Morgunblaðið - 19.06.1963, Page 15

Morgunblaðið - 19.06.1963, Page 15
Miðvikudagur 19. júní 1963 MORGVTSBLAÐIÐ 15 Isopon undraefniff til allra viff gerffa komiff aftur. Hvítir dekkjahringir Aurhlífar framan og aftan Bremsuskálar Bremsudælur Bremsuslöngur Spindilkúlur Spindilboltar Stýrisendar Demparar Kúplingsdiskar Kúplingspressur Púströr Hljóðkútar Bílamottur Sprautulökk til blettunar Tjakkar 1 y2—12V2 tonn Innihurffahúnar Luktarammar BÍLANAUST HF. Höfffatúni 2. — SUni 20185 Stapafell, Keflavík. Sími 1730. Við erum 6 í heimili og okkur vantar íbúð nú þegar, minni íbúð en 4 her bergi kemur ekki til greina. Erum reglusöm. Tilb. sendist Mbl., merkt: „5ö72“. Korlmonna- snndnlnr Skóverzlun Péturs Andréssonar Laugavegi 17. — Framnesv. 2. EINANGRUN Ódýr og mjög góð einangrun. Vönduð ’framleiðsla. J. Þorláksson & Norbmann h.f. Skúlagötu 30. Bankastræti 11. Leynivínsal- ar gripnir SL. SUNNUDAGSKVÖLD gerði Reykjavíkurlögreglan áfengis- leit á tveimur leigubílastöðvum bæjarins með þeim árangri að vín fannst í fjórum bílum, og auk þess meira áfengi heima hjá einum bílstjóranum. í bílnum fundust alls 9 flösk ur, þar af fjórar í einum. Lög- reglan taldi sig hafa ástæðu til að ætla að einn bílstjóranna ætti meira vín heima við, og var feng inn húsleitarúrskurður hjá saka dómaraembættinu. Við leit í hús inu fundust 14 brennivínsflöskur, hálfflaska af smygluðu viskí og auk þess 16 pakkar af smygluð- um vindlingum. Bílstjórarnir munu þurfa að standa fyrir máli sínu hjá saka- dómi. Dó úr mislíngum BLAÐIÐ íslendingur á Akureyri segir frá láti konu einnar, Hólm- fríðar Sigurðardóttur, Höfða, en hún var nær því 95 ára að aldri. Það voru eftirstöðvar mislinga, sem réðu ævilokum hennar, þótt hún hefði frá því í bernzku um gengizt mislingasjúklinga og oft hjúkrað þeim. Fram að sinm síðustu (ef ekki einustu) sjúk- dómslegu hafði hún fulla fóta- vist á hverjum degi. — Hvers vegna. . . Framhald af bls. 12 ráðherraskiptin færu fram nú þegar. — ★ — Mikill hiti var í umræðunum í neðri málstofunni í gær og þess krafizt hvað eftir annað, að hálfu þingmanna stjórnarandstöðunn- ar, að Macmillan bæðist lansn- ar. Tóku nokkrir þingmenn í- haldsflokksins undir þá kröfu. Harold Wilson hafði orð fyrir stjórnarandstæðingum og hóf umræðurnar. Sakaði hann for- sætisráðherrann um að hafa sýnt vítavert kæruleysi í afstöðu sinni til málsins. Hefði hann stungið undir stól sönnunargögn- um fyrir sekt Profumos í þeirri von, að ekki yrði gert meira veð- ur út af sambandi hans við fyr- irsætuna. í svarræðu sinni kvaðst Mac- millan vita, að afstaða hans hefði frá því fyrsta verið heiðarleg. Hvorki lögreglan né öryggisþjón ustan hefðu gefið honum nokkra vísbendingu um, að ástæða væri til þess að rengja yfirlýsingu Profumo til neðri málstofunnar, þar sem hann kvaðst saklaus af ákærunum um ósiðleg samskipti við fyrirsætuna. Sagði Macmill- an, að það bæri mjög að harma, að öryggisþjónustan hefði ekki séð honum fyrir upplýsingum um það, að ungfrú Keeler hefði verið beðin að komast yfir leyni- legar upplýsingar hjá Profumo. Þegar úrslit atkvæðagreiðsl- unnar urðu kunn, mögnuðust enn kröfur stjórnarandstöðunnar um, að Macmillan segði af sér. Stuðn- ingsmenn hans hylltu hann hins vegar hjartanlega. þegar hann fór úr þingsalnum. Þó benda fréttamenn á það í dag, að eitt af mestu áhyggjuefnum Macmill- ans eftir umræðurnar sé að ýms ir íhaldsmanna, er studdu hann í atkvæðagreiðslunni í gær, hafi síðan gert það ljóst, að þeir telji sér ekki skylt að styðja hann áfram. f dag lét Profumo aftur frá sér heyra eftir langa þögn. Var gef- in úr yfirlýsing af hálfu lögfræffi fyrirtækis hans, Theodore God- dard & Co., þar sem Profumo harmar mjög framkomu sína. Yfirlýsingin er opinberuff aff ósk Profumo sjálfs og konu hans, Valerie Hobson og hefst á því, aff þau geri sér ljóst aff frétta- menn hafi beffiff persónulegra ummæla þeirra. Mál þetta og umræðurnar í þinginu í gær eru, sem vænta má, helzta umræðuefni brezku blaðanna í dag og kemur þar víða fram, að Macmillan hafi vegna máls þessa glatað því trausti, er hann hafði sem leið- togi. Þó er grunntónn allra blaða skrifa megn óánægja með örygg- isþjónustu landsins og sú spurn- ing áleitnust: Hvers vegna vissi Macmillan ekki allt um málið? Nauðungaruppboð Vélbáturinn Dröfn G.K. 266 eign Skúla Kristjáns- sonar Sandgerði og dán&rbús Magnúsar Ragnars Sandgerði verður eftir kröfu Fiskveiðisjóðs íslands o. fl. seldur á opinberu uppboði, sem fram fer á skrifstofu embættisins Suðurgötu 8 Hafnarfirði föstudaginn 21. júní kl. 10 árdegis. Uppboð þetta var auglýst í 18., 25. og 28. tbl. Lögbirtingablaðsins. Sýslumaðurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu. uorar Kartöflumús — Kakómalt Kaffi — Kakó Matarbúðir Sláturfélags Suðurlands. er hver síðastur að tryggja sér miða Dregið eftir daga um HAPPDRÆTTI SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS [litið á húsbúnaðinn hjá qbkor| samband húsgagna framleiðenda ekkert heimili án húsbúnaðar laugavegi 26 simi 20 9 70

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.