Morgunblaðið - 23.06.1963, Síða 13
to O R C V y B L'A Ð 1 D
13
„ Sunnudagur 23. júní 1963
l| Ekki þörf nýrrar
st j ór narmy ndunar
Það sýnist vera nokkuð út-
breidd skoðun, að vegna alþingis
kosninganna þurfi að mynda
nýja ríkisstjórn. Þetta er mis-
skilningur. Nauðsyn nýrrar
stjórnarmyndunar eftir alþing-
iskosningar fer alveg eftir úr-
slitum þeirra. Ef ríkisstjórn tap-
ar meirihluta sínum við kosn-
ingar, er eðlilegast, að hún segi
af sér, og mynduð sé ný stjórn,
sem styðjist við starfhæfan
meirihluta. Um þetta kunna þó
ýms atvik að koma til greina.
Hvað sem kosningaúrslitum líð-
ur, þá er ríkisstjórn ekki skyld-
ug til að segja af sér, fyrr en
hún fær formlegt vantraust meiri
hluta Alþingis. Að þessu sinni
eru allar slíkar bollaleggingar
óþarfar. Kosningaúrslitin voru ó-
tvíræð traustsyfirlýsing til ríkis-
stjórnarinnar og þess vegna er
Æskufólkið gengur inn á íþrótta leikvanginn í Laugardal 17. júní. — Ljósm. Mbl.: Sv. P,
REYKJAVÍKURBRÉF
eðlilegast, að hún sitji áfram, án
þess að til nokkurra beinna að
gerða forseta íslands eða Alþing-
is komi.
Ákvörðun
flokkanna
Þetta er því augljósara sem yf-
ir því var lýst af hálfu beggja
stjórnarflokka, að þeir mundu
halda áfram stjórnarsamstarfi, ef
þeir hlytu nægan meirihluta til
þess. í samræmi við úrslitin
voru þær yfirlýsingar síáan stað-
festar af formönnum flokkannna
og öðrum talsmönnum þeirra
eftir kosningar. Hitt er annað
mál, að rétt hefur þótt, að þeir
aðilar, sem samkvæmt reglum
flokkanna eiga að kveða á um
samstarf við aðra flokka, tækju
um þetta formiega ákvörðun. í
skipulagsreglum Sjálfstæðis-
fiokksins segir t.d.:
„Ekki má taka ákvörðun um
afstöðu flokksins til annarra
stjórnmálaflokka nema með sam-
þykki flokksráðs“.
Vegna þessa ákvæðis var
flokksráð Sjálfstæðismanna kvatt
til fundar föstudaginn hinn 21.
júní og staðfesti það svo sem
vænta mátti, að stjórnarsamstarf
ið við Alþýðuflokkinn skyldi
halda áfram.
Svipaða ákvörðun mun mið-
stjórn Alþýðuflokksins þegar
hafa tekið fyrir nokkrum dög-
um, hvort sem fleiri aðilar þurfa
þar til að koma eftir flokksregl-
unum eða ekki.
Verkföllunum
Mjög létti yfir mönnum um
land allt, þegar fregnir bárust
®f því, að á aðfararnótt þjóð-
hátíðardagsins hefði tekizt að af-
stýra yfirvofandi verkföllum á
Norðurlandi, enda töldu menn
þá víst, að svo mundi einnig
verða hér syðra, eins og nú er
Taun á orðin. Ástæðurnar til þess
að svo vel tókst til, eru einkum
þrjár: Uggur við verðmæta-glöt-
un vegna tafa eða hindrunar á
síldveiðum, almenn andúð á
stríðsyfirlýsingu forseta Alþýðu-
sambands íslands og orðsending
ríkisstjórnarinnar til samtaka
launþega og vinnuveitenda s.l.
laugardag. Af þessum sökum
stilltu forystumenn verkalýðsfé-
laganna kröfum sínum betur í
hóf þegar á reyndi, en ætla mátti
samkvæmt hinni upphaflegu
kröfugerð og stríðsyfirlýsingu Al-
þýðusambandsforsetans. Kaup-
hækkunin, sem um var samið,
1Yz% er þó veruleg. Ekkert sýnir
Laugar& 22. júní
betur hverju hófleysi menn eru
vanir en að svo mikil hækkun
skuli talin sanngirnisvottur. Því
miður er engin vissa fyrir, að
efnahagur þjóðarinnar þoli hana
ofan á þá 5% hækkun, sem hinir
lægra launuðu fengu fyrr á árinu.
Vonandi verða aflabrögð í sum-
ar svo góð, að undir þessu verði
hægt að standa áfallalaust.
Þrjú
meginatriði .
í orðsendingu ríkisstjórnarinn-
ar var vakin athygli á þremur
meginatriðum, sem ætíð hafa
verið leiðarvísir núverandi stjórn
arstefnu: Sanngjörn hlutdeild
launþega í vaxandi þjóðartekjum,
öryggi verðgildis krónunnar og
ör vöxtur þjóðarframleiðslunn-
ar. Allt sameinast þetta í
greiðslugetu atvinnuveganna. Ef
henni er ofboðið, þá er þetta
þrennt í hættu. Góðs viti er, að
allir aðilar skuli nú segja, að
það sé sín stefna að keppa að
þessu þrennu. Auðvitað eru þetta
auðsæ sannindi, en hingað til
hefur þeim alltof oft verið
gleymt, öllum til tjóns og þá
ekki sízt launþegum.
Mikilverðasti
árangurinn
Mikilverðasti árangur þjóð-
hátíðarsamninganna er þess
vegna sá, að bæði launþegar og
vinnuveitendur skuli nú hafa
samþykkt að taka þátt í hlut-
lausri rannsókn þessara þriggja
höfuðatriða. Ríkisstjórnin hefur
frá upphafi byggt ráðstafanir sín
ar á þeim staðreyndum, sem hag-
fræði nútímans hefur leitt í
ljós, að meginþýðingu hafa
Þær staðreyndir eru jafnt fyrir
hendi, hvert sem þjóðfélagsform-
ið er. Með því að byggja á þeim
hefur verið komizt hjá sams
konar kreppum og heiminn herj-
uðu á millistríðsárunum, eink-
um um 1930. Við íslendingar
megum einkanlega minnast þess,
að vegna rangrar stjórnarstefnu
stóð kreppan lengur hjá okkur
en flestum öðrum. Eins og aðrir
hafa lært af ófarnaðinum, þá
verðum við Islendingar að færa
okkur í nyt nútíma þekkingu í
efnahagsmálum.
Berum ekki fyrir
borð hag hinna
verst launuðu
En í orðsendingu sinni lagði
ríkisstjórnin ekki einungis á-
herzlu á nauðsyn rannsókna og
nútíma þekkingar um lausn ein-
stakra kaupdeilna, heldur einn-
ig, að ekki mætti ganga á hlut
hinna lægst launuðu. Hingað til
hefur reynslan alltof oft orðið
sú, að hinir lægst launuðu hafa
fyrstir sótt fram og aflað sér í-
myndaðra eða raunhæfra kjara-
bóta, síðan hafa hinir betur settu
komið á eftir og þá ekki látið
sér nægja sömu hlutfallshækk-
un, heldur heimtað enn meira
til sín. Þetta á þó nær eingöngu
við þau félög, sem innan Alþýðu-
sambandsins eru, því að nú er
orðið viðurkennt, a.m.k. í orði
kveðnu, að hjá öðrum starfshóp-
um, einkum opinberum starfs-
mönnum, sé launamismunur of
lítill. Við opinberu starfsmenn-
ina hefur náðst samkomulag um
skipun í flokka og að gerðar-
dómur skuli kveða á um launa-
hæðina. Þetta er mikil framför,
og verður vonandi áður en langt
um líður öðrum til leiðbeining-
ar. Innan Alþýðusambandsins
ríkir hins vegar enn fullkominn
glundroði í þessum efnum.
Tryggja þarf rétta lýðræðishætti
innan þess, áður en úr þeim
gtundroða verði bætt til fulls.
Ef vilji væri fyrir hendi, mætti
þó nú þegar bæta úr verstu á-
göllunum. Af kröfugerð hinna
betur settu mun skjótlega sjást,
hvort þeir hafa skilning á nauð-
syn leiðréttingar, eða hvort glund
roðinn á enn að haldast.
Hækkanir leiða
til hækkana
Af Þjóðviljanum er greinilegt,
að í herbúðum hans ríkir síður
en svo óskipt ánægja yfir þjóð-
hátíðarsamkomulaginu. Hann
tók orðséndingu ríkisstjórnarinn-
ar strax í upphafi fálega, svo
ekki sé sagt fjandsamlega, og
nú eftir á hefur hann á orði,
að ríkisstjórnin eigi að koma í
veg fyrir verðhækkanir, meðan á
rannsókn greiðslugetu atvinnu-
veganna stendur. Þjóðviljinn veit
þó jafn vel og aðrir, að slíkt
tal er út í bláinn. Eftir því sem
tilkostnaður, þ.á.m. af launa-
greiðslum, hækkar, hlýtur verð-
lag að hækka. Um landbúnaðar-
vörurnar er þetta berum orðum
ákveðið í lögum, sem allir flokk-
ar hafa samþykkt og staðið að
framkvæmd á. Fyrir kosningar
lýstu kommúnistar og ekki síð-
ur en aðrir yfir því, að verð á
landbúnaðarvörum til bænda
þyrfti að hækka.
Auðveldara kann að vera að
halda sumu öðru verðlagi í skefj
um. Um það gildir þó engin alls-
herjarregla, enda er síendurtek-
in reynsla sú, að hvaða ráðum,
sem beitt er, þá kemst tilkostn-
aðurinn áður en yfir lýkur inn
í verðlagið, jafnvel þótt ekki sé
farið eins að og gert var á tím-
um vinstri stjórnarinnar þegar
viðskiptamálaráðherrann, Lúð-
vík Jósepsson, beinlínis lofaði
verðlagshækkunum, um leið og
kauphækkun átti sér stað. Hvað
sem því líður, verður ekki frem-
ur í þessum efnum en öðrum
komizt fram hjá staðreyndum.
Allt þetta hlýtur hin fyrirhug-
aða rannsókn að leiða í ljós.
Sennilega er það í þeirri vitund,
að sumir kommúnistar láta sér
fátt um hana finnast. Þeir vita,
að eftir því, sem málin liggja
ljósar fyrir, verður þeim óhæg-
ara að koma við blekkingum
sínum.
„Elztur og
myndarlegastur“
Mjög er ánægjuleg hin fjöl-
menna heimsókn Vestur-Islend-
inga hingað til lands. Á meðal
þeirra, sem heimsóttu ríkisstjórn
ina í ráðherrabústaðnum á þjóð-
hátíðardaginn var einn hár og
vörpulegur, sem sagði um leið
og hann heilsaði Ólafi Thors, for-
sætisráðherra:
„Ég er elztur og myndarleg-
astur“.
Við nánari eftirgrennslan kom
í ljós, að þessi fjörmikli öld-
ungur var 84 ára gamall. Hann
sagðist nú koma til íslands í
fyrsta og sennilega síðasta skipt-
ið. Engu að síður talaði hann
reiprennandi íslenzku. Hann
sagði, að foreldrar sínir hefðu
komið úr Hrútafirðinum frá bæ,
sem hann hafði heyrt að nú væri
kominn í eyði. Þegar vestur kom
hefðu þau hin fyrstu ár átt við
mikla fátækt að búa. Þannig
hefðu þau borið sig kornungan
langar leiðir, þegar þau fluttu
úr örbirgð á lífvænlegri stað.
Sjálfur taldi hann sig með víð-
förlustu íslendingum, hafa ferð-
ast um Kanada þvert og endi-
langt, hafa rekið stórbú í Norð-
ur-Dakota, en ætti nú heima
syðst í Kaliforníu, þaðan sæi
hann yfir til Mexico og út á
Kyrrahafið. Gamli maðurinn
kvaðst eiga þrjú börn, barna-
börn og barnabarnabörn svo
mörg að hann fylgdist naumast
lengur með tölu þeirra. Alla kvað
hann afkomendur sína vera ís-
lendinga. Er þó hætt við, að fá-
ir þeirra tali jafn góða íslenzku
og hann. Vafalaust munu þeir
þó lengi minnast síns íslenzka
ættföður, og vissulega er það
íslenzku þjóðinni styrkur að af
hennar stofni skuli spretta slík-
ir frjóangar.
Profumo-
hneykslið
Fátt vekur meira umtal, einn-
ig hér á íslandi, um þessar mund-
ir en Profumo-hneykslið í Bret-
landi. Profumo þessi er ítalskur
að ætterni, þó að faðir hans væri
einnig brezkur ríkisborgari. Þeir
eru af gamalli, ítalskri greifa-
ætt, en Profumo sá sem hneyksl-
unum veldur, lagði þann titil
niður. Þeir frændur eru sagðir
stórríkir, vera eigendur að Prov-
ident lífsábyrgðarfélaginu í Lond
on. Profumo varð enskur þing-
maður, þá ungur að árum, 1940,
og gat sér frægðarorð í styrjöld-
inni. Hann missti þingsæti sitt um
sinn, en eftir að hann hlaut end-
urkjör varð frami hans skjót-
ur. Hann var talinn dugandi ráð-
herxa og njóta almennra vin-
sselda, þangað til ógæfan skall
yfir hann. Þegar slík ósköp
henda, má segja, að engum far-
ist að setjast Á dómarabekk, því
að allir hafi eitthvað af sér brot-
ið. En sannast að segja hlýtur
þó flestum að sýnast gremjuald-
an, sem nú gengur yfir Bretland,
sizt að ástæðulausu.
Bretar gera miklar kröfur til
sannsögli stjórnmálámanna sinna
Þar í landi þykir það fáheyrt, að
maður sé staðinn að lygi í sjálfri
neðri málstofunni. Út yfir þykir
taka, að Profumo skyldi ekki
hafa kjark til þess að koma sjálf-
ur í neðri málstofuna og viður-
kenna þar ósannindi sín. Ef hann
hefði gert það, mundu dómar
þingmanna og almennings um
framferði hans vafalaust orðið
mildari en þeir nú eru.
Vera vandur að
virðingu sinni
Strangleiki Breta í þessum
efnum er þeim til sæmdar. Eins
skilja menn það, að fram af
þeim gangi, þegar sjálfur her-
málaráðherrann skapar með líf-
erni sínu grunsemdir um að hægt
hafi verið að ginna út úr hon-
um ríkisleyndarmál. Fæstir taka
þó þær ásakanir eins alvarlega
og þær hljóma. Það, sem gefur
máli Profumos almennt gildi,
langt út yfir Bretland, er, að mað
ur í hans stöðu skuli verða ber
að þvílíku líferni, sem nú er á
hann sannað. Enginn ætlast til
þess, að stjórnmálamenn séu engl
ar fremur en aðrir. En hitt keyr-
ir úr hófi, þegar þeir, sem til
æðstu virðinga eru settir, leita
lags með dreggjum þjóðfélags-
ins. Ætla verður, að gremjuald-
an í Bretlandi nú rísi fyrst og
fremst af því, að almenningur
telur slíkt athæfi ósæmilegt. Var-
hugaverðast er, að væri slíkt
framferði algert einsdæmi, mundi
trauðlega hafa farið hjá því, að
forsætisráðherra og aðrir starfs-
bræður hermálaráðherans hefðu
veitt því athygli. Fólkið finnur,
að eitthvað meira en lítið er fú-
ið í því þjóðfélagi, þar sem því-
líkt ber að höndum. Það er góðs
viti fyrir brezku þjóðina, að
þeirri feyskju verði útrýmt, og
athyglin, sem málið hefur vakið
hér á landi, sannar, að almenn-
ingur ætlast til þess að þeir, sem
hinar æðstu stöður skipa séu
vandir að virðingu sinni.
Hver ráðstefnan
rekur aðra
Heyrzt hefur, að í sumar verði
haldnar fleiri ráðstefnur með
erlendum mönnum hér í Reykja-
vík en nokkru sinni áður. Svo
mikið er víst, að þessa dagana
eru hér haldnir fundir í stjóm
starfsmannasambands Norður-
landa, í útgáfunefnd norræna
dómasafnsins, samstarfsnefnd
um endurskoðun sifjalaga, með-
al stjórna krabbameinsfélaga á
Norðurlöndum og ráðuneytis-
stjóra í viðskiptamálaráðuneyt-
um Norðurlandanna. E.t.v. er
sumum fundanna sleppt og marg
ir fleiri eiga síðan eftir að bæt-
ast við. Ekki er að efa, að nú
sem fyrr heyrist raddir um
kostnað, sem af slíkum ráðstefn-
um stafi, óþörf veizluhöld og
annað, sem menn bera í munni
Framhald á bls. 14.