Morgunblaðið - 19.06.1963, Side 12
12
MORGVNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 19. júní 1963
Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur
Matthías Johannessen,
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson.
Ritstjórn: Aða,lstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu kr. 4.00 eintakió.
SÆTTIR Á VINNU-
MARKAÐNUM
TMTenn fylgdust að vonum f
af miklum áhuga með
því, hvort takast mundi að
sætta sjónarmið fulltrúa
verkalýðsfélaga og vinnuveit
enda nú um helgina. Hinn
langi fundur, sem sáttasemj-
ari hélt með deiluaðilum
benti til þess, að ekki bæri
mjög mikið á milli.
Ríkisstjórnin hafði skorað á
aðila að láta fara fram athug-
un á því, hversu mikil kaup-
hækkun mætti verða til þess
að hún kæmi að gagni fyrir
launþega og jafnframt að
vinnustöðvunum yrði skotið
á frest á meðan slík athugun
færi fram.
Deiluaðilar komu sér sam-
an um launahækkun, sem er
nálægt 7 Vá % og samþykktu
jafnframt að verða við til-
mælum ríkisstjórnarinnar
um athugun á aðstöðu til
launahækkana framvegis.
Þar með er stigið mjög mik-
ilvægt skref. Ef launþegar
annars vegar og vinnuveit-
endur hins vegar leggja sig
fram um það að finna sam-
eiginlega, hve mikil aukning
þjóðarframleiðslu er og hve
miklar kaupgreiðslur ætla
megi að efnahagslífið þoli,
má gera ráð fyrir, að hér
muni í framtíðinni ríkja
miklu meiri skilningur á
nauðsyn heilbrigðrar stefnu
í kjaramálum en verið hefur.
Nú ríður á, að einskis sé
látið ófreistað til að hraða
þessum athugunum og koma
á heilbrigðu og víðtæku sam-
starfi launþega og vinnuveit-
enda í þessum efnum og fleir-
um.
ÞJÓÐHÁTÍÐAR-
DAGURINN
TTin góðu tíðindi frá sátta-
■*"*■ fundi með vinnuveitend-
um og launþegum bárust að
morgni þjóðhátíðardagsins
og vissulega urðu þau til að
auka gleði manna og ánægju
17. júní um land allt.
Sunnanlands hjálpaðist
allt að við að gera þjóðhátíð-
ardaginn sem ánægjulegast-
an, þessi góðu tíðindi, ein-
stakt góðviðri og ánægjan af
því að hafa hér góða gesti frá
Vesturheimi.
Að vísu bar nokkuð á ölv-
un unglinga, er á kvöldið leið,
og er það vissulega hryggi-
legt, ef drykkjuskapur meðal
æskulýðsins fer vaxandi, og
sérstaklega er leitt til þess að
vita að finnast skuli hópur
æskumanna, sem óvirða vill
einmitt þennan dag með hálf-
gildings skrílslátum.
Sem betur fer var þó um
undantekningar að ræða.
Fjöldinn af æskufólkinu,
jafnt og öðrum, naut dagsins
og kom prúðmannlega fram.
Það má því segja, að þenn-
an þjóðhátíðardag hafi verið
bjart yfir og menn hafi horft
vonglaðir fram á veginn,
enda ekki að ástæðulausu.
Nú er velmegun meiri en
nokkru sinni áður og menn
sjá hilla undir batnandi hag
ár frá ári.
GÓÐUR HAGUR
HÖFUÐBORGAR-
INNAR
Tjúns og skýrt er frá á öðr-
^ um stað í blaðinu er hag-
ur Reykjavíkurborgar mjög
góður, framkvæmdir eru nú
meiri í höfuðborginni en
nokkurn tíma áður og fara
vaxandi.
Samhliða því sem miklu fé
er varið til framkvæmda hef-
ur tekizt að þessu sinni að
gefa meiri afslátt af útsvör-
um en áður, þannig að útsvör
einstaklinga og fyrirtækja
lækka nokkuð miðað við
sömu tekjur og í fyrra.
Þetta sýnir, að það er ekki
einungis hagur borgarinnar
sem heildar, sem er góður,
heldur hagur borgarbúa, og
á hinni góðu afkomu þeirra
byggist það, að nú er hægt
að framkvæma meir en áður.
Vegna þess hve borgin hef-
ur stækkað ört eru að sjálf-
sögðu mörg verkefni óunnin,
einkum í gatnagerðarmálum,
en 10 ára áætlun hefur sem
kunnugt er verið gerð um
fullnaðarfrágang allra
gatna í skipulögðum hverfum
borgarinnar. Enda þótt enn
hafi ekki verið lögfestur nýr
tekjustofn til handa sveita-
félögum til gatnagerðarfram-
kvæmda, eins og fyrirhugað
er, fæst nú fé til að standa
við áætlanir eftir því sem
vinnuafl leyfir. Þetta bygg-
ist, eins og áður segir, á hin-
um góða hag borgarbúa og
mun hærri tekjum en gert
var ráð fyrir, þegar fjárhags-
áætlun var samin.
Vegna hinna vaxandi tekna
er þannig hægt að gefa meiri
afslátt af útsvörunum en áð-
ur samhliða stórauknum
framkvæmdum.
Valcntina að snæðingi, skönunu eftir að henni hafði verið skotið á loft.
Fyrsta konan, sem fer í
geimferð, aðejns 26 ára
— og yngsti geimfari, fram til þessa
FYRSTA konan, sem leggur í
geimferð, er 26 ára, heitir
Valentina Teresjkova, og er
yngst allra þeirra, sem enn
hafa farið slíka för.
Henni var skotið á loft á
sunnudagsmorgun, á öðrum
degi eftir að Valerij Byk-
ovskij lagði í sína för. Greið-
!ega gekk að koma geimfari
Valentinu á braut umhverfis
jörðu. I»á hafði Bykovskij
farið um 30 hringi. Var geim-
far hans þá skammt undan,
en svo hafði verið stillt til,
að þau yrðu nærri hvorf öðru,
hefðu næstum samflot. Mun
skakka 6 sekúndum á umferð
artíma þeirra.
Margar sögusagnir hafa ver
ið uppi um það, að megintil-
gangur þessara geimferða sé
sá, að sýna fram á, að stjórna
megi geimförum hvert að
öðru. Ekki hefur það þó feng-
izt staðfest. Þá kann það og
að hafa nokkur áhrif, að geim
far BykovSkijs fer nú nær
jörðu, en gert hafði verið ráð
fyrir.
Fregninni um för Valentinu
var útvarpað um gjallarhorn
á Rauða torginu í Moskvu.
Var fregninni tekið með mikl
um fögnuðu af öllum almenn-
ingi. Fólk söng á götunum.
Tveir menn sungu: Valeja,
Valeja, þú ert hærri en turn-
arnir á Kreml — Valeja, elsku
Valeja. í dag er ég svo glaður,
að ég hef ekki einu sinni
fengið mér bjór.
Stúlkan, sem hefur vakið
slíkan fögnuð í hjörtum Sovét
borgara, er 26 ára, fædd 6.
marz 1937, í sveitaþorpinu
Masslennikövo. Faðir hennar
stjórnaði á sínum tíma drátt-
arvélum, en hann lézt í heims
styrjöldinni síðari. Móðir
hennar vann í vefnaðarvöru-
verksmiðju.
Að loknu námi fluttist Val-
entina til Jaroslav, þar sem
hún tók að vinna í gúmmí-
verksmiðju. 1955 hélt hún
þaðan, og tók þá að starfa í
verksmiðju þeirri, sem móðir
hennar hafði starfað við.
Þar var Valentina kjörin
ritari samtaka ungkommún-
ista, en meðlimur þeirra varð
hún tvítug. Þá er húm einnig
meðlimur í sovézka kommún-
istaflokknum.
Um sjö ára skeið gekk hún
í kvöldskóla, og sérmenntaði
sig í vefnaði, og 1960 varð
hún sérfræðingur í meðferð
baðmullar. Sama ár gekk húm
í samtök þeirra, sem leggja
stund á fallhlífarstökk. Síðar
varð hún formaður í deild
slíkra samtaka. Þá hafði hún
þegar stokkið 126 sinnum. Er
hún stundaði nám í skóla geim
faranna, var hún útnefnd liðs-
foringi af öðru stigi.
Ef dæma má af myndum
þeim, sem birtar hafa verið
af Valentinu, þá er hún mjög
yfirlætislaus stúlka, dæmi-
gerður fulltrúi kynsystra
sinna í Sovétríkjunum. Hún
mun aðeins nota varalit við
sérstök tækifæri og gengur í
fábrotnum fötum. Sterklega
er hún sögð vaxin, og segir í
erlendum blöðum, að margur
maðurinn mætti vera hreyk-
inn af vöðvum hennar.
Af greinum, sem birbust í
Moskvublaðinu „Pravda“ á
sunnudag, er ljóst, að önnur
stúlka var ferðbúin, ef eitt-
hvað skyldi hindra það á síð-
ustu stundu, að Valentina
gæti farið.
Hvers vegna vissi
Macmiilan ekki?
— er spurning brezku blaðanna eftir
heitar umræður í neðri málstofunni
London, 18. júní. — AP) —
• Þ A Ð virðist mjög útbreidd
skoðun fréttamanna og stjórn-
málamanna í London, að senn
séu taldir dagar Harolds Mac-
millans í embætti forsætisráð-
herra.
• í gær fóru fram umræður í
neðri málstofu brezka þingsins
um mál Profumo, brezka her-
málaráðherrans fyrrverandi, og
fyrirsætunnar Christine Keeler.
Stóðu umræðurnar yfir í rúmar
sex klukkustundir og segja frétta
menn, að ekki hafi áður verið
gerð harðari hríð að forsætisráð-
herranum og stjórn hans.
• Við atkvæðagreiðslu um van
traust á stjórnina, sem fram fór
að umræðunum loknum, hlaut
Macmillan að vísu traust þings-
ins, en aðeins með 69 atkvæða
meirihluta. Venjulegast hefur
hann hlotið 98 atkvæða meiri-
hluta. 321 þingmaður greiddi at-
kvæði með Macmillan en í þann
hóp vantaði 27 þingmenn.
í dag hefir Macmillan rætt við
ráðherra sína og forystumenn
flokksins um það, hvort gera eigi
enn ítarlegri rannsókn í máli
Profumo. í bréfi, sem forsætis-
ráðherra skrifaði Harold Wilson
í dag, óskar hann viðræðna við
hann um málið og leggur til, að
íhaldsflokkurinn og Verka-
mannaflokkurinn vinni að sam-
eiginlegri þingsályktun, þar sem
framkoma Profumo gagnvart
þinginu sé fordæmd.
Fréttamenn segja, að eitt af
megináhyggjuefnum þingmanna
Ihaldsflokksins sé, að meðal for-
ystumanna flokksins sé tæpast
nokkurn að finna, er njóti nægi-
legs trausts og álits, sem hugs-
anlegur flokksleiðtogi og for-
sætisráðherra, og öll öfl flokks-
ins gætu fellt sig við.
Þeir sem helzt eru taldir koma
til greina eru Reginald Maudling,
fjármálaráðherra, sem er 46 ára.
Richard Butler, varaforsætisráð-
herra, sem er sextugur, Hails-
ham lávarður, vísindamálaráð-
herra, sem er 55 ára og loks Ed-
ward Heath, innsiglisvörður, sem
farið hefur með mál er varða
Efnahagsbandalag Evrópu.
Dagblaðið Evening News stað-
hæfði í kvöld, að Maudling hefði
lýst sig feiðubúinn að taka við
embætti forsætisráðherra ef þesa
yrði óskað, svo framarlega, sem
Framhald á bls. 15.