Morgunblaðið - 15.06.1963, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.06.1963, Blaðsíða 22
22 MORCVNBLAÐIÐ Laugardagur 15. júní 1963 Fram vann Val á vítaspyrnu og hefur forystu Þófkenndur leikur i gærkvöldi FRAM tók hreina forystu í fs- landsmótinu í gærkvöld með því að sigra Val með 1 marki gegn engu. Hefur Fram þá 6 stig eftir 3 leiki og er eina liðið í deildinni sem ekki hefur tapað lek, Valur og Akranes hafa 4 stig. Alla leiki sína hefur Fram unnið með 1—0, tvo þá fyrstu með sjálfsmarki og leikinn í gær á vítaspyrnu, sem mörgum fannst Leik KR og IBA frestað SAMKVÆMT leikjaskrá um knattspyrnumótin í ár átti leikur KR og Akurnesinga að fara fram á Laugardalsvell- inum í kvöld kl. 20. í gær var Mbl. tilkynnt símleiðis að leiknum væri frestað og óákveðið mun vera hvenær hann fer fram. Ástæð an var sögð sú, að verið væri að undirbúa völlinn fyrir 17. júnímótið. Þjóðhátíðin virðist hafa kom ið flatt upp á einhverja. strangur dómur. Má segja að ekki sé glæsibrag fyrir að fara þegar svo er um efsta lið deildarinnar. En það eru mörkin sem telja — hvernig sem þau eru gerð og Fram á nú sterkasta möguleika til titils þó enn sé löng leið framundan. ★ Þófkendur leikur: Leikurinn í gær var ekki stór- brotinn en Framarar áttu þó sigurinn ef eitthvað var. Sam- spil þeirra var jákvæðara en Vals og sérstaklega munaði um það að framverðir Fram réðu lögum og lofum á vallarmiðju og byggðu upp, þar sem aftur á móti fram- verðir Vals sáust varla í leiknum og liðið því sundurslitið og bit- lausara en vonir stóðu til. Valsmenn höfðu er frá eru taldar fyrstu mínúturnar þar sem Fram átti góð marktækifæri, tögl og hagldir í fyrri hluta fyrri hálfleiks, enda léku þeir undan strekkingsivindL En er á leið hálfleikinn sóttu Framarar sig er framverðirnir náðu sínum undirtökum á miðjunni og sóttu stundum hart að marki Vals. Þó voru Valsmenn næstum búnir að taka forystu í fyrri hálfleik upp úr hornspyrnu — en skallað var framhjá. Forysta Fram. 1 síðari hálfleik héldu Fram- arar undirtökum í leiknum og á 6. mín. fengu þeir sér dæmda vítaspyrnu er Balvin var hindraður inni í vítateign um. Guðjón Jónsson bak- vörður skoraði örugglega úr vítaspymunni og það varð , eina mark leiksins. "*ílr á leið náðu Valsmenn aftur frumkvæði í sínar hendur en sóknin var máttlausari en skyldi, bæði vegna þess að stuðning framivarðanna vantaði og eins vegna klaufaskapar framherj- anna. ýt Liðin. Beztir í liði Fram voru Guð- jón bakvörður, sem sjaldan brást, Hrannar miðvörður og Baldvin miðherji sem er fljótur og óvenjulega ákveðinn af ísl. knattspyrnumanni að vera. Hjá Val bar vörnin hita og þunga dagsins en athygli vakti- Hermann hinn ungi miðherji, sem ber sig vel að og gerir margt laglega en skortir hörku í skot sín. — A.St. Úlfar Teitsson er einn hinna efnilegustu frjálsíþróttamanna. Ilann hefur nú tvívegis sigrað í langstökki. Ljósm. Mbl. Sv. Þ. Jóhann Eyjólfsson Ólafsson berjast og Olafur Ág. um sigurinn Sá heppni fœr híl á þriðjudag i firmakeppni i golfi SNEMMA á þriðjudagsmorgun- inn fær einhver heppinn íslend- ingur nýja og glæsileg-a bifreið — og getur sótt hana sama dag og notið sumars og framtíðarinn Joson-Clork keppnin í golíi Á SUNNUDAGINN verður háð á golfvelli Golfklúbbs Reykja- víkur í Grafarholtslandi ein af stærri forgjafarkeppnum G.R. Hefst keppnin laust upp úr átta og eru leiknar 18 holur fyrir hádegi og 18 eftir hádegi. Þessi 36 holu keppni er háð um styttu, sem nokkrir velunnarar golf- íþróttarinnar á Keflavíkurflug- velli gáfu G.R., til minningar um látinn félaga, sem fórst af slys- förum hér á landi. Þó hér sé um forgjafarkeppni að ræða má af henni marka í hve góðu formi félagar í G.R. eru, en nú er aðeins þrjár og hálf vika í landsmótið en það fer fram á Akureyri dagana 11. til 14. júlí n.k. Þess skal sér- staklega getið, að öllum er heimill ókeypis aðgangur, að golfvellinum á sunnudaginn. ar með öllum þeim kostum og hlunnindum sem því fylgir að eiga bíl. Þennan mor.gun verður dregið í bílhappdrætti því sem skíða- deild íþróttafélags Reykjavíkur hleypti af stokkunum til að losna úr skuldum og Ijúka við bygg- ingu eins glæsilegasta skíðaskála sem reistur hefur verið hér á landi. Margir hafa heimsótt skál ann og allir ljúka upp einum munni um bygginguna sjálfa og staðsetninguna í einhverju bezta skíðalandi umhverfis Reykjavík. Það er mikið átak fyrir lítinn félagshóp að reisa slíka bygg- ingu sem kostar um 1,5 millj kr. Það er líka mikið átak fyrir slík an hóp að efna til bíthappdrætt is á 5 vikum. En IR-ingar hafa oft sýnt að þeir geta vel einbeitt sér að verkefnunum. 0,g nú er lokasóknin hjá þeim hafin. Þeir heita á alla sem styðja vilja IR og alla sem styðja vilja að auk inni og bættri aðstöðu fyrir ,<kíða íþróttina að draga ekki að kaupa miða. Menn slá margar flugur í höggi við hver miðakaup — og einhver verður svo heppinn að fá nýja glæsilega Renault-8 bifreið fyrir andvirði eins miða. Miðarnir eru seldir í happ- drættisbifreiðinni sem alltaf er þar sem fólk er flest samankom- ið. Einn liður þjóðhátíðarinnar hjá íþróttaunnendum gæti verið að stuðla að vexti. ag viðgagi skíðaíþróttanna með því að freista gæfunnar í happdrætti skíðadeildar IR, en þjóðhátíðar- dagurinn er síðasti söludagurinn. FIRMAKEPPNI Golfklúbbsins hefur aldrei verið eins umfangs- mikil og nú. 270 firmu tóku þátt í henni og er nú svo komið að aðeins tveir meistarar eru ósigr- aðir, þeir Jóhann Eyjólfsson sem leikur fyrir Mars Trading og Ól- afur Ág. Ólafsson sem leikur fyrir bifreiðastöð Steindórs. ÍJr- slitin verða í dag og má búast við góðum leik og harðri keppni því keppnin hefur verið mjög Meistararnir sem berjast Jóhann Eyjólfsson og Ól. Ág. Ólafsson. jöfn og skemmtileg fram til þessa. Á miðvikudagskvöldið hélt firmakeppnin áfram og fóru leik- ar, sem hér segir: Mars Trading Company vann Regnbogann s.f., Þvottahúsið Bergstaðastræti vann Verzlunina Þrótt, Bifreiðastöð Steindórs vann Efnagerðina Val, og Ottó Michelsen vann Vátr. Sigfúsar Sighvatssonar. Jóhann Eyjólfsson lék sinn bezta leik í sumar, setti vallar- met fyrir 9 holur, eins og þær eru núna, og gjörsigraði Gunnar Þorleifsson. Gunnar var 6 holur „niður“ eftir 9 og átti úr því aldrei neina von. Albert Wathne sigraði meist- arann Ingólf Isebarn eftir harðan og skemmtilegan leik. Ólafur Ág. Ólafsson rétt marði Þorvarð Árnason eftir framlengd an leik. Keppnin millj þeirra var frá upphafi til enda mjög spenn- andi. Ólafur Hafberg vann íslands- meistarann Ottar Yngvason eftir jafnan leik. Á fimmtudagskvöldið fóru fram undanúrslit í firmakeppn- NORRÆNA Sundkeppnin hefur nú staðið í mánuð. Af 74 sund- stöðum hefur verið synt í 52. Þessa daga er verið að hefja starfrækslu hinna 22. Á þeim 4 vikum sem liðnar eru af keppninstímabilinu munu um 13 þúsund íslendingar hafa synt eða um 31% þess fjölda, sem þarf til þess að þátttaka Islands aukist um 50% frá grund vallartölu þeirri (28088), sem okkur er gert að ná. Viðhorf almennings til keppn- innar hefur verið ágætt. Sund- iðkanir hafa aukist og þátttak- an í keppninni fram að þessu mun betri en hún var 1960. I Reykjavík hafa þegar synt 200 metrana um 7000 borgarar en þar syntu 1954 rúml. 16 þúsund. Á Akureyri hafa þegar synt 11% íbúanna og í Vestmannaeyjixm inni og fóru leikar, sem hér seg- ir: Jóhann Eyjólfsson (Mars Trad- ing) vann Albert Wathne (Þvotta húsið) og Ólafur Ág. Ólafsson (Bifreiðastöð Steindórs) vann Ólaf Hafberg (Óttó Michelsen). Eftir þessi undanúrslit standa tveir „meistarar" einir ósigraðir, Jóhann Eyjólfsson ( Mars Trad- ing Co) og Ólafur Ág. Ólafsson (Bifr.st. Steindórs). Úrslitakeppn in verður í dag á hinum nýja velli Golfklúbbs Reykjavíkur I Grafarholti. Keppnin hefst upp úr hádeginu í dag og má búast mjög harðri keppni, því báðir eru keppendurnir reyndir kylf- ingar með meistaratitla og eru báðir í góðri þjálfun nú. um helmingur þess fjölda, sem syntu 1960, en þá syntu fleiri 200 m en í nokkurri annarri Norrænni Sundkeppni. Nú þegar allir sundstaðir verða opnir til afnota er vonandi að íbúar í næsta nágrenni við þá noti sem fyrst tækifærið til þes3 að iðka sund og synda 200 metr- ana, því að sumir þessara sund- staða eru aðeins opnir í 3—5 vikur. Haldi sú góða þátttaka áfram, sem hefur verið til þessa, munu auðveldlega nást 42 þús. þátttak- endur, en sá fjöldi mun færa íslandi þá aukningu, sem erfitt verður fyrir hinar Norðurlanda- þjóðirnar að komast fram úr, Framk væmdan ef nd Norrænu Sundkeppninnar. Fyrstu 4 vikurnar auka sigurvonirnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.