi. „Ef maðurinn vill fljúga í 50 tima í einni lotu er það hans mál, og við getum ekk- ert við því sagt. En svona heimsóknir em hvimleiðar og óþægilegt að fá svona gesti.“ Kl. 20 hefst kvöldvaka á Arnar- hóli með leik lúðrasveitarinnar Svans. Valgarð Briem, ritari Þjóðhátíðarnefndar setur kvöld- vökuna. Lúðrasveitin leikur, Karlakór Reykjavíkur syngur og síðan flytur Geir Hallgrímsson, borgarstjóri, ræðu. Þá flytur Valdimar J. Líndal, dómari frá Winnipeg, kveðju frá Vestur-fslendingum en fjöldi V- íslendinga er nú staddur hér sem kunnugt er. Þá verður sunginn einsöngur og tvísöngur og loks gamanþátturinn „Konja Ingólfs" eftir Svavar Gests. Að kvöldvökunni lokinni hefst dans á þremur stöðum í miðbæn- um, á Lækjartorgi, þar sem Svavar Gests stjómar. í Aðal- stræti þar sem Ludósextettinn leikur og í Lækjargötu þar sem hljómsveit Guðmundar Finn- björnssonar leikur. Hljómsveit Björns R. Einarssonar mun leika til skiptis á öllum stöðunum. Dansað verður til kl. 2 eftir miðnætti en þá verður hátíða- höldunum slitið frá Lækjartorgi. Þjóðhátíðarnefnd beinir þeim tilmælum til manna að þeir komi fram með prúðmennsku og setji ekki leiðindasvip á hátíðahöldin með drykkjuskap. í Morgunblaðinu á morgun, sunnudag, verður birt auglýsing frá Þjóðhátíðamefnd, þar sem hver einstakur dagskrárliður verður auglýstur nákvæmlega. Matthías Kjartansson flettir plötuskrá Philips, sem hann mun velja úr 100 plötur. um. Kl. 4 í gær hittu blaða- menn síðan kaupandann í skrifstofu Rauða krossins. Hinn heppni plötukaupandi reyndist vera Matthías Kjart- ansson, birgðavörður hjá Raf- magnsveitu ríkisins, til heim ilis að Nýbýlavegi 24B. Mattihí as kvaðst lengi hafa ætlað að kaupa plötuna en ekki átt leið niður í bæ. í gær hefði hann hins vegar þurft að finna lækni sinn, og komið við í Fálkanum í leiðinni. — Eg hafði reyndar lesið um þetta milljónasta eintak í blöðunum um moxguninn án þess raunverulega að veita því eftirtekt, og fór þess vegna með plötuna heim án þess að líta í umslagið. — Þar tók konan mín við henni og ætlaði að fara að leika hana, þegar hún varð vör við skjalið frá Rauða krossinum. Eg hélt að hún væri að gera gys að mér þeg ar hún sagði mér frá þessu ÞSSUjónasta platan seldsst i lyrradag MILLJÓNASTA eintak All Star Festival plötunnar sem Flóttamannastofnun Samein- uðu þjóðanna gefur út, var sett hér á markaðinn í fyrra- dag ásamt 350 öðrum plötum. Þegar fyrsta daginn seldust nærri allar plötumar, þeirra á meðal milljónasta eintakið, en kaupenda þess hafði verið heitið hundrað plötum eftir eigin vali úr plötuskrá Philips hljómpiötufyrirtækisins. í gær gaf sig fram maður á skrifstofu Rauða krossins í Reykjavík og kvaðst daginn áður hafa keypt þessa plötu í hljómplötuvérzluninni Fálkan — Hefurðu nokkuð hugleitt hvaða plötur þú ætlar að kaupa? — Nei, ég hef ekkert velt því fyrir mér. Eg hefði fyrir sjálfan mig mestan áhuga á einhverri klassik, en það eru fleiri á heimilinu, svo ég býst við að það verði sitt af hverju. Ekki ætlar Rauði krossinn að láta staðar numið í plötu- sölunni að svo komnu. Ný sending er væntanleg í verzl anirnar á næstunni, Nú þeg- ar hafa verið seldar hér 1050 plötur, en vafalaust eiga marg ir enn eftir að koma því í verk að kaupa hana, sem eru ákveðnir að fá hana. -Vi Skátamót fyrir Suð-Vesturiand í SUMAR, 4. — 7. júlí munu skátar úr Skátafélagi Akraness standa fyrir skátamóti fyrir skáta af Suðvesturlandi í Botnsdal. Er mót þetta haldið að tilhlutan Bandalags íslenzkra skáta, sem liður í „ferðaárinu", sem nú stefnt að með auknum ferðalög- um skáta. Dagskrá mótsins er í stómrn dráttum þessi: Fimmtudagur 4. júlí: Komið á mótsstað eftir hádegi og tjöld reist. KI. 20.00 er mótsetning og síðan varðeldar. Föstudagur 5. júlí: Fyrir há- degi eru ýmsar æfingar og keppn ir í skátaíþróttum og áherzla lögð á almenna þátttöku. Eftir hádegi verða gönguferðir á nálæg fjöll svo sem Botnssúlur og að Glym hæsta fossi landsins og í Hvalstöðina. Um kvöldið verður varðeldur kl. 21.00, en síðan næturleikir (stuttir) fyrir þá sem óska. Laugardagur 6. júlí: Fyrir há- degi ýmsar æfingar og leikir, en eftir hádegi hefjast keppnir í skátaíþróttum og hópsýningum. Kl. 16.30 heimsóknir almennings og er óskað eftir að fólik komi helzt ekki á öðrum tíma. Fara þá fram ýms hópsýningaratriði. Um kvöldið kl. 20.30 hefst aðal- varðeldurinn. Laugardagurinn er heimsóknardagur ylfinga og ljós álfa og verður sérstök dagskrá fyrir þá strax eftir hádegi. Sunnudagur 7. júlí: Fyrir há- degi er skátamessa og mun sr. Guðmundur Þorsteinsson frá Hvanneyri prédika. Mótslit fara fram kl. 16.00, en síðan verða tjöld upp tekin og haldið heim. Tjaldbúðimar: Hinu fagra tjaldbúðasvæði í kjarrinu í Botnsdal verður skipt milli þriggja tjaldbúða: drengja- skáta-, kvenskáta- og fjölskyldu- tjaldbúða. í fjölskyldutjaldbúðunum er ætlast til að eldri skátar, sem þess óska dvelji ásamt fjölskyldu sinni ýmist allt mótið eða hluta af þvL Ættu sem flestir skátar að nota þetta tækifæri. Þátttöku- gjald er kr. 50.— fyrir hverja fjölskyldu og er matur ekki innl- falinn í því gjaldi, en brauð, mjólk og fisk verður hægt að kaupa á staðnum. Fjölskyldu- búðir voru í fyrsta sinn skipu* lagðar á landsmóti skáta á Þing- völlum s.l. sumar og þóttu gefast mjög vel. Fyrir skáta er mótsgjald 200 kr. og þá innifalinn mikill hluti matarefnis og mótsmerki o. fl. Skátafélög sunnanlands og vestan eru nú í óða önn að undir- búa þátttöku sína og jafnvel víðar að er vonast eftir að skát- ar komi, því að allir skátar eru að sjálfsögðu velkomnir í Botns- dal í sumar, en þar hafa Akra- nesskátar tvisvar áður haldið vel heppnuð fjölmenn skátamót eða 1957 og 1960. Það er vonandi að sem flestir skátar geti notfært sér það að dveljast í Botnsdal 4. — 7. júlí n.k. Þátttökutilkynningar sfcáta berast til viðkomandi foringja, en þeir senda þær til Sigurðar B. Sigurðssonar á Akranesi (sím- ar 512 og 599), sem fyrst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.