Morgunblaðið - 23.06.1963, Page 12
12
MORCUNBLAÐ1Ð
Sunnudagur 23. júní 1963
Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík.
EVamkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur
Matthías Johannessen,
Eyjólfur Kom'áð Jónsson.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson.
Ritstjórn: Að».lstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu kr. 4.00 eintakió.
HEILBRIGT
STJÓRNARFAR
jT'lokksráð Sjálfstæðisflokks
ins lýsti því yfir á fundi
sínum sL föstudag, að það
teldi það rökrétta afleiðingu
kosningaúrslitanna, að stjórn
arsamstarfið haldi áfram á
sama grundvelli í meginatrið-
um og lagður var á síðasta
kjörtímabili.
Yfirlýsing þessi er ítrekun
á því, sem báðir stjórnar-
flokkarnir lýstu yfir fyrir
kosningarnar. íslenzkir kjós-
endur vottuðu viðreisnar-
stefnunni ótvírætt traust í
kosningunum 9. júní. Sigur
ríkisstjómarinnar var stærri
en margir gera sér ef til vill
ljóst í fljótu bragði. Ríkis-
stjórn sem hlýtur nær 56%
atkvæða hefur ekki sigrað
með neinum naumindum.
Hún hefur unnið stórsigur.
Það er vitanlega starf og
stefna Viðreisnarstjórnarinn-
ar á síðasta kjörtímabili, sem
hefur skapað henni þetta
mikla fylgi meðal þjóðarinn-
ar.
Þessi kosningaúrslit sýna
mikinn þroska kjósenda. Við-
reisnarstjórnin varð að vinna
ýmis verk í upphafi starfs-
tímabils síns, sem ekki voru
vinsæl. Hún varð að segja
þjóðinni sannleikann um hinn
hörmulega viðskilnað vinstri
stjórnarinnar og gera róttæk-
ar ráðstafanir til þess að af-
stýra því hruni, sem yfir
vofði. Stjórnin hikaði ekki
við að gera þessar ráðstaf-
anir, enda þótt henni væri
Ijóst, að þær voru ekki allar
til vinsælda fallnar.
En íslenzkur almenningur
hefur gert sér ljóst, að Við-
reisnarstjórnin gerði aðeins
það, sem gera þurfti. Þess-
vegna hikaði fólkið ekki við
að framlengja valdatímabil
hennar og votta henni ótví-
rætt og mikilsvert traust.
Sú staðreynd, að viðreisn-
arstjómin situr áfram a.m.k.
það kjörtímabil, sem nú er
að byrja, gefur fyrirheit um
heilbrigt og öruggt stjórnar-
far. Stjórnarflokkarnir hafa
xrnnið saman af drengskap og
heilindum. Þeir hafa lagt meg
ináherzlu á að ráða hinum
vandasömu málum til lykta,
en stillt sig um að ástunda
lítilmótlegan meting um það,
hvorum þeirra beri fyrst og
fremst að þakka framgang
einstakra þjóðnytjamála. Af
þessum ástæðum m.a. varð
kosningabaráttan af hálfu
stjómarflokkanna mennilegri
en oft áður, þegar samsteypu
stjómir hafa gengið til kosn-
inga, og flokkar þeirra hafa
borið hver aðra brigzlum um
svik og pretti
Það sem mestu máli skiptir
nú er að framkvæmd þróun-
arstefnunnar heldur áfram.
Þjóðin hefur með kosningaúr-
slitunum tryggt sér öruggt og
heilbrigt stjómarfar næstu
fjögur árin. Þeirri staðreynd
ber vissulega öllum lýðræðis-
sinnuðum íslendinga að
fagna.
VONBRIGÐI
FRAMSÖKNAR
F'ramsóknarflokkurinn bað
1 um „stöðvunarvald“ í
kosningunum. Til.hvers ætl-
aði hann að nota það vald?
Auðvitað til þess að braska
sig inn í ríkisstjóm að nýju.
En Framsóknarmenn fengu
hvorki meirihluta með komm
únistum til þess að mynda
nýja vinstri stjórn né „stöðv-
unarvald" til þess að brjóta
Viðreisnarstjórnina á bak aft-
ur og braska sig inn í nýja
samsteypustjórn. Það urðu
hinni gömlu maddömu mikil
vonbrigði. Framsóknarflokk-
urinn verður nú að horfast í
augu við þá staðreynd, að
hann verður að minnsta kosti
utan dyra stjórnarráða fram
til loka þessa kjörtímabils.
Hann hefur þá verið utan rík-
isstjórnar frá því að vinstri
stjórnin sáluga lagði upp
laupana haustið 1958 og fram
til ársins 1967, eða í samtals
9 ár.
Þessar horfur eru leiðtog-
um Framsóknarflokksins
þung raun. Framsóknarflokk-
urinn hefur allt frá því hann
var stofnaður lengstum verið
í ríkisstjórn. Á því hefui
hann lifað og í skjóli þess hefi
ur honum tekizt að skapa sér
margs konar sérstöðu og for-
réttindi.
Yfirgnæfandi méirihluti ís-
lenzku þjóðarinnar fagnar
því áreiðanlega að vera um
skeið laus við sérréttinda-
brask Framsóknarmanna í
stjórn landsins. Um framtíð-
ina verður að sjálfsögðu ekk-
ert fullyrt, en margt bendi-r
til þess að fylgi forréttinda-
stefnu Framsóknarflokksins
muni fara rénandi, þegar
þjóðin hefur átt þess kost að
búa um áratugs skeið við
heilbrigt stjórnarfar og eðli-
lega þróun og uppbyggingu.
NÝR PÁFI
lVrýr páfi hefur verið kjör-
-*■ ’ inn. Montini erkibiskup í
í FREGNUM þeim, sem Tass
fréttastofan hefur birt, um
geimferðir Valentínu Teresh-
kovu og Valerís Bykovsky,
segir m.a., að þau hafi bæði
gengið um gólf í geimförum
sínum. Þessar fregnir staðfesta
hugmyndir, sem vestrænir
geimferðasérfræðingar hafa
gert sér um Vostok geimför
Sovétríkjanna. Eru hugmynd
MERCURY
4—a.OSm^
CEMINI
e..7om—►
YOSTQK.
Tereshkova og Bykovsky
gengu um í geimfðrunum
irnar byggðac á þeim fáu
myndum, sem Sovétríkin hafa
sýnt af geimförunum á Vestur
löndum. Það eru þó ekki Ijós
myndir, heldur kvrkmyndir,
önnur um geimferð Gagaríns
og hin um geimferð Titovs.
Hafa þessar kvikmyndir að-
eins verið sýndar á örfáum
stöðum vestan járntjalds.
Vestrænir geimferðasérfræð
ingar hafa látið í ijós þá skoð
un sína, að Vostok geimförin
séu miklu stærri en geimför
Bandaríkjamanna, Merkury og
Gemini, og sést stærðarmun
urinn á meðfylgjandi mynd.
Sem kunnugt er, eru geim-
farár Bandaríkjanna fast
skorðaðir í geimförunum og
geta aðeins hreyft hendurnar.
Sovézku geimfararnir geta
hins vegar eins og áður segir,
gengið um í sínum geimförum.
Talið er, að klefar geimfar
anna í Vostok geimförunum
séu stærri en stjórnklefar í
venjulegúm flugvélum og súr
efniskerfi þeirra sé mun full-
komnara, en súrefniskerfi
bandarísku geimfaranna.
, Vísindamenn á Vesturlönd-
um telja, að Vostok 6, geim-
far Tershkovu, hafi verið af
sömu gerð og geimfar Gaga
ríns og Títovs, en geimfar
Bykovskys töluvert stærra og
þyngra.
Þegar bandarísku geimför-
unum er skotið á loft, losa þau
sig við öll þrep eldflauganna,
áður en þau fara á braut um-
hverfis jörðina. Hins vegar er
efsta þrep sovézku eldflaug-
anna, sem notað er við geim
skot, föst við geimförin og þar
af leiðandi eru þau mörgum
sinnum lengri en hin banda-
rísku. Þetta efsta þrep er not
að til þess að skjóta geimfar-
inu á braut, en síðan starfar
það ekki fyrr en komið er að
lendingu. Áður en geimförin
lenda, er þeim snúið. og eld-
flaugaþrepið notað sem brems
ur. Bremsurnar eru settar á
30 mínútum áður en geimfar-
ið lendir. Geimfarinn getur
ráðið því hvort hann lendir
í geimfarinu, eða stekkur út
úr því áður en það lendir og
svífur í fallhlíf til jarðar. Ekki
hefur verið skýrt frá því
hvorn háttinn þau Bykovsky
og Tereshkova höfðu á, er þau
lentu.
Sem kunnugt er ætla Banda
ríkjamenn ekki að senda fleiri
geimför af gerðinni Mercury
umhverfis jörðina. Næst ætla
þeir að senda Gemini geimfar
með tveimur mönnum innan
borðs.
Talið er, að það verði í árs
lok 1964.
Gemini geimfar Bandaríkjan na. Af teikningunni, sem fylgir, sést hve miklu stærri Vostok
geimförin eru.
Mílanóborg varð hlutskarp-
astur, þegar kardínálar
kaþólskra komu saman til
páfakjörs. Hefur Montini tek-
ið sér nafnið Páll VI. Hefur
hann lýst því yfir að hann
muni í aðalatriðum fylgja
stefnu síðasta páfa, Jóhann-
esar XXIII, sem reyndist einn
af mikilhæfari páfum síðari
alda.
Páfakjör vekur að jafnaði
heimsathygli. Páfinn í Róm
er andlegur leiðtogi 500 millj-
óna kaþólskra manna um all-
an heim. Á hann er litið sem
einn áhrifamesta leiðtoga
heimsins í andlegum efnum.
Margir afburðamenn hafa á
liðnum tíma setið á páfastóli.
Páll páfi VI er talinn mikl*-
hæfur og gáfaður kirkjuhöfð-
ingi og í hópi frjálslyndari
manna innan kaþólsku kirkj-
unnar. Munu því margir
byggja miklar vonir á páfa-
dómi hans.